Hrönn nýr framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins Eiður Þór Árnason skrifar 25. apríl 2022 10:44 Hrönn Greipsdóttir hefur víðtæka reynslu af rekstri fyrirtækja og fjárfestingum. Aðsend Hrönn Greipsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og tekur við af Huld Magnúsdóttur, sem lætur af störfum að eigin ósk um næstu mánaðamót. Hrönn hefur frá árinu 2015 stýrt fjárfestingafélaginu Eldey, sem fjárfesti í afþreyingartengdri ferðaþjónustu og var í stýringu hjá Íslandssjóðum. Þetta kemur fram í tilkynningu en Hrönn er viðskiptafræðingur að mennt með MBA gráðu í fjármálum auk prófs í verðbréfamiðlun. Eignasafn Eldeyjar var selt Kynnisferðum í árslok 2020 og var starfsemin sameinuð um mitt síðasta ár. Áður starfaði Hrönn sem forstöðumaður hjá Arion banka og framkvæmdastjóri hjá SPRON. Þá hefur Hrönn einnig verið framkvæmdastjóri Hótels Sögu ehf., sem rak Hótel Sögu og Hótel Ísland. Að sögn Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins hefur Hrönn setið í fjölmörgum stjórnum sem spanna allt frá litlum frumkvöðlafyrirtækjum til eftirlisskyldra fjármálafyrirtækja. Hrönn er í stjórnum átta fyrirtækja á vettvangi ferðaþjónustu, ýmist sem stjórnarmaður eða formaður. Þeirra á meðal eru Kynnisferðir hf. og Reykjavík Excursion hf., Basecamp Iceland ehf., Íslenskar heilsulindir ehf. og Norðursigling hf. Full tilhlökkunar Sigurður Hannesson, formaður stjórnar Nýsköpunarssjóðs, segir að það sé fengur fyrir sjóðinn að fá Hrönn til starfa og hún hafi mikla reynslu og þekkingu af fjárfestingum og rekstri fyrirtækja. „Sjóðurinn gegnir mikilvægu hlutverki í atvinnulífinu og hefur á síðasta aldarfjórðungi stutt við fjölmörg fyrirtæki, skapað störf og verðmæti. Ég býð Hrönn velkomna til starfa og þakka fráfarandi framkvæmdastjóra, Huld Magnúsdóttur, fyrir góð störf í þágu NSA og nýsköpunar á Íslandi undanfarin ár,“ segir hann í tilkynningu. „Ég er full tilhlökkunar að takast á við spennandi og krefjandi verkefni í nýsköpunarumhverfinu, þar sem svo mikil gróska ríkir um þessar mundir. Vonandi nýtist reynsla mín og þekking vel til góðra verka á þessum vettvangi hjá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins,“ segir Hrönn. Huld Magnúsdóttir, fráfarandi framkvæmdastjóri, tók við stöðunni vorið 2017. Hún segir að tíminn hjá sjóðnum hafi verið gefandi og hún sé þakklát fyrir samstarfið við starfsfólk, stjórn, ráðuneyti og þau félög sem tilheyri eignasafni Nýsköpunarsjóðs. Vistaskipti Nýsköpun Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Hrönn hefur frá árinu 2015 stýrt fjárfestingafélaginu Eldey, sem fjárfesti í afþreyingartengdri ferðaþjónustu og var í stýringu hjá Íslandssjóðum. Þetta kemur fram í tilkynningu en Hrönn er viðskiptafræðingur að mennt með MBA gráðu í fjármálum auk prófs í verðbréfamiðlun. Eignasafn Eldeyjar var selt Kynnisferðum í árslok 2020 og var starfsemin sameinuð um mitt síðasta ár. Áður starfaði Hrönn sem forstöðumaður hjá Arion banka og framkvæmdastjóri hjá SPRON. Þá hefur Hrönn einnig verið framkvæmdastjóri Hótels Sögu ehf., sem rak Hótel Sögu og Hótel Ísland. Að sögn Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins hefur Hrönn setið í fjölmörgum stjórnum sem spanna allt frá litlum frumkvöðlafyrirtækjum til eftirlisskyldra fjármálafyrirtækja. Hrönn er í stjórnum átta fyrirtækja á vettvangi ferðaþjónustu, ýmist sem stjórnarmaður eða formaður. Þeirra á meðal eru Kynnisferðir hf. og Reykjavík Excursion hf., Basecamp Iceland ehf., Íslenskar heilsulindir ehf. og Norðursigling hf. Full tilhlökkunar Sigurður Hannesson, formaður stjórnar Nýsköpunarssjóðs, segir að það sé fengur fyrir sjóðinn að fá Hrönn til starfa og hún hafi mikla reynslu og þekkingu af fjárfestingum og rekstri fyrirtækja. „Sjóðurinn gegnir mikilvægu hlutverki í atvinnulífinu og hefur á síðasta aldarfjórðungi stutt við fjölmörg fyrirtæki, skapað störf og verðmæti. Ég býð Hrönn velkomna til starfa og þakka fráfarandi framkvæmdastjóra, Huld Magnúsdóttur, fyrir góð störf í þágu NSA og nýsköpunar á Íslandi undanfarin ár,“ segir hann í tilkynningu. „Ég er full tilhlökkunar að takast á við spennandi og krefjandi verkefni í nýsköpunarumhverfinu, þar sem svo mikil gróska ríkir um þessar mundir. Vonandi nýtist reynsla mín og þekking vel til góðra verka á þessum vettvangi hjá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins,“ segir Hrönn. Huld Magnúsdóttir, fráfarandi framkvæmdastjóri, tók við stöðunni vorið 2017. Hún segir að tíminn hjá sjóðnum hafi verið gefandi og hún sé þakklát fyrir samstarfið við starfsfólk, stjórn, ráðuneyti og þau félög sem tilheyri eignasafni Nýsköpunarsjóðs.
Vistaskipti Nýsköpun Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira