Sparistellið hennar ömmu Pétur Helgi Sigurðsson skrifar 29. mars 2022 09:31 Við þekkjum öll fallega sparistellið hennar ömmu, oftar en ekki dýrgripir sem hafa gengið í erfðir frá mömmu hennar eða frænku, grunnir diskar, djúpir diskar og hliðardiskar með gylltum röndum og helst auðvitað úr eðal fínu postulíni. En það er einn stór hængur á með þetta annars fína sparistell það má bara nota það á hátíðardögum og þá kannski bara einu sinni eða mest tvisvar á ári á þann 17. júní og þegar eitthvað mjög mikið og stórt stendur til, afi 100 ára eða eitthvað þess háttar stórviðburður. En það er afskaplega sorglegt að geta ekki nýtt og notið oftar þessa fallegu diska og í raun alger synd að geyma svona fallegt stell inní skáp engum til brúks eða ánægju. Sumir segja að þetta sparistell sé svona sérstakt, afþví að það er svo sjaldséð, en ég held ekki. Þegar við erum með nytsaman og ég tala ekki um fallegan dýrgrip eins og sparistellið, þá eigum við að bera það fram eins oft og við getum, þó að það sé nú bara um helgar eða á sunnudögum. Þegar við fáum falleg ný föt, þá klæðum við okkur í þau helst bara næsta dag og líður bara nokkuð vel með okkur. Íslenski fáninn er svolítið eins og sparistellið hennar ömmu, hann á helst bara verið notaður við stórhátíðarbrigði og geymdur ofaní skúffu þess á milli. Honum má ekki flagga eftir sólsetur sem gerir það að verkum að það nennir nánast enginn að flagga honum og í húsagörðum standa einmanna fánastangir sem hafa stundum ekki verið notaðar árum saman. Fyrir framan fyrirtæki og opinberar byggingar standa fánastangar oft í löngum röðum en enginn fáni. Af hverju er þetta? Jú í gildandi fánalögum stendur að ekki megi flagga fánanum eftir sólsetur en ég spyr er er falið eitthvað virðingarleysi í því að flagga ekki fána eftir að sólin er sest? Þessi sömu fánalög tiltaka einnig hvaða daga megi flagga fánanum fyrir framan opinberar byggingar en það eru alveg heilir 12 dagar á ári sem má draga fánann að hún, nema á Föstudaginn langa, þá í hálfa stöng. En vandamálið er einmitt þetta fyrrgreinda það er að þessi sömu fánalög taka til þess að ekki megi flagga þjóðfánanum eftir sólarlag og þannig er lítill sem enginn áhugi eða vilji að flagga að húni nema í besta falli sárafáum fánum fyrir framan eina og eina opinbera byggingu og jafnvel þegar kannski fjórar eða jafnvel sex fánastandir eins og eru við Hallgrímskirkju þá er kannski bara settur fáni í eina flaggstöng og hinar fimm standa berar og fánalausar afþví að það nennir enginn að setja fána í allar þessar stangir bara til þess að þurfa að taka þá alla niður skömmu síðar. Tala nú ekki um á veturnar þegar dagarnir eru styttri, það er varla búið að draga fánann að hún en það þarf að taka hann niður aftur. En í stað þess að fara að skammast í fólki fyrir að nenna ekki að flagga af þessum sökum, þá er kannski auðveldar að breyta þessum löngu úreltu fánalögunum. Í öðrum löndum sem við berum okkur saman við eins og Noreg, Svíþjóð og Danmörku, já og í Bretlandi og Bandaríkjunum og í eiginlega flestum öðrum löndum heimsins nema á Íslandi má flagga alla daga ársins og allan sólarhringinn ef því er að skipta. Fyrir framan opinberar byggingar þessara sömu þjóða blakta þessi sameiningartákn landanna öllum til mikillar prýði og yndisauka. Nú er hún amma búin að erfa þig að sparistellinu. Ætlar þú að loka það inní skáp eingöngu til að safna ryki og engum til gagns eða prýði eða ætlar þú að nýta sparistellið og leyfa öðrum að njóta þess, hvað ætli hún amma þín vildi? Ég segi verum stolt af okkar fallega þjóðfána og flöggum honum sem oftast, mest og best, leggjum niður þessi löngu úreltu og gamaldags fánalög sem eru bara kjánalegur flækjufótur og engum til gagns. Höfundur er nemandi í Menntaskólanum í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenski fáninn Alþingi Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Sjá meira
Við þekkjum öll fallega sparistellið hennar ömmu, oftar en ekki dýrgripir sem hafa gengið í erfðir frá mömmu hennar eða frænku, grunnir diskar, djúpir diskar og hliðardiskar með gylltum röndum og helst auðvitað úr eðal fínu postulíni. En það er einn stór hængur á með þetta annars fína sparistell það má bara nota það á hátíðardögum og þá kannski bara einu sinni eða mest tvisvar á ári á þann 17. júní og þegar eitthvað mjög mikið og stórt stendur til, afi 100 ára eða eitthvað þess háttar stórviðburður. En það er afskaplega sorglegt að geta ekki nýtt og notið oftar þessa fallegu diska og í raun alger synd að geyma svona fallegt stell inní skáp engum til brúks eða ánægju. Sumir segja að þetta sparistell sé svona sérstakt, afþví að það er svo sjaldséð, en ég held ekki. Þegar við erum með nytsaman og ég tala ekki um fallegan dýrgrip eins og sparistellið, þá eigum við að bera það fram eins oft og við getum, þó að það sé nú bara um helgar eða á sunnudögum. Þegar við fáum falleg ný föt, þá klæðum við okkur í þau helst bara næsta dag og líður bara nokkuð vel með okkur. Íslenski fáninn er svolítið eins og sparistellið hennar ömmu, hann á helst bara verið notaður við stórhátíðarbrigði og geymdur ofaní skúffu þess á milli. Honum má ekki flagga eftir sólsetur sem gerir það að verkum að það nennir nánast enginn að flagga honum og í húsagörðum standa einmanna fánastangir sem hafa stundum ekki verið notaðar árum saman. Fyrir framan fyrirtæki og opinberar byggingar standa fánastangar oft í löngum röðum en enginn fáni. Af hverju er þetta? Jú í gildandi fánalögum stendur að ekki megi flagga fánanum eftir sólsetur en ég spyr er er falið eitthvað virðingarleysi í því að flagga ekki fána eftir að sólin er sest? Þessi sömu fánalög tiltaka einnig hvaða daga megi flagga fánanum fyrir framan opinberar byggingar en það eru alveg heilir 12 dagar á ári sem má draga fánann að hún, nema á Föstudaginn langa, þá í hálfa stöng. En vandamálið er einmitt þetta fyrrgreinda það er að þessi sömu fánalög taka til þess að ekki megi flagga þjóðfánanum eftir sólarlag og þannig er lítill sem enginn áhugi eða vilji að flagga að húni nema í besta falli sárafáum fánum fyrir framan eina og eina opinbera byggingu og jafnvel þegar kannski fjórar eða jafnvel sex fánastandir eins og eru við Hallgrímskirkju þá er kannski bara settur fáni í eina flaggstöng og hinar fimm standa berar og fánalausar afþví að það nennir enginn að setja fána í allar þessar stangir bara til þess að þurfa að taka þá alla niður skömmu síðar. Tala nú ekki um á veturnar þegar dagarnir eru styttri, það er varla búið að draga fánann að hún en það þarf að taka hann niður aftur. En í stað þess að fara að skammast í fólki fyrir að nenna ekki að flagga af þessum sökum, þá er kannski auðveldar að breyta þessum löngu úreltu fánalögunum. Í öðrum löndum sem við berum okkur saman við eins og Noreg, Svíþjóð og Danmörku, já og í Bretlandi og Bandaríkjunum og í eiginlega flestum öðrum löndum heimsins nema á Íslandi má flagga alla daga ársins og allan sólarhringinn ef því er að skipta. Fyrir framan opinberar byggingar þessara sömu þjóða blakta þessi sameiningartákn landanna öllum til mikillar prýði og yndisauka. Nú er hún amma búin að erfa þig að sparistellinu. Ætlar þú að loka það inní skáp eingöngu til að safna ryki og engum til gagns eða prýði eða ætlar þú að nýta sparistellið og leyfa öðrum að njóta þess, hvað ætli hún amma þín vildi? Ég segi verum stolt af okkar fallega þjóðfána og flöggum honum sem oftast, mest og best, leggjum niður þessi löngu úreltu og gamaldags fánalög sem eru bara kjánalegur flækjufótur og engum til gagns. Höfundur er nemandi í Menntaskólanum í Kópavogi.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar