„Risastórt sem við höfum gert á tveimur árum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. apríl 2022 23:00 David Moyes var í skýjunum eftir stórsigur West Ham í Evrópudeildinni í kvöld. Claudio Villa/Getty Images David Moyes, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins West Ham, var stoltur af sínum mönnum eftir 3-0 sigur liðsins gegn Lyon í átta liða úrslitum EVrópudeildarinnar í kvöld. Hann segir það ótrúlegt hvað liðið er komið langt síðan hann tók við stjórnartaumunum. „Ég er hrikalega stoltur af leikmönnunum, frammistöðunni og líklega mest af frammistöðu okkar í síðari hálfleik í fyrri leiknum þegar við vorum orðnir manni færri,“ sagði Moyes að leik loknum. „Það leit út fyrir að vera röng ákvörðun, en leikmennirnir héldu áfram, gáfust aldrei upp og náðu inn marki áður en við fengum á okkur mark. Ég held að ekki nokkur maður hafi haldið að við værum að fara áfram.“ Moyes segir að liðsheildin í West Ham liðinu sé ótrúleg og að það sé magnað að félagið sé að fara í undanúrslit Evrópudeildarinnar svo stuttu eftir að liðið átti í basli í ensku úrvalsdeildinni. „Þegar þú ert með góðan liðsanda - það er eitthvað sem allir þjálfarar vilja hafa og það er ekki auvelt. Þetta kemur aðallega frá því að vinna leiki því góð úrslit búa til góðan liðsanda. Við erum með góðan hóp af strákum og ég er heppinn.“ „Þeir hafa verið frábærir síðan ég kom hingað. Þetta tveggja ára ferðalag að fara frá því að reyna að bjarga okkur frá falli og nú erum við komnir í undanúrslit í stórri Evrópukeppni. Þetta er magnað og við getum farið að láta okkur hlakka til.“ „Þetta er risastórt sem við höfum gert á tveimur árum. Við erum kannski ekki búnir að vinna neina titla hingað til, en við erum að reyna að keppa við stóru liðin og berjast um Evrópusæti aftur. Að komast svona langt - við erum búnir að vinna stór lið sem eru vön Evrópukeppnum. Þú vinnur ekkert fyrir kvöldið í kvöld, en þetta var stórt augnablik fyrir okkur. Að vinna 3-0 á útivelli í Evrópukeppni eru virkilega góð úrslit,“ sagði Moyes að lokum. Evrópudeild UEFA Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira
„Ég er hrikalega stoltur af leikmönnunum, frammistöðunni og líklega mest af frammistöðu okkar í síðari hálfleik í fyrri leiknum þegar við vorum orðnir manni færri,“ sagði Moyes að leik loknum. „Það leit út fyrir að vera röng ákvörðun, en leikmennirnir héldu áfram, gáfust aldrei upp og náðu inn marki áður en við fengum á okkur mark. Ég held að ekki nokkur maður hafi haldið að við værum að fara áfram.“ Moyes segir að liðsheildin í West Ham liðinu sé ótrúleg og að það sé magnað að félagið sé að fara í undanúrslit Evrópudeildarinnar svo stuttu eftir að liðið átti í basli í ensku úrvalsdeildinni. „Þegar þú ert með góðan liðsanda - það er eitthvað sem allir þjálfarar vilja hafa og það er ekki auvelt. Þetta kemur aðallega frá því að vinna leiki því góð úrslit búa til góðan liðsanda. Við erum með góðan hóp af strákum og ég er heppinn.“ „Þeir hafa verið frábærir síðan ég kom hingað. Þetta tveggja ára ferðalag að fara frá því að reyna að bjarga okkur frá falli og nú erum við komnir í undanúrslit í stórri Evrópukeppni. Þetta er magnað og við getum farið að láta okkur hlakka til.“ „Þetta er risastórt sem við höfum gert á tveimur árum. Við erum kannski ekki búnir að vinna neina titla hingað til, en við erum að reyna að keppa við stóru liðin og berjast um Evrópusæti aftur. Að komast svona langt - við erum búnir að vinna stór lið sem eru vön Evrópukeppnum. Þú vinnur ekkert fyrir kvöldið í kvöld, en þetta var stórt augnablik fyrir okkur. Að vinna 3-0 á útivelli í Evrópukeppni eru virkilega góð úrslit,“ sagði Moyes að lokum.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira