Bankasýslan segir framkvæmd sölunnar í fullu samræmi við ákvörðun ráðherra og ríkisstjórnar Samúel Karl Ólason skrifar 19. apríl 2022 16:34 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Stjórn og starfsfólk Bankasýslu ríkisins segist hafa unnið að framkvæmd útborðs á hlutabréfum Íslandsbanka í samræmi við forsendur sem þeim voru gefnar með fagmennsku og heiðarleika í fyrirrúmi. Forsvarsmenn stofnunarinnar segja að litið hafi verið svo á að framkvæmdin væri í fullu samræmi við vilja stjórnvalda. Engin fyrirmæli eða viðbrögð frá ríkisstjórninni hafi borið merki um annað, hvorki í aðdraganda útboðsins eða eftir það. „Þannig taldi stjórn og starfsfólk Bankasýslunnar sig vinna í fullu umboði fjármálaráðherra og ríkisstjórnar,“ segir í yfirlýsingu frá stjórninni og starfsfólkinu sem send var á fjölmiðla fyrir skömmu. Tilefni yfirlýsingarinnar er yfirlýsing formanna stjórnarflokkanna frá því í morgun, þar sem fram kom að þau vildu leggja niður Bankasýsluna. Í yfirlýsingunni segir að þó lengi hafi legið fyrir að til stæði að leggja Bankasýslu ríkisins niður hafi orðalag yfirlýsingarinnar komið stjórn og starfsmönnum á óvart. „Engin formleg gagnrýni hefur borist Bankasýslunni frá ráðherrum ríkisstjórnarinnar á framkvæmd útboðsins þó komið hafi fram að ráðherrar hafi verið ósáttir við að Bankasýsla ríkisins taldi ekki heimilt að birta lista yfir kaupendur í útboðinu. Það mat Bankasýslunnar byggði á álitum fleiri en eins utanaðkomandi lögfræðiráðgjafa stofnunarinnar.“ Stór hluti enn óseldur Í yfirlýsingunni er vísað í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem fram komi að Bankasýsla ríkisins fengi það hlutverk að selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka fyrir árið 2023, ef markaðsaðstæður væru hagfelldar. 35 prósenta hlutur hafi verið seldur í frumútboði í fyrra og í framhaldi af því hafi verið ákveðið að selja næsta hlut með svokölluðu tilboðsfyrirkomulagi. Sá hlutur hafi verið 22,5 prósent og sölufyrirkomulagið fól í sér lokað útboð á hlutum í Íslandsbanka til hæfra fjárfesta og segir í yfirlýsingunni að það sé algengasta söluaðferð eftir frumútboð á hlutabréfum í evrópskum fyrirtækjum. Þá segir að í öllum gögnum frá Bankasýslunni hafi komið fram að helsti gallinn við það fyrirkomulag væri að ekki væri gert ráð fyrir þátttöku almennra fjárfesta. „Ríkissjóður á enn 42,5% hlut í Íslandsbanka og er hluturinn metinn á um 100 milljarða. Þann hlut á eftir að selja og var m.a. gert ráð fyrir þátttöku almennings í næstu skrefum,“ segir í yfirlýsingunni. Stjórn Bankasýslunnar segir það ekki samræmast hlutverki stofnunarinnar að taka þátt í þeirri umræðu sem skapast hafi í kjölfar útboðsins og varði að miklu leyti pólitísk álitaefni. Stjórnin segist fagna yfirstandandi skoðun á framkvæmd útboðsins. Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Krefjast að þing komi strax saman vegna nýrra vendinga Allir stjórnarandstöðuflokkar á Alþingi hafa krafist þess að þing komi saman vegna nýrra vendinga í tengslum við söluna Íslandsbanka. Að óbreyttu verður næsti þingfundur ekki haldinn fyrr en mánudaginn 25. apríl. 19. apríl 2022 16:01 „Ef það á að leggja niður bankasýsluna þá þarf að leggja niður ráðherra“ Sitt sýnist hverjum um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leggja Bankasýslu ríkisins niður í tilraun til að lægja pólitíska storminn sem ríkir um nýafstaðna sölu á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka til valins hóps fjárfesta. 19. apríl 2022 14:09 Skoða lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum í útboðinu Bankasýsla ríksins skoðar nú lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum sem sáu um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Stjórn stofnunarinnar segir að umsamdar söluþóknanir verði ekki greiddar í tilvikum þar sem ágallar hafi verið við söluna. 19. apríl 2022 12:05 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Innlent Fleiri fréttir Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Sjá meira
Engin fyrirmæli eða viðbrögð frá ríkisstjórninni hafi borið merki um annað, hvorki í aðdraganda útboðsins eða eftir það. „Þannig taldi stjórn og starfsfólk Bankasýslunnar sig vinna í fullu umboði fjármálaráðherra og ríkisstjórnar,“ segir í yfirlýsingu frá stjórninni og starfsfólkinu sem send var á fjölmiðla fyrir skömmu. Tilefni yfirlýsingarinnar er yfirlýsing formanna stjórnarflokkanna frá því í morgun, þar sem fram kom að þau vildu leggja niður Bankasýsluna. Í yfirlýsingunni segir að þó lengi hafi legið fyrir að til stæði að leggja Bankasýslu ríkisins niður hafi orðalag yfirlýsingarinnar komið stjórn og starfsmönnum á óvart. „Engin formleg gagnrýni hefur borist Bankasýslunni frá ráðherrum ríkisstjórnarinnar á framkvæmd útboðsins þó komið hafi fram að ráðherrar hafi verið ósáttir við að Bankasýsla ríkisins taldi ekki heimilt að birta lista yfir kaupendur í útboðinu. Það mat Bankasýslunnar byggði á álitum fleiri en eins utanaðkomandi lögfræðiráðgjafa stofnunarinnar.“ Stór hluti enn óseldur Í yfirlýsingunni er vísað í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem fram komi að Bankasýsla ríkisins fengi það hlutverk að selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka fyrir árið 2023, ef markaðsaðstæður væru hagfelldar. 35 prósenta hlutur hafi verið seldur í frumútboði í fyrra og í framhaldi af því hafi verið ákveðið að selja næsta hlut með svokölluðu tilboðsfyrirkomulagi. Sá hlutur hafi verið 22,5 prósent og sölufyrirkomulagið fól í sér lokað útboð á hlutum í Íslandsbanka til hæfra fjárfesta og segir í yfirlýsingunni að það sé algengasta söluaðferð eftir frumútboð á hlutabréfum í evrópskum fyrirtækjum. Þá segir að í öllum gögnum frá Bankasýslunni hafi komið fram að helsti gallinn við það fyrirkomulag væri að ekki væri gert ráð fyrir þátttöku almennra fjárfesta. „Ríkissjóður á enn 42,5% hlut í Íslandsbanka og er hluturinn metinn á um 100 milljarða. Þann hlut á eftir að selja og var m.a. gert ráð fyrir þátttöku almennings í næstu skrefum,“ segir í yfirlýsingunni. Stjórn Bankasýslunnar segir það ekki samræmast hlutverki stofnunarinnar að taka þátt í þeirri umræðu sem skapast hafi í kjölfar útboðsins og varði að miklu leyti pólitísk álitaefni. Stjórnin segist fagna yfirstandandi skoðun á framkvæmd útboðsins.
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Krefjast að þing komi strax saman vegna nýrra vendinga Allir stjórnarandstöðuflokkar á Alþingi hafa krafist þess að þing komi saman vegna nýrra vendinga í tengslum við söluna Íslandsbanka. Að óbreyttu verður næsti þingfundur ekki haldinn fyrr en mánudaginn 25. apríl. 19. apríl 2022 16:01 „Ef það á að leggja niður bankasýsluna þá þarf að leggja niður ráðherra“ Sitt sýnist hverjum um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leggja Bankasýslu ríkisins niður í tilraun til að lægja pólitíska storminn sem ríkir um nýafstaðna sölu á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka til valins hóps fjárfesta. 19. apríl 2022 14:09 Skoða lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum í útboðinu Bankasýsla ríksins skoðar nú lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum sem sáu um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Stjórn stofnunarinnar segir að umsamdar söluþóknanir verði ekki greiddar í tilvikum þar sem ágallar hafi verið við söluna. 19. apríl 2022 12:05 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Innlent Fleiri fréttir Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Sjá meira
Krefjast að þing komi strax saman vegna nýrra vendinga Allir stjórnarandstöðuflokkar á Alþingi hafa krafist þess að þing komi saman vegna nýrra vendinga í tengslum við söluna Íslandsbanka. Að óbreyttu verður næsti þingfundur ekki haldinn fyrr en mánudaginn 25. apríl. 19. apríl 2022 16:01
„Ef það á að leggja niður bankasýsluna þá þarf að leggja niður ráðherra“ Sitt sýnist hverjum um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leggja Bankasýslu ríkisins niður í tilraun til að lægja pólitíska storminn sem ríkir um nýafstaðna sölu á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka til valins hóps fjárfesta. 19. apríl 2022 14:09
Skoða lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum í útboðinu Bankasýsla ríksins skoðar nú lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum sem sáu um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Stjórn stofnunarinnar segir að umsamdar söluþóknanir verði ekki greiddar í tilvikum þar sem ágallar hafi verið við söluna. 19. apríl 2022 12:05