En hvað með ungdóminn, Guðmundur? Guðmundur Fylkisson skrifar 9. maí 2022 14:01 Eftir að hafa skrifað 2 greinar um það að eldast, sem greinilega voru lesnar og takk fyrir það, þá fékk ég spurninguna en hvað með ungdóminn? Einhver ykkar vita að ég vinn í umhverfi þar sem eitthvað hefur farið úrskeiðis hjá ungdómnum okkar. Gott fólk úr okkar röðum hefur bent á að fyrir hverja krónu sem við verjum í upphafi þroskaferils barns erum við að spara 7-8 krónur á seinni stigum. Fyrir hverja milljón, sparast 7-8 milljónir. Er einhver í stjórnmálum til í að segja og sækja fylgi, með því að ætla að ná sparnaði í rekstri bæjarfélagsins eftir 8-12 ár. Viðkomandi þá jafnvel löngu hættur í stjórnmálum og enginn man neitt. Ég ætla að leyfa mér að benda á nokkur atriði í okkar bæjarfélagi sem er samt komið af stað í þessari vinnu, án þess að sérstaklega mikill kostnaður fylgi því, en gætu vissulega nýtt meiri pening til að gera meira. Það eru t.d. ekki öll íþróttafélög með mestan fókus á afreksíþróttir. Tökum Brettafélagið, Siglingaklúbbinn og Hestamannafélagið Sörla sem dæmi. Þessi félög ná að hlúa að einstaklingum sem eru ekki eins og við flest, finna þeirra styrkleika og leyfa þeim að njóta, án þess að þau séu að færa bikara og titla í hús. Þetta eru einstaklingar sem annars myndu hörfa undan álagi afreksíþrótta og jafnvel fara út af sporinu. Það er alveg ljóst að þessir einstaklingar og fjölskyldur þeirra eru að njóta góðs af þessari starfsemi og þeirri meðvituðu ákvörðun þeirra sem stjórna þar, að hlúa að þeim. Það kom mér skemmtilega á óvart þegar ég fékk að fylgja með í heimsókn til þessara félaga, þó ég hafi reyndar ekki kíkt á hestana, enda þekktur fyrir að vilja frekar borða þá, hvað það er verið að gera mikið í þágu samfélagsins og þeirra sem vilja fá að njóta íþrótta og útivistar, en ekki endilega að vera að mæta á fullt af mótum og meira krefjandi æfingum. Síðan er það starfsemi eins og Ungmennahúsið Hamarinn við Suðurgötu, undir stjórn Margrétar Gauju. Sú starfsemi er ekki lögbundin þjónusta sveitarfélagsins. Vil ég þakka sérstaklega þeim sem höfðu þá fyrirhyggju að koma þessari starfsemi á koppinn og leyfa henni að halda áfram. Þangað sækja einstaklingar sem eru jafnvel félagslega einangraðir og eiga í erfiðleikum með að bjóða heim vinum og kunningjum vegna ástands heima fyrir. Þar hefur einnig aðstöðu Bergið headspace. Bergið er stuðnings- og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk upp að 25 ára aldri. Markmið Bergsins er að bjóða upp á lágþröskuldaþjónustu með áherslu á stuðning, fræðslu og ráðgjöf. Í Berginu er lagt upp með að skapa notalegt og öruggt umhverfi fyrir ungt fólk sem vill fá aðstoð fagfólks og notenda með fjölbreytta reynslu. Einu sinni í viku er ráðgjafi frá Berginu í Hamrinum og er Hafnarfjörður eina sveitarfélagið á landinu sem býður upp á þetta. Í Hamrinum eru allir velkomnir, þar er meðal annars tekið á móti ungmennum úr hópi flóttafólks, þar er starfsemi kynsegin einstaklinga… orð sem ég er enn að átta mig á, krökkunum í Flensborg sem kíkja við í frímínútum og eyðum vegna nálægðar við skólann. Það er alltaf hægt að gera betur og í sumum tilfellum mikið betur. Það að fjárfesta nógu snemma verður til þess að rekstur síðar meir verður ekki eins kostnaðarsamur. Þetta snýst heldur ekki allt um peninga. Það að gera betur í upphafi skilar sér einnig í bættri líðan hjá viðkomandi einstaklingum og eins fjölskyldum þeirra og það jafnvel út ævina. Við hjá Framsókn í Hafnarfirði viljum gera betur. Höfundur skipar 6. sæti á lista Framsóknarflokksins í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Hafnarfjörður Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Guðmundur Fylkisson Tengdar fréttir Viljum við ekki öll eldast? Hvað ert þú að skipta þér að málefnum eldri borgara Guðmundur, er spurning sem ég fékk iðulega fyrir um 10 árum síðan, þá á fimmtugsaldri. Þá hafði ég tekið sæti í Öldungaráði Hafnarfjarðar sem fulltrúi Framsóknarfélags Hafnarfjarðar og sat ég þar í eitt og hálft kjörtímabil. Við vorum reyndar tvö sem vorum þá í yngri kantinum í stjórn Öldungaráðs. 28. apríl 2022 10:31 Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir að hafa skrifað 2 greinar um það að eldast, sem greinilega voru lesnar og takk fyrir það, þá fékk ég spurninguna en hvað með ungdóminn? Einhver ykkar vita að ég vinn í umhverfi þar sem eitthvað hefur farið úrskeiðis hjá ungdómnum okkar. Gott fólk úr okkar röðum hefur bent á að fyrir hverja krónu sem við verjum í upphafi þroskaferils barns erum við að spara 7-8 krónur á seinni stigum. Fyrir hverja milljón, sparast 7-8 milljónir. Er einhver í stjórnmálum til í að segja og sækja fylgi, með því að ætla að ná sparnaði í rekstri bæjarfélagsins eftir 8-12 ár. Viðkomandi þá jafnvel löngu hættur í stjórnmálum og enginn man neitt. Ég ætla að leyfa mér að benda á nokkur atriði í okkar bæjarfélagi sem er samt komið af stað í þessari vinnu, án þess að sérstaklega mikill kostnaður fylgi því, en gætu vissulega nýtt meiri pening til að gera meira. Það eru t.d. ekki öll íþróttafélög með mestan fókus á afreksíþróttir. Tökum Brettafélagið, Siglingaklúbbinn og Hestamannafélagið Sörla sem dæmi. Þessi félög ná að hlúa að einstaklingum sem eru ekki eins og við flest, finna þeirra styrkleika og leyfa þeim að njóta, án þess að þau séu að færa bikara og titla í hús. Þetta eru einstaklingar sem annars myndu hörfa undan álagi afreksíþrótta og jafnvel fara út af sporinu. Það er alveg ljóst að þessir einstaklingar og fjölskyldur þeirra eru að njóta góðs af þessari starfsemi og þeirri meðvituðu ákvörðun þeirra sem stjórna þar, að hlúa að þeim. Það kom mér skemmtilega á óvart þegar ég fékk að fylgja með í heimsókn til þessara félaga, þó ég hafi reyndar ekki kíkt á hestana, enda þekktur fyrir að vilja frekar borða þá, hvað það er verið að gera mikið í þágu samfélagsins og þeirra sem vilja fá að njóta íþrótta og útivistar, en ekki endilega að vera að mæta á fullt af mótum og meira krefjandi æfingum. Síðan er það starfsemi eins og Ungmennahúsið Hamarinn við Suðurgötu, undir stjórn Margrétar Gauju. Sú starfsemi er ekki lögbundin þjónusta sveitarfélagsins. Vil ég þakka sérstaklega þeim sem höfðu þá fyrirhyggju að koma þessari starfsemi á koppinn og leyfa henni að halda áfram. Þangað sækja einstaklingar sem eru jafnvel félagslega einangraðir og eiga í erfiðleikum með að bjóða heim vinum og kunningjum vegna ástands heima fyrir. Þar hefur einnig aðstöðu Bergið headspace. Bergið er stuðnings- og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk upp að 25 ára aldri. Markmið Bergsins er að bjóða upp á lágþröskuldaþjónustu með áherslu á stuðning, fræðslu og ráðgjöf. Í Berginu er lagt upp með að skapa notalegt og öruggt umhverfi fyrir ungt fólk sem vill fá aðstoð fagfólks og notenda með fjölbreytta reynslu. Einu sinni í viku er ráðgjafi frá Berginu í Hamrinum og er Hafnarfjörður eina sveitarfélagið á landinu sem býður upp á þetta. Í Hamrinum eru allir velkomnir, þar er meðal annars tekið á móti ungmennum úr hópi flóttafólks, þar er starfsemi kynsegin einstaklinga… orð sem ég er enn að átta mig á, krökkunum í Flensborg sem kíkja við í frímínútum og eyðum vegna nálægðar við skólann. Það er alltaf hægt að gera betur og í sumum tilfellum mikið betur. Það að fjárfesta nógu snemma verður til þess að rekstur síðar meir verður ekki eins kostnaðarsamur. Þetta snýst heldur ekki allt um peninga. Það að gera betur í upphafi skilar sér einnig í bættri líðan hjá viðkomandi einstaklingum og eins fjölskyldum þeirra og það jafnvel út ævina. Við hjá Framsókn í Hafnarfirði viljum gera betur. Höfundur skipar 6. sæti á lista Framsóknarflokksins í Hafnarfirði.
Viljum við ekki öll eldast? Hvað ert þú að skipta þér að málefnum eldri borgara Guðmundur, er spurning sem ég fékk iðulega fyrir um 10 árum síðan, þá á fimmtugsaldri. Þá hafði ég tekið sæti í Öldungaráði Hafnarfjarðar sem fulltrúi Framsóknarfélags Hafnarfjarðar og sat ég þar í eitt og hálft kjörtímabil. Við vorum reyndar tvö sem vorum þá í yngri kantinum í stjórn Öldungaráðs. 28. apríl 2022 10:31
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun