Lágt útsvar hækkar ráðstöfunartekjur heimilanna Gunnar Valur Gíslason skrifar 30. mars 2022 08:31 Ársreikningur Garðabæjar 2021 lagður fram Ársreikningur Garðabæjar vegna ársins 2021 var lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn 17. mars sl. Rekstrarniðurstaða ársins var góð, einkum þegar horft er til víðtækra efnahagslegra áhrifa Covid-19 heimsfaraldursins á þjóðfélagið okkar undanfarin tvö ár. Við framlagningu ársreikninga sveitarfélaganna er vert að velta fyrir sér hvernig sveitarfélögin nýta sér heimildir til álagningar skatta á íbúa sína. Af tólf stærstu sveitarfélögum landsins leggur aðeins Garðabær á verulega lægra útsvar en hámarksheimild kveður á um, eða 13,70% og leyfir þar með íbúum sínum að halda eftir umtalsvert stærri hluta tekna sinna. Bæjarsjóður skilaði rúmlega 400 m.kr. hagnaði 2021 Fjárhagsstaða bæjarsjóðs Garðabæjar er sterk. Sú sterka staða byggist fyrst og fremst á ráðdeild í rekstri og festu við stjórn fjármála bæjarins í gegnum tíðina. A-hluti bæjarsjóðs skilaði neikvæðum rekstrarafgangi á árinu 2021 sem nam 60 milljónum króna en samstæða A- og B-hluta skilaði hagnaði upp á 408 milljónir króna. Rétt er að geta þess að á árinu 2021 var færð til gjalda í rekstrarreikningi bæjarsjóðs aukaleg hækkun á lífeyrisskuldbindingum Garðabæjar sem nam um 600 milljónum króna. Þessi einskiptis hækkun sem byggir að hluta til á breyttum forsendum um lífaldur Íslendinga leiddi til samsvarandi lækkunar rekstrarafgangs á árinu 2021. Hækkunin hefur hins vegar engin áhrif á peningalega stöðu bæjarsjóðs í árslok 2021. Drjúgur peningalegur afgangur Veltufé frá rekstri er ein mikilvægasta kennitalan í rekstri sveitarfélaga. Þetta er fjárhæðin sem afgangs verður þegar búið er að greiða allan rekstrarkostnað og alla vexti af lánum bæjarins. Veltufé frá rekstri bæjarsjóðs á árinu 2021 var um 3.117 milljónir króna. Samanlagt veltufé frá rekstri bæjarsjóðs Garðabæjar síðastliðin fjögur ár, 2018-2021, nam tæpum 10.000milljónum króna. Á sama tíma hafa Garðbæingar búið við lægsta útsvarið á höfuðborgarsvæðinu. Mikið fjárfest í innviðum Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum á árinu 2021 nam 4.780 milljónum króna og á síðustu fjórum árum, 2018-2021, hefur bæjarsjóður Garðabæjar fjárfest í varanlegum rekstrarfjármunum fyrir um 15.000 milljónir króna. Uppbygging skóla og íþróttamannvirkja í bænum hefur þar vegið langsamlega þyngst. Í árslok 2021 voru langtímaskuldir Garðabæjar í hlutfalli við veltufé frá rekstri mælt í árum 4,8 ár en var 5,1 ár í árslok 2020. Þetta sýnir að þrátt fyrir mjög mikla fjárfestingu í innviðum á síðasta ári jókst fjárhagslegur styrkur bæjarsjóðs Garðabæjar til uppbyggingar innviða enn á árinu 2021. Þessi góða staða kemur sér vel. Uppbygging íbúðarsvæða er í fullum gangi og mikil þörf verður á áframhaldandi fjárfestingu í innviðum bæjarins á næstu árum. Lágir skattar skipta miklu máli Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ hafa í gegnum tíðina lagt megin áherslu á styrka fjármálastjórn og stöðugleika í fjármálum bæjarins. Þannig hefur verið lagður grunnur að lágum sköttum á bæjarbúa. Um margra ára skeið hefur álagningarhlutfall útsvars í Garðabæ verið langlægst meðal stærri sveitarfélaga landsins eða 13,70% á meðan mörg þeirra leggja á hámarksútsvar 14,52%. Mismunurinn er 0,82% sem bæjarstjórn Garðabæjar lætur íbúana njóta. Sé gengið út frá áætluðum 105 milljarða króna útsvarsstofni Garðabæjar 2022 verður heildar skattsparnaður Garðbæinga af útsvari í ár, miðað við ef hámarksútsvar væri lagt á útsvarsgreiðendur í bænum, um 850 milljónir króna. Árlegar ráðstöfunartekjur heimila í Garðabæ hækka sem þessu nemur. Á heilu kjörtímabili eru þetta þrjú þúsund og fjögur hundruð milljónir króna – fyrir heimilin í Garðabæ. Höfundur er verkfræðingur og MBA, bæjarfulltrúi og formaður menningar- og safnanefndar Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Ársreikningur Garðabæjar 2021 lagður fram Ársreikningur Garðabæjar vegna ársins 2021 var lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn 17. mars sl. Rekstrarniðurstaða ársins var góð, einkum þegar horft er til víðtækra efnahagslegra áhrifa Covid-19 heimsfaraldursins á þjóðfélagið okkar undanfarin tvö ár. Við framlagningu ársreikninga sveitarfélaganna er vert að velta fyrir sér hvernig sveitarfélögin nýta sér heimildir til álagningar skatta á íbúa sína. Af tólf stærstu sveitarfélögum landsins leggur aðeins Garðabær á verulega lægra útsvar en hámarksheimild kveður á um, eða 13,70% og leyfir þar með íbúum sínum að halda eftir umtalsvert stærri hluta tekna sinna. Bæjarsjóður skilaði rúmlega 400 m.kr. hagnaði 2021 Fjárhagsstaða bæjarsjóðs Garðabæjar er sterk. Sú sterka staða byggist fyrst og fremst á ráðdeild í rekstri og festu við stjórn fjármála bæjarins í gegnum tíðina. A-hluti bæjarsjóðs skilaði neikvæðum rekstrarafgangi á árinu 2021 sem nam 60 milljónum króna en samstæða A- og B-hluta skilaði hagnaði upp á 408 milljónir króna. Rétt er að geta þess að á árinu 2021 var færð til gjalda í rekstrarreikningi bæjarsjóðs aukaleg hækkun á lífeyrisskuldbindingum Garðabæjar sem nam um 600 milljónum króna. Þessi einskiptis hækkun sem byggir að hluta til á breyttum forsendum um lífaldur Íslendinga leiddi til samsvarandi lækkunar rekstrarafgangs á árinu 2021. Hækkunin hefur hins vegar engin áhrif á peningalega stöðu bæjarsjóðs í árslok 2021. Drjúgur peningalegur afgangur Veltufé frá rekstri er ein mikilvægasta kennitalan í rekstri sveitarfélaga. Þetta er fjárhæðin sem afgangs verður þegar búið er að greiða allan rekstrarkostnað og alla vexti af lánum bæjarins. Veltufé frá rekstri bæjarsjóðs á árinu 2021 var um 3.117 milljónir króna. Samanlagt veltufé frá rekstri bæjarsjóðs Garðabæjar síðastliðin fjögur ár, 2018-2021, nam tæpum 10.000milljónum króna. Á sama tíma hafa Garðbæingar búið við lægsta útsvarið á höfuðborgarsvæðinu. Mikið fjárfest í innviðum Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum á árinu 2021 nam 4.780 milljónum króna og á síðustu fjórum árum, 2018-2021, hefur bæjarsjóður Garðabæjar fjárfest í varanlegum rekstrarfjármunum fyrir um 15.000 milljónir króna. Uppbygging skóla og íþróttamannvirkja í bænum hefur þar vegið langsamlega þyngst. Í árslok 2021 voru langtímaskuldir Garðabæjar í hlutfalli við veltufé frá rekstri mælt í árum 4,8 ár en var 5,1 ár í árslok 2020. Þetta sýnir að þrátt fyrir mjög mikla fjárfestingu í innviðum á síðasta ári jókst fjárhagslegur styrkur bæjarsjóðs Garðabæjar til uppbyggingar innviða enn á árinu 2021. Þessi góða staða kemur sér vel. Uppbygging íbúðarsvæða er í fullum gangi og mikil þörf verður á áframhaldandi fjárfestingu í innviðum bæjarins á næstu árum. Lágir skattar skipta miklu máli Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ hafa í gegnum tíðina lagt megin áherslu á styrka fjármálastjórn og stöðugleika í fjármálum bæjarins. Þannig hefur verið lagður grunnur að lágum sköttum á bæjarbúa. Um margra ára skeið hefur álagningarhlutfall útsvars í Garðabæ verið langlægst meðal stærri sveitarfélaga landsins eða 13,70% á meðan mörg þeirra leggja á hámarksútsvar 14,52%. Mismunurinn er 0,82% sem bæjarstjórn Garðabæjar lætur íbúana njóta. Sé gengið út frá áætluðum 105 milljarða króna útsvarsstofni Garðabæjar 2022 verður heildar skattsparnaður Garðbæinga af útsvari í ár, miðað við ef hámarksútsvar væri lagt á útsvarsgreiðendur í bænum, um 850 milljónir króna. Árlegar ráðstöfunartekjur heimila í Garðabæ hækka sem þessu nemur. Á heilu kjörtímabili eru þetta þrjú þúsund og fjögur hundruð milljónir króna – fyrir heimilin í Garðabæ. Höfundur er verkfræðingur og MBA, bæjarfulltrúi og formaður menningar- og safnanefndar Garðabæjar.
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar