Óli Björn varar Lilju við því að svíkja lit Jakob Bjarnar skrifar 13. apríl 2022 12:41 Ekki þarf bókmenntafræðing til að átta sig á því hvert Óli Björn beinir spjótum sínum; ef Lilja hefur sig ekki hæga á hún það á hættu að verða neðanmálsgrein í stjórnmálasögunni. vísir/vilhelm Óli Björn Kárason þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sendir Lilju D. Alfreðsdóttur, varaformanni Framsóknarflokksins eiturpillu í grein sem hann birtir í Mogga dagsins. Óli Björn talar um að Ísland sé land samsteypuríkisstjórna og forsenda þess að slíkt samstarf gangi sé að traust og trúnaður ríki milli forystumanna flokkanna. Hann segir flókið að mynda slíkar stjórnir þannig að flokkum takist að halda í sín stefnumið, þá gagnvart kjósendum sínum og eðlilegt sé við slíkar aðstæður að stundum mæti mótbyr. Mikilvægi samstöðunnar „Engin ríkisstjórn kemst í gegnum kjörtímabil án þess að vindar blási á móti af og til. Í mótvindi reynir á ráðherra og stjórnarliða. Þá reynir á pólitískan karakter stjórnmálamanna – hvort þeir hafa burði til að standa heilir að baki ákvörðunum sem þeir tóku þátt í að taka eða hlaupa undan ábyrgð og reyna að varpa henni á aðra,“ segir Óli Björn. Skopmyndateiknari Morgunblaðsins dregur upp mynd af Lilju þar sem hún hendir sprengju inn í ríkisstjórnarsamstarfið.skjáskot Þó hann tali undir rós og nefni engin nöfn ræður samhengi merkingunni og þarf enga bókmenntafræðinga til að lesa hér á milli lína, hvert þingflokksformaðurinn beinir spjótum sínum. Efst á baugi frétta vikunnar sem snúa að stjórnmálunum hafa verið orð Lilju þess efnis að hún hafi verið mótfallin því hvernig staðið var að sölu Íslandsbanka. Lilja verður neðanmálsgrein og léttavigt sjái hún ekki að sér Orð Lilju um bankasöluna eru umfjöllunarefni Ívars, skopmyndateiknara Morgunblaðsins í dag en sjá má mynd af Lilju þar sem hún beinlínis hendir sprengju í ríkisstjórnarsamstarfið. Grein Óla Björns í Mogga dagsins. Ekkert fer á milli mála hvert hann beinir orðum sínum þó ekki séu nein nöfn nefnd.skjáskot Óli Björn varar Lilju, sem þó er aldrei nefnd í grein þingflokksformannsins, við og vænir hana óbeint um lýðskrum í niðurlagi greinar sinnar: „Slíkir stjórnmálamenn verða yfirleitt ekki annað en léttavigt – marka aldrei spor í söguna – verða í besta falli tilefni fyrir neðanmálsgrein í stjórnmálasögunni. Þeirra verður getið í sömu neðanmálsgrein sem greinir frá þeim sem hæst hrópa með stóryrðum, svívirðingum og dómum um menn og málefni,“ segir Óli Björn. Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Segir að Lilja hefði getað forðað stórslysi ef hún hefði bara talað skýrt Sigmar Guðmundsson alþingismaður segir í aðsendri grein á Vísi að Lilja Dögg Alfreðsdóttir hefði mátt tala skýrar því þannig hefði mátt afstýra stórslysi sem Sigmar vill meina að salan á hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi verið. 11. apríl 2022 14:32 Katrín kannast ekkert við andstöðu Lilju Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kannast ekki við að Lilja D. Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra hafi viljað færa til bókar andstöðu sína við fyrirkomulag útboðs á hlutum í Íslandsbanka. 11. apríl 2022 16:51 Lilja gagnrýnir söluferli Íslandsbanka og segir ekki koma til greina að selja Landsbankann Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segist hafa verið mótfallin þeirri ákvörðun að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka til valins hóps fjárfesta og bendir á að ekkert í stöðu þjóðarbúsins hafi kallað á bankasölu nú. 11. apríl 2022 06:49 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Óli Björn talar um að Ísland sé land samsteypuríkisstjórna og forsenda þess að slíkt samstarf gangi sé að traust og trúnaður ríki milli forystumanna flokkanna. Hann segir flókið að mynda slíkar stjórnir þannig að flokkum takist að halda í sín stefnumið, þá gagnvart kjósendum sínum og eðlilegt sé við slíkar aðstæður að stundum mæti mótbyr. Mikilvægi samstöðunnar „Engin ríkisstjórn kemst í gegnum kjörtímabil án þess að vindar blási á móti af og til. Í mótvindi reynir á ráðherra og stjórnarliða. Þá reynir á pólitískan karakter stjórnmálamanna – hvort þeir hafa burði til að standa heilir að baki ákvörðunum sem þeir tóku þátt í að taka eða hlaupa undan ábyrgð og reyna að varpa henni á aðra,“ segir Óli Björn. Skopmyndateiknari Morgunblaðsins dregur upp mynd af Lilju þar sem hún hendir sprengju inn í ríkisstjórnarsamstarfið.skjáskot Þó hann tali undir rós og nefni engin nöfn ræður samhengi merkingunni og þarf enga bókmenntafræðinga til að lesa hér á milli lína, hvert þingflokksformaðurinn beinir spjótum sínum. Efst á baugi frétta vikunnar sem snúa að stjórnmálunum hafa verið orð Lilju þess efnis að hún hafi verið mótfallin því hvernig staðið var að sölu Íslandsbanka. Lilja verður neðanmálsgrein og léttavigt sjái hún ekki að sér Orð Lilju um bankasöluna eru umfjöllunarefni Ívars, skopmyndateiknara Morgunblaðsins í dag en sjá má mynd af Lilju þar sem hún beinlínis hendir sprengju í ríkisstjórnarsamstarfið. Grein Óla Björns í Mogga dagsins. Ekkert fer á milli mála hvert hann beinir orðum sínum þó ekki séu nein nöfn nefnd.skjáskot Óli Björn varar Lilju, sem þó er aldrei nefnd í grein þingflokksformannsins, við og vænir hana óbeint um lýðskrum í niðurlagi greinar sinnar: „Slíkir stjórnmálamenn verða yfirleitt ekki annað en léttavigt – marka aldrei spor í söguna – verða í besta falli tilefni fyrir neðanmálsgrein í stjórnmálasögunni. Þeirra verður getið í sömu neðanmálsgrein sem greinir frá þeim sem hæst hrópa með stóryrðum, svívirðingum og dómum um menn og málefni,“ segir Óli Björn.
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Segir að Lilja hefði getað forðað stórslysi ef hún hefði bara talað skýrt Sigmar Guðmundsson alþingismaður segir í aðsendri grein á Vísi að Lilja Dögg Alfreðsdóttir hefði mátt tala skýrar því þannig hefði mátt afstýra stórslysi sem Sigmar vill meina að salan á hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi verið. 11. apríl 2022 14:32 Katrín kannast ekkert við andstöðu Lilju Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kannast ekki við að Lilja D. Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra hafi viljað færa til bókar andstöðu sína við fyrirkomulag útboðs á hlutum í Íslandsbanka. 11. apríl 2022 16:51 Lilja gagnrýnir söluferli Íslandsbanka og segir ekki koma til greina að selja Landsbankann Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segist hafa verið mótfallin þeirri ákvörðun að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka til valins hóps fjárfesta og bendir á að ekkert í stöðu þjóðarbúsins hafi kallað á bankasölu nú. 11. apríl 2022 06:49 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Segir að Lilja hefði getað forðað stórslysi ef hún hefði bara talað skýrt Sigmar Guðmundsson alþingismaður segir í aðsendri grein á Vísi að Lilja Dögg Alfreðsdóttir hefði mátt tala skýrar því þannig hefði mátt afstýra stórslysi sem Sigmar vill meina að salan á hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi verið. 11. apríl 2022 14:32
Katrín kannast ekkert við andstöðu Lilju Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kannast ekki við að Lilja D. Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra hafi viljað færa til bókar andstöðu sína við fyrirkomulag útboðs á hlutum í Íslandsbanka. 11. apríl 2022 16:51
Lilja gagnrýnir söluferli Íslandsbanka og segir ekki koma til greina að selja Landsbankann Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segist hafa verið mótfallin þeirri ákvörðun að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka til valins hóps fjárfesta og bendir á að ekkert í stöðu þjóðarbúsins hafi kallað á bankasölu nú. 11. apríl 2022 06:49