Leiðtogar NATO-ríkja ekki á sömu bylgjulengd Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. mars 2022 21:52 Leiðtogar ríkja NATO hittust í Brussel í síðustu viku. AP Photo/Thibault Camus Leiðtogar ríkja Atlantshafsbandalagsins eru ekki á sama máli um hvernig best sé að nálgast mögulegar viðræður við Vladimír Pútín Rússlandsforseta um vopnahlé á milli Rússa og Úkraínu. Frakkar og Þjóðverjar telja að hægt sé að semja við Pútín. Bretar og Pólverjar segja hins vegar að ekki sé hægt að treysta Pútín. Leiðtogar NATO-ríkjanna funduðu í Brussel í síðustu viku, þar á meðal Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands. Í frétt Bloomberg af viðræðum sem þar áttu sér stað á milli leiðtoga kemur fram að tvær fylkingar séu að myndast innan bandalagsins um það hvernig best sé að takast á við Pútín til að draga úr átökum í Úkraínu. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, telur til að mynda best að halda viðræðum áfram í von um að hægt sé að semja um vopnahlé. Hægt sé að fá Rússa til að hverfa úr Úkraínu með diplómatískum leiðum. Kollegar Macron í Berlín eru á sömu bylgjulengd ef marka má frétt Bloomberg. „Okkar helsta markmið er að ná að semja um vopnahlé svo að drápin geti hætt,“ sagði Steffen Heibestreit, talsmaður Olaf Scholz Þýskalandskanslara í dag. Leiðtogar Póllands, Bretlands og ríkja Austur-Evrópu, að Ungverjalandi undanskildu, virðast vera á öndverðum meiði samkvæmt frétt Bloomberg, þar sem meðal annars er vísað í skjöl af fundum leiðtoganna. Telja leiðtogar þessara ríkja að sú stefna sem Þjóðverjar og Frakkar vilja setja á oddinn sé ekki til gagns. Efast þeir um að Pútín taki þátt í viðræðunum af heilindum og að hægt verði að semja um ásættanleg frið. Er Andrzej Duda, forseti Póllands, meðal annars hafa spurt kollega sína að því hvort að þeir teldu svo vera að þeir skilmálar sem Pútin hefur boðað í vopnahlésviðræðum væru ásættanlegir. Vopnahlésviðræður á milli Rússlands og Úkraínu fara fram í Tyrklandi á morgun. NATO Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Leiðtogarnir sýndu samstöðu en tóku engin ný skref Leiðtogar NATO, Evrópusambandsins og G7 ríkjanna funduðu í Brussel í dag um stöðuna milli Úkraínu og Evrópu. Aðildaríki Atlantshafsbandalagsins samþykktu að auka viðbúnað og hernaðaraðstoð til Úkraínu en í heildina að sjá var lítið um breytingar. Prófessor í stjórnmálafræði segir líklegast að fundurinn verði notaður til að þrýsta á kínversk stjórnvöld. 24. mars 2022 23:14 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira
Leiðtogar NATO-ríkjanna funduðu í Brussel í síðustu viku, þar á meðal Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands. Í frétt Bloomberg af viðræðum sem þar áttu sér stað á milli leiðtoga kemur fram að tvær fylkingar séu að myndast innan bandalagsins um það hvernig best sé að takast á við Pútín til að draga úr átökum í Úkraínu. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, telur til að mynda best að halda viðræðum áfram í von um að hægt sé að semja um vopnahlé. Hægt sé að fá Rússa til að hverfa úr Úkraínu með diplómatískum leiðum. Kollegar Macron í Berlín eru á sömu bylgjulengd ef marka má frétt Bloomberg. „Okkar helsta markmið er að ná að semja um vopnahlé svo að drápin geti hætt,“ sagði Steffen Heibestreit, talsmaður Olaf Scholz Þýskalandskanslara í dag. Leiðtogar Póllands, Bretlands og ríkja Austur-Evrópu, að Ungverjalandi undanskildu, virðast vera á öndverðum meiði samkvæmt frétt Bloomberg, þar sem meðal annars er vísað í skjöl af fundum leiðtoganna. Telja leiðtogar þessara ríkja að sú stefna sem Þjóðverjar og Frakkar vilja setja á oddinn sé ekki til gagns. Efast þeir um að Pútín taki þátt í viðræðunum af heilindum og að hægt verði að semja um ásættanleg frið. Er Andrzej Duda, forseti Póllands, meðal annars hafa spurt kollega sína að því hvort að þeir teldu svo vera að þeir skilmálar sem Pútin hefur boðað í vopnahlésviðræðum væru ásættanlegir. Vopnahlésviðræður á milli Rússlands og Úkraínu fara fram í Tyrklandi á morgun.
NATO Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Leiðtogarnir sýndu samstöðu en tóku engin ný skref Leiðtogar NATO, Evrópusambandsins og G7 ríkjanna funduðu í Brussel í dag um stöðuna milli Úkraínu og Evrópu. Aðildaríki Atlantshafsbandalagsins samþykktu að auka viðbúnað og hernaðaraðstoð til Úkraínu en í heildina að sjá var lítið um breytingar. Prófessor í stjórnmálafræði segir líklegast að fundurinn verði notaður til að þrýsta á kínversk stjórnvöld. 24. mars 2022 23:14 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira
Leiðtogarnir sýndu samstöðu en tóku engin ný skref Leiðtogar NATO, Evrópusambandsins og G7 ríkjanna funduðu í Brussel í dag um stöðuna milli Úkraínu og Evrópu. Aðildaríki Atlantshafsbandalagsins samþykktu að auka viðbúnað og hernaðaraðstoð til Úkraínu en í heildina að sjá var lítið um breytingar. Prófessor í stjórnmálafræði segir líklegast að fundurinn verði notaður til að þrýsta á kínversk stjórnvöld. 24. mars 2022 23:14