Þegar upp er staðið! Þórdís Sigurðardóttir skrifar 1. apríl 2022 07:01 Það er aðdáunarvert að sjá hvað barátta Öryrkjabandalagsins og Þroskahjálpar hefur skilað miklu. Á sama tíma og það er sorglegt að lögbundin réttindi fatlaðs fólks ná ekki öll fram að ganga. Réttindi til þátttöku Íslenska ríkið hefur staðfest samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem kveður á um að öll skuli njóta öryggis og hafa sömu tækifæri til þátttöku í samfélaginu. Það er því óboðlegt með öllu að stjórnvöld séu ekki komin lengra með að tryggja að fullu mannréttindi fatlaðs fólks.Viðreisn leggur áherslu á að lögfesta samning Sameinu þjóðanna, svo að það megi verða. Fólk með fötlun eða langvinna sjúkdóma fær ekki sömu tækifæri og aðrir, til að vera þátttakendur í samfélaginu. Þessu þarf að breyta. Þátttaka á að vera á þeim forsendum sem hvert og eitt okkar velur fyrir sig. Hafa atvinnutækifæri, aðgengi að menntun og húsnæði svo eitthvað sé nefnt. Fátæktin er líka fylgifiskur margra, sem skerðir enn frekar möguleika til þátttöku á eigin forsendum, því fylgifiskar fátæktar birtast til að mynda í skertri sjálfsmynd og sjálfsvirði. Raunveruleg þátttaka fólks með fötlun er aðkallandi mál og lykilatriði þegar kemur að raunverulegri hagsæld. Þegar velferð allra er tryggð þá erum við sterkara samfélag og þar liggja hin raunverulegu verðmæti - með þátttöku allra. Það dylst engum að margt hefur unnist í rétta átt en enn þá er verk óunnið. Eitt af því er að ríkið hafi gæfu til að standa við samninga og þannig standa með fötluðu fólki og öryrkjum. Það er vanvirðing við fatlað fólk að karpa um ábyrgð og verkakskiptingu í opinberri umræðu í stað þess að beina orku okkar og tíma í að ræða alvöru lausnir. Það liggur skýrt fyrir hvernig þetta á að vera og það er óboðlegt að láta fólk bíða með svikin loforð um líf án aðgreiningar. Hlutverk sveitarfélaga gagnvart ungu fólki Sveitarfélögin hafa líka tækifæri til að gera svo miklu betur í sinni þjónustu. Þau þurfa að fara í grundvallarendurskoðun á þjónustu sinni, af metnaði fyrir nýsköpun. Það þarf að aðlaga úrræði að nútímanum, sérstaklega að ungu fötluðu fólki sem lifir allt aðra tíma en eldra fatlað fólk. Ungt fatlað fólk hafa verið þátttakendur í samfélaginu frá fæðingu, gengið í leikskóla, grunnskóla og ákveðinn hópur útskrifast af starfsbrautum framhaldsskólanna. Kerfin okkar hafa þó sofnað á verðinum þegar kemur að atvinnuþátttöku og hafa ekki tekið þeim gríðarlega mikilvægu breytingum sem hafa orðið á stöðu fatlaðs fólks og réttindum þeirra. Of mörg fötluð ungmenni standa einfaldlega frammi fyrir afar skertum lífsgæðum sem felast í úrræðaleysi þegar kemur að tækifærum til náms, sem og til starfa á vinnumarkaði. Þetta er þrátt fyrir að lög um málefni fatlaðra kveði meðal annars á um forgang fatlaðra einstaklinga í störf hjá ríki og sveitarfélögum, sé hæfni þeirra jöfn eða meiri en annarra umsækjenda. Þegar upp er staðið Við í Viðreisn viljum samfélag með þátttöku allra. Við viljum að fatlað fólk geti tekið fullan þátt í samfélaginu og að sjálfsákvörðunarréttur hvers og eins sé tryggður. Aðeins þannig sýnum við þá virðingu sem er undirstaða veldsældar fyrir alla.Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Heilbrigðismál Þórdís Sigurðardóttir Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er aðdáunarvert að sjá hvað barátta Öryrkjabandalagsins og Þroskahjálpar hefur skilað miklu. Á sama tíma og það er sorglegt að lögbundin réttindi fatlaðs fólks ná ekki öll fram að ganga. Réttindi til þátttöku Íslenska ríkið hefur staðfest samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem kveður á um að öll skuli njóta öryggis og hafa sömu tækifæri til þátttöku í samfélaginu. Það er því óboðlegt með öllu að stjórnvöld séu ekki komin lengra með að tryggja að fullu mannréttindi fatlaðs fólks.Viðreisn leggur áherslu á að lögfesta samning Sameinu þjóðanna, svo að það megi verða. Fólk með fötlun eða langvinna sjúkdóma fær ekki sömu tækifæri og aðrir, til að vera þátttakendur í samfélaginu. Þessu þarf að breyta. Þátttaka á að vera á þeim forsendum sem hvert og eitt okkar velur fyrir sig. Hafa atvinnutækifæri, aðgengi að menntun og húsnæði svo eitthvað sé nefnt. Fátæktin er líka fylgifiskur margra, sem skerðir enn frekar möguleika til þátttöku á eigin forsendum, því fylgifiskar fátæktar birtast til að mynda í skertri sjálfsmynd og sjálfsvirði. Raunveruleg þátttaka fólks með fötlun er aðkallandi mál og lykilatriði þegar kemur að raunverulegri hagsæld. Þegar velferð allra er tryggð þá erum við sterkara samfélag og þar liggja hin raunverulegu verðmæti - með þátttöku allra. Það dylst engum að margt hefur unnist í rétta átt en enn þá er verk óunnið. Eitt af því er að ríkið hafi gæfu til að standa við samninga og þannig standa með fötluðu fólki og öryrkjum. Það er vanvirðing við fatlað fólk að karpa um ábyrgð og verkakskiptingu í opinberri umræðu í stað þess að beina orku okkar og tíma í að ræða alvöru lausnir. Það liggur skýrt fyrir hvernig þetta á að vera og það er óboðlegt að láta fólk bíða með svikin loforð um líf án aðgreiningar. Hlutverk sveitarfélaga gagnvart ungu fólki Sveitarfélögin hafa líka tækifæri til að gera svo miklu betur í sinni þjónustu. Þau þurfa að fara í grundvallarendurskoðun á þjónustu sinni, af metnaði fyrir nýsköpun. Það þarf að aðlaga úrræði að nútímanum, sérstaklega að ungu fötluðu fólki sem lifir allt aðra tíma en eldra fatlað fólk. Ungt fatlað fólk hafa verið þátttakendur í samfélaginu frá fæðingu, gengið í leikskóla, grunnskóla og ákveðinn hópur útskrifast af starfsbrautum framhaldsskólanna. Kerfin okkar hafa þó sofnað á verðinum þegar kemur að atvinnuþátttöku og hafa ekki tekið þeim gríðarlega mikilvægu breytingum sem hafa orðið á stöðu fatlaðs fólks og réttindum þeirra. Of mörg fötluð ungmenni standa einfaldlega frammi fyrir afar skertum lífsgæðum sem felast í úrræðaleysi þegar kemur að tækifærum til náms, sem og til starfa á vinnumarkaði. Þetta er þrátt fyrir að lög um málefni fatlaðra kveði meðal annars á um forgang fatlaðra einstaklinga í störf hjá ríki og sveitarfélögum, sé hæfni þeirra jöfn eða meiri en annarra umsækjenda. Þegar upp er staðið Við í Viðreisn viljum samfélag með þátttöku allra. Við viljum að fatlað fólk geti tekið fullan þátt í samfélaginu og að sjálfsákvörðunarréttur hvers og eins sé tryggður. Aðeins þannig sýnum við þá virðingu sem er undirstaða veldsældar fyrir alla.Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun