Stórfyrirtæki framtíðarinnar kynnt til leiks á Siglufirði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. mars 2022 22:00 Fjölmenni var á hátíðinni. Ráðherrar, ráðgjafar, frumkvöðlar og fjárfestar með fulla vasa. Vísir/Arnar Fulltrúar tíu nýsköpunarfyrirtækja fengu tækifæri til að kynna fyrirtæki sitt fyrir fjársterkum aðilum á stórri fjárfestahátíð sem haldin var á Siglufirði í dag. Nýsköpunarhreyfingin Norðanátt stóð fyrir hátíðinni, þar sem markmiðið var að kynna nýsköpunarfyrirtæki á Norðurlandi fyrir fjárfestum. Matur, vatn og orka voru áhersluorð hátíðarinnar. „Þetta snýst rosa mikið um tengslamyndun og líka bara akkúrat að fá fjárfestana norður. Þetta hefur oft verið þannig að við höfum verið að fara suður til að sækja fjármagn ef þess þarf í start-up verkefni,“ sagði Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Eims, sem kom að skipulagningu hátíðarinnar. Fulltrúar fjársterkra aðila fylgdust grannt með kynningum frumkvöðlanna, þar á meðal fulltrúi Eyris Venture Management, sem sérhæfir sig í að fjárfesta í verkefnum sem hafa sjálfbærni að leiðarljósi. Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir - Framkvæmdastjóri EimsVísir/Arnar Þið eruð væntanlega með alla anga úti að reyna að finna vænlega kosti. Er það oft sem þið fáið tækifæri eins og þetta, að koma eitthvað út á land að kynnast því sem er í gangi þar? „Nei, það er ekki oft sem við fáum þetta tækifæri að koma út á land að kynnast þeim tækifærum sem eru úti á landi,“ sagði Stefanía Guðrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Eyris Venture Management. „Það að það sé skipulagður svona viðburður þar sem við getum komið að sunnan, kynnt okkur þetta allt og fengið að sjá hvað hvað er að gerast. Þetta skiptir rosalega miklu máli, líka fyrir okkur, fyrir þau sem eru að starfa í þessum sprotafyrirtækjum og fyrir okkur sem erum í fjárfestingum,“ sagði hún einnig. Möguleg stórfyrirtæki framtíðarinnar Frumkvöðlafyrirtækin tíu eru fjölbreytt en öll með það að markmiði að vekja athygli á hátíðinni í dag. Efla tengslsin, frá ráðgjöf og mögulega næla sér í fjármagn fyrir framtíðina. Á meðal þeirra sem hélt kynningu í dag var Júlía Katrín Björke, framkvæmdastjóri Mýsköpunar, en Vísir kíkti í heimsókn í nýsköpunarfyrirtæki hennar í vetur. „Þetta var náttúrulega mjög spennandi en dálítil áskorun líka. Það er ekki á hverjum degi sem maður er að kynna fyrirtækið sitt fyrir fullum sal af fólki og ráðherrum líka en frábært tækifæri,“ sagði Júlía Katrín. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar hélt erindi áður en frumkvöðlarnir kynntu fyrirtæki sín. Hvatti hún þá til dáða.Vísir/Arnar Ráðherra nýsköpunarmála fylgdist grannt með og var ánægð með nýskökunarkraftinn á Norðurlandi. Kannski leynist næsta stórfyrirtæki landsins hér? „Þau leynast oft á svona stöðum,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar Nýsköpun Tækni Umhverfismál Matvælaframleiðsla Fjallabyggð Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Nýsköpunarhreyfingin Norðanátt stóð fyrir hátíðinni, þar sem markmiðið var að kynna nýsköpunarfyrirtæki á Norðurlandi fyrir fjárfestum. Matur, vatn og orka voru áhersluorð hátíðarinnar. „Þetta snýst rosa mikið um tengslamyndun og líka bara akkúrat að fá fjárfestana norður. Þetta hefur oft verið þannig að við höfum verið að fara suður til að sækja fjármagn ef þess þarf í start-up verkefni,“ sagði Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Eims, sem kom að skipulagningu hátíðarinnar. Fulltrúar fjársterkra aðila fylgdust grannt með kynningum frumkvöðlanna, þar á meðal fulltrúi Eyris Venture Management, sem sérhæfir sig í að fjárfesta í verkefnum sem hafa sjálfbærni að leiðarljósi. Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir - Framkvæmdastjóri EimsVísir/Arnar Þið eruð væntanlega með alla anga úti að reyna að finna vænlega kosti. Er það oft sem þið fáið tækifæri eins og þetta, að koma eitthvað út á land að kynnast því sem er í gangi þar? „Nei, það er ekki oft sem við fáum þetta tækifæri að koma út á land að kynnast þeim tækifærum sem eru úti á landi,“ sagði Stefanía Guðrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Eyris Venture Management. „Það að það sé skipulagður svona viðburður þar sem við getum komið að sunnan, kynnt okkur þetta allt og fengið að sjá hvað hvað er að gerast. Þetta skiptir rosalega miklu máli, líka fyrir okkur, fyrir þau sem eru að starfa í þessum sprotafyrirtækjum og fyrir okkur sem erum í fjárfestingum,“ sagði hún einnig. Möguleg stórfyrirtæki framtíðarinnar Frumkvöðlafyrirtækin tíu eru fjölbreytt en öll með það að markmiði að vekja athygli á hátíðinni í dag. Efla tengslsin, frá ráðgjöf og mögulega næla sér í fjármagn fyrir framtíðina. Á meðal þeirra sem hélt kynningu í dag var Júlía Katrín Björke, framkvæmdastjóri Mýsköpunar, en Vísir kíkti í heimsókn í nýsköpunarfyrirtæki hennar í vetur. „Þetta var náttúrulega mjög spennandi en dálítil áskorun líka. Það er ekki á hverjum degi sem maður er að kynna fyrirtækið sitt fyrir fullum sal af fólki og ráðherrum líka en frábært tækifæri,“ sagði Júlía Katrín. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar hélt erindi áður en frumkvöðlarnir kynntu fyrirtæki sín. Hvatti hún þá til dáða.Vísir/Arnar Ráðherra nýsköpunarmála fylgdist grannt með og var ánægð með nýskökunarkraftinn á Norðurlandi. Kannski leynist næsta stórfyrirtæki landsins hér? „Þau leynast oft á svona stöðum,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar
Nýsköpun Tækni Umhverfismál Matvælaframleiðsla Fjallabyggð Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira