Eigum við að setja puttann hérna, Hildur? Jón Daníelsson skrifar 25. apríl 2022 18:01 Hildur Björnsdóttir, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, segir borgarsjóð ekki komast af án gróðans af Orkuveitunni. Ég er ekki viss um þetta sé alls kostar rétt, en látum það liggja milli hluta. Hún kallar þetta skattheimtu og mig langar að setja puttann á það atriði. Til að ekkert fari milli mála skulum við líta á þetta orðrétt: „Orkuveitan er fyrirtæki að langstærstu leyti í eigu Reykjavíkurborgar sem byggir afkomu sína á þjónustugjöldum borgarbúa – skattheimtu.“ Vissulega græða veitufyrirtækin ágætlega á því að selja okkur rafmagn og hita og leiða skólpið frá okkur langt út í sjó. En er það skattheimta? Ef þetta er skattheimta, þá er hún af einkar áhugaverðri tegund. Ef veitufyrirtækin seldu okkur þjónustu sína án hagnaðarsjónarmiða, væri enginn gróði og gjöldin, sem við borgum, yrðu lægri. En ef við köllum þetta skattheimtu, þá þurfum að horfa aðeins víðar. Fjöldamörg fyrirtæki, stór og smá, græða stórfé á því að selja okkur vörur eða þjónustu. Landsvirkjun og Landsbankinn, bara til að nefna tvö augljós dæmi, hvort tveggja ríkisfyrirtæki. Og svo auðvitað Íslandsbanki, sem nú er í blönduðu eignarhaldi. En líka einkabankinn Arion. Líka einkafyrirtækin Bónus, Krónan, Síminn, Vodafone og miklu fleiri. Ef við föllumst á þá skilgreiningu Hildar að gróði orkuveitunnar sé skattheimta, þá erum við að greiða skatta í allar áttir – líka til einkafyrirtækja. „... þessir peningar tilheyra borgarbúum, og að því leyti sem Orkuveitan er aflögufær ætti auðvitað að skila þeim í vasa borgarbúa með lækkun þjónustugjalda.“ Það segir Hildur. Mér finnst hugmyndin prýðileg – að því gefnu að við gerum svipaðar kröfur til allra annarra fyrirtækja sem daglega græða á okkur. Bankaþjónusta yrði þá stórum ódýrari, net- og símaþjónusta líka og matvöruverð myndi lækka verulega. Af einhverjum ástæðum grunar mig þó að slíkar hugmyndir eigi ekki upp á pallborðið hjá flokki Hildar. Þar á bæ er sennilega frekar vilji til að einkavæða Orkuveituna. Sá gróði af henni, sem nú rennur í borgarsjóð, verður þá nefnilega ekki lengur skattheimta, heldur sennilega bara „eðlilegur afrakstur af dugnaði útsjónarsamra eigenda“ og það er auðvitað allt annað mál – eða hvað? Kannski er svo bara hæfileg ósvífni í pólitík að telja saman 5 milljarða árlegar arðgreiðslur Orkuveitunnar í heil fimm ár og ætla að bjóða öllum Reykvíkingum til Tenerife fyrir þá upphæð strax í sumar. Ég veit ekki hvort þetta stönduga fyrirtæki er í stakk búið til að borga Hildi fyrirfram áætlaðan hagnað alveg fram að áramótaskaupinu 2026. En einmitt á Tenerife skilst mér að standi nú kosningaskilti með mynd af Hildi og sennilega snjallasta kosningaloforði allra tíma: „Ég lofa betra veðri.“ Það fylgir sögunni að hún ætli að standa við þetta með því að gróðursetja trjáplöntur, sem auðvitað er prýðileg hugmynd. Og sjálfsagt gæti margt verið vitlausara en að gera Hildi að borgarstjóra þegar þessi tré eru fullvaxin. Höfundur er fyrrverandi hitt og þetta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Orkumál Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Hildur Björnsdóttir, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, segir borgarsjóð ekki komast af án gróðans af Orkuveitunni. Ég er ekki viss um þetta sé alls kostar rétt, en látum það liggja milli hluta. Hún kallar þetta skattheimtu og mig langar að setja puttann á það atriði. Til að ekkert fari milli mála skulum við líta á þetta orðrétt: „Orkuveitan er fyrirtæki að langstærstu leyti í eigu Reykjavíkurborgar sem byggir afkomu sína á þjónustugjöldum borgarbúa – skattheimtu.“ Vissulega græða veitufyrirtækin ágætlega á því að selja okkur rafmagn og hita og leiða skólpið frá okkur langt út í sjó. En er það skattheimta? Ef þetta er skattheimta, þá er hún af einkar áhugaverðri tegund. Ef veitufyrirtækin seldu okkur þjónustu sína án hagnaðarsjónarmiða, væri enginn gróði og gjöldin, sem við borgum, yrðu lægri. En ef við köllum þetta skattheimtu, þá þurfum að horfa aðeins víðar. Fjöldamörg fyrirtæki, stór og smá, græða stórfé á því að selja okkur vörur eða þjónustu. Landsvirkjun og Landsbankinn, bara til að nefna tvö augljós dæmi, hvort tveggja ríkisfyrirtæki. Og svo auðvitað Íslandsbanki, sem nú er í blönduðu eignarhaldi. En líka einkabankinn Arion. Líka einkafyrirtækin Bónus, Krónan, Síminn, Vodafone og miklu fleiri. Ef við föllumst á þá skilgreiningu Hildar að gróði orkuveitunnar sé skattheimta, þá erum við að greiða skatta í allar áttir – líka til einkafyrirtækja. „... þessir peningar tilheyra borgarbúum, og að því leyti sem Orkuveitan er aflögufær ætti auðvitað að skila þeim í vasa borgarbúa með lækkun þjónustugjalda.“ Það segir Hildur. Mér finnst hugmyndin prýðileg – að því gefnu að við gerum svipaðar kröfur til allra annarra fyrirtækja sem daglega græða á okkur. Bankaþjónusta yrði þá stórum ódýrari, net- og símaþjónusta líka og matvöruverð myndi lækka verulega. Af einhverjum ástæðum grunar mig þó að slíkar hugmyndir eigi ekki upp á pallborðið hjá flokki Hildar. Þar á bæ er sennilega frekar vilji til að einkavæða Orkuveituna. Sá gróði af henni, sem nú rennur í borgarsjóð, verður þá nefnilega ekki lengur skattheimta, heldur sennilega bara „eðlilegur afrakstur af dugnaði útsjónarsamra eigenda“ og það er auðvitað allt annað mál – eða hvað? Kannski er svo bara hæfileg ósvífni í pólitík að telja saman 5 milljarða árlegar arðgreiðslur Orkuveitunnar í heil fimm ár og ætla að bjóða öllum Reykvíkingum til Tenerife fyrir þá upphæð strax í sumar. Ég veit ekki hvort þetta stönduga fyrirtæki er í stakk búið til að borga Hildi fyrirfram áætlaðan hagnað alveg fram að áramótaskaupinu 2026. En einmitt á Tenerife skilst mér að standi nú kosningaskilti með mynd af Hildi og sennilega snjallasta kosningaloforði allra tíma: „Ég lofa betra veðri.“ Það fylgir sögunni að hún ætli að standa við þetta með því að gróðursetja trjáplöntur, sem auðvitað er prýðileg hugmynd. Og sjálfsagt gæti margt verið vitlausara en að gera Hildi að borgarstjóra þegar þessi tré eru fullvaxin. Höfundur er fyrrverandi hitt og þetta.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun