Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 8. sæti Bestu deildar karla í sumar. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Víkings og FH mánudaginn 18. apríl. Víkingar eiga titil að verja en þeir urðu Íslandsmeistarar í sjötta sinn í sögu félagsins í fyrra. Íþróttadeild spáir ÍA 8. sæti Bestu deildarinnar í sumar og að liðið endi einu sæti ofar en á síðasta tímabili. Skagamönnum virtust allar bjargir bannaðar þegar þrjár umferðir voru eftir á síðasta tímabili, enda fimm stigum frá öruggu sæti. En þeir unnu síðustu þrjá deildarleikina og björguðu sér frá falli með því að koma til baka og vinna 2-3 sigur í Keflavík í lokaumferðinni. ÍA vann svo sama lið í undanúrslitum Mjólkurbikarsins og komst í bikarúrslit í fyrsta sinn í átján ár. Þar reyndist Víkingur hins vegar of stór biti. Eftir tímabilið hætti Jóhannes Karl Guðjónsson hjá ÍA og tók við starfi aðstoðarþjálfara íslenska karlalandsliðsins. Í stað hans fékk ÍA Jón Þór Hauksson sem gerði fína hluti með Vestra á síðasta tímabili. Jón Þór stýrði ÍA í síðustu leikjum tímabilsins 2017 og vildi fá starfið til frambúðar en Jóhannes Karl varð fyrir valinu. En nú er Jón Þór kominn í draumastarfið sitt og ætlar væntanlega að nýta tækifærið til hins ítrasta. Skagamenn eru að hefja sitt fjórða tímabil í röð í efstu deild sem hefur ekki gerst síðan liðið féll 2008. ÍA hefur sótt reynslumikla leikmenn í vetur sem eru þekktar stærðir í efstu deild. Nýju mennirnir, ásamt ungum og sprækum Skagamönnum, eiga sjá til þess að liðið verði ekki í sömu vandræðum og á síðasta tímabili. Svona var síðasta sumar Væntingarstuðullinn: Enduðu tveimur sætum ofar en þeim var spáð (11. sæti) í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna fyrir mót. - Sumarið 2021 eftir mánuðum: Apríl og maí: 24 prósent stiga í húsi (5 af 21) Júní: 11 prósent stiga í húsi (1 af 9) Júlí: 25 prósent stiga í húsi (3 af 12) Ágúst: 20 prósent stiga í húsi (3 af 15) September: 100 prósent stiga í húsi (9 af 9) - Besti dagur: 25. september Skagamenn bjarga sér frá falli með 3-2 endurkomusigri í Keflavík sem jafnframt var þriðji sigur liðsins í röð. Versti dagur: 12. júní Eftir 2-0 tap á móti Leikni í lykilleik í Breiðholti höfðu Skagamenn aðeins náð í eitt stig í síðustu sjö leikjum sínum. - Tölfræðin Árangur: 9. sæti (21 stig) Sóknarleikur: 7. sæti (29 mörk skoruð) Varnarleikur: 11. sæti (44 mörk fengin á sig) Árangur á heimavelli: 7. sæti (15 stig) Árangur á útivelli: 10. sæti (6 stig) Flestir sigurleikir í röð: 3 (11. til 25. september) Flestir tapleikir í röð: 4 (24. maí til 20. júní) Markahæsti leikmaður: Gísli Laxdal Unnarsson og Steinar Þorsteinsson 4 Flestar stoðsendingar: Gísli Laxdal Unnarsson, Viktor Jónsson og Ísak Snær Þorvaldsson 3 Þáttur í flestum mörkum: Viktor Jónsson og Gísli Laxdal Unnarsson 7 Flest gul spjöld: Alexander Davey 7 Liðið og lykilmenn Líklegt byrjunarlið ÍA í sumar.vísir/hjalti Aron Bjarki Jósepsson, miðvörður (f. 1989): Gekk í raðir ÍA í vetur eftir að hafa vermt varamannabekk KR undanfarin ár. Á að hjálpa til við að stoppa í götin hjá vörn sem fékk að meðaltali á sig tvö mörk í leik sumarið 2021. Býr yfir mikilli reynslu sem ætti að nýtast Skagamönnum vel. Gísli Laxdal Unnarsson, kantmaður (f. 2001): Einn af þessum ungu strákum sem hefur verið beðið eftir að springi út, nú er sá tími kominn. Fljótur og kraftmikill kantmaður sem mun ógna með hraða sínum og krafti. Stóð sig vel á undirbúningstímabilinu og mun vera í stóru hlutverki í liði Skagamanna í sumar. Kaj Leo i Bartalstovu, kantmaður (f. 1991): Færeyingurinn flinki var meðal annars orðaður við Íslands- og bikarmeistara Víkings eftir að samningur hans við Val rann út síðasta haust. Er kominn upp á Skaga og ljóst er að sóknarlega verður ábyrgð hans mikil í liði þar sem margir eiga enn eftir að sanna sig í efstu deild. Aron Bjarki, Gísli Laxdal og Kaj Leo ættu að vera í stórum hlutverkum hjá ÍA í sumar.vísir/bára/hulda margrét/bára Fylgist með: Haukur Andri Haraldsson, miðjumaður (f. 2005) Gæti verið nýjasta stórstjarnan af fótboltafæribandinu af Skaganum. Yngsta barn Haraldar Ingólfssonar og Jónínu Víglundsdóttur og öll eldri systkini hans hafa látið að sér kveða í fótboltanum. Haukur er afar leikinn og útsjónarsamur miðjumaður sem fékk mörg tækifæri á undirbúningstímabilinu og fær væntanlega sínar mínútur í sumar. Markaðurinn Breytingarnar á leikmannahópi ÍA.vísir/hjalti Skagamenn misstu þungavigtarmenn af miðjunni í Snæmönnunum Ísaki og Sindra, og Óttar Bjarna úr miðri vörninni. Þeir hafa hins vegar gert ágætlega í því að fylla í skörðin og styrkja sinn hóp. Þó að Kaj Leó, Christian Köhler og Johannes Vall hafi ekki þótt nógu góðir til að hjálpa Val að verða Íslandsmeistari þá eru þeir þekktar stærðir og góður liðsstyrkur fyrir lið í neðri hlutanum. Miðjumaðurinn Köhler og vinstri bakvörðurinn Vall hafa spilað í efstu deildum Skandinavíu og Kaj Leo er hörkugóður kantmaður þó að hann hafi ekki notið sín eins vel hjá Val og í liði ÍBV, þar sem hann varð stoðsendingahæstur í deildinni árið 2018. Forvitnilegt verður að sjá hinn efnilega Oliver Stefánsson (Þórðarsonar) en þessi nítján ára miðvörður er að komast af stað eftir að hafa fengið blóðtappa rétt fyrir neðan háls og verið lengi frá keppni. Aron Bjarki Jósepsson ætti að fylla vel í skarðið fyrir Óttar Bjarna, eftir að hafa verið dyggur þjónn fyrir KR um árabil, og Jón Þór þjálfari þekkir vel til miðjumannsins Benedikts Warén sem skoraði fjögur mörk fyrir Vestra í Lengjudeildinni í fyrra. Hversu langt er síðan að ÍA ... Hversu langt er síðan að ÍA .... ... varð Íslandsmeistari: 21 ár (2001) ... varð bikarmeistari: 19 ár (2003) ... endaði á topp þrjú: 15 ár (2007) ... féll úr deildinni: 5 ár (2017) ... átti markakóng deildarinnar: 6 ár (Garðar Bergmann Gunnlaugsson 2016) ... átti besta leikmann deildarinnar: 21 ár (Gunnlaugur Jónsson 2001) ... átti efnilegasta leikmann deildarinnar: 21 ár (Grétar Rafn Steinsson 2001) Að lokum … Langt er síðan það hefur verið jafn mikill andi og þróttur í Skagamönnum og undir lok síðasta tímabils. Þeir sneru þá bökum saman, bæði innan vallar og utan, og gerðu það besta úr nánast ómögulegri stöðu. Akurnesingar vonast eftir aðeins minni dramatík og sveiflum í sumar. Og það eru nokkuð jákvæð teikn á lofti. Skagamenn hafa styrkt sig skynsamlega og skyndisóknir þeirra ættu að vera stórhættulegar með kantmennina Kaj Leó og Gísla Laxdal í aðalhlutverkum. Til að ÍA hífi sig ofar í töfluna þarf liðið að sækja fleiri stig utan Akraness. Skagamenn fengu bara sex stig á útivelli á síðasta tímabili en aðeins Fylkir og Leiknir fengu færri. Þá þarf vörnin að vera sterkari enda fékk ÍA tvö mörk að meðaltali á sig í leik og enn liggur ekki fyrir hvor Árninn verður í markinu. En þrátt fyrir þessi spurningarmerki virðist ÍA vera sterkari en slökustu lið deildarinnar. Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla ÍA Akranes Tengdar fréttir Besta-spáin 2022: Lífið eftir Sævar og Smit Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Leikni 9. sæti Bestu deildar karla í sumar. 7. apríl 2022 10:01 Besta-spáin 2022: Hemmi stígur enn einn dans við falldrauginn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 10. sæti sæti Bestu deildar karla í sumar. 6. apríl 2022 10:00 Besta-spáin 2022: Mátaðir eftir valdataflið Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 5. apríl 2022 10:01 Besta-spáin 2022: Meðvindurinn breyttist í mótvind Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram tólfta og neðsta sæti Bestu deildar karla í sumar. 4. apríl 2022 10:01 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Víkings og FH mánudaginn 18. apríl. Víkingar eiga titil að verja en þeir urðu Íslandsmeistarar í sjötta sinn í sögu félagsins í fyrra. Íþróttadeild spáir ÍA 8. sæti Bestu deildarinnar í sumar og að liðið endi einu sæti ofar en á síðasta tímabili. Skagamönnum virtust allar bjargir bannaðar þegar þrjár umferðir voru eftir á síðasta tímabili, enda fimm stigum frá öruggu sæti. En þeir unnu síðustu þrjá deildarleikina og björguðu sér frá falli með því að koma til baka og vinna 2-3 sigur í Keflavík í lokaumferðinni. ÍA vann svo sama lið í undanúrslitum Mjólkurbikarsins og komst í bikarúrslit í fyrsta sinn í átján ár. Þar reyndist Víkingur hins vegar of stór biti. Eftir tímabilið hætti Jóhannes Karl Guðjónsson hjá ÍA og tók við starfi aðstoðarþjálfara íslenska karlalandsliðsins. Í stað hans fékk ÍA Jón Þór Hauksson sem gerði fína hluti með Vestra á síðasta tímabili. Jón Þór stýrði ÍA í síðustu leikjum tímabilsins 2017 og vildi fá starfið til frambúðar en Jóhannes Karl varð fyrir valinu. En nú er Jón Þór kominn í draumastarfið sitt og ætlar væntanlega að nýta tækifærið til hins ítrasta. Skagamenn eru að hefja sitt fjórða tímabil í röð í efstu deild sem hefur ekki gerst síðan liðið féll 2008. ÍA hefur sótt reynslumikla leikmenn í vetur sem eru þekktar stærðir í efstu deild. Nýju mennirnir, ásamt ungum og sprækum Skagamönnum, eiga sjá til þess að liðið verði ekki í sömu vandræðum og á síðasta tímabili. Svona var síðasta sumar Væntingarstuðullinn: Enduðu tveimur sætum ofar en þeim var spáð (11. sæti) í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna fyrir mót. - Sumarið 2021 eftir mánuðum: Apríl og maí: 24 prósent stiga í húsi (5 af 21) Júní: 11 prósent stiga í húsi (1 af 9) Júlí: 25 prósent stiga í húsi (3 af 12) Ágúst: 20 prósent stiga í húsi (3 af 15) September: 100 prósent stiga í húsi (9 af 9) - Besti dagur: 25. september Skagamenn bjarga sér frá falli með 3-2 endurkomusigri í Keflavík sem jafnframt var þriðji sigur liðsins í röð. Versti dagur: 12. júní Eftir 2-0 tap á móti Leikni í lykilleik í Breiðholti höfðu Skagamenn aðeins náð í eitt stig í síðustu sjö leikjum sínum. - Tölfræðin Árangur: 9. sæti (21 stig) Sóknarleikur: 7. sæti (29 mörk skoruð) Varnarleikur: 11. sæti (44 mörk fengin á sig) Árangur á heimavelli: 7. sæti (15 stig) Árangur á útivelli: 10. sæti (6 stig) Flestir sigurleikir í röð: 3 (11. til 25. september) Flestir tapleikir í röð: 4 (24. maí til 20. júní) Markahæsti leikmaður: Gísli Laxdal Unnarsson og Steinar Þorsteinsson 4 Flestar stoðsendingar: Gísli Laxdal Unnarsson, Viktor Jónsson og Ísak Snær Þorvaldsson 3 Þáttur í flestum mörkum: Viktor Jónsson og Gísli Laxdal Unnarsson 7 Flest gul spjöld: Alexander Davey 7 Liðið og lykilmenn Líklegt byrjunarlið ÍA í sumar.vísir/hjalti Aron Bjarki Jósepsson, miðvörður (f. 1989): Gekk í raðir ÍA í vetur eftir að hafa vermt varamannabekk KR undanfarin ár. Á að hjálpa til við að stoppa í götin hjá vörn sem fékk að meðaltali á sig tvö mörk í leik sumarið 2021. Býr yfir mikilli reynslu sem ætti að nýtast Skagamönnum vel. Gísli Laxdal Unnarsson, kantmaður (f. 2001): Einn af þessum ungu strákum sem hefur verið beðið eftir að springi út, nú er sá tími kominn. Fljótur og kraftmikill kantmaður sem mun ógna með hraða sínum og krafti. Stóð sig vel á undirbúningstímabilinu og mun vera í stóru hlutverki í liði Skagamanna í sumar. Kaj Leo i Bartalstovu, kantmaður (f. 1991): Færeyingurinn flinki var meðal annars orðaður við Íslands- og bikarmeistara Víkings eftir að samningur hans við Val rann út síðasta haust. Er kominn upp á Skaga og ljóst er að sóknarlega verður ábyrgð hans mikil í liði þar sem margir eiga enn eftir að sanna sig í efstu deild. Aron Bjarki, Gísli Laxdal og Kaj Leo ættu að vera í stórum hlutverkum hjá ÍA í sumar.vísir/bára/hulda margrét/bára Fylgist með: Haukur Andri Haraldsson, miðjumaður (f. 2005) Gæti verið nýjasta stórstjarnan af fótboltafæribandinu af Skaganum. Yngsta barn Haraldar Ingólfssonar og Jónínu Víglundsdóttur og öll eldri systkini hans hafa látið að sér kveða í fótboltanum. Haukur er afar leikinn og útsjónarsamur miðjumaður sem fékk mörg tækifæri á undirbúningstímabilinu og fær væntanlega sínar mínútur í sumar. Markaðurinn Breytingarnar á leikmannahópi ÍA.vísir/hjalti Skagamenn misstu þungavigtarmenn af miðjunni í Snæmönnunum Ísaki og Sindra, og Óttar Bjarna úr miðri vörninni. Þeir hafa hins vegar gert ágætlega í því að fylla í skörðin og styrkja sinn hóp. Þó að Kaj Leó, Christian Köhler og Johannes Vall hafi ekki þótt nógu góðir til að hjálpa Val að verða Íslandsmeistari þá eru þeir þekktar stærðir og góður liðsstyrkur fyrir lið í neðri hlutanum. Miðjumaðurinn Köhler og vinstri bakvörðurinn Vall hafa spilað í efstu deildum Skandinavíu og Kaj Leo er hörkugóður kantmaður þó að hann hafi ekki notið sín eins vel hjá Val og í liði ÍBV, þar sem hann varð stoðsendingahæstur í deildinni árið 2018. Forvitnilegt verður að sjá hinn efnilega Oliver Stefánsson (Þórðarsonar) en þessi nítján ára miðvörður er að komast af stað eftir að hafa fengið blóðtappa rétt fyrir neðan háls og verið lengi frá keppni. Aron Bjarki Jósepsson ætti að fylla vel í skarðið fyrir Óttar Bjarna, eftir að hafa verið dyggur þjónn fyrir KR um árabil, og Jón Þór þjálfari þekkir vel til miðjumannsins Benedikts Warén sem skoraði fjögur mörk fyrir Vestra í Lengjudeildinni í fyrra. Hversu langt er síðan að ÍA ... Hversu langt er síðan að ÍA .... ... varð Íslandsmeistari: 21 ár (2001) ... varð bikarmeistari: 19 ár (2003) ... endaði á topp þrjú: 15 ár (2007) ... féll úr deildinni: 5 ár (2017) ... átti markakóng deildarinnar: 6 ár (Garðar Bergmann Gunnlaugsson 2016) ... átti besta leikmann deildarinnar: 21 ár (Gunnlaugur Jónsson 2001) ... átti efnilegasta leikmann deildarinnar: 21 ár (Grétar Rafn Steinsson 2001) Að lokum … Langt er síðan það hefur verið jafn mikill andi og þróttur í Skagamönnum og undir lok síðasta tímabils. Þeir sneru þá bökum saman, bæði innan vallar og utan, og gerðu það besta úr nánast ómögulegri stöðu. Akurnesingar vonast eftir aðeins minni dramatík og sveiflum í sumar. Og það eru nokkuð jákvæð teikn á lofti. Skagamenn hafa styrkt sig skynsamlega og skyndisóknir þeirra ættu að vera stórhættulegar með kantmennina Kaj Leó og Gísla Laxdal í aðalhlutverkum. Til að ÍA hífi sig ofar í töfluna þarf liðið að sækja fleiri stig utan Akraness. Skagamenn fengu bara sex stig á útivelli á síðasta tímabili en aðeins Fylkir og Leiknir fengu færri. Þá þarf vörnin að vera sterkari enda fékk ÍA tvö mörk að meðaltali á sig í leik og enn liggur ekki fyrir hvor Árninn verður í markinu. En þrátt fyrir þessi spurningarmerki virðist ÍA vera sterkari en slökustu lið deildarinnar. Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Væntingarstuðullinn: Enduðu tveimur sætum ofar en þeim var spáð (11. sæti) í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna fyrir mót. - Sumarið 2021 eftir mánuðum: Apríl og maí: 24 prósent stiga í húsi (5 af 21) Júní: 11 prósent stiga í húsi (1 af 9) Júlí: 25 prósent stiga í húsi (3 af 12) Ágúst: 20 prósent stiga í húsi (3 af 15) September: 100 prósent stiga í húsi (9 af 9) - Besti dagur: 25. september Skagamenn bjarga sér frá falli með 3-2 endurkomusigri í Keflavík sem jafnframt var þriðji sigur liðsins í röð. Versti dagur: 12. júní Eftir 2-0 tap á móti Leikni í lykilleik í Breiðholti höfðu Skagamenn aðeins náð í eitt stig í síðustu sjö leikjum sínum. - Tölfræðin Árangur: 9. sæti (21 stig) Sóknarleikur: 7. sæti (29 mörk skoruð) Varnarleikur: 11. sæti (44 mörk fengin á sig) Árangur á heimavelli: 7. sæti (15 stig) Árangur á útivelli: 10. sæti (6 stig) Flestir sigurleikir í röð: 3 (11. til 25. september) Flestir tapleikir í röð: 4 (24. maí til 20. júní) Markahæsti leikmaður: Gísli Laxdal Unnarsson og Steinar Þorsteinsson 4 Flestar stoðsendingar: Gísli Laxdal Unnarsson, Viktor Jónsson og Ísak Snær Þorvaldsson 3 Þáttur í flestum mörkum: Viktor Jónsson og Gísli Laxdal Unnarsson 7 Flest gul spjöld: Alexander Davey 7
Hversu langt er síðan að ÍA .... ... varð Íslandsmeistari: 21 ár (2001) ... varð bikarmeistari: 19 ár (2003) ... endaði á topp þrjú: 15 ár (2007) ... féll úr deildinni: 5 ár (2017) ... átti markakóng deildarinnar: 6 ár (Garðar Bergmann Gunnlaugsson 2016) ... átti besta leikmann deildarinnar: 21 ár (Gunnlaugur Jónsson 2001) ... átti efnilegasta leikmann deildarinnar: 21 ár (Grétar Rafn Steinsson 2001)
Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta-spáin 2022: Lífið eftir Sævar og Smit Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Leikni 9. sæti Bestu deildar karla í sumar. 7. apríl 2022 10:01
Besta-spáin 2022: Hemmi stígur enn einn dans við falldrauginn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 10. sæti sæti Bestu deildar karla í sumar. 6. apríl 2022 10:00
Besta-spáin 2022: Mátaðir eftir valdataflið Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 5. apríl 2022 10:01
Besta-spáin 2022: Meðvindurinn breyttist í mótvind Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram tólfta og neðsta sæti Bestu deildar karla í sumar. 4. apríl 2022 10:01