BMW segir að tími Tesla á toppnum sé liðinn Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 22. apríl 2022 07:00 BMW i4 í forgrunni og iX í bakgrunni. Yfirmaður sölumála hjá BMW, Pieter Nota segir að Tesla hafi haft einstaka stöðu þegar kemur að sölu en segir jafnframt að sá „tími sé liðinn.“ BMW ætlar sér stóra hluti á rafbílamarkaði. Þýski framleiðandinn spáir því að fyrir árið 2030 verði annar hver BMW seldur, hreinn rafbíll. Pieter Nota, til hægri á myndinni, afhendir Lisa Weindl og Linh Doan milljónasta vistvæna BMW-inn sem er framleiddur. Með aukinni sölu sér BMW fyrir sér að skora Tesla á hólm, sérstaklega á Bandaríkjamarkaði. Þess ber að geta að Tesla batt enda á áralanga forystu BMW á lúxusbílamarkaði í Bandaríkjunum í fyrra. BMW ætlar sér að selja 200.000 rafbíla á þessu ári, sem er tvöfalt meira en í fyrra,. Það er þó enn talsvert frá markmiðum Tesla, sem seldi 930.000 rafbíla á síðasta ári og ætlar yfir milljónina í ár. Pieter Nota bætti við í samtali við blaðamenn að hingað til hafi meginþorri kaupenda rafbíla verið nýjungagjarnt fólk en nú sé markaðurinn að færast meira yfir í almenna kaupendur. BMW er að setja tvo nýja rafbíla á markað um þessar mundir. Annars vegar iX sem þegar er kominn út. Hins vegar i4 sem er væntanlegur á árinu. BMW iX er ætlað að keppa við Tesla Model X og i4 er miðað á Model 3. Sala á iX og i4 fer vel af stað samkvæmt Nota. „Við munum reyna á þanþol fyrirtækisins þegar kemur að framleiðslugetu. Eftirspurnin mun vera gríðarleg. Við sjáum það nú þegar með iX og i4,“ sagði Nota. Vistvænir bílar Tesla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent
BMW ætlar sér stóra hluti á rafbílamarkaði. Þýski framleiðandinn spáir því að fyrir árið 2030 verði annar hver BMW seldur, hreinn rafbíll. Pieter Nota, til hægri á myndinni, afhendir Lisa Weindl og Linh Doan milljónasta vistvæna BMW-inn sem er framleiddur. Með aukinni sölu sér BMW fyrir sér að skora Tesla á hólm, sérstaklega á Bandaríkjamarkaði. Þess ber að geta að Tesla batt enda á áralanga forystu BMW á lúxusbílamarkaði í Bandaríkjunum í fyrra. BMW ætlar sér að selja 200.000 rafbíla á þessu ári, sem er tvöfalt meira en í fyrra,. Það er þó enn talsvert frá markmiðum Tesla, sem seldi 930.000 rafbíla á síðasta ári og ætlar yfir milljónina í ár. Pieter Nota bætti við í samtali við blaðamenn að hingað til hafi meginþorri kaupenda rafbíla verið nýjungagjarnt fólk en nú sé markaðurinn að færast meira yfir í almenna kaupendur. BMW er að setja tvo nýja rafbíla á markað um þessar mundir. Annars vegar iX sem þegar er kominn út. Hins vegar i4 sem er væntanlegur á árinu. BMW iX er ætlað að keppa við Tesla Model X og i4 er miðað á Model 3. Sala á iX og i4 fer vel af stað samkvæmt Nota. „Við munum reyna á þanþol fyrirtækisins þegar kemur að framleiðslugetu. Eftirspurnin mun vera gríðarleg. Við sjáum það nú þegar með iX og i4,“ sagði Nota.
Vistvænir bílar Tesla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent