Varpa ljósi á jákvæð áhrif Covid-faraldursins Fanndís Birna Logadóttir skrifar 30. apríl 2022 22:30 Magnús Gottfreðsson, yfirlæknir á Landspítala og prófessor í smitsjúkdómum við Háskóla Íslands. Vísir/Sigurjón Töluvert færri lögðust inn á spítala vegna lungnabólgu og hjartavandamála á árinu 2020 samanborið við árin þar áður samkvæmt nýrri rannsókn. Yfirlæknir á Landspítala segir niðurstöðurnar koma á óvart en þær varpi ljósi á áhrif smitsjúkdóma á önnur veikindi. Læknaneminn Aðalsteinn Dalmann Gylfason fór fyrir rannsókninni en hún miðaði að því að meta áhrif þeirra samkomutakmarkanna sem gripið var til árið 2020 þegar faraldur kórónuveirunnar geisaði. Slakað var á takmörkunum og þær hertar til skiptis yfir árið en þegar mest á lét var tíu manna samkomubann í gildi. Skömmu eftir að fyrstu smitin greindust hér á landi var gripið til 100 manna samkomubanns. Það er óneitanlegt að Covid hafi haft slæmar heilsufarslegar afleiðingar í för með sér en ávinningurinn var þó einhver að sögn Magnúsar Gottfreðssonar, prófessors í smitsjúkdómum og yfirlæknis á Landspítala. „Allar svona ráðstafanir eins og gripið var til á þessu ári hafa á sér mjög leiðinlegar hliðar og öllum meinilla við að takmarka frelsi fólks, en það sem að kemur þarna í ljós er að það var þó einhver viðbótar heilsufarsávinningur sem fylgdi því að draga niður í þrýstingnum í samfélaginu á þessum tíma,“ segir Magnús. Mest fækkaði innlögnum vegna lungnabólgu. Inflúensan hvarf nánast á þessu tímabili og hafði það í för með sér að innlögnum vegna lungnabólgu fækkaði til að mynda um 31 prósent, innlögnum vegna bráðs hjartadreps fækkaði um 18 prósent, og hjartaþræðingum fækkaði um 23 prósent. „Við teljum að þetta séu niðurstöður sem koma nokkuð á óvart en kannski sýna okkur tengsl milli ýmis konar öndunarfærasýkinga og annarra sjúkdóma sem við höfum almennt ekki verið að tengja við smitsjúkdóma eins og inflúensu hingað til,“ segir Magnús. Niðurstöðurnar gætu nýst vel í framtíðinni, til að mynda væri hægt að leggja aukna áherslu á bólusetningu, sérstaklega hjá viðkvæmum hópum. „Vegna þess að bólusetning gegn inflúensu hefur ekki bara áhrif til að vernda okkur gegn inflúensunni sjálfri heldur þessum fylgikvillum eins og kransæðastíflu, heilaáföllum og fleiru sem að fylgir gjarnan í kjölfarið í kjölfarið,“ segir Magnús. Áfram voru samkomutakmarkanir í gildi árið 2021 og á fyrstu mánuðum 2022. „Það verður mjög áhugavert að bera árið 2021 saman við þetta sérstaka ár, 2020, og við munum örugglega gera það í framtíðinni,“ segir Magnús. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Almannavarnastig vegna Covid-19 fært niður á óvissustig Ríkislögreglustjóri, í samráði við sóttvarnalækni, hefur ákveðið að færa hættustig almannavarna vegna Covid-19 niður á óvissustig. 29. apríl 2022 12:36 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
Læknaneminn Aðalsteinn Dalmann Gylfason fór fyrir rannsókninni en hún miðaði að því að meta áhrif þeirra samkomutakmarkanna sem gripið var til árið 2020 þegar faraldur kórónuveirunnar geisaði. Slakað var á takmörkunum og þær hertar til skiptis yfir árið en þegar mest á lét var tíu manna samkomubann í gildi. Skömmu eftir að fyrstu smitin greindust hér á landi var gripið til 100 manna samkomubanns. Það er óneitanlegt að Covid hafi haft slæmar heilsufarslegar afleiðingar í för með sér en ávinningurinn var þó einhver að sögn Magnúsar Gottfreðssonar, prófessors í smitsjúkdómum og yfirlæknis á Landspítala. „Allar svona ráðstafanir eins og gripið var til á þessu ári hafa á sér mjög leiðinlegar hliðar og öllum meinilla við að takmarka frelsi fólks, en það sem að kemur þarna í ljós er að það var þó einhver viðbótar heilsufarsávinningur sem fylgdi því að draga niður í þrýstingnum í samfélaginu á þessum tíma,“ segir Magnús. Mest fækkaði innlögnum vegna lungnabólgu. Inflúensan hvarf nánast á þessu tímabili og hafði það í för með sér að innlögnum vegna lungnabólgu fækkaði til að mynda um 31 prósent, innlögnum vegna bráðs hjartadreps fækkaði um 18 prósent, og hjartaþræðingum fækkaði um 23 prósent. „Við teljum að þetta séu niðurstöður sem koma nokkuð á óvart en kannski sýna okkur tengsl milli ýmis konar öndunarfærasýkinga og annarra sjúkdóma sem við höfum almennt ekki verið að tengja við smitsjúkdóma eins og inflúensu hingað til,“ segir Magnús. Niðurstöðurnar gætu nýst vel í framtíðinni, til að mynda væri hægt að leggja aukna áherslu á bólusetningu, sérstaklega hjá viðkvæmum hópum. „Vegna þess að bólusetning gegn inflúensu hefur ekki bara áhrif til að vernda okkur gegn inflúensunni sjálfri heldur þessum fylgikvillum eins og kransæðastíflu, heilaáföllum og fleiru sem að fylgir gjarnan í kjölfarið í kjölfarið,“ segir Magnús. Áfram voru samkomutakmarkanir í gildi árið 2021 og á fyrstu mánuðum 2022. „Það verður mjög áhugavert að bera árið 2021 saman við þetta sérstaka ár, 2020, og við munum örugglega gera það í framtíðinni,“ segir Magnús.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Almannavarnastig vegna Covid-19 fært niður á óvissustig Ríkislögreglustjóri, í samráði við sóttvarnalækni, hefur ákveðið að færa hættustig almannavarna vegna Covid-19 niður á óvissustig. 29. apríl 2022 12:36 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
Almannavarnastig vegna Covid-19 fært niður á óvissustig Ríkislögreglustjóri, í samráði við sóttvarnalækni, hefur ákveðið að færa hættustig almannavarna vegna Covid-19 niður á óvissustig. 29. apríl 2022 12:36