Telja stjórn Twitter á milli steins og sleggju Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. apríl 2022 14:01 Elon Musk vill kaupa Twitter. Jakub Porzycki/NurPhoto via Getty Images) Stjórn samfélagsmiðla fyrirtækisins Twitter eru undir þrýstingi vegna kauptilboðs auðkýfingsins Elon Musk samkvæmt frétt Financial Times. Musk, sem helst er þekktur sem stofnandi og eigandi bílaframleiðandans Tesla og geimfyrirtækisins SpaceX, hefur gert 43 milljarða dollara kauptilboð í allt hlutafé Twitter. Hann á nú þegar 9,2 prósent í fyrirtækinu eins og greint hefur verið frá Musk hefur verið gagnrýninn á stefnu samfélagsmiðilsins þegar kemur að tjáningarfrelsi. Twitter er stofnað árið 2006 og samfélagsmiðillinn er einn sá mikilvægasti í heimi. En ákvarðanir stjórnenda um að ritskoða eitt og annað í nafni heilbrigðs lýðræðis eru í auknum mæli umdeildar á meðal Bandaríkjamanna; samanber ákvörðunina um að banna Trump í aðdraganda síðustu forsetakosninga þar í landi. Stjórn Twitter hefur gripið til varna og gefið út að gamalt bragð verði dregið upp úr pokahorninu til að koma í veg fyrir yfirtöku Musk á Twitter, eins og fjallað var um á Vísi á dögunum. Í frétt Financial Times sem birtist í morgun segir þó að stjórn Twitter sé á milli steins og sleggju, þrýstingur á hana komi úr mörgum áttum eftir yfirtökutilboð Musk. Musk greindi frá því í gær að hann væri búinn að tryggja sér fjármögnun til að standa við yfirtökutilboðið. Stjórn Twitter er sögð vera undir þrýsting að ýmist ganga til samninga við Musk, eða finna aðra fjársterka fjárfesta sem gætu keppt við Musk. Telja Twitter geta vaxið hraðar en raunin hefur verið Þannig segir í frétt Financial Times að vonir standi til þess að tilboð Musk geri það að verkum að Twitter verði keypt og tekið af markaði, hvort sem hann eða einhvar annar ótilgreindur aðili standi fyrir því. „Twitter hefur verið þróað til að ná aðeins brotabroti af möguleikum sínum,“ er haft eftir ónefndum fyrrverandi stjórnarmanni Twitter í frétt Financial Times. „Já, það ætti að vera tekið af markaði. Það er heimur þar sem fyrirtækið getur skapað sér tíu til hundrað sinnum stærri markað.“ Haft er eftir öðrum ónafngreindum fjárfesti sem sérhæfir sig í fjárfestingum í tæknifyrirtækjum að mögulega sé stjórn Twitter föst á milli þess að þykja tilboð Musk ekki nógu gott, en geta sjálf ekki komið því til leiðar að Twitter vaxi og dafni. Vöxtur Twitter hefur verið hægari en vöxtur samfélagsmiðla á borð við Facebook og LinkedIn. Í frétt Financial Times kemur einnig fram að Thoma Bravo, fjárfestingafélag sem sérhæfir sig í yfirtökum á tæknifyritækjum, og á yfir 100 milljarða dollara í eignir, hafi sett sig í samband við Musk í þeim tilgangi að ræða mögulega aðkomu Thoma Bravo að yfirtökunni. Frétt Financial Times má lesa hér. Samfélagsmiðlar Twitter Bandaríkin Tengdar fréttir Musk getur ákveðið að gleypa eitruðu pilluna Fólk skiptist í fylkingar eftir afstöðu þess til áforma ríkasta manns heims um að kaupa Twitter. Stjórn fyrirtækisins reynir nú allt til að stöðva auðkýfinginn, Elon Musk. 19. apríl 2022 23:01 Dómari segir Musk hafa logið um að taka Tesla af markaði Dómari hefur komist að þeirri niðurstöðu að Elon Musk, auðugasti maður heims, laug þegar hann hélt því fram í tístum árið 2018 að hann hefði tryggt sér fjármögnun til að taka bílafyrirtækið Tesla af markaði. Hann sagðist ætla að kaupa öll hlutabréf félagsins á 420 dali á hlut. 17. apríl 2022 11:45 Nota gamalt bragð til að grípa til varna gegn yfirtöku Musks Forsvarsmenn Twitter hafa gripið til varna til að koma í veg fyrir mögulega yfirtöku auðjöfursins Elons Musk á samfélagsmiðlafyrirtækinu. Með það markmið hefur stjórn Twitter notast við gamalt bragð á hlutabréfamarkaðinum sem myndi gera hluti Musks, og annarra, lítils virði. 16. apríl 2022 11:47 Elon Musk vill taka yfir Twitter Milljarðarmæringurinn Elon Musk hefur boðist til þess að kaupa Twitter á 41 milljarð bandaríkjadala. Hann segir nauðsynlegt að taka fyrirtækið af hlutabréfamarkaði til að ná fram raunverulegum breytingum og viðunandi árangri á samfélagsmiðlinum. 14. apríl 2022 11:42 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Musk, sem helst er þekktur sem stofnandi og eigandi bílaframleiðandans Tesla og geimfyrirtækisins SpaceX, hefur gert 43 milljarða dollara kauptilboð í allt hlutafé Twitter. Hann á nú þegar 9,2 prósent í fyrirtækinu eins og greint hefur verið frá Musk hefur verið gagnrýninn á stefnu samfélagsmiðilsins þegar kemur að tjáningarfrelsi. Twitter er stofnað árið 2006 og samfélagsmiðillinn er einn sá mikilvægasti í heimi. En ákvarðanir stjórnenda um að ritskoða eitt og annað í nafni heilbrigðs lýðræðis eru í auknum mæli umdeildar á meðal Bandaríkjamanna; samanber ákvörðunina um að banna Trump í aðdraganda síðustu forsetakosninga þar í landi. Stjórn Twitter hefur gripið til varna og gefið út að gamalt bragð verði dregið upp úr pokahorninu til að koma í veg fyrir yfirtöku Musk á Twitter, eins og fjallað var um á Vísi á dögunum. Í frétt Financial Times sem birtist í morgun segir þó að stjórn Twitter sé á milli steins og sleggju, þrýstingur á hana komi úr mörgum áttum eftir yfirtökutilboð Musk. Musk greindi frá því í gær að hann væri búinn að tryggja sér fjármögnun til að standa við yfirtökutilboðið. Stjórn Twitter er sögð vera undir þrýsting að ýmist ganga til samninga við Musk, eða finna aðra fjársterka fjárfesta sem gætu keppt við Musk. Telja Twitter geta vaxið hraðar en raunin hefur verið Þannig segir í frétt Financial Times að vonir standi til þess að tilboð Musk geri það að verkum að Twitter verði keypt og tekið af markaði, hvort sem hann eða einhvar annar ótilgreindur aðili standi fyrir því. „Twitter hefur verið þróað til að ná aðeins brotabroti af möguleikum sínum,“ er haft eftir ónefndum fyrrverandi stjórnarmanni Twitter í frétt Financial Times. „Já, það ætti að vera tekið af markaði. Það er heimur þar sem fyrirtækið getur skapað sér tíu til hundrað sinnum stærri markað.“ Haft er eftir öðrum ónafngreindum fjárfesti sem sérhæfir sig í fjárfestingum í tæknifyrirtækjum að mögulega sé stjórn Twitter föst á milli þess að þykja tilboð Musk ekki nógu gott, en geta sjálf ekki komið því til leiðar að Twitter vaxi og dafni. Vöxtur Twitter hefur verið hægari en vöxtur samfélagsmiðla á borð við Facebook og LinkedIn. Í frétt Financial Times kemur einnig fram að Thoma Bravo, fjárfestingafélag sem sérhæfir sig í yfirtökum á tæknifyritækjum, og á yfir 100 milljarða dollara í eignir, hafi sett sig í samband við Musk í þeim tilgangi að ræða mögulega aðkomu Thoma Bravo að yfirtökunni. Frétt Financial Times má lesa hér.
Samfélagsmiðlar Twitter Bandaríkin Tengdar fréttir Musk getur ákveðið að gleypa eitruðu pilluna Fólk skiptist í fylkingar eftir afstöðu þess til áforma ríkasta manns heims um að kaupa Twitter. Stjórn fyrirtækisins reynir nú allt til að stöðva auðkýfinginn, Elon Musk. 19. apríl 2022 23:01 Dómari segir Musk hafa logið um að taka Tesla af markaði Dómari hefur komist að þeirri niðurstöðu að Elon Musk, auðugasti maður heims, laug þegar hann hélt því fram í tístum árið 2018 að hann hefði tryggt sér fjármögnun til að taka bílafyrirtækið Tesla af markaði. Hann sagðist ætla að kaupa öll hlutabréf félagsins á 420 dali á hlut. 17. apríl 2022 11:45 Nota gamalt bragð til að grípa til varna gegn yfirtöku Musks Forsvarsmenn Twitter hafa gripið til varna til að koma í veg fyrir mögulega yfirtöku auðjöfursins Elons Musk á samfélagsmiðlafyrirtækinu. Með það markmið hefur stjórn Twitter notast við gamalt bragð á hlutabréfamarkaðinum sem myndi gera hluti Musks, og annarra, lítils virði. 16. apríl 2022 11:47 Elon Musk vill taka yfir Twitter Milljarðarmæringurinn Elon Musk hefur boðist til þess að kaupa Twitter á 41 milljarð bandaríkjadala. Hann segir nauðsynlegt að taka fyrirtækið af hlutabréfamarkaði til að ná fram raunverulegum breytingum og viðunandi árangri á samfélagsmiðlinum. 14. apríl 2022 11:42 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Musk getur ákveðið að gleypa eitruðu pilluna Fólk skiptist í fylkingar eftir afstöðu þess til áforma ríkasta manns heims um að kaupa Twitter. Stjórn fyrirtækisins reynir nú allt til að stöðva auðkýfinginn, Elon Musk. 19. apríl 2022 23:01
Dómari segir Musk hafa logið um að taka Tesla af markaði Dómari hefur komist að þeirri niðurstöðu að Elon Musk, auðugasti maður heims, laug þegar hann hélt því fram í tístum árið 2018 að hann hefði tryggt sér fjármögnun til að taka bílafyrirtækið Tesla af markaði. Hann sagðist ætla að kaupa öll hlutabréf félagsins á 420 dali á hlut. 17. apríl 2022 11:45
Nota gamalt bragð til að grípa til varna gegn yfirtöku Musks Forsvarsmenn Twitter hafa gripið til varna til að koma í veg fyrir mögulega yfirtöku auðjöfursins Elons Musk á samfélagsmiðlafyrirtækinu. Með það markmið hefur stjórn Twitter notast við gamalt bragð á hlutabréfamarkaðinum sem myndi gera hluti Musks, og annarra, lítils virði. 16. apríl 2022 11:47
Elon Musk vill taka yfir Twitter Milljarðarmæringurinn Elon Musk hefur boðist til þess að kaupa Twitter á 41 milljarð bandaríkjadala. Hann segir nauðsynlegt að taka fyrirtækið af hlutabréfamarkaði til að ná fram raunverulegum breytingum og viðunandi árangri á samfélagsmiðlinum. 14. apríl 2022 11:42