Hafa skal það sem sannara reynist Þórsteinn Ragnarsson skrifar 28. mars 2022 09:30 Þann 23. mars sl. skrifaði Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir (SB) grein á visir.is/skoðun undir fyrirsögninni „Kæru kaffistofugestir”. Greinin fjallaði að meginhluta til um bálfarir og efni tengt þeim. Fyrir nokkrum árum setti Sigríður Bylgja fram hugmynd um breytingar á greftrun duftkera sem fólst aðallega í því að jarðsetja tré með hverju duftkeri og nefndi hún framkvæmdina „að gróðursetja duftker”. Hugmyndafræðin var vissulega falleg en vart framkvæmanleg þar sem hvert tré sem vex upp tekur 8 til 10 fm sem er margfalt það landrými sem þarf undir venjulega gröf hvað þá hefðbundna duftgröf. Nú hefur Sigríður tekið málið lengra og vill setja á laggirnar bálstofu og lýsir hún í greininni þeim yfirburðum sem hennar bálstofa muni hafa umfram þá bálstofu sem kirkjugarðaráð hefur lagt til að byggð verði á Hallsholti við Gufuneskirkjugarð að ekki sé talað um bálstofuna í Fossvogi. Í grein SB er því miður að finna endurteknar rangfærslur sem nauðsynlegt er að leiðrétta til að kaffistofugestir hennar fái rétta mynd af málinu. Hvað vakir fyrir SB með slíkum rangfærslum er ógjörningur að vita, því hún ætti að vita betur. Í upphafi greinarinnar segir SB:„Í okkar fallega og fjölbreytta samfélagi þar sem virðing er borin fyrir ólíkum trúar- og lífsskoðunarfélögum er eitt sem skýtur skökku við. Á Íslandi er eingöngu mögulegt að fara í gegnum eitt trúfélag þegar við kveðjum þessa jarðvist.“ Athugasemd: Þessi fullyrðing er röng. Lög um kirkjugarða snúast ekki um trúmálastarfsemi. Stjórn Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma (KGRP) sem sjá um rúmlega 50% af jarðsetningum í landinu er stýrt af einstaklingum úr ýmsum áttum, frá Kirkjunni, fríkirkjum auk þess sem lífsskoðunarfélagið Siðmennt á fulltrúa í stjórn KGRP. Í athafnarrýmum í Fossvogi fara einnig fram útfarir þeirra sem eru utan trúfélaga. Í grein sinni kynnir SB til sögunnar nýjan valkost: „Valkostur sem er óháður trúar- og lífsskoðunarfélögum en hjartanlega opinn öllum og kallast Tré lífsins.“ Athugasemd: Hér er gefið í skyn að núverandi valkostur sé háður trúar- og lífsskoðun þeirra sem njóta þjónustunnar, en þannig er það alls ekki. SB segir einnig: „Tré lífsins vill taka við bálfaraþjónustu hér á landi auk þess að bjóða óháð rými fyrir athafnir.“ Athugasemd: Hér er gefið í skyn að núverandi athafnarými séu háð trúfélagaaðild.Af hverju er þessu haldið fram þegar SB veit betur? KGRP hafa um áratugaskeið þjónað öllum sem leita eftir þjónustu og það er alkunna að þeir sem eru utan trúfélaga velja athafnarými í Fossvogi enda stendur það öllum opið. Undir liðnum „Ákvörðunarvaldið er hjá stjórnvöldum“ segir SB meðal annars: Á að halda í horfinu með óbreyttu fyrirkomulagi og fela stofnun á vegum þjóðkirkjunnar að halda áfram að sjá um framkvæmd bálfara um ófyrirsjáanlega framtíð? Á að láta eitt trúfélag umfram önnur fá háar upphæðir úr ríkissjóði til að byggja nýja bálstofu í Gufuneskirkjugarði? Á að bjóða fjölbreyttu samfélagi á 21. öld upp á einn valkost við lífslok? Athugasemd: Þessar staðhæfingar dæma sig sjálfar. Þær eru allar settar fram til að koma þeirri hugsun inn hjá lesendum að núverandi fyrirkomulag sé með allt öðrum hætti en það er í raun og veru. Þeim sem vilja kynna sér þær hugmyndir sem settar hafa verið fram um nýja bálstofu bendi ég á skýrslu sem Kirkjugarðaráð hefur látið vinna fyrir dómsmálaráðuneytið og nálgast má á þessari vefslóð. Höfundur er forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma (KGRP). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kirkjugarðar Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Sjá meira
Þann 23. mars sl. skrifaði Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir (SB) grein á visir.is/skoðun undir fyrirsögninni „Kæru kaffistofugestir”. Greinin fjallaði að meginhluta til um bálfarir og efni tengt þeim. Fyrir nokkrum árum setti Sigríður Bylgja fram hugmynd um breytingar á greftrun duftkera sem fólst aðallega í því að jarðsetja tré með hverju duftkeri og nefndi hún framkvæmdina „að gróðursetja duftker”. Hugmyndafræðin var vissulega falleg en vart framkvæmanleg þar sem hvert tré sem vex upp tekur 8 til 10 fm sem er margfalt það landrými sem þarf undir venjulega gröf hvað þá hefðbundna duftgröf. Nú hefur Sigríður tekið málið lengra og vill setja á laggirnar bálstofu og lýsir hún í greininni þeim yfirburðum sem hennar bálstofa muni hafa umfram þá bálstofu sem kirkjugarðaráð hefur lagt til að byggð verði á Hallsholti við Gufuneskirkjugarð að ekki sé talað um bálstofuna í Fossvogi. Í grein SB er því miður að finna endurteknar rangfærslur sem nauðsynlegt er að leiðrétta til að kaffistofugestir hennar fái rétta mynd af málinu. Hvað vakir fyrir SB með slíkum rangfærslum er ógjörningur að vita, því hún ætti að vita betur. Í upphafi greinarinnar segir SB:„Í okkar fallega og fjölbreytta samfélagi þar sem virðing er borin fyrir ólíkum trúar- og lífsskoðunarfélögum er eitt sem skýtur skökku við. Á Íslandi er eingöngu mögulegt að fara í gegnum eitt trúfélag þegar við kveðjum þessa jarðvist.“ Athugasemd: Þessi fullyrðing er röng. Lög um kirkjugarða snúast ekki um trúmálastarfsemi. Stjórn Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma (KGRP) sem sjá um rúmlega 50% af jarðsetningum í landinu er stýrt af einstaklingum úr ýmsum áttum, frá Kirkjunni, fríkirkjum auk þess sem lífsskoðunarfélagið Siðmennt á fulltrúa í stjórn KGRP. Í athafnarrýmum í Fossvogi fara einnig fram útfarir þeirra sem eru utan trúfélaga. Í grein sinni kynnir SB til sögunnar nýjan valkost: „Valkostur sem er óháður trúar- og lífsskoðunarfélögum en hjartanlega opinn öllum og kallast Tré lífsins.“ Athugasemd: Hér er gefið í skyn að núverandi valkostur sé háður trúar- og lífsskoðun þeirra sem njóta þjónustunnar, en þannig er það alls ekki. SB segir einnig: „Tré lífsins vill taka við bálfaraþjónustu hér á landi auk þess að bjóða óháð rými fyrir athafnir.“ Athugasemd: Hér er gefið í skyn að núverandi athafnarými séu háð trúfélagaaðild.Af hverju er þessu haldið fram þegar SB veit betur? KGRP hafa um áratugaskeið þjónað öllum sem leita eftir þjónustu og það er alkunna að þeir sem eru utan trúfélaga velja athafnarými í Fossvogi enda stendur það öllum opið. Undir liðnum „Ákvörðunarvaldið er hjá stjórnvöldum“ segir SB meðal annars: Á að halda í horfinu með óbreyttu fyrirkomulagi og fela stofnun á vegum þjóðkirkjunnar að halda áfram að sjá um framkvæmd bálfara um ófyrirsjáanlega framtíð? Á að láta eitt trúfélag umfram önnur fá háar upphæðir úr ríkissjóði til að byggja nýja bálstofu í Gufuneskirkjugarði? Á að bjóða fjölbreyttu samfélagi á 21. öld upp á einn valkost við lífslok? Athugasemd: Þessar staðhæfingar dæma sig sjálfar. Þær eru allar settar fram til að koma þeirri hugsun inn hjá lesendum að núverandi fyrirkomulag sé með allt öðrum hætti en það er í raun og veru. Þeim sem vilja kynna sér þær hugmyndir sem settar hafa verið fram um nýja bálstofu bendi ég á skýrslu sem Kirkjugarðaráð hefur látið vinna fyrir dómsmálaráðuneytið og nálgast má á þessari vefslóð. Höfundur er forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma (KGRP).
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar