Sakfelldir vegna útlits og litarafts Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 24. apríl 2022 15:21 Antonio García Carbonell (t.v.) og Ahmed Tommouhi (t.h.) Tveir menn voru, á grundvelli litarafts og útlits, dæmdir til 15 ára fangelsisvistar fyrir nokkrar nauðganir í Barcelona í lok síðustu aldar. Vitað er hver hinn raunverulegi ódæðismaður var. Nú 30 árum síðar hefur eitt fórnarlambanna stigið fram og viðurkennt að hafa veitt falskan vitnisburð. Engu að síður er talið ólíklegt að mennirnir hljóti sakaruppgjöf. Árið 1991 reið alda nauðgana yfir Barcelona. Tveir menn nauðguðu ungum stúlkum, sumum undir lögaldri. Fórnarlömbin sögðu að hinir seku hefðu rætt saman á norður-afrísku máli og væru arabískir í útliti. Dag nokkurn handtók lögreglan Ahmed Tommouhi, verkamann frá Marokkó. Nokkur fórnarlambanna báru kennsl á hann og staðfestu að hann væri annar ódæðismannanna. Skömmu síðar var samlandi hans, Abderrazak Mounib, einnig handtekinn. Mennirnir þekktust ekkert. Rannsóknin og réttarhöldin stóðu yfir í fjögur ár. Sakfellingin byggðist eingöngu á því að helmingur fórnarlambanna sagði þá hina seku. Engin önnur sönnunargögn voru lögð fram, sannfæring fórnarlambanna varð að sannfæringu lögreglunnar og síðar að sannfæringu dómaranna, sem dæmdu mennina tvo í 15 ára fangelsi. Mounib lést í fangelsi árið 2000, en Tommouhi afplánaði allan dóminn og var látinn laus síðla árs 2006. Önnur bylgja nauðgana fer af stað Tveimur mánuðum eftir að mennirnir voru dæmdir, árið 1995 hófst önnur bylgja nauðgana í Barcelona, mynstrið var nákvæmlega eins og í fyrra skiptið. Lögreglan hafði þá hendur í hári Antonio García Carbonell. Hann er Spánverji af Róma-ættum og talaði við samverkamann sinn á Caló, tungumáli Róma-fólks. Reyndar ekkert líkt norður-afrískum málum. Carbonell og Tommouhi voru sláandi líkir. Carbonell var dæmdur til 270 ára fangelsisvistar, en afplánaði aðeins 18 ár. Samverkamaður hans hefur aldrei fundist. Þegar Carbonell var gómaður vaknaði upp grunur um að hugsanlega sætu tveir saklausir menn á bak við lás og slá. Öll gögn voru rannsökuð að nýju, þá fannst DNA-sýni úr einu málinu og á daginn kom að sá seki var Carbonell. Það leiddi til þess að dómstólar sýknuðu Marokkómennina af einni nauðgun, en héldu dóminum í hinum tveimur málunum til streitu og áfram sátu mennirnir blásaklausir í fangelsi. Börðust linnulaust fyrir sakleysi sínu Þeir börðust fyrir sakleysi sínu allan tímann, hringdu án afláts í blaðamenn og stjórnmálamenn, og einu sinni hringdi annar þeirra í sjónvarpsþátt í beinni útsendingu til þess að reyna að vekja máls á meðferðinni. Allt kom fyrir ekki, hæstiréttur sagði blákalt að engin ný gögn væru komin fram í málinu og því væri endurupptaka útilokuð. Fyrir stuttu, þegar 30 ár voru liðin frá handtöku Marokkómannanna var málið rifjað upp í fjölmiðlum og greint frá því að enn hefðu þeir ekki fengið sakaruppgjöf, þrátt fyrir að allir viti að þeir séu saklausir. Þá setti kona að nafni Nuria sig í samband við blaðamann El País. Hún var 14 ára þegar henni var nauðgað, árið 1991, og sagðist vera handviss um að hafa gert mistök þegar hún bar kennsl á þá. Hún stóð í þeirri trú að mennirnir hefðu fengið sakaruppgjöf og vildi með viðtalinu biðja þá afsökunar og bauðst til að aðstoða þá við að leita réttlætis. „Þetta fer að verða gott“, var það eina sem Ahmed sagði þegar honum voru færð skilaboðin, „hvað vilja dómstólar fá í viðbót…“ Spánn Erlend sakamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira
Árið 1991 reið alda nauðgana yfir Barcelona. Tveir menn nauðguðu ungum stúlkum, sumum undir lögaldri. Fórnarlömbin sögðu að hinir seku hefðu rætt saman á norður-afrísku máli og væru arabískir í útliti. Dag nokkurn handtók lögreglan Ahmed Tommouhi, verkamann frá Marokkó. Nokkur fórnarlambanna báru kennsl á hann og staðfestu að hann væri annar ódæðismannanna. Skömmu síðar var samlandi hans, Abderrazak Mounib, einnig handtekinn. Mennirnir þekktust ekkert. Rannsóknin og réttarhöldin stóðu yfir í fjögur ár. Sakfellingin byggðist eingöngu á því að helmingur fórnarlambanna sagði þá hina seku. Engin önnur sönnunargögn voru lögð fram, sannfæring fórnarlambanna varð að sannfæringu lögreglunnar og síðar að sannfæringu dómaranna, sem dæmdu mennina tvo í 15 ára fangelsi. Mounib lést í fangelsi árið 2000, en Tommouhi afplánaði allan dóminn og var látinn laus síðla árs 2006. Önnur bylgja nauðgana fer af stað Tveimur mánuðum eftir að mennirnir voru dæmdir, árið 1995 hófst önnur bylgja nauðgana í Barcelona, mynstrið var nákvæmlega eins og í fyrra skiptið. Lögreglan hafði þá hendur í hári Antonio García Carbonell. Hann er Spánverji af Róma-ættum og talaði við samverkamann sinn á Caló, tungumáli Róma-fólks. Reyndar ekkert líkt norður-afrískum málum. Carbonell og Tommouhi voru sláandi líkir. Carbonell var dæmdur til 270 ára fangelsisvistar, en afplánaði aðeins 18 ár. Samverkamaður hans hefur aldrei fundist. Þegar Carbonell var gómaður vaknaði upp grunur um að hugsanlega sætu tveir saklausir menn á bak við lás og slá. Öll gögn voru rannsökuð að nýju, þá fannst DNA-sýni úr einu málinu og á daginn kom að sá seki var Carbonell. Það leiddi til þess að dómstólar sýknuðu Marokkómennina af einni nauðgun, en héldu dóminum í hinum tveimur málunum til streitu og áfram sátu mennirnir blásaklausir í fangelsi. Börðust linnulaust fyrir sakleysi sínu Þeir börðust fyrir sakleysi sínu allan tímann, hringdu án afláts í blaðamenn og stjórnmálamenn, og einu sinni hringdi annar þeirra í sjónvarpsþátt í beinni útsendingu til þess að reyna að vekja máls á meðferðinni. Allt kom fyrir ekki, hæstiréttur sagði blákalt að engin ný gögn væru komin fram í málinu og því væri endurupptaka útilokuð. Fyrir stuttu, þegar 30 ár voru liðin frá handtöku Marokkómannanna var málið rifjað upp í fjölmiðlum og greint frá því að enn hefðu þeir ekki fengið sakaruppgjöf, þrátt fyrir að allir viti að þeir séu saklausir. Þá setti kona að nafni Nuria sig í samband við blaðamann El País. Hún var 14 ára þegar henni var nauðgað, árið 1991, og sagðist vera handviss um að hafa gert mistök þegar hún bar kennsl á þá. Hún stóð í þeirri trú að mennirnir hefðu fengið sakaruppgjöf og vildi með viðtalinu biðja þá afsökunar og bauðst til að aðstoða þá við að leita réttlætis. „Þetta fer að verða gott“, var það eina sem Ahmed sagði þegar honum voru færð skilaboðin, „hvað vilja dómstólar fá í viðbót…“
Spánn Erlend sakamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira