Með fjölskyldur í Fjarðabyggð í fyrirrúmi Jón Björn Hákonarson skrifar 21. apríl 2022 07:01 Sumardagurinn fyrsti er runninn upp. Þessi dagur hefur í gegnum tíðina verið helgaður börnum og fjölskyldum, löngum verið mikill hátíðisdagur og markar að mörgu leyti nýtt upphaf þegar drungi og kuldi vetursins byrjar að víkja fyrir birtu og yl sumarsins. Það er því er ekki úr vegi nú í upphafi sumars, og lok kjörtímabils, að horfa yfir farinn veg og skoða aðeins það sem hefur áunnist á síðustu fjórum árum í málefnum fjölskyldna í Fjarðabyggð. Stefna Fjarðabyggðar hefur verið sú að sveitarfélagið sé í fremstu röð sem góður staður fyrir fjölskyldur og þess vegna hefur verið lögð áhersla á stuðning við þær. Á þessu kjörtímabili hefur fjármunum þannig verið forgangsraðað í þágu fjölskyldna og rík áhersla lögð á stefnumótun í málaflokkum sem snúa að þeim. Skólamál Á þessu kjörtímabili hefur bæjarstjórn Fjarðabyggðar undirstrikað áherslur sínar með ákvörðunum um byggja undir öflugt og gott samfélag þar sem málefni fjölskyldna eru í forgrunni. Þannig hefur fjármunum og krafti verið varið í uppbyggingu skólamannvirkja – og af því erum við stolt. Á því kjörtímabili sem senn lýkur hefur m.a. verið lokið við að stækka leikskólann Lyngholt á Reyðarfirði og er húsnæði skólans nú vel í stakk búið til að takast á við fyrirsjáanlega fjölgun íbúa til framtíðar. Þá var ráðist í miklar framkvæmdir við húsnæði og lóð grunnskólans á Breiðdalsvík. Leikskólanum á Breiðdalsvík var einnig komið þar fyrir þannig að nú er miðstöð alls skólastarfs í Breiðdal komið undir eitt þak við góðar aðstæður. Þá hefur undirbúningur að stækkun leikskólans á Eskifirði verið í gangi og skrifað verður undir verksamninga þar um nú á næstu dögum og framkvæmdir hefjast þar í kjölfarið. Þá eru að hefjast framkvæmdir við lóð Nesskóla á Norðfirði á sumri komanda sem eru löngu tímabærar. Þetta eru nokkur þau atriði sem upp úr standa eftir kjörtímabilið. Íþrótta- og tómstundamál Íþrótta- og tómstundamál eru og munu verða fyrirferðamikil í rekstri sveitarfélagins, og einn af þeim þáttum sem horft er til þegar rætt er um öflugt fjölskyldusamfélag. Íþrótta- og tómstundastarf á breiðum grunni er mikilvægur hlekkur í fornvarnarstarfi og Fjarðabyggð býr vel því að í byggðakjörnum sveitarfélagsins eru rekin öflug íþróttafélög með mikla og góða starfsemi þar sem horft er til þess að flestir finni eitthvað við sitt hæfi. Eitt af þeim stóru verkefnunum sem ráðist var í í kjörtímabilinu og ljúka mun á næstu mánuðum er bygging nýs íþróttahús á Reyðarfirði. Við sölu á Rafveitu Reyðarfjarðar árið 2020, var ákveðið að nýta þá fjármuni sem til yrðu til uppbyggingar innviða á Reyðarfirði. Fyrir valinu varð að ráðst í byggingu á nýju og glæsilegu íþróttahúsi sem nú er risið á á svæðinu við Fjarðabyggðarhöllina og Grunnskóla Reyðarfjarðar. Um þessar mundir er unnið að því að ljúka við gerð byggingarinnar og er það von okkar að hún verði komin í full not á haustdögum. Með tilkomu þessa húss bætist enn í flóru glæsilegra íþróttamannvirkja í sveitarfélaginu sem ýta mun undir enn öflugra starf á þeim vettvangi til framtíðar. Þá hófst á árinu 2021 tilraunaverkefni nýs kerfis almenningssamgangna í Fjarðabyggð sem stendur til áramóta 2022. Hinu nýja kerfi var ætlað að leysa af hólmi allskyns akstur sem Fjarðabyggð stóð fyrir um sveitarfélagið í tengslum við skóla, vinnu og íþrótta- og tómstundastarf. Í mínum huga er hér um gríðarstórt mál að ræða sem snertir fjölskyldur í Fjarðabyggð. Um er að ræða tímamóta tilraun til að tengja betur saman byggðakjarna sveitarfélagins og gera fólki kleift að sækja skóla, vinnu,og þjónustu þvert á sveitarfélagið. Með kerfinu opnast auk þess á möguleika barna og ungmenna, sem og fullorðinna, til að sækja íþróttaæfingar, afþreyingu og menningu utan síns byggðakjarna og styrkir það samfélagið okkar í Fjarðabyggð allt. Strax í sumar þarf að hefja vinnu við að meta árangur verkefnisins og koma á kerfi sem keyrt verður eftir til framtíðar. Öflug og góð samstaða bæjarstjórnar Uppbygging og verkefni tengd málum barna, fjölskyldna og þjónustu við þau eru stór og kostnaðasöm. Þegar kemur að slíkum verkefnum og forgangsröðun í þeirra þágu er ekki sjálfgefið að yfirvöldum á hverjum tíma takist að ná samstöðu um slíka uppbyggingu. Í Fjarðabyggð hefur bæjarstjórn sem betur fer tekist það og myndast hefur góð samstaða um flestar ákvarðanir sem teknar hafa verið í bæjarstjórn og nefndum og ráðum sveitarfélagsins þvert á flokkslínur sem hefur verið mikið gæfuspor. Samvinna er alltaf grundvöllur til góðra verka. Höldum áfram á sömu braut! Hér á undan hefur verið aðeins verið tæpt á nokkrum þeirra framfaraskrefa sem tekin hafa verið við þjónustu við fjölskyldur í Fjarðabyggð undanfarin fjögur ár. Ekki síður er hægt að nefna stofnun Fjölskyldusviðs Fjarðabyggðar í upphafi kjörtímabilsins, en undir það heyra fjölskyldumál í víðum skilnigu; félagsþjónusta, barnavernd, grunnskólar, leikskólar og tónlistarskólar, æskulýðs- og íþróttamála og frístundamál barna og ungmenna. Með stofnun sviðsins hefur náðst mikil og góð yfirsýn yfir alla þessa málaflokka, og sviðinu gert kleift að takast betur á við þau fjölþættu og mikilvægu verkerfni sem undir þessa málaflokka heyra. Þá hefur verkefnið Sprettur, þar sem unnið er eftir hugmyndafræði um snemmtæka íhlutun og grípa fljótt inn í vanda barna með viðeigandi stuðningi úr nærumhverfinu, gefist vel og árangur verið afar góður. Framsókn í Fjarðabyggð vill að haldið verði áfram á þessari sömu braut og Fjarðabyggð verði áfram í fararbroddi þegar kemur að þjónustu við börn og fjölskyldu og góð samstaða náist áfram um þau verkefni. Framsókn í Fjarðabyggð vill hafa fjölskyldur í Fjarðabyggð áfram í fyrirrúmi og er tilbúið til að halda áfram á þeirri vegferð til framtíðar. Við óskum því eftir stuðningi kjósenda í sveitarfélaginu þann 14.maí nk. til þess. Að lokum sendi ég íbúum Fjarðabyggðar og landsmönnum öllum mínar bestu óskir um gleðilegt og veðursælt sumar! Höfundur er bæjarstjóri Fjarðabyggðar og situr í 1. sæti á framboðslista Framsóknar í Fjarðabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Björn Hákonarson Sveitarstjórnarkosningar 2022 Fjarðabyggð Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Sumardagurinn fyrsti er runninn upp. Þessi dagur hefur í gegnum tíðina verið helgaður börnum og fjölskyldum, löngum verið mikill hátíðisdagur og markar að mörgu leyti nýtt upphaf þegar drungi og kuldi vetursins byrjar að víkja fyrir birtu og yl sumarsins. Það er því er ekki úr vegi nú í upphafi sumars, og lok kjörtímabils, að horfa yfir farinn veg og skoða aðeins það sem hefur áunnist á síðustu fjórum árum í málefnum fjölskyldna í Fjarðabyggð. Stefna Fjarðabyggðar hefur verið sú að sveitarfélagið sé í fremstu röð sem góður staður fyrir fjölskyldur og þess vegna hefur verið lögð áhersla á stuðning við þær. Á þessu kjörtímabili hefur fjármunum þannig verið forgangsraðað í þágu fjölskyldna og rík áhersla lögð á stefnumótun í málaflokkum sem snúa að þeim. Skólamál Á þessu kjörtímabili hefur bæjarstjórn Fjarðabyggðar undirstrikað áherslur sínar með ákvörðunum um byggja undir öflugt og gott samfélag þar sem málefni fjölskyldna eru í forgrunni. Þannig hefur fjármunum og krafti verið varið í uppbyggingu skólamannvirkja – og af því erum við stolt. Á því kjörtímabili sem senn lýkur hefur m.a. verið lokið við að stækka leikskólann Lyngholt á Reyðarfirði og er húsnæði skólans nú vel í stakk búið til að takast á við fyrirsjáanlega fjölgun íbúa til framtíðar. Þá var ráðist í miklar framkvæmdir við húsnæði og lóð grunnskólans á Breiðdalsvík. Leikskólanum á Breiðdalsvík var einnig komið þar fyrir þannig að nú er miðstöð alls skólastarfs í Breiðdal komið undir eitt þak við góðar aðstæður. Þá hefur undirbúningur að stækkun leikskólans á Eskifirði verið í gangi og skrifað verður undir verksamninga þar um nú á næstu dögum og framkvæmdir hefjast þar í kjölfarið. Þá eru að hefjast framkvæmdir við lóð Nesskóla á Norðfirði á sumri komanda sem eru löngu tímabærar. Þetta eru nokkur þau atriði sem upp úr standa eftir kjörtímabilið. Íþrótta- og tómstundamál Íþrótta- og tómstundamál eru og munu verða fyrirferðamikil í rekstri sveitarfélagins, og einn af þeim þáttum sem horft er til þegar rætt er um öflugt fjölskyldusamfélag. Íþrótta- og tómstundastarf á breiðum grunni er mikilvægur hlekkur í fornvarnarstarfi og Fjarðabyggð býr vel því að í byggðakjörnum sveitarfélagsins eru rekin öflug íþróttafélög með mikla og góða starfsemi þar sem horft er til þess að flestir finni eitthvað við sitt hæfi. Eitt af þeim stóru verkefnunum sem ráðist var í í kjörtímabilinu og ljúka mun á næstu mánuðum er bygging nýs íþróttahús á Reyðarfirði. Við sölu á Rafveitu Reyðarfjarðar árið 2020, var ákveðið að nýta þá fjármuni sem til yrðu til uppbyggingar innviða á Reyðarfirði. Fyrir valinu varð að ráðst í byggingu á nýju og glæsilegu íþróttahúsi sem nú er risið á á svæðinu við Fjarðabyggðarhöllina og Grunnskóla Reyðarfjarðar. Um þessar mundir er unnið að því að ljúka við gerð byggingarinnar og er það von okkar að hún verði komin í full not á haustdögum. Með tilkomu þessa húss bætist enn í flóru glæsilegra íþróttamannvirkja í sveitarfélaginu sem ýta mun undir enn öflugra starf á þeim vettvangi til framtíðar. Þá hófst á árinu 2021 tilraunaverkefni nýs kerfis almenningssamgangna í Fjarðabyggð sem stendur til áramóta 2022. Hinu nýja kerfi var ætlað að leysa af hólmi allskyns akstur sem Fjarðabyggð stóð fyrir um sveitarfélagið í tengslum við skóla, vinnu og íþrótta- og tómstundastarf. Í mínum huga er hér um gríðarstórt mál að ræða sem snertir fjölskyldur í Fjarðabyggð. Um er að ræða tímamóta tilraun til að tengja betur saman byggðakjarna sveitarfélagins og gera fólki kleift að sækja skóla, vinnu,og þjónustu þvert á sveitarfélagið. Með kerfinu opnast auk þess á möguleika barna og ungmenna, sem og fullorðinna, til að sækja íþróttaæfingar, afþreyingu og menningu utan síns byggðakjarna og styrkir það samfélagið okkar í Fjarðabyggð allt. Strax í sumar þarf að hefja vinnu við að meta árangur verkefnisins og koma á kerfi sem keyrt verður eftir til framtíðar. Öflug og góð samstaða bæjarstjórnar Uppbygging og verkefni tengd málum barna, fjölskyldna og þjónustu við þau eru stór og kostnaðasöm. Þegar kemur að slíkum verkefnum og forgangsröðun í þeirra þágu er ekki sjálfgefið að yfirvöldum á hverjum tíma takist að ná samstöðu um slíka uppbyggingu. Í Fjarðabyggð hefur bæjarstjórn sem betur fer tekist það og myndast hefur góð samstaða um flestar ákvarðanir sem teknar hafa verið í bæjarstjórn og nefndum og ráðum sveitarfélagsins þvert á flokkslínur sem hefur verið mikið gæfuspor. Samvinna er alltaf grundvöllur til góðra verka. Höldum áfram á sömu braut! Hér á undan hefur verið aðeins verið tæpt á nokkrum þeirra framfaraskrefa sem tekin hafa verið við þjónustu við fjölskyldur í Fjarðabyggð undanfarin fjögur ár. Ekki síður er hægt að nefna stofnun Fjölskyldusviðs Fjarðabyggðar í upphafi kjörtímabilsins, en undir það heyra fjölskyldumál í víðum skilnigu; félagsþjónusta, barnavernd, grunnskólar, leikskólar og tónlistarskólar, æskulýðs- og íþróttamála og frístundamál barna og ungmenna. Með stofnun sviðsins hefur náðst mikil og góð yfirsýn yfir alla þessa málaflokka, og sviðinu gert kleift að takast betur á við þau fjölþættu og mikilvægu verkerfni sem undir þessa málaflokka heyra. Þá hefur verkefnið Sprettur, þar sem unnið er eftir hugmyndafræði um snemmtæka íhlutun og grípa fljótt inn í vanda barna með viðeigandi stuðningi úr nærumhverfinu, gefist vel og árangur verið afar góður. Framsókn í Fjarðabyggð vill að haldið verði áfram á þessari sömu braut og Fjarðabyggð verði áfram í fararbroddi þegar kemur að þjónustu við börn og fjölskyldu og góð samstaða náist áfram um þau verkefni. Framsókn í Fjarðabyggð vill hafa fjölskyldur í Fjarðabyggð áfram í fyrirrúmi og er tilbúið til að halda áfram á þeirri vegferð til framtíðar. Við óskum því eftir stuðningi kjósenda í sveitarfélaginu þann 14.maí nk. til þess. Að lokum sendi ég íbúum Fjarðabyggðar og landsmönnum öllum mínar bestu óskir um gleðilegt og veðursælt sumar! Höfundur er bæjarstjóri Fjarðabyggðar og situr í 1. sæti á framboðslista Framsóknar í Fjarðabyggð.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun