Úkraínski Eurovision-sigurvegarinn Jamala á leið til Íslands Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 31. mars 2022 12:59 Úkraínska söngkonan Jamala sem vann Eurovision 2016 með laginu 1944 kemur fram í söfnunar- og skemmtiþættinum Heimsins mikilvægasta kvöld. Þátturinn er á vegum Unicef og verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV á laugardagskvöld eins og við sögðum frá hér á Vísi í gær. Söngkonan vill með þessu breiða út ákall um frið í heimalandi sínu. „Það er verið að fremja þjóðarmorð á úkraínsku þjóðinni. Engum er sýnd miskunn, ekki einu sinni börnum. Nú hafa 300 börn og ungmenni týnt lífi, að meðtöldum hörmungunum í Mariupol. Það sker mig í hjartað að heyra sögur af særðum börnum og börnum sem hafa misst foreldra sína. Tíminn er á þrotum. Ég skora á heimsbyggðina að stöðva voðaverk Rússa strax,“ segir Jamala. Í þættinum Heimsins mikilvægasta kvöld verður fjallað um stríðið í Úkraínu og neyðaraðgerðir UNICEF í landinu. Einnig verður greint frá margvíslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveirunnar á líf barna, meðal annars í Malaví, Síerra Leóne, Indónesíu, Bangladess, Sýrlandi og Jemen. Markmiðið með þættinum er að fjölga enn í hópi heimsforeldra á Íslandi sem styðja starf UNICEF með mánaðarlegum framlögum. Auk þess verður þátturinn sneisafullur af skemmtiatriðum með þjóðþekktu listafólki allt frá stjörnum prýddum grínsketsum Kanarí-hópsins, þar sem Annie Mist, Jón Gnarr, Steindi jr. og Bassi Maraj eiga stórleik, til glæsilegra tónlistaratriða með Páli Óskari og Diddú, Lay Low, Birgittu Haukdal, Daníel Ágústi og Sigríði Thorlacius. Nú hefur hin úkraínska Jamala bæst í hópinn. Rúnar Freyr segir í samtali við Lífið að söngkonan lendi hér á landi á morgun. Hún kemur fram í þættinum og syngur meðal annars lagið 1944, sem vann Eurovision 2016. Kynnar kvöldsins eru Einar Örn Jónsson og Sigurlaug Margrét Jónasdóttir, í myndveri RÚV, og Björg Magnúsdóttir og Guðmundur Pálsson sem standa vaktina í símaveri Vodafone og þar verður mikið um óvæntar uppákomur. Dagskárgerð er í höndum Þórs Freyssonar. Heimsins mikilvægasta kvöld hefst á RÚV á laugardagskvöld klukkan 19.45. Nánar um söfnunina og heimsforeldrastarf UNICEF er að finna á vef samtakanna. Hér fyrir neðan má sjá flutning hennar á laginu 1944. Tónlist Eurovision Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Kanarí grínstjórar á Heimsins mikilvægasta kvöldi Stjörnulið skemmtikrafta kemur fram í grínsketsum söfnunar- og skemmtiþáttar UNICEF á RÚV 2. apríl. 30. mars 2022 15:40 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Þátturinn er á vegum Unicef og verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV á laugardagskvöld eins og við sögðum frá hér á Vísi í gær. Söngkonan vill með þessu breiða út ákall um frið í heimalandi sínu. „Það er verið að fremja þjóðarmorð á úkraínsku þjóðinni. Engum er sýnd miskunn, ekki einu sinni börnum. Nú hafa 300 börn og ungmenni týnt lífi, að meðtöldum hörmungunum í Mariupol. Það sker mig í hjartað að heyra sögur af særðum börnum og börnum sem hafa misst foreldra sína. Tíminn er á þrotum. Ég skora á heimsbyggðina að stöðva voðaverk Rússa strax,“ segir Jamala. Í þættinum Heimsins mikilvægasta kvöld verður fjallað um stríðið í Úkraínu og neyðaraðgerðir UNICEF í landinu. Einnig verður greint frá margvíslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveirunnar á líf barna, meðal annars í Malaví, Síerra Leóne, Indónesíu, Bangladess, Sýrlandi og Jemen. Markmiðið með þættinum er að fjölga enn í hópi heimsforeldra á Íslandi sem styðja starf UNICEF með mánaðarlegum framlögum. Auk þess verður þátturinn sneisafullur af skemmtiatriðum með þjóðþekktu listafólki allt frá stjörnum prýddum grínsketsum Kanarí-hópsins, þar sem Annie Mist, Jón Gnarr, Steindi jr. og Bassi Maraj eiga stórleik, til glæsilegra tónlistaratriða með Páli Óskari og Diddú, Lay Low, Birgittu Haukdal, Daníel Ágústi og Sigríði Thorlacius. Nú hefur hin úkraínska Jamala bæst í hópinn. Rúnar Freyr segir í samtali við Lífið að söngkonan lendi hér á landi á morgun. Hún kemur fram í þættinum og syngur meðal annars lagið 1944, sem vann Eurovision 2016. Kynnar kvöldsins eru Einar Örn Jónsson og Sigurlaug Margrét Jónasdóttir, í myndveri RÚV, og Björg Magnúsdóttir og Guðmundur Pálsson sem standa vaktina í símaveri Vodafone og þar verður mikið um óvæntar uppákomur. Dagskárgerð er í höndum Þórs Freyssonar. Heimsins mikilvægasta kvöld hefst á RÚV á laugardagskvöld klukkan 19.45. Nánar um söfnunina og heimsforeldrastarf UNICEF er að finna á vef samtakanna. Hér fyrir neðan má sjá flutning hennar á laginu 1944.
Tónlist Eurovision Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Kanarí grínstjórar á Heimsins mikilvægasta kvöldi Stjörnulið skemmtikrafta kemur fram í grínsketsum söfnunar- og skemmtiþáttar UNICEF á RÚV 2. apríl. 30. mars 2022 15:40 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Kanarí grínstjórar á Heimsins mikilvægasta kvöldi Stjörnulið skemmtikrafta kemur fram í grínsketsum söfnunar- og skemmtiþáttar UNICEF á RÚV 2. apríl. 30. mars 2022 15:40