Þétting byggðar hefur áhrif á íþrótta- og tómstundastarf Hákon Sverrisson skrifar 5. maí 2022 07:02 Undanfarin misseri höfum við séð ríka áherslu Kópavogsbæjar í þá átt að þétta byggð. Stórt hverfi er að rísa í kringum Smáralindina og fyrir ofan Bæjarlind er verið að byggja mörg háhýsi auk þess sem mikið hefur fjölgað á Kársnesi síðustu ár og sér ekki fyrir endann á því. Til að auka enn meira á þéttinguna þá eru fyrirhugaðar háhýsabygginar og stóraukinn íbúafjöldi á Hamraborgarsvæðinu og þar í kring í svokölluðum Traðareitum. Þétting kallar á aukna þjónustu og það að innviðir á þéttingasvæðum geti tekið við nýjum íbúum og sinnt þeirra þörfum. Og helstu áhyggjur mínar snúa einmitt að þessu. Þess sér til dæmis hvergi stað að búið sé að hugsa stöðu leikskóla, grunnskóla og tómstunda í næsta nágrenni við þessa þéttingarreiti? Hvergi. Í miðju Smárahverfinu er íþróttamiðstöð fjölgreina íþróttafélags sem er t.d. með fjölmennustu knattspyrnudeild landsins sem er núna þegar þetta er ritað 50-60% stærri en sú næst stærsta. Þó aðstaðan þar sé glæsileg og líti vel út þá blasir það við að hún nær ekki að anna þörfinni og á næstu árum mun börnum fjölga umtalsvert í nærliggjandi hverfum og mörg þeirra munu eflaust leita niður í Smárann. Á bara að sjá til og redda þessu einhvern veginn? Eða hvar eru framtíðaráætlanir um frekari uppbyggingu aðstöðunnar til að mæta þessari stórauknu þörf? Þarf mögulega að dreifa tómstundum meira um bæinn eða þurfa íþróttafélögin í bænum að fara að beita fjöldatakmörkunum til að tryggja gæði starfseminnar. Á Kársnesi er búið að þétta mjög mikið á undanförnum árum en þar hafa innviðirnir algjörlega setið á hakanum og íbúar þar fá engin svör hvenær bætt verði úr. Hvar eru t.d. leiksvæðin? Nú virðist eiga að halda áfram víðar um bæinn á svipuðum nótum eins og rætt var hér að framan og það er full ástæða til að hafa áhyggjur af þessari þróun.Skynsamlegra væri að klára innviðauppbyggingu áður en farið er að hrúga fólki inn í þéttingarreitina? Vinir Kópavogs vilja hugsa þetta upp á nýtt og byrja á réttum enda. Innviðina fyrst og síðan hóflega þéttingu í sátt við íbúa. X-Y fyrir allan Kópavog. Höfundur er kennari og þjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íþróttir barna Kópavogur Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri höfum við séð ríka áherslu Kópavogsbæjar í þá átt að þétta byggð. Stórt hverfi er að rísa í kringum Smáralindina og fyrir ofan Bæjarlind er verið að byggja mörg háhýsi auk þess sem mikið hefur fjölgað á Kársnesi síðustu ár og sér ekki fyrir endann á því. Til að auka enn meira á þéttinguna þá eru fyrirhugaðar háhýsabygginar og stóraukinn íbúafjöldi á Hamraborgarsvæðinu og þar í kring í svokölluðum Traðareitum. Þétting kallar á aukna þjónustu og það að innviðir á þéttingasvæðum geti tekið við nýjum íbúum og sinnt þeirra þörfum. Og helstu áhyggjur mínar snúa einmitt að þessu. Þess sér til dæmis hvergi stað að búið sé að hugsa stöðu leikskóla, grunnskóla og tómstunda í næsta nágrenni við þessa þéttingarreiti? Hvergi. Í miðju Smárahverfinu er íþróttamiðstöð fjölgreina íþróttafélags sem er t.d. með fjölmennustu knattspyrnudeild landsins sem er núna þegar þetta er ritað 50-60% stærri en sú næst stærsta. Þó aðstaðan þar sé glæsileg og líti vel út þá blasir það við að hún nær ekki að anna þörfinni og á næstu árum mun börnum fjölga umtalsvert í nærliggjandi hverfum og mörg þeirra munu eflaust leita niður í Smárann. Á bara að sjá til og redda þessu einhvern veginn? Eða hvar eru framtíðaráætlanir um frekari uppbyggingu aðstöðunnar til að mæta þessari stórauknu þörf? Þarf mögulega að dreifa tómstundum meira um bæinn eða þurfa íþróttafélögin í bænum að fara að beita fjöldatakmörkunum til að tryggja gæði starfseminnar. Á Kársnesi er búið að þétta mjög mikið á undanförnum árum en þar hafa innviðirnir algjörlega setið á hakanum og íbúar þar fá engin svör hvenær bætt verði úr. Hvar eru t.d. leiksvæðin? Nú virðist eiga að halda áfram víðar um bæinn á svipuðum nótum eins og rætt var hér að framan og það er full ástæða til að hafa áhyggjur af þessari þróun.Skynsamlegra væri að klára innviðauppbyggingu áður en farið er að hrúga fólki inn í þéttingarreitina? Vinir Kópavogs vilja hugsa þetta upp á nýtt og byrja á réttum enda. Innviðina fyrst og síðan hóflega þéttingu í sátt við íbúa. X-Y fyrir allan Kópavog. Höfundur er kennari og þjálfari.
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar