Efnum gefin loforð Stefán Már Gunnlaugsson skrifar 7. maí 2022 13:01 Kjósendur hafa gjarnan á orði, að ekkert sé að marka loforð stjórnmálaflokka fyrir kosningar. Þeir standa sjaldnast við sín orð. Þetta hefur því miður laskað virðingu stjórnmálanna. Þessu þarf að breyta. En tæpast gerist það, þegar orð og efndir meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks í Hafnarfirði eru skoðuð. Á síðasta ári voru teknar við hátíðlega viðhöfn skóflustungur að reiðhöll hjá Sörla og knattspyrnuhúsi hjá Haukum. Það eina sem hefur gerst síðan þá er að mokað var aftur ofan í holurnar, og ekkert hefur gerst með frekari framkvæmdir. Nýjasta útspil bæjarstjóra var að lofa að útboð færi fram í lok apríl og ekkert gerðist. Og enn flæða loforðin úr búðum meirihluta Framsóknar-og Sjálfstæðisflokks nú í aðdraganda kosninga og táknrænt að loforðin eru nánast þau sömu og fyrir síðustu kosningar fyrir fjórum árum. Fækkun íbúa Dæmin um svikin loforð meirihlutans eru mörg á kjörtímabilinu. Uppbygging íbúðarhúsnæðis í Hafnarfirði hefur verið langt undir áætlunum sem sést m.a. af því að íbúum Hafnarfjarðar fækkað árið 2020 sem ekki hafði gerst í sögu bæjarins frá árinu 1939. Svo segir meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks að bjart sé framundan í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis, en því miður hefur fátt verið um efndir eins og allar tölur bera með sér. Fyrirhyggjulaus sala eigna bæjarbúa Það var eins og blaut tuska framan í íbúa bæjarins þegar meirihlutinn seldi hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum m.a. til vildarvina, að eigin sögn til að bjarga bæjarsjóði frá þroti. Er það til vitnis um ábyrga fjármálastjórn? Ekkert var fjallað um einkavæðingu og sölu innviða bæjarins í aðdraganda síðustu kosninga. Hvorki Framsókn né Sjálfstæðisflokkur höfðu það á stefnuskrá sinni. Kvikubanki sá um framkvæmdina með leynisamningi og ekki upplýst hve mikið var greitt fyrir umsýsluna. Þetta var keyrt í gegn af miklu offorsi og þrátt fyrir söluna hafa skuldir á hvern íbúa hækkað umtalsvert á kjörtímabilinu. Þetta minnir á einkavæðingu Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks á grunn-og leikskóla í Hafnarfirði árið 2000, sem jafnaðarmönnum tókst að forða með stórsigri í kosningum. Eigi að síður hvíla afleiðingar af þessu ævintýri enn þungt á bæjarsjóði með fjárhagslegum skuldbindingum. Reynslan er slæm og dýrkeypt, þar sem Sjálfstæðis-og Framsóknarflokkur hafa umsjón með einkavæðingu og sölu opinberra eigna, hvort sem er í Hafnarfirði eða á landsvísu. Samráðsleysi eða samvinna og samráð Svo gekk meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks með látum í það í fyrra að hafa leikskólana opna allt sumarið. Það var gert án alls samráðs og olli mikilli óánægju meðal starfsfólksins og kom niður á faglegu starfi leikskólanna, enda var fallið frá frekari áformum nú í sumar og opnunin dregin til baka. Þá hefur áhugaleysi meirihlutans að jafna kjör ófaglærðs starfsfólks innan leikskólanna verið algjört og höfnuðu m.a. tillögu Samfylkingarinnar um að almennt starfsfólk leikskólanna fengi að nýju greitt fyrir að matast með nemendum til þess að jafna kjör starfsfólks leikskóla í Hafnarfirði á við það sem gengur og gerist í nágrannasveitarfélögum. Fólkið í bænum kvartar undan samráðsleysi. Stórar ákvarðanir eru teknar án þess að eiga samtal eða samvinnu við fólkið sem hlut eiga að máli. Það kemur m.a. fram í því að ekki er horfst í augu við vandann og fyrirspurnum er svarað seint og jafnvel ekki. Hafnfirðingar vilja vera stoltir af bænum sínum og sögunni. Þeir vilja að velferðin blómstri, jafnræði sé í fyrirrúmi og þeir vilja öflugt menningar- og íþróttastarf með traustu atvinnulífi. Jafnaðarmenn í Hafnarfirði leggja áherslu á að standa við gefin loforð með fólkinu í bænum og hefja sókn til velferðar í Hafnarfirði. XS – Að sjálfsögðu. Höfundur er í 5. sæti Samfylkingarinnar jafnaðarmannaflokks Íslands í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Már Gunnlaugsson Hafnarfjörður Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Kjósendur hafa gjarnan á orði, að ekkert sé að marka loforð stjórnmálaflokka fyrir kosningar. Þeir standa sjaldnast við sín orð. Þetta hefur því miður laskað virðingu stjórnmálanna. Þessu þarf að breyta. En tæpast gerist það, þegar orð og efndir meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks í Hafnarfirði eru skoðuð. Á síðasta ári voru teknar við hátíðlega viðhöfn skóflustungur að reiðhöll hjá Sörla og knattspyrnuhúsi hjá Haukum. Það eina sem hefur gerst síðan þá er að mokað var aftur ofan í holurnar, og ekkert hefur gerst með frekari framkvæmdir. Nýjasta útspil bæjarstjóra var að lofa að útboð færi fram í lok apríl og ekkert gerðist. Og enn flæða loforðin úr búðum meirihluta Framsóknar-og Sjálfstæðisflokks nú í aðdraganda kosninga og táknrænt að loforðin eru nánast þau sömu og fyrir síðustu kosningar fyrir fjórum árum. Fækkun íbúa Dæmin um svikin loforð meirihlutans eru mörg á kjörtímabilinu. Uppbygging íbúðarhúsnæðis í Hafnarfirði hefur verið langt undir áætlunum sem sést m.a. af því að íbúum Hafnarfjarðar fækkað árið 2020 sem ekki hafði gerst í sögu bæjarins frá árinu 1939. Svo segir meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks að bjart sé framundan í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis, en því miður hefur fátt verið um efndir eins og allar tölur bera með sér. Fyrirhyggjulaus sala eigna bæjarbúa Það var eins og blaut tuska framan í íbúa bæjarins þegar meirihlutinn seldi hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum m.a. til vildarvina, að eigin sögn til að bjarga bæjarsjóði frá þroti. Er það til vitnis um ábyrga fjármálastjórn? Ekkert var fjallað um einkavæðingu og sölu innviða bæjarins í aðdraganda síðustu kosninga. Hvorki Framsókn né Sjálfstæðisflokkur höfðu það á stefnuskrá sinni. Kvikubanki sá um framkvæmdina með leynisamningi og ekki upplýst hve mikið var greitt fyrir umsýsluna. Þetta var keyrt í gegn af miklu offorsi og þrátt fyrir söluna hafa skuldir á hvern íbúa hækkað umtalsvert á kjörtímabilinu. Þetta minnir á einkavæðingu Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks á grunn-og leikskóla í Hafnarfirði árið 2000, sem jafnaðarmönnum tókst að forða með stórsigri í kosningum. Eigi að síður hvíla afleiðingar af þessu ævintýri enn þungt á bæjarsjóði með fjárhagslegum skuldbindingum. Reynslan er slæm og dýrkeypt, þar sem Sjálfstæðis-og Framsóknarflokkur hafa umsjón með einkavæðingu og sölu opinberra eigna, hvort sem er í Hafnarfirði eða á landsvísu. Samráðsleysi eða samvinna og samráð Svo gekk meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks með látum í það í fyrra að hafa leikskólana opna allt sumarið. Það var gert án alls samráðs og olli mikilli óánægju meðal starfsfólksins og kom niður á faglegu starfi leikskólanna, enda var fallið frá frekari áformum nú í sumar og opnunin dregin til baka. Þá hefur áhugaleysi meirihlutans að jafna kjör ófaglærðs starfsfólks innan leikskólanna verið algjört og höfnuðu m.a. tillögu Samfylkingarinnar um að almennt starfsfólk leikskólanna fengi að nýju greitt fyrir að matast með nemendum til þess að jafna kjör starfsfólks leikskóla í Hafnarfirði á við það sem gengur og gerist í nágrannasveitarfélögum. Fólkið í bænum kvartar undan samráðsleysi. Stórar ákvarðanir eru teknar án þess að eiga samtal eða samvinnu við fólkið sem hlut eiga að máli. Það kemur m.a. fram í því að ekki er horfst í augu við vandann og fyrirspurnum er svarað seint og jafnvel ekki. Hafnfirðingar vilja vera stoltir af bænum sínum og sögunni. Þeir vilja að velferðin blómstri, jafnræði sé í fyrirrúmi og þeir vilja öflugt menningar- og íþróttastarf með traustu atvinnulífi. Jafnaðarmenn í Hafnarfirði leggja áherslu á að standa við gefin loforð með fólkinu í bænum og hefja sókn til velferðar í Hafnarfirði. XS – Að sjálfsögðu. Höfundur er í 5. sæti Samfylkingarinnar jafnaðarmannaflokks Íslands í Hafnarfirði.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun