Bara við gætum komið vírus í afbrotaforritið hjá þeim? Davíð Bergmann Davíðsson skrifar 27. apríl 2022 13:00 Þetta sagði góður vinur minn við mig sem vann með mér í Útideildinni sem var á vegum Unglingadeildar Félagsmálastofnunar Reykjavíkur fyrir bráðum þremur áratugum síðan. 23.04.2022 Var þetta ein af fyrirsögnum netmiðlanna hér á landi „Sautján ára fluttur með sjúkrabíl eftir árás“ 06.03.2022 „Stunginn ítrekað í bakið með skrúfjárni aðfaranótt laugardags“ 13.02.2022 „Þrír í haldi eftir skotárás í miðbænum“ 10.02.2022 „Í haldi eftir skotárás í Grafarholti“ Svona hafa fyrirsagnirnar verið svo árum skiptir ef ekki áratugum hvað er til ráða? Ímyndið ykkur ef það væri farnar nýjar leiðir í þessum málaflokki eins og til að mynda hjá þessum strokufanga sem tókst að leggja alla fjölmiðla landsins á hliðina ekki vegna afbrotanna sem hann hefur framið heldur aðallega út af hans húðlit og að annar saklaus drengur dróst í það mál og var áreittur af lögreglu í tvígang vegna þess. Svo það valdi engum misskilning þá skiptir litarhaftið húðinni engu hér heldur hvernig er hægt að koma með nýja nálgun í málefnum ungra afbrotamanna. Strokufanginn var með 50 mál á málaskrá lögreglu með öðrum orðum þýðir það á kjarngóðri íslensku afskipti lögreglu af honum. Það kom meira segja fram í fjölmiðlum að þessi mál voru aðallega vegna ofbeldis. Þetta er ekki eins dæmi því ég man eftir dreng sem var með 27 mál þá var viðkomandi aðeins 14 ára en þegar hann var 16 ára voru málin hans orðin 105. Þá var hann kominn með ákærufrestanir og skilorðsbundinn dóm og haug af tilgangslausum fjársektum sem hann hefur aldrei borgað. Á þessum tíma var sjálfræðisaldurinn 16 ár. Í dag er þessi aðili fullorðinn og með mannslíf á samviskunni. Sá hefur síðustu áratugina farið reglulega inn í fangelsi landsins til að uppfæra glæpaforritið í hausnum á sér. Hvað hefur breyst síðan þá, svarið er "LÍTIÐ" sömu fyrirsagnirnar á netmiðlum landsins helgi eftir helgi ofbeldi hér og þar og afbrot af öllu tagi! Hvernig væri hægt að hjálpa strokufanganum sem var leitað að fyrir nokkrum dögum síðan hvað ef það það hefði verið gripið inn í hans mál miklu fyrr af festu og ákveðni? Ég myndi telja að hann þurfi að fá mikla fræðslu fyrst og fremst nema hann sé siðblindur þá er lítil von um betrun sem ég tel litlar líkur á að hann sé með. Þá spyrja eflaust einhverjir hvernig fræðslu á hann að fá og á hann að vera í opnu úrræði á þeim tíma eða lokaður inni á bak við lás og slá. Ef ég ætti að nefna einhverja aðila sem hafa hæfni til þess leiðbeina þessum unga manni sem hefur 50 mál á málaskrá lögreglu og aðallega vegna ofbeldis þá er það fagfólkið á Grensásdeild Landsspítalans. Það fólk hefur annast fólk sem hefur orðið fyrir ofbeldi, og þekkir afleiðingarnar af því hvað best af öllum. Jafnvel að þessi ungi maður fái að annist heilabilaða einstaklinga sem hluta afplánun dóms til að komast í raunveruleg kynni hverjar afleiðingar ofbeldis geta verið eða vera í tilsjónarvinnu með fólki sem er bundið við hjólastól. Hvað með að sjúkraflutningamenn sem koma yfirleitt fyrstir allra á ofbeldis vettvang til að veita fyrstu hjálp. Geta þeir upplýst hann um hvernig sú aðkoma er. Hvað það getur verið stutt á milli lífs og jafnvel heiladauða þegar ofbeldi á í hlut og það þarf ekki nema eitt högg til þess? Hvað með skaðabótarétt sem getur hann elt hann allt lífið þar geta tryggingafélög komið sterk inn. Hvað með að fá fyrrverandi fanga sem hefur náð tökum á lífinu sem myndi afrugla bíómyndaruglið í hausnum á honum sem getur hjálpað honum að komast í tengsl við raunveruleikann og afhjúpað glæpahylkið sem hans veika sjálfsmynd hangir á. Hvað með sáttarmeðferð með ættingjum fórnarlambsins og síðast enn ekki síst sáttarmeðferð með sinni eigin fjölskyldu sem hann hefur sett á ákveðin stall félagslega með sinni hegðun. Hér þarf engum lögum að breyta þetta rúmast innan 57. greinar almennra hegningarlaga. Það sem þarf að gera er að skapa dómshefð í svona málum. Refsing eða betrun hvort skyldi vera árangursríkara að nota til að fækka afbrotum í okkar samfélagi? Hér eru fjölsmiðjur fyrir ungmenni um allt land sem er hægt að nýta, náttúra sem bíður upp á ótrúlega möguleika. Þar sæi ég björgunarsveitina koma sterka inn, svo er til fullt af góðu fólki sem kann til verka en þetta kostar en það mun samt spara ríkissjóð mikla peninga til framtíðar svo spyr maður sig hvað má verðleggja mannslíf á í krónum talið og þær þjáningar sem aðstaðendur þurfa að fara í gegnum svo ekki sé talað um fórnarlambið. Svona vinna hefur verið í gangi úti í hinum stóra heimi í áratugi og við þurfum ekkert að finna upp á hjólinu í þessum efnum. Ætlum að sætta okkur við það að lesa svona fyrirsagnir á netmiðlum landsins helgi eftir helgi og ár eftir ár eða fara gera eitthvað í alvörunni í málunum. Það er löngu tímabært að reyna aðra nálgun í þessum málaflokki og möguleikarnir eru óteljandi tala ekki um þegar það er ungt fólk á í hlut sem er byrja að feta veg andfélagslegra hegðunar og sér í lagi afbrota. YOT „Youth offending team“ sem kemur frá Bretlandseyjum gæti verið eitthvað sem er hægt að nota hér á landi. Það eru örugglega 15 ár ef ekki lengra síðan að ég heyrði af því úrræði fyrst. Ég hef verið talsmaður þess að koma því inn í íslenskt dómskerfi sér í lagi hjá ungum afbrotamönnum ásamt fleirum. Við verðum að hætta að spóla í sama hjólfarinu og drullast inn á aðrar vegslóðir í þessum málum því sú aðferð sem við notum í dag er löngu runnin út á dagsetningu. Hér er lítið dæmi frá „YOT" til að þú ágæti lesandi áttir þig betur á fyrir hvað það stendur. Unglings drengur var staðinn að því að brenna gám á skólalóðinni. Þá fór að stað vinna með hann strax. Það var engin biðlisti og skýrslan hans fór ekki neðst í bunkann. Það var strax farið í það að tengja afleiðingar brotsins svo hann skynji alvarleika málsins. Þessi vinna með þennan dreng hafði upphaf og endi. Málið varð að klárast innan 3 mánaða. Þar sem það er hefð fyrir sjálfboðavinnu í Bretlandi er "YOT" ekki bara skipað fagfólki heldur koma líka almennir borgarar að því líka. Í þessu tilfelli var það dómarinn í málinu, hann var fyrrverandi lögmaður sem var komin á eftirlaun sem bjó í sama hverfi sem brotið átti sér stað. Lögreglumaðurinn kom frá forvarnardeildinni sem sérhæfði sig í afbrotum ungmenna, frá félagsmálastofnun koma félagsráðgjafi, síðan hafði drengurinn stuðningsaðila með sér sem í þessu tilfelli var unglingaráðgjafi úr unglingamiðstöðinni í hans hverfi. Það höfðu allir sínum skyldum að gegna í þessu ferli og fókusinn var fyrst og fremst að drengurinn átti sig á því hvað hann gerði og það hefur afleiðingar. Niðurstaðan dómsins er jafn bindandi eins og hann væri dæmdur af héraðsdómi. Hann þurfti í 10 vikur að mæta á slökkvistöðina 4 sinnum í viku og vinna þar 2 tíma í senn. Þar fékk hann fræðslu um eldvarnir og afleiðingar eldsvoða fyrir utan það að vinna hefðbundin þrifstörf og síðast enn ekki síst að kynnast störfum slökkviliðsmanna þarna var sáð fræjum með jákvæðum formerkjum "learning by doing" eins og þessir gaurar gera á götunni. Félagsráðgjafinn sá um öll tengsl við skóla og finna sálfræðimeðferð fyrir drenginn og fyrir hans fjölskyldu. Lögreglan fylgdist sérstaklega með því hvort hann væri að halda 3 mánaða skilorð sem voru með skilyrðum bundin eins og engin neysla vímugjafa og að sjálfsögðu að hann sé ekki að brjóta af sér á þeim tíma. Unglingaráðgjafinn veitti drengnum stuðning með því að vera til staðar bæði í leik og starfi og var skipaður sem tilsjónaraðili hans. Að síðustu þurfti drengurinn að skrifa greinargerð hvort hann iðraðist sinna brota og gera grein fyrir því í smá atriðum fyrir "YOT" Þar kom unglingaráðgjafinn honum til aðstoðar þar sem drengurinn átti við sértæka námserfiðleika við að stríða. Þarna er búið að tengja orsök og leiðingar brotsins engar bull fjársektir eða eitthvað sem fer á sakaskrá sem getur þvælst fyrir honum í lífinu. Ef allt þetta var uppfyllt fékk hann uppreisn æru skýrslan fór í tætarann með viðhöfn og þetta mál þvælist aldrei meir fyrir honum lífinu. Þessi drengur getur sótt um skóla og vinnu hvar sem er í dag án nokkra vandkvæða. Hins vegar ef drengur hefði ekki tekið á sínum málum þá færi málið í annan farveg þá þyrfti hann að koma fyrir hárkolludómarana. Er ekki komin tími á nýja nálgun í málefnum ungra afbrotamanna hvað finnst ykkur? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglumál Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Þetta sagði góður vinur minn við mig sem vann með mér í Útideildinni sem var á vegum Unglingadeildar Félagsmálastofnunar Reykjavíkur fyrir bráðum þremur áratugum síðan. 23.04.2022 Var þetta ein af fyrirsögnum netmiðlanna hér á landi „Sautján ára fluttur með sjúkrabíl eftir árás“ 06.03.2022 „Stunginn ítrekað í bakið með skrúfjárni aðfaranótt laugardags“ 13.02.2022 „Þrír í haldi eftir skotárás í miðbænum“ 10.02.2022 „Í haldi eftir skotárás í Grafarholti“ Svona hafa fyrirsagnirnar verið svo árum skiptir ef ekki áratugum hvað er til ráða? Ímyndið ykkur ef það væri farnar nýjar leiðir í þessum málaflokki eins og til að mynda hjá þessum strokufanga sem tókst að leggja alla fjölmiðla landsins á hliðina ekki vegna afbrotanna sem hann hefur framið heldur aðallega út af hans húðlit og að annar saklaus drengur dróst í það mál og var áreittur af lögreglu í tvígang vegna þess. Svo það valdi engum misskilning þá skiptir litarhaftið húðinni engu hér heldur hvernig er hægt að koma með nýja nálgun í málefnum ungra afbrotamanna. Strokufanginn var með 50 mál á málaskrá lögreglu með öðrum orðum þýðir það á kjarngóðri íslensku afskipti lögreglu af honum. Það kom meira segja fram í fjölmiðlum að þessi mál voru aðallega vegna ofbeldis. Þetta er ekki eins dæmi því ég man eftir dreng sem var með 27 mál þá var viðkomandi aðeins 14 ára en þegar hann var 16 ára voru málin hans orðin 105. Þá var hann kominn með ákærufrestanir og skilorðsbundinn dóm og haug af tilgangslausum fjársektum sem hann hefur aldrei borgað. Á þessum tíma var sjálfræðisaldurinn 16 ár. Í dag er þessi aðili fullorðinn og með mannslíf á samviskunni. Sá hefur síðustu áratugina farið reglulega inn í fangelsi landsins til að uppfæra glæpaforritið í hausnum á sér. Hvað hefur breyst síðan þá, svarið er "LÍTIÐ" sömu fyrirsagnirnar á netmiðlum landsins helgi eftir helgi ofbeldi hér og þar og afbrot af öllu tagi! Hvernig væri hægt að hjálpa strokufanganum sem var leitað að fyrir nokkrum dögum síðan hvað ef það það hefði verið gripið inn í hans mál miklu fyrr af festu og ákveðni? Ég myndi telja að hann þurfi að fá mikla fræðslu fyrst og fremst nema hann sé siðblindur þá er lítil von um betrun sem ég tel litlar líkur á að hann sé með. Þá spyrja eflaust einhverjir hvernig fræðslu á hann að fá og á hann að vera í opnu úrræði á þeim tíma eða lokaður inni á bak við lás og slá. Ef ég ætti að nefna einhverja aðila sem hafa hæfni til þess leiðbeina þessum unga manni sem hefur 50 mál á málaskrá lögreglu og aðallega vegna ofbeldis þá er það fagfólkið á Grensásdeild Landsspítalans. Það fólk hefur annast fólk sem hefur orðið fyrir ofbeldi, og þekkir afleiðingarnar af því hvað best af öllum. Jafnvel að þessi ungi maður fái að annist heilabilaða einstaklinga sem hluta afplánun dóms til að komast í raunveruleg kynni hverjar afleiðingar ofbeldis geta verið eða vera í tilsjónarvinnu með fólki sem er bundið við hjólastól. Hvað með að sjúkraflutningamenn sem koma yfirleitt fyrstir allra á ofbeldis vettvang til að veita fyrstu hjálp. Geta þeir upplýst hann um hvernig sú aðkoma er. Hvað það getur verið stutt á milli lífs og jafnvel heiladauða þegar ofbeldi á í hlut og það þarf ekki nema eitt högg til þess? Hvað með skaðabótarétt sem getur hann elt hann allt lífið þar geta tryggingafélög komið sterk inn. Hvað með að fá fyrrverandi fanga sem hefur náð tökum á lífinu sem myndi afrugla bíómyndaruglið í hausnum á honum sem getur hjálpað honum að komast í tengsl við raunveruleikann og afhjúpað glæpahylkið sem hans veika sjálfsmynd hangir á. Hvað með sáttarmeðferð með ættingjum fórnarlambsins og síðast enn ekki síst sáttarmeðferð með sinni eigin fjölskyldu sem hann hefur sett á ákveðin stall félagslega með sinni hegðun. Hér þarf engum lögum að breyta þetta rúmast innan 57. greinar almennra hegningarlaga. Það sem þarf að gera er að skapa dómshefð í svona málum. Refsing eða betrun hvort skyldi vera árangursríkara að nota til að fækka afbrotum í okkar samfélagi? Hér eru fjölsmiðjur fyrir ungmenni um allt land sem er hægt að nýta, náttúra sem bíður upp á ótrúlega möguleika. Þar sæi ég björgunarsveitina koma sterka inn, svo er til fullt af góðu fólki sem kann til verka en þetta kostar en það mun samt spara ríkissjóð mikla peninga til framtíðar svo spyr maður sig hvað má verðleggja mannslíf á í krónum talið og þær þjáningar sem aðstaðendur þurfa að fara í gegnum svo ekki sé talað um fórnarlambið. Svona vinna hefur verið í gangi úti í hinum stóra heimi í áratugi og við þurfum ekkert að finna upp á hjólinu í þessum efnum. Ætlum að sætta okkur við það að lesa svona fyrirsagnir á netmiðlum landsins helgi eftir helgi og ár eftir ár eða fara gera eitthvað í alvörunni í málunum. Það er löngu tímabært að reyna aðra nálgun í þessum málaflokki og möguleikarnir eru óteljandi tala ekki um þegar það er ungt fólk á í hlut sem er byrja að feta veg andfélagslegra hegðunar og sér í lagi afbrota. YOT „Youth offending team“ sem kemur frá Bretlandseyjum gæti verið eitthvað sem er hægt að nota hér á landi. Það eru örugglega 15 ár ef ekki lengra síðan að ég heyrði af því úrræði fyrst. Ég hef verið talsmaður þess að koma því inn í íslenskt dómskerfi sér í lagi hjá ungum afbrotamönnum ásamt fleirum. Við verðum að hætta að spóla í sama hjólfarinu og drullast inn á aðrar vegslóðir í þessum málum því sú aðferð sem við notum í dag er löngu runnin út á dagsetningu. Hér er lítið dæmi frá „YOT" til að þú ágæti lesandi áttir þig betur á fyrir hvað það stendur. Unglings drengur var staðinn að því að brenna gám á skólalóðinni. Þá fór að stað vinna með hann strax. Það var engin biðlisti og skýrslan hans fór ekki neðst í bunkann. Það var strax farið í það að tengja afleiðingar brotsins svo hann skynji alvarleika málsins. Þessi vinna með þennan dreng hafði upphaf og endi. Málið varð að klárast innan 3 mánaða. Þar sem það er hefð fyrir sjálfboðavinnu í Bretlandi er "YOT" ekki bara skipað fagfólki heldur koma líka almennir borgarar að því líka. Í þessu tilfelli var það dómarinn í málinu, hann var fyrrverandi lögmaður sem var komin á eftirlaun sem bjó í sama hverfi sem brotið átti sér stað. Lögreglumaðurinn kom frá forvarnardeildinni sem sérhæfði sig í afbrotum ungmenna, frá félagsmálastofnun koma félagsráðgjafi, síðan hafði drengurinn stuðningsaðila með sér sem í þessu tilfelli var unglingaráðgjafi úr unglingamiðstöðinni í hans hverfi. Það höfðu allir sínum skyldum að gegna í þessu ferli og fókusinn var fyrst og fremst að drengurinn átti sig á því hvað hann gerði og það hefur afleiðingar. Niðurstaðan dómsins er jafn bindandi eins og hann væri dæmdur af héraðsdómi. Hann þurfti í 10 vikur að mæta á slökkvistöðina 4 sinnum í viku og vinna þar 2 tíma í senn. Þar fékk hann fræðslu um eldvarnir og afleiðingar eldsvoða fyrir utan það að vinna hefðbundin þrifstörf og síðast enn ekki síst að kynnast störfum slökkviliðsmanna þarna var sáð fræjum með jákvæðum formerkjum "learning by doing" eins og þessir gaurar gera á götunni. Félagsráðgjafinn sá um öll tengsl við skóla og finna sálfræðimeðferð fyrir drenginn og fyrir hans fjölskyldu. Lögreglan fylgdist sérstaklega með því hvort hann væri að halda 3 mánaða skilorð sem voru með skilyrðum bundin eins og engin neysla vímugjafa og að sjálfsögðu að hann sé ekki að brjóta af sér á þeim tíma. Unglingaráðgjafinn veitti drengnum stuðning með því að vera til staðar bæði í leik og starfi og var skipaður sem tilsjónaraðili hans. Að síðustu þurfti drengurinn að skrifa greinargerð hvort hann iðraðist sinna brota og gera grein fyrir því í smá atriðum fyrir "YOT" Þar kom unglingaráðgjafinn honum til aðstoðar þar sem drengurinn átti við sértæka námserfiðleika við að stríða. Þarna er búið að tengja orsök og leiðingar brotsins engar bull fjársektir eða eitthvað sem fer á sakaskrá sem getur þvælst fyrir honum í lífinu. Ef allt þetta var uppfyllt fékk hann uppreisn æru skýrslan fór í tætarann með viðhöfn og þetta mál þvælist aldrei meir fyrir honum lífinu. Þessi drengur getur sótt um skóla og vinnu hvar sem er í dag án nokkra vandkvæða. Hins vegar ef drengur hefði ekki tekið á sínum málum þá færi málið í annan farveg þá þyrfti hann að koma fyrir hárkolludómarana. Er ekki komin tími á nýja nálgun í málefnum ungra afbrotamanna hvað finnst ykkur?
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun