Enn ein hindrun skarðabarna og foreldra Sif Huld Albertsdóttir skrifar 4. maí 2022 14:16 Börn sem fæðast með skarð í vör, tanngarði og/eða gómi eiga að njóta sömu réttinda hvernig sem þeirra galli birtist í fæðingu. Við foreldrar eða börnin okkar búum ekki til þessi vandamál, við fáum þessi verkefni í hendurnar við fæðingu barnanna okkar. Börnin okkar eru með fæðingargalla sem með réttu utanumhaldi lækna og sérfræðinga er hægt að laga að mestu leiti, en til þess þarf vilja og ráðagerð stjórnvalda. Svona byrjaði grein mín sem birtist á Vísi fyrir rúmu ári síðan eða 18. mars 2021, og því miður á hún enn við þó svo að reglugerð hafi verið breytt til hins betra þannig að öll börn með þennan fæðingargalla falla undir. Eins og fram kom á heimasíðu Sjúkratrygginga Íslands um helgina, eru Sjúkratryggingar að benda á að foreldrar barna sem eru hjá ákveðnum tannlæknum vegna tannréttingameðferðar barna sinna eigi ekki að greiða það sem komið hefur til vegna endurkröfu Sjúkratrygginga Íslands. Einnig kom grein frá formanni Læknafélags Reykjavíkur, þar sem þeir fordæma vinnubrögð Sjúkratrygginga Íslands um endurkröfu. Ég hef skoðað vel hvernig stendur á því að þetta geti verið, það er að segja af hverju endurkrafa er gerð á tannréttingarsérfræðingana og lesið mér til um samning sem var gerður vegna barnatannlækninga árið 2013, þar sem öll börn eiga að njóta sömu réttinda er varða tannlækningar. Samkvæmt því sem ég kemst næst eru gjaldaliðir í þeim samning ætlaðir fyrir öll börn, sama þó þau séu með gildandi samning vegna fæðingargalla og eiga rétt á 95% niðurgreiðslu á tannréttingum, sbr. IV. kafla reglugerðar nr. 451/2013, með síðari breytingum. Það gerir það að verkum að ákveðnir gjaldaliðir sem skarðabörnin okkar þurfa, eru ekki niðurgreiddir af Sjúkratryggingum Íslands, en oft á tíðum er um mjög sérstakar meðferðir að ræða. Svo virðist sem ekki hafi verið farið eftir þessum samning um leið og hann var gerður árið 2013, því það var ekki fyrr en í lok síðasta árs að ég fékk neitun á því að SÍ myndi borga fyrir okkur myndatöku sem skarðabarn hafði áður farið í á innan við 12 mánaða tímabili. Við, foreldrarnir, þurftum því að greiða fullt verð fyrir nauðsynlega myndatöku skarðabarnsins í það skiptið. Með þessu kerfi er verið að mismuna börnunum okkar. Skarðabörn eru með fæðingargalla sem hægt er að hjálpa til með tannréttingum, en minna með almennum lækningum. Með þessu kerfi eru settar skorður við því hversu oft þau mega fá ákveðna aukahluti í munn og á tennur í hverri meðferð og hversu oft á ári myndatökur mega vera gerðar og hvaða myndatökur falla undir niðurgreiðslu. Ég sé það þannig fyrir mér að með þessu erum við komin á þann stað að fyrir hverja heimsókn til tannlæknis þurfa foreldrar að fara yfir hvað er nauðsynlegt að gera og hvað er mikilvægt að gera og samþykkja að borga þá gjaldaliði sem ekki falla undir þennan samning sem gerður var 2013 milli Sjúkratrygginga Íslands og Tannlæknafélags Íslands um rafræn samskipti og aðgerðarskrá. Kostnaðurinn mun nú lenda á foreldrunum, þar sem búið er að setja þak á vissa gjaldaliði og vissir gjaldaliðir ekki inn í samning við tannlækna. Kostnaður vegna nauðsynlegra tannréttinga barna með skarð í vör og tanngarði/góm mun aukast, en líklega minnka kostnað sem Sjúkratyggingar Íslands þurfi að greiða með þessu fáu börnum sem um ræðir með þennan fæðingargalla. Skarðabörn munu því í einhverjum tilfellum ekki fá þá læknisaðstoð sem nauðsynleg er til leiðréttingar á fæðingargalla, vegna kostnaðar og mismunandi fjárhagsstöðu foreldra. Höfundur er móðir drengs með skarð í vör og tanngarði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Huld Albertsdóttir Heilbrigðismál Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Sjá meira
Börn sem fæðast með skarð í vör, tanngarði og/eða gómi eiga að njóta sömu réttinda hvernig sem þeirra galli birtist í fæðingu. Við foreldrar eða börnin okkar búum ekki til þessi vandamál, við fáum þessi verkefni í hendurnar við fæðingu barnanna okkar. Börnin okkar eru með fæðingargalla sem með réttu utanumhaldi lækna og sérfræðinga er hægt að laga að mestu leiti, en til þess þarf vilja og ráðagerð stjórnvalda. Svona byrjaði grein mín sem birtist á Vísi fyrir rúmu ári síðan eða 18. mars 2021, og því miður á hún enn við þó svo að reglugerð hafi verið breytt til hins betra þannig að öll börn með þennan fæðingargalla falla undir. Eins og fram kom á heimasíðu Sjúkratrygginga Íslands um helgina, eru Sjúkratryggingar að benda á að foreldrar barna sem eru hjá ákveðnum tannlæknum vegna tannréttingameðferðar barna sinna eigi ekki að greiða það sem komið hefur til vegna endurkröfu Sjúkratrygginga Íslands. Einnig kom grein frá formanni Læknafélags Reykjavíkur, þar sem þeir fordæma vinnubrögð Sjúkratrygginga Íslands um endurkröfu. Ég hef skoðað vel hvernig stendur á því að þetta geti verið, það er að segja af hverju endurkrafa er gerð á tannréttingarsérfræðingana og lesið mér til um samning sem var gerður vegna barnatannlækninga árið 2013, þar sem öll börn eiga að njóta sömu réttinda er varða tannlækningar. Samkvæmt því sem ég kemst næst eru gjaldaliðir í þeim samning ætlaðir fyrir öll börn, sama þó þau séu með gildandi samning vegna fæðingargalla og eiga rétt á 95% niðurgreiðslu á tannréttingum, sbr. IV. kafla reglugerðar nr. 451/2013, með síðari breytingum. Það gerir það að verkum að ákveðnir gjaldaliðir sem skarðabörnin okkar þurfa, eru ekki niðurgreiddir af Sjúkratryggingum Íslands, en oft á tíðum er um mjög sérstakar meðferðir að ræða. Svo virðist sem ekki hafi verið farið eftir þessum samning um leið og hann var gerður árið 2013, því það var ekki fyrr en í lok síðasta árs að ég fékk neitun á því að SÍ myndi borga fyrir okkur myndatöku sem skarðabarn hafði áður farið í á innan við 12 mánaða tímabili. Við, foreldrarnir, þurftum því að greiða fullt verð fyrir nauðsynlega myndatöku skarðabarnsins í það skiptið. Með þessu kerfi er verið að mismuna börnunum okkar. Skarðabörn eru með fæðingargalla sem hægt er að hjálpa til með tannréttingum, en minna með almennum lækningum. Með þessu kerfi eru settar skorður við því hversu oft þau mega fá ákveðna aukahluti í munn og á tennur í hverri meðferð og hversu oft á ári myndatökur mega vera gerðar og hvaða myndatökur falla undir niðurgreiðslu. Ég sé það þannig fyrir mér að með þessu erum við komin á þann stað að fyrir hverja heimsókn til tannlæknis þurfa foreldrar að fara yfir hvað er nauðsynlegt að gera og hvað er mikilvægt að gera og samþykkja að borga þá gjaldaliði sem ekki falla undir þennan samning sem gerður var 2013 milli Sjúkratrygginga Íslands og Tannlæknafélags Íslands um rafræn samskipti og aðgerðarskrá. Kostnaðurinn mun nú lenda á foreldrunum, þar sem búið er að setja þak á vissa gjaldaliði og vissir gjaldaliðir ekki inn í samning við tannlækna. Kostnaður vegna nauðsynlegra tannréttinga barna með skarð í vör og tanngarði/góm mun aukast, en líklega minnka kostnað sem Sjúkratyggingar Íslands þurfi að greiða með þessu fáu börnum sem um ræðir með þennan fæðingargalla. Skarðabörn munu því í einhverjum tilfellum ekki fá þá læknisaðstoð sem nauðsynleg er til leiðréttingar á fæðingargalla, vegna kostnaðar og mismunandi fjárhagsstöðu foreldra. Höfundur er móðir drengs með skarð í vör og tanngarði.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar