Hugvitsamlegar kjaraviðræður? Einar Mäntylä skrifar 29. mars 2022 08:02 „Allir vinna“ er markmið þar sem hagsmunir aðila fara saman og eru líklegir til að leiða til samninga sem halda til lengri tíma. Þá gildir að koma auga á tækfærin sem skila verðmætasköpun til beggja aðila. Tilgangur þessarar greinar er að benda aðilum vinnumarkaðarins á einmitt slíkt tækifæri sem gagnast báðum aðilum en hefur ekki verið hluti af kjarasamningum hingað til, svo undirrituðum sé kunnugt. Við lifum í þekkingarsamfélagi þar sem þekking og hugvit eru auðlind sem jafna má við kvótaeign innan sjávarútvegsins. Enn á það við að þeir fiska sem róa. Fyrirtæki sem meta hugvit til verðmæta og meðhöndla það sem slíkt vernda hugverkin og standa betur í samkeppni við fyrirtæki sem ekki sinna hugverkavernd. Atvinnurekendur sem hvetja starfsmenn sína til nýsköpunar efla og styrkja grundvöll fyrirtækisins í leiðinni. Samkvæmt landslögum ( nr. 72/2004) á vinnuveitandi, hvort sem um er að ræða ríkisstofnun eða einkafyrirtæki, rétt á uppfinningu starfsmanns og getur varið hana með einkaleyfisumsókn og tekur á sig kostnaðinn við einkaleyfaferlið en umbunar starfsmanninum. Í nútíma þekkingarsamfélagi er þetta fyrirkomulag sem ætti að gagnast bæði atvinnuveitandanum og starfsmanninum/uppfinningamanninum og bæta samkeppnishæfni fyrirtækisins, sem sagt, „allir vinna“. Virk hugverkavernd verður stöðugt mikilvægari fyrir verðmætasköpun í samfélaginu. Nýlega komu fram gögn sem sýna með sláandi skýrum hætti mikilvægi hugverkaverndar og hvernig það gagnast öllum, atvinnurekendum, eigendum, launþegum og samfélaginu. Evrópska einkaleyfastofan EPO birti skýrslu á síðasta ári þar sem könnuð voru yfir 127 þúsund fyrirtæki í öllum 28 meðlimalöndum EB. Þar voru fyrirtæki sem höfðu hugverk vernduð (einkaleyfi, vörumerki, hönnun) borin saman við fyrirtæki sem ekki áttu nein varin hugverk. Leiðrétt var fyrir þáttum eins og stærð, atvinnugrein og landi til þess að samanburðurinn gæfi sem réttasta mynd. Fyrrirtæki sem vernda hugverkin sín eru stærri, arðbærari og borga betri laun Munurinn var athyglisverður: Fyrirtæki sem eiga einhver hugverk eru að meðaltali 164% stærri (13,5 starfsmenn) en fyrirtæki í sama geira sem ekki eiga nein hugverk (5,1 starfsmaður) og fyrirtæki sem eiga einkaleyfi eða verndaða hönnun í viðkomandi geira eru áberandi stærri (um 465% stærri og með 29 starfsmenn). Tekjur fyrirtækis per starfsmann eru að meðaltali um 20% hærri hjá fyrirtækjum með einhver vernduð hugverk, tekjur fyrirtækis með einkaleyfi eru 36% hærri og með hönnunarvernd 32% hærri en fyrirtækja í sama geira sem ekki eiga slík vernduð hugverk. Laun starfsmanna fyrirtækja sem ekki hafa verndað hugverk eru 17,4% lægri en hjá fyrirtækjum sem eiga vörumerki, 29,7% lægri en hjá fyrirtækjum sem eiga skráða hönnun og heilum 52% lægri en hjá þeim fyrirtækjum sem eiga einkaleyfi. Í stuttu máli, fyrirtæki sem virða hugvit og vernda hugverkin sín með vörumerki, einkaleyfi, eða hönnunarvernd, eru einfaldlega stærri, arðbærari og borga betri laun. Hugverkavernd borgar sig ef marka má 127.199 fyrirtæki í Evrópu. Það ætti að vera sameiginlegt hagsmunamál aðila vinnumarkaðarins í komandi kjarasamningum að samningar hvetji sérstaklega til hugverkaverndar og nýsköpunar. Því þannig vinna allir, bæði atvinnurekendur og launþegar í þekkingarsamfélagi sem við viljum tilheyra. Höfundur er framkvæmdastjóri Auðnu tæknitorgs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Sjá meira
„Allir vinna“ er markmið þar sem hagsmunir aðila fara saman og eru líklegir til að leiða til samninga sem halda til lengri tíma. Þá gildir að koma auga á tækfærin sem skila verðmætasköpun til beggja aðila. Tilgangur þessarar greinar er að benda aðilum vinnumarkaðarins á einmitt slíkt tækifæri sem gagnast báðum aðilum en hefur ekki verið hluti af kjarasamningum hingað til, svo undirrituðum sé kunnugt. Við lifum í þekkingarsamfélagi þar sem þekking og hugvit eru auðlind sem jafna má við kvótaeign innan sjávarútvegsins. Enn á það við að þeir fiska sem róa. Fyrirtæki sem meta hugvit til verðmæta og meðhöndla það sem slíkt vernda hugverkin og standa betur í samkeppni við fyrirtæki sem ekki sinna hugverkavernd. Atvinnurekendur sem hvetja starfsmenn sína til nýsköpunar efla og styrkja grundvöll fyrirtækisins í leiðinni. Samkvæmt landslögum ( nr. 72/2004) á vinnuveitandi, hvort sem um er að ræða ríkisstofnun eða einkafyrirtæki, rétt á uppfinningu starfsmanns og getur varið hana með einkaleyfisumsókn og tekur á sig kostnaðinn við einkaleyfaferlið en umbunar starfsmanninum. Í nútíma þekkingarsamfélagi er þetta fyrirkomulag sem ætti að gagnast bæði atvinnuveitandanum og starfsmanninum/uppfinningamanninum og bæta samkeppnishæfni fyrirtækisins, sem sagt, „allir vinna“. Virk hugverkavernd verður stöðugt mikilvægari fyrir verðmætasköpun í samfélaginu. Nýlega komu fram gögn sem sýna með sláandi skýrum hætti mikilvægi hugverkaverndar og hvernig það gagnast öllum, atvinnurekendum, eigendum, launþegum og samfélaginu. Evrópska einkaleyfastofan EPO birti skýrslu á síðasta ári þar sem könnuð voru yfir 127 þúsund fyrirtæki í öllum 28 meðlimalöndum EB. Þar voru fyrirtæki sem höfðu hugverk vernduð (einkaleyfi, vörumerki, hönnun) borin saman við fyrirtæki sem ekki áttu nein varin hugverk. Leiðrétt var fyrir þáttum eins og stærð, atvinnugrein og landi til þess að samanburðurinn gæfi sem réttasta mynd. Fyrrirtæki sem vernda hugverkin sín eru stærri, arðbærari og borga betri laun Munurinn var athyglisverður: Fyrirtæki sem eiga einhver hugverk eru að meðaltali 164% stærri (13,5 starfsmenn) en fyrirtæki í sama geira sem ekki eiga nein hugverk (5,1 starfsmaður) og fyrirtæki sem eiga einkaleyfi eða verndaða hönnun í viðkomandi geira eru áberandi stærri (um 465% stærri og með 29 starfsmenn). Tekjur fyrirtækis per starfsmann eru að meðaltali um 20% hærri hjá fyrirtækjum með einhver vernduð hugverk, tekjur fyrirtækis með einkaleyfi eru 36% hærri og með hönnunarvernd 32% hærri en fyrirtækja í sama geira sem ekki eiga slík vernduð hugverk. Laun starfsmanna fyrirtækja sem ekki hafa verndað hugverk eru 17,4% lægri en hjá fyrirtækjum sem eiga vörumerki, 29,7% lægri en hjá fyrirtækjum sem eiga skráða hönnun og heilum 52% lægri en hjá þeim fyrirtækjum sem eiga einkaleyfi. Í stuttu máli, fyrirtæki sem virða hugvit og vernda hugverkin sín með vörumerki, einkaleyfi, eða hönnunarvernd, eru einfaldlega stærri, arðbærari og borga betri laun. Hugverkavernd borgar sig ef marka má 127.199 fyrirtæki í Evrópu. Það ætti að vera sameiginlegt hagsmunamál aðila vinnumarkaðarins í komandi kjarasamningum að samningar hvetji sérstaklega til hugverkaverndar og nýsköpunar. Því þannig vinna allir, bæði atvinnurekendur og launþegar í þekkingarsamfélagi sem við viljum tilheyra. Höfundur er framkvæmdastjóri Auðnu tæknitorgs.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar