Halldór Jóhann: Ekki auðveldur leikur Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 27. mars 2022 20:19 Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfyssinga. Vísir/Hulda Margrét Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfoss í handbolta var sáttur við sjö marka sigur á móti Víking í kvöld. Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfoss í handbolta var sáttur þegar liðið gerði sjö marka sigur á móti Víking í kvöld. Selfyssingar sem voru einu marki undir í hálfleik mættu tvíeldir í þann seinni og sigruðu 25-32. „Mér líður mjög vel. Sjö marka sigur, ég hefði alltaf tekið það fyrir leik. Fyrri hálfleikurinn var kannski ekki nógu góður af okkar hálfu en seinni hálfleikurinn var góður. Ég er mjög sáttur við þessi tvö stig, þetta er ekki auðveldir leikir, þar sem þú ætlast til þess að þú vinnir en ég er bara sáttur,“ sagði Halldór eftir leikinn. Selfyssingar virtust heldur andlausir í fyrri hálfleik og vantaði kraft í þá. Þeir komu mun kraftmeiri í seinni hálfleikinn og unnu verðskuldaðann sjö marka sigur. „Það vantaði spirit í okkur. Varnarlega vorum við rosa mjúkir og ekki að hóta, við vorum að láta þá spila rosalega mikið meðfram okkur. Ég ætla ekki að taka það af Víking, þeir spiluðu fyrri hálfleikinn mjög vel og settu góða pressu. Sóknarlega vorum við ágætir, skorum 14 mörk en vorum ekki hundrað prósent í fyrri. Vorum að hlaupa illa hraðaupphlaup og seinni bylgju en breyttum í seinni og vorum fljótir að koma okkur í fjögurra marka forystu. Svo koma þessi sjö mörk í lokin.“ Halldór segir að það hafi vantað upp og varnarleikinn hjá þeim í fyrri hálfleik sem þeir fóru yfir í hálfleiknum og löguðu í þeim seinni. „Við vorum að spila langt undir pari varnarlega í fyrri hálfleik og við þurftum að fara aðeins yfir það. Við vorum að hlaupa of mikið og hafa áhyggjur af alltof mörgum hlutum og vorum bara að vinna okkar vinnu ekki nægilega vel. Við fórum vel yfir það og svo voru ákveðnir þættir sóknarlega sem að við vildum gera betur. Fyrst og fremst komum við miklu öflugri sem lið inn í seinni hálfleikinn og það gerir það af verkum að við vinnum þennan leik með sjö mörkum.“ Í næstu umferð tekur Selfoss á móti ÍBV og vill Halldór að þeir haldi standard og eigi góðan leik. „Að við spilum góðan leik. Við erum með gott lið og ég vill að við höldum standard og að það séu ekki miklar sveilfur í leik okkar. Ef við spilum góðan leik þá eigum við fína möguleika á móti ÍBV. Þeir eru með sterkt lið en ef við erum ekki á okkar besta degi þá verður það mjög erfitt.“ UMF Selfoss Olís-deild karla Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Selfoss 25-32 | Selfyssingar keyrðu yfir Víkinga þegar leið á Selfyssingar geta komið sér nær því að ná heimaleikjarétti í úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta með sigri gegn föllnum Víkingum. 27. mars 2022 17:15 Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Sjá meira
Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfoss í handbolta var sáttur þegar liðið gerði sjö marka sigur á móti Víking í kvöld. Selfyssingar sem voru einu marki undir í hálfleik mættu tvíeldir í þann seinni og sigruðu 25-32. „Mér líður mjög vel. Sjö marka sigur, ég hefði alltaf tekið það fyrir leik. Fyrri hálfleikurinn var kannski ekki nógu góður af okkar hálfu en seinni hálfleikurinn var góður. Ég er mjög sáttur við þessi tvö stig, þetta er ekki auðveldir leikir, þar sem þú ætlast til þess að þú vinnir en ég er bara sáttur,“ sagði Halldór eftir leikinn. Selfyssingar virtust heldur andlausir í fyrri hálfleik og vantaði kraft í þá. Þeir komu mun kraftmeiri í seinni hálfleikinn og unnu verðskuldaðann sjö marka sigur. „Það vantaði spirit í okkur. Varnarlega vorum við rosa mjúkir og ekki að hóta, við vorum að láta þá spila rosalega mikið meðfram okkur. Ég ætla ekki að taka það af Víking, þeir spiluðu fyrri hálfleikinn mjög vel og settu góða pressu. Sóknarlega vorum við ágætir, skorum 14 mörk en vorum ekki hundrað prósent í fyrri. Vorum að hlaupa illa hraðaupphlaup og seinni bylgju en breyttum í seinni og vorum fljótir að koma okkur í fjögurra marka forystu. Svo koma þessi sjö mörk í lokin.“ Halldór segir að það hafi vantað upp og varnarleikinn hjá þeim í fyrri hálfleik sem þeir fóru yfir í hálfleiknum og löguðu í þeim seinni. „Við vorum að spila langt undir pari varnarlega í fyrri hálfleik og við þurftum að fara aðeins yfir það. Við vorum að hlaupa of mikið og hafa áhyggjur af alltof mörgum hlutum og vorum bara að vinna okkar vinnu ekki nægilega vel. Við fórum vel yfir það og svo voru ákveðnir þættir sóknarlega sem að við vildum gera betur. Fyrst og fremst komum við miklu öflugri sem lið inn í seinni hálfleikinn og það gerir það af verkum að við vinnum þennan leik með sjö mörkum.“ Í næstu umferð tekur Selfoss á móti ÍBV og vill Halldór að þeir haldi standard og eigi góðan leik. „Að við spilum góðan leik. Við erum með gott lið og ég vill að við höldum standard og að það séu ekki miklar sveilfur í leik okkar. Ef við spilum góðan leik þá eigum við fína möguleika á móti ÍBV. Þeir eru með sterkt lið en ef við erum ekki á okkar besta degi þá verður það mjög erfitt.“
UMF Selfoss Olís-deild karla Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Selfoss 25-32 | Selfyssingar keyrðu yfir Víkinga þegar leið á Selfyssingar geta komið sér nær því að ná heimaleikjarétti í úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta með sigri gegn föllnum Víkingum. 27. mars 2022 17:15 Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Selfoss 25-32 | Selfyssingar keyrðu yfir Víkinga þegar leið á Selfyssingar geta komið sér nær því að ná heimaleikjarétti í úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta með sigri gegn föllnum Víkingum. 27. mars 2022 17:15