Gæludýrasamfélagið blómstrar í Dýrheimum Dýrheimar 3. maí 2022 13:29 Ingibjörg Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Dýrheima Gæludýrum hefur fjölgað á Íslandi síðustu ár. Hunda- og kattasamfélagið er einna stærst og biðlistar langir hjá mörgum ræktendum. Ingibjörg Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Dýrheima segir ábyrgðarhlutverk að eiga gæludýr og bæði dýrin og eigendurnir þurfi ákveðna þjónustu. Dýrheimar vinni að því að bjóða upp á einstaka þjónustu á Íslandi sem nefnist Samfélagið en Samfélag Dýrheima er byggt á fjórum grunnþáttum, næringu, vellíðan, félagsskap og hreyfiafli. „Gæludýr eru partur af fjölskyldunni og í dag vill fólk fá meiri þjónustu og aðstoð. Við finnum fyrir þeirri þörf. Hundaskólar eru þétt setnir því margir fengu sér hund þegar covid skall á og fjölskyldur eyddu meiri tíma heima. Nú þegar heimavinna hefur minnkað eru dýrin meira ein og fólk þarf hjálp til að allt gangi vel,“ útskýrir Ingibjörg. „Eins leggja hundaeigendur nú meiri áherslu á að þjálfa sinn hund vel strax í upphafi, bæði til að fyrirbyggja vandamál síðar sem og til að samveran með fjölskyldunni verði ánægjulegri og öruggari,“ bætir hún við. „Samfélagið hefur verið í þróun hjá okkur frá 2019 en þá lögðum við áherslu á heildarþjónustu til eigenda hunda og katta ásamt að sjálfsögðu áframhaldandi þjónustu við dýralækna, ræktendur og endursöluaðila líkt og verið hefur sl. 27 ár. Nú höfum við kjarnað þjónustuna um þessa fjóra meginþætti með það að markmiði að auka heilbrigði hunda og katta og hjálpa gæludýraeigendum að hugsa sem best um dýrin sín,“ segir Ingibjörg. Samfélag Dýrheima Næring Sérsniðin næring fyrir mismunandi tegundir, aldur og lífshætti er lykillinn að löngu og heilbrigðu lífi hunda og katta. Því skiptir þekking hunda- og kattaeigenda á mikilvægi góðrar næringar miklu máli fyrir heilsu hunda og katta. Til að stuðla að bættri næringu hunda og katta býður samfélagið upp á almennt, sérhæft og sjúkrafóður frá Royal Canin sem og næringarfræðslu næringarfræðings til viðskiptavina. Fræðsla er stór partur af daglegu starfi Dýrheima og í fræðslusetrinu fer fram margvísleg fræðsla, t.a.m. fyrirlesturinn Fyrstu skrefin. „Fræðsla er stór partur af daglegu starfi okkar og í Fræðslusetrinu fer fram margvísleg fræðsla, t.a.m. fyrirlesturinn Fyrstu skrefin þar sem næringarfræðingur og hundaþjálfari fara yfir það helsta sem þarf að hafa í huga varðandi næringu og þjálfun þegar hvolpur kemur inn á heimili,“ útskýrir Ingibjörg. Vellíðan Vellíðan hunda og katta eykur lífsgæði þeirra sem hefur einnig jákvæð áhrif á eigendur þeirra. Til að stuðla að bættri vellíðan hunda og katta býður samfélagið upp á ýmsa þjónustu á sviði þjálfunar, umhirðu og gæslu sem og vörur frá Bio-Groom, Ever Clean, Voskes, Ancol og Leucillin. „Hundaskólinn var opnaður 2. janúar sl. þar sem í boði eru fjölmörg námskeið og einkatímar um allt er snýr að þjálfun, hegðun og öðru sem tengist því að eiga hund og ala hann vel upp. Vel þjálfaður hundur er mikilvægur eiganda sínum og umhverfinu almennt og því mikilvægt að vanda sig vel í uppeldinu svo samverustundirnar verði sem ánægjulegastar,“ segir Ingibjörg. Vel þjálfaður hundur er mikilvægur eiganda sínum og umhverfinu almennt og því mikilvægt að vanda sig vel í uppeldinu svo samverustundirnar verði sem ánægjulegastar. Hún segir hreinlæti skipta miklu máli í heilsu hunda og katta og stefnt sé á að opna snyrtikofa þar sem fullbúin snyrtiaðstaða verður til staðar. Eigendur munu geta snyrt hundinn og/eða köttinn sinn þar sjálfir á þeim tíma sem hentar hverjum og einum. Eins skiptir gæsla á daginn marga hunda- og kattaeigendur máli sem og leikur og félagsskapur fyrir hunda og ketti. „Því stefnum við á að opna dagvistun, stað þar sem dýrunum er sinnt af kostgæfni og alúð, hvort sem það er í skotstund á meðan erindum er sinnt eða stóran hluta úr deginum. Í dagvistun verður leikið, þjálfað og knúsað og dýrunum látið líða stórkostlega,“ útskýrir Ingibjörg. „Þá má ekki gleyma hundagerðinu sem við stefnum einnig á að opna við fyrsta tækifæri með leiktækjum en hreyfing er öllum hundum mikilvæg, ekki bara til þess að losa uppsafnaða orku heldur líka til þess að fá andlega örvun. Í ágúst nk. opnum við heilsutékk en þar verður hægt að fá grunnmat á heilsu hjá dýrahjúkrunarfræðingi er felur m.a. í sér skoðun á ytri tannheilsu, holdafari og vöðvaástandi, gæðum felds sem og klóaklippingu og eyrnahreinsun. Góð almenn líkamleg og andleg heilsa dýra er nauðsynleg fyrir vellíðan og langlífi. Því er mikilvægt að halda þeim í sem bestu ástandi frá upphafi.“ Félagsskapur Samfélagið er félagsskapur hunda- og kattaeigenda því þeir hafa gaman af að hittast, bæði með og án dýranna sinna. Samfélagið leggur því áherslu á að auka samveru og tengslanet með því að bjóða upp á fjölbreytta skemmtun og úrval viðburða. „Hunda- og kattaeigendur eru félagslyndir og hafa gaman af að hittast á sýningum en auk aðstöðu kalla sýningar á mikinn undirbúning og æfingu,“ útskýrir Ingibjörg en þjónustuþátturinn sýningar mun meðal annars bjóða upp á leigu á sýningasvæði, aðgang að sýnanda sem sýnir á meðan eigandi slappar af og nýtur sýningarinnar sem og sýningaþjálfun þar sem farið er yfir helstu atriði sem hundur og sýnandi þurfa að hafa á hreinu fyrir sýningar. Dýrheimar leggja einnig áherslu á ungliðastarf og eru því beinn styrktaraðili Ungmennadeildar HRFÍ en þar er að finna öfluga sýningaþjálfara. Högninn Nói af tegundinni Abyssinian á kisusýningu. Eigandi Nóa er Helga Einarsdóttir hjá Ugluheimaræktun. „Síðast en ekki síst þá brennum við fyrir því að opna kaffihús, miðstöð þar sem hunda- og kattaeigendur geta sest niður, slakað á og hitt aðra gæludýraunnendur, með dýrin með sér eða meðan dýrin leika sér á öruggu svæði. Þetta verður þægilegt og öruggt umhverfi fyrir hunda- og kattaunnendur og dýrin þeirra. Útiaðstaða verður til fyrirmyndar fyrir hunda en þar verður að finna afgirtan garð þar sem hundar geta leikið sér í frjálsum leik sem og í hundafimi. Hunda- og kattaeigendum hefur fjölgað til muna síðustu ár en því miður leyfa fá kaffihús gæludýr og því mikilvægt að bjóða upp á gæludýravænt umhverfi.“ Hreyfiafl Samfélagið er hreyfiafl í þágu hunda og katta sem og eigenda þeirra. Til að tryggja velferð dýra og eigenda þeirra leggur samfélagið sitt af mörkum með ýmsum hætti í þágu góðgerðamála, hagsmunamála og samfélagsábyrgðar. Hluti starfsmanna Dýrheima með hunda sína í umhverfisþjálfun. „Samvera við gæludýr hefur jákvæð áhrif á okkur, bæði andlega og líkamlega og því er eitt markmiða okkar að auka tengsl hunda og katta m.a. við börn í skólum og aldraða á hjúkrunarheimilum. Við höfum til að mynda leitast við að fara inn (þjálfari ásamt hundi) í leikskóla með fræðslu og fer það verkefni vonandi sem fyrst af stað nú eftir að covid álagi léttir.“ Dýrheimar styrkir fjölmargar deildir innan hunda og kattasamfélagsins, lætur gott af sér leiða í þágu hunda og katta m.a. með matargjöfum til góðgerðafélaga og býður upp á umhverfisvænni heimsendingu á vörum ef óskað er eftir. „Eins reynum við að lágmarka umhverfis- og matarsóun eftir fremsta megni“ útskýrir Ingibjörg. „Fyrirtækið hefur nýverið fest kaup á stærra húsnæði til að geta innleitt alla þjónustuþætti samfélagsins og er mikil tilhlökkun hjá okkur að flytja í sumar og takast á við öll þau frábæru tækifæri sem nýja húsnæðið gefur okkur.“ Nánar má kynna sér þjónustu Dýrheima hér. Gæludýr Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira
„Gæludýr eru partur af fjölskyldunni og í dag vill fólk fá meiri þjónustu og aðstoð. Við finnum fyrir þeirri þörf. Hundaskólar eru þétt setnir því margir fengu sér hund þegar covid skall á og fjölskyldur eyddu meiri tíma heima. Nú þegar heimavinna hefur minnkað eru dýrin meira ein og fólk þarf hjálp til að allt gangi vel,“ útskýrir Ingibjörg. „Eins leggja hundaeigendur nú meiri áherslu á að þjálfa sinn hund vel strax í upphafi, bæði til að fyrirbyggja vandamál síðar sem og til að samveran með fjölskyldunni verði ánægjulegri og öruggari,“ bætir hún við. „Samfélagið hefur verið í þróun hjá okkur frá 2019 en þá lögðum við áherslu á heildarþjónustu til eigenda hunda og katta ásamt að sjálfsögðu áframhaldandi þjónustu við dýralækna, ræktendur og endursöluaðila líkt og verið hefur sl. 27 ár. Nú höfum við kjarnað þjónustuna um þessa fjóra meginþætti með það að markmiði að auka heilbrigði hunda og katta og hjálpa gæludýraeigendum að hugsa sem best um dýrin sín,“ segir Ingibjörg. Samfélag Dýrheima Næring Sérsniðin næring fyrir mismunandi tegundir, aldur og lífshætti er lykillinn að löngu og heilbrigðu lífi hunda og katta. Því skiptir þekking hunda- og kattaeigenda á mikilvægi góðrar næringar miklu máli fyrir heilsu hunda og katta. Til að stuðla að bættri næringu hunda og katta býður samfélagið upp á almennt, sérhæft og sjúkrafóður frá Royal Canin sem og næringarfræðslu næringarfræðings til viðskiptavina. Fræðsla er stór partur af daglegu starfi Dýrheima og í fræðslusetrinu fer fram margvísleg fræðsla, t.a.m. fyrirlesturinn Fyrstu skrefin. „Fræðsla er stór partur af daglegu starfi okkar og í Fræðslusetrinu fer fram margvísleg fræðsla, t.a.m. fyrirlesturinn Fyrstu skrefin þar sem næringarfræðingur og hundaþjálfari fara yfir það helsta sem þarf að hafa í huga varðandi næringu og þjálfun þegar hvolpur kemur inn á heimili,“ útskýrir Ingibjörg. Vellíðan Vellíðan hunda og katta eykur lífsgæði þeirra sem hefur einnig jákvæð áhrif á eigendur þeirra. Til að stuðla að bættri vellíðan hunda og katta býður samfélagið upp á ýmsa þjónustu á sviði þjálfunar, umhirðu og gæslu sem og vörur frá Bio-Groom, Ever Clean, Voskes, Ancol og Leucillin. „Hundaskólinn var opnaður 2. janúar sl. þar sem í boði eru fjölmörg námskeið og einkatímar um allt er snýr að þjálfun, hegðun og öðru sem tengist því að eiga hund og ala hann vel upp. Vel þjálfaður hundur er mikilvægur eiganda sínum og umhverfinu almennt og því mikilvægt að vanda sig vel í uppeldinu svo samverustundirnar verði sem ánægjulegastar,“ segir Ingibjörg. Vel þjálfaður hundur er mikilvægur eiganda sínum og umhverfinu almennt og því mikilvægt að vanda sig vel í uppeldinu svo samverustundirnar verði sem ánægjulegastar. Hún segir hreinlæti skipta miklu máli í heilsu hunda og katta og stefnt sé á að opna snyrtikofa þar sem fullbúin snyrtiaðstaða verður til staðar. Eigendur munu geta snyrt hundinn og/eða köttinn sinn þar sjálfir á þeim tíma sem hentar hverjum og einum. Eins skiptir gæsla á daginn marga hunda- og kattaeigendur máli sem og leikur og félagsskapur fyrir hunda og ketti. „Því stefnum við á að opna dagvistun, stað þar sem dýrunum er sinnt af kostgæfni og alúð, hvort sem það er í skotstund á meðan erindum er sinnt eða stóran hluta úr deginum. Í dagvistun verður leikið, þjálfað og knúsað og dýrunum látið líða stórkostlega,“ útskýrir Ingibjörg. „Þá má ekki gleyma hundagerðinu sem við stefnum einnig á að opna við fyrsta tækifæri með leiktækjum en hreyfing er öllum hundum mikilvæg, ekki bara til þess að losa uppsafnaða orku heldur líka til þess að fá andlega örvun. Í ágúst nk. opnum við heilsutékk en þar verður hægt að fá grunnmat á heilsu hjá dýrahjúkrunarfræðingi er felur m.a. í sér skoðun á ytri tannheilsu, holdafari og vöðvaástandi, gæðum felds sem og klóaklippingu og eyrnahreinsun. Góð almenn líkamleg og andleg heilsa dýra er nauðsynleg fyrir vellíðan og langlífi. Því er mikilvægt að halda þeim í sem bestu ástandi frá upphafi.“ Félagsskapur Samfélagið er félagsskapur hunda- og kattaeigenda því þeir hafa gaman af að hittast, bæði með og án dýranna sinna. Samfélagið leggur því áherslu á að auka samveru og tengslanet með því að bjóða upp á fjölbreytta skemmtun og úrval viðburða. „Hunda- og kattaeigendur eru félagslyndir og hafa gaman af að hittast á sýningum en auk aðstöðu kalla sýningar á mikinn undirbúning og æfingu,“ útskýrir Ingibjörg en þjónustuþátturinn sýningar mun meðal annars bjóða upp á leigu á sýningasvæði, aðgang að sýnanda sem sýnir á meðan eigandi slappar af og nýtur sýningarinnar sem og sýningaþjálfun þar sem farið er yfir helstu atriði sem hundur og sýnandi þurfa að hafa á hreinu fyrir sýningar. Dýrheimar leggja einnig áherslu á ungliðastarf og eru því beinn styrktaraðili Ungmennadeildar HRFÍ en þar er að finna öfluga sýningaþjálfara. Högninn Nói af tegundinni Abyssinian á kisusýningu. Eigandi Nóa er Helga Einarsdóttir hjá Ugluheimaræktun. „Síðast en ekki síst þá brennum við fyrir því að opna kaffihús, miðstöð þar sem hunda- og kattaeigendur geta sest niður, slakað á og hitt aðra gæludýraunnendur, með dýrin með sér eða meðan dýrin leika sér á öruggu svæði. Þetta verður þægilegt og öruggt umhverfi fyrir hunda- og kattaunnendur og dýrin þeirra. Útiaðstaða verður til fyrirmyndar fyrir hunda en þar verður að finna afgirtan garð þar sem hundar geta leikið sér í frjálsum leik sem og í hundafimi. Hunda- og kattaeigendum hefur fjölgað til muna síðustu ár en því miður leyfa fá kaffihús gæludýr og því mikilvægt að bjóða upp á gæludýravænt umhverfi.“ Hreyfiafl Samfélagið er hreyfiafl í þágu hunda og katta sem og eigenda þeirra. Til að tryggja velferð dýra og eigenda þeirra leggur samfélagið sitt af mörkum með ýmsum hætti í þágu góðgerðamála, hagsmunamála og samfélagsábyrgðar. Hluti starfsmanna Dýrheima með hunda sína í umhverfisþjálfun. „Samvera við gæludýr hefur jákvæð áhrif á okkur, bæði andlega og líkamlega og því er eitt markmiða okkar að auka tengsl hunda og katta m.a. við börn í skólum og aldraða á hjúkrunarheimilum. Við höfum til að mynda leitast við að fara inn (þjálfari ásamt hundi) í leikskóla með fræðslu og fer það verkefni vonandi sem fyrst af stað nú eftir að covid álagi léttir.“ Dýrheimar styrkir fjölmargar deildir innan hunda og kattasamfélagsins, lætur gott af sér leiða í þágu hunda og katta m.a. með matargjöfum til góðgerðafélaga og býður upp á umhverfisvænni heimsendingu á vörum ef óskað er eftir. „Eins reynum við að lágmarka umhverfis- og matarsóun eftir fremsta megni“ útskýrir Ingibjörg. „Fyrirtækið hefur nýverið fest kaup á stærra húsnæði til að geta innleitt alla þjónustuþætti samfélagsins og er mikil tilhlökkun hjá okkur að flytja í sumar og takast á við öll þau frábæru tækifæri sem nýja húsnæðið gefur okkur.“ Nánar má kynna sér þjónustu Dýrheima hér.
Gæludýr Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira