Munu framvegis dreifa bréfum tvisvar í viku Atli Ísleifsson skrifar 28. apríl 2022 10:23 Pósturinn segir að bréfasendingar hafi dregist saman um tæp 80 prósent frá árinu 2010. Pósturinn Pósturinn mun dreifa bréfum tvisvar í viku um land allt frá og með 1. maí næstkomandi. Síðustu misseri hefur bréfum verið dreift annan hvern dag en Pósturinn er með þessu að bregðast við „verulegri fækkun bréfasendinga“. Frá þessu segir í tilkynningu frá Póstinum. Þar er haft eftir Herði Jónssyni, framkvæmdastjóra rekstrarsviðs hjá Póstinum, að bréfum hafi fækkað gríðarlega á síðustu árum og hafi bréfasendingar dregist saman um tæp 80 prósent frá árinu 2010. Hörður Jónsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá Póstinum.Pósturinn „Þetta er mikil breyting sem gerir það að verkum að við þurfum að breyta þjónustunni í samræmi við nýjan raunveruleika. Á blómaskeiði bréfanna fór Pósturinn með mörg bréf í hverja lúgu, nú er farið kannski í þriðju til fjórðu hverja lúgu með að meðaltali eitt bréf. Á sama tíma fjölgar íbúðum ört víðs vegar um landið sem eykur yfirferð sem þarf að fara yfir,“ er haft eftir Herði. Leiðir til sparnaðar Hörður segir að enginn þurfi þó að örvænta enda muni Pósturinn sjá til þess að allir haldi áfram að fá bréfin sín reglulega. „Ef dreifing fellur á frídag eða hætta þarf við hana vegna veðurs eða af öðrum ástæðum munum við gæta þess að farið sé af stað við fyrsta tækifæri," segir Hörður. Hann segir að breyting á tíðni dreifingar muni leiða til sparnaðar og koma að hluta til móts við hækkandi kostnað við dreifingu á hverju bréfi. Í tilkynningunni er einnig vísaði í að árið 2021 hafi Maskína framkvæmt könnun þar sem þátttakendur hafi meðal annars verið spurðir um póstdreifingu. „Niðurstöðurnar sýndu að um 82,9% þátttakenda telja dreifingu tvisvar í viku henta sér vel. Auk þess kom í ljós að þátttakendur álitu nauðsynlegt að fá bréfapóst 1,28 sinnum í viku að meðaltali,“ segir um könnunina. Pósturinn Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá Póstinum. Þar er haft eftir Herði Jónssyni, framkvæmdastjóra rekstrarsviðs hjá Póstinum, að bréfum hafi fækkað gríðarlega á síðustu árum og hafi bréfasendingar dregist saman um tæp 80 prósent frá árinu 2010. Hörður Jónsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá Póstinum.Pósturinn „Þetta er mikil breyting sem gerir það að verkum að við þurfum að breyta þjónustunni í samræmi við nýjan raunveruleika. Á blómaskeiði bréfanna fór Pósturinn með mörg bréf í hverja lúgu, nú er farið kannski í þriðju til fjórðu hverja lúgu með að meðaltali eitt bréf. Á sama tíma fjölgar íbúðum ört víðs vegar um landið sem eykur yfirferð sem þarf að fara yfir,“ er haft eftir Herði. Leiðir til sparnaðar Hörður segir að enginn þurfi þó að örvænta enda muni Pósturinn sjá til þess að allir haldi áfram að fá bréfin sín reglulega. „Ef dreifing fellur á frídag eða hætta þarf við hana vegna veðurs eða af öðrum ástæðum munum við gæta þess að farið sé af stað við fyrsta tækifæri," segir Hörður. Hann segir að breyting á tíðni dreifingar muni leiða til sparnaðar og koma að hluta til móts við hækkandi kostnað við dreifingu á hverju bréfi. Í tilkynningunni er einnig vísaði í að árið 2021 hafi Maskína framkvæmt könnun þar sem þátttakendur hafi meðal annars verið spurðir um póstdreifingu. „Niðurstöðurnar sýndu að um 82,9% þátttakenda telja dreifingu tvisvar í viku henta sér vel. Auk þess kom í ljós að þátttakendur álitu nauðsynlegt að fá bréfapóst 1,28 sinnum í viku að meðaltali,“ segir um könnunina.
Pósturinn Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira