Erlent

Einn fórst og nokkrir slösuðust í snjóflóðum í Noregi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lyngen er vinsælt skíðasvæði til fjallaskíðamennsku. Myndin er frá svæðinu en tengist atburðunum í gær ekki með beinum hætti.
Lyngen er vinsælt skíðasvæði til fjallaskíðamennsku. Myndin er frá svæðinu en tengist atburðunum í gær ekki með beinum hætti. Unsplash/Hendrik Morkel

Einn fórst og þrír slösuðust í snjóflóði sem féll í firðinum Lyngen í Troms í Noregi um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Um var að ræða hóp erlendra ferðamanna en einn til viðbótar komst úr flóðinu án meiðsla. 

VG greinir frá og hefur eftir háskólasjúkrahúsinu á svæðinu að um sé að ræða unga karlmenn. Flóðið féll í fjallinu Steinfjellet og gerði hópurinn neyðarþjónustu á svæðinu viðvart.

Björgunarsveitarfólk kom að aðgerðum á vettvangi en aðstæður voru krefjandi svo ekki reyndist unnt að lenda þyrlu á svæðinu.

Tveir til viðbótar lentu í snjóflóði um klukkustund fyrr í fjallinu Daltinden í Lyngen. Annar slasaðist og var hýfður af svæðinu með þyrlu. Hinn slapp betur. Þeir voru líka hluti af hópi erlendra ferðamanna.

Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á [email protected]. Fullum trúnaði er heitið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×