Birti vændisauglýsingu í nafni fyrrverandi sambýliskonu og hótaði henni lífláti Fanndís Birna Logadóttir skrifar 6. apríl 2022 10:34 Maðurinn stofnaði meðal annars Facebook aðgang í nafni konunnar og dreifði þar vændisauglýsingu í hennar nafni. Getty Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir stórfelldar ærumeiðingar og hótanir í garð fyrrverandi sambýliskonu sinna. Maðurinn útbjó og birti meðal annars vændisauglýsingar í nafni konunnar, þar sem símanúmer og heimilisfang hennar kom fram, auk þess sem hann hótaði henni lífláti og að hann myndi eyðileggja líf hennar. Dómur féll í Héraðsdómi Reykjaness í gær en maðurinn var ákærður í tveimur liðum. Í þeim fyrsta var hann ákærður fyrir stórfelldar ærumeiðingar með því að hafa á tímabilinu nóvember 2019 til desember 2020 útbúið, birt og dreift Facebook aðgang og vændisauglýsingu í nafni konunnar. Var það gert í heimildarleysi og gegn vilja konunnar en í auglýsingunni kom fram mynd af henni, nafn, símanúmer og heimilisfang hennar. Að því er kemur fram í dómi héraðsdóms var þessi háttsæmi móðgandi og smánandi fyrir konuna. Mundu það. ÉG KEM. Ítrekaðar hótanir í skilaboðum og símtölum Í seinni liðnum er fjallað um hótanir mannsins í garð konunnar á sama tímabili þar sem hann hótaði henni meðal annars ítrekað lífláti og að eyðileggja líf hennar og var sú háttsemi fallin til að valda konunni ótta um líf, heilbrigði og velferð sína. Í ákærunni er vísað til skilaboða mannsins til konunnar þar sem hann sagði meðal annars að mynd af henni yrði dreift víða til vændis, uppnefndi hana þjóf, og sagði að hún „fengi það sem hún ætti skilið.“ Einnig var vísað til símtala mannsins við konuna þann 8. desember 2020 þar sem hann lét eftirfarandi ummæli falla: „Þú mátt alveg búast við mér í heimsókn. Það stoppar mig ekkert þegar ég fer í ham. Ég næ þér hafðu engar áhyggjur.“ „...Njóttu þess sem þú átt eftir. Ég mun njóta mín alveg í botn, þegar ég hitti þig. Mundu það. ÉG KEM.“ „Ég er búinn að heita mér því að ég mun ekki una mér hvíldar fyrr en ég er búinn að negla þig. Mundu það. Mundu þessi orð.” „Láttu þér ekki dreyma um að þú haldir jólin. Mundu það. Mundu þessi orð. Þú skalt ekki láta þig dreyma um það og hvað þá áramótin.” Játaði skýlaust Maðurinn játaði skýlaust fyrir dómi og var það því tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu eftir að saksóknari og verjandi mannsins hafði verið gefinn kostur að tjá sig.Þar sem maðurinn hafði ekki áður sætt refsingu var ákveðið að fresta fullnustu refsingarinnar í tvö ár. Engan sakarkostnað leiddi af málinu. Dómsmál Reykjanesbær Vændi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Sjá meira
Dómur féll í Héraðsdómi Reykjaness í gær en maðurinn var ákærður í tveimur liðum. Í þeim fyrsta var hann ákærður fyrir stórfelldar ærumeiðingar með því að hafa á tímabilinu nóvember 2019 til desember 2020 útbúið, birt og dreift Facebook aðgang og vændisauglýsingu í nafni konunnar. Var það gert í heimildarleysi og gegn vilja konunnar en í auglýsingunni kom fram mynd af henni, nafn, símanúmer og heimilisfang hennar. Að því er kemur fram í dómi héraðsdóms var þessi háttsæmi móðgandi og smánandi fyrir konuna. Mundu það. ÉG KEM. Ítrekaðar hótanir í skilaboðum og símtölum Í seinni liðnum er fjallað um hótanir mannsins í garð konunnar á sama tímabili þar sem hann hótaði henni meðal annars ítrekað lífláti og að eyðileggja líf hennar og var sú háttsemi fallin til að valda konunni ótta um líf, heilbrigði og velferð sína. Í ákærunni er vísað til skilaboða mannsins til konunnar þar sem hann sagði meðal annars að mynd af henni yrði dreift víða til vændis, uppnefndi hana þjóf, og sagði að hún „fengi það sem hún ætti skilið.“ Einnig var vísað til símtala mannsins við konuna þann 8. desember 2020 þar sem hann lét eftirfarandi ummæli falla: „Þú mátt alveg búast við mér í heimsókn. Það stoppar mig ekkert þegar ég fer í ham. Ég næ þér hafðu engar áhyggjur.“ „...Njóttu þess sem þú átt eftir. Ég mun njóta mín alveg í botn, þegar ég hitti þig. Mundu það. ÉG KEM.“ „Ég er búinn að heita mér því að ég mun ekki una mér hvíldar fyrr en ég er búinn að negla þig. Mundu það. Mundu þessi orð.” „Láttu þér ekki dreyma um að þú haldir jólin. Mundu það. Mundu þessi orð. Þú skalt ekki láta þig dreyma um það og hvað þá áramótin.” Játaði skýlaust Maðurinn játaði skýlaust fyrir dómi og var það því tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu eftir að saksóknari og verjandi mannsins hafði verið gefinn kostur að tjá sig.Þar sem maðurinn hafði ekki áður sætt refsingu var ákveðið að fresta fullnustu refsingarinnar í tvö ár. Engan sakarkostnað leiddi af málinu.
Dómsmál Reykjanesbær Vændi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Sjá meira