Ber list Bryndís Björnsdóttir skrifar 9. maí 2022 14:30 Fyrir átta árum síðan lét þáverandi menningar- og menntamálaráðherra þau orð falla í ræðu við úthlutun Myndlistarsjóðs að stjórnmálamenn ættu að vera hræddir við listamenn en ekki öfugt. Þessi orð vöktu athygli mínu á sínum tíma. Hvers vegna heyrðust þau úr þessari átt? Hvaða jarðvegur varð til þess að maður í embætti ráðherra beinlínis bað listamenn um að hræða sig? Voru þau meint sem öfugmæli, hagið ykkur til að njóta góðs af, eða var þetta einlæg brýning frá ráðherra um að starfsumhverfi listamanna mætti ekki verða samdauna ráðandi öflum? Ég býð mig fram sem formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna (SÍM) með það í huga að styrkja samtökin sem hagsmunasamtök listamanna.Við lifum á tímabili þar sem listheimurinn skilgreinist í vaxandi mæli út frá því sem aktívistinn, listamaðurinn og fræðimaðurinn Gregory Sholette kallar bera list, á ensku bare art, ástand þar sem listrænu starfi er ekki ætlað sjálfræði heldur að ganga í þjónustu annarra hagsmuna. Eitt af einkennum þessa ástands má finna í drögum að opinberri Myndlistarstefnu, þeirri fyrstu sem gerð hefur verið hér á landi. Í þeim drögum er mikil áhersla á markaðsdrifna starfsemi myndlistar eða það er alþjóðlegri markaðsetningu sem dregur erlenda ferðamenn til landsins. Myndlist á Íslandi er þannig skipaður sess sem útflutningsvara innan hins nýstofnaða ráðuneytis menningar viðskipta og ferðamála. Innan slíks umhverfis er hætt við að lítill grundvöllur reynist fyrir þá gagnrýnu nálgun við listsköpun, sem þó er lögð áhersla á í stefnunni sjálfri. Styrkja og launakerfið er ekki nógu burðugt og því hefur líklega hefur ekki farið fram hjá mörgum hversu mikill þorsti er í úrræði til að afla listafólki tekna, eins og má sjá í offramboði af jólamörkuðum á síðustu árum. Hvað varðar ramma og útgangspunkt myndlistarsýninga hefur í nokkrum tilfellum borið á þeirri áherslu að sýna listamenn sem mætti skilgreina sem fulltrúa kynslóða. Sú áhersla birtist mér sem viðbragð til að skerpa á nöfnum sem ættu að standa ofarlega í baráttu við þá smáu úthlutun sem er í boði þegar kemur að listamannalaunum. Annað einkenni ástandsins er vöntun á sjálfstæðum listamannareknum listrýmum. Nýleg viðbót í Marshallhúsið hefur skerpt á þeirri birtingarmynd að utan þeirra veggja er fremur ólífvænlegt að starfrækja listamannarekin rými. Marshallhúsið er orðið að nokkurskonar Kringlu myndlistar innan borgarlandslagsins. Hvað varðar aðgengi að rýmum í borginni orka aðgerðir SÍM tvímælis. Samtök sem eiga að verja hagsmuni listamanna fást við að leigja út vinnustofur með hagnaði. Slíkt fyrirkomulag skapar einfaldlega jarðveg fyrir hagsmunaárekstra. Við erum að ræða um kerfi sem er að mörgu leyti beinlínis óvinveitt hagsmunum listamanna og hefur þróast og mótast í þá átt hægt og mallandi síðustu árin. Slíkar óvinveittar aðstæður gefa um leið fáum færi á að setjast hér að og koma sér fyrir. Þrátt fyrir fjölbreytt myndlistarlíf er listalífið á Íslandi fremur einsleitt hvað varðar uppruna fólks. Það er mikið um -dóttir og -son eftirnöfn innan samsýninga. Það er eitt er ekki mælikvarði en segir margt um aðgengi. Einstaklingur þarf að hafa möguleikan á því að taka lán til að nema við Listaháskólann, leyfi til að dvelja hér eftir námið og koma sér fyrir án þess að eiga von á að vera vísað úr landi, og forsendur fyrir þeirri einföldu aðgerð að skrifa út reikning fyrir sína verktakavinnu. Það að skrifa út reikning er þáttur í allri verktakavinnu en ef aðili kemur utan Evrópsasambandins og Evrópska efnahagsvæðisins þarf að vera til staðar ráðningarsamningur á sínu sérsviði. Hlutastarf, eins og tíðkast innan listaheimsins, er ekki í boði í þessum tilfellum. Hér birtist þá snertiflötur hugtaksins ber list við hitt sem Sholette dregur það af, bert líf, hugtak Giorgios Agamben um tilveru vegabréfa- og þar með réttindalausra hópa. Dæmi eru um listafólk sem útskrifast úr námi hér á landi og er gert að yfirgefa landið beint í kjölfarið. Pappírsleysi birtist einnig í því að hafa ekki aðgengi að vegabréfsáritunum, geta ekki komið til lengri dvalar eða sest hér að. Undanliðið ár hef ég tekið þátt í stofnun hópsins Artists in Iceland Visa Action Group (AIVAG) sem meðal annars er ætlað að berjast fyrir betra aðgengi listafólks að vegabréfsáritunum, auk almennra réttinda fyrir aðflutta listamenn á Íslandi til að starfa innan listasenunnar hér. Við þekkjum öll viðkvæmleika þess að starfa innan þessa geira en það að líta framhjá sameiginlegri ábyrgð okkar á að hlú að aðgengi og fjölbreytileika gæti snúist í andhverfu sína og orðið að baráttu um brauðmola. Slík barátta gerir samfélagt rýrt í stað þess að finna grundvöll samstöðu og vinna út frá því. Starfsemi AIVAG hópsins og áherslur ættu einnig mjög vel við innan ramma SÍM. Sem formaður SÍM myndi ég vilja mynda starfshópa og virkja samfélag listamanna til að kanna þennan málaflokk, meðal annarra. Slíkt er gert með því að efla um leið samræðuvettvang þar sem hægt er að ræða og velta fyrir sér baráttumálum og ágreiningsmálum. Það þarf yfirhalningu á því hvernig SÍM starfar og slíkt er gert með því að virkja og heyra í félagsmönnum. Þau baráttuefni sem ég hef nefnt, aðgengi listamanna að kerfum sem varða berstrípaða hagsmuni, styrkjakerfi og launakerfi, dvalarleyfi og atvinnuleyfi, vinnustofur og sýningarými í borginni eru málefni sem þetta samfélag þarf að ræða. Á myndinni af mér sem ég læt fljóta með í þessari kosningabaráttu má sjá sverar handleggi. Þetta er líkamleg birtingarmynd af vinnu, til dæmis í saltfiski, sem ég vann til að bera kostnað þess að vinna að listaverkefni. Þess konar fyrirkomulag, að laun eða styrkir dugi ekki til lágmarksframfærslu innan þessara hringlandi vinnuhjóla hefur myndað það sem mætti skilgreina sem þrautseigju og útsjónarsemi listamanna. Það er ekki hægt að byggja á slíkri berstrípun líkama til lengdar. Mætum fremur og vöggum bátnum og hræðum stjórnmálamenn með því einu að berjast fyrir réttindum okkar, valdeflandi hagsmunafélagi listamanna. Höfundur býður sig fram í embætti formanns Sambands íslenskra myndlistarmanna, SÍM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Myndlist Félagasamtök Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir átta árum síðan lét þáverandi menningar- og menntamálaráðherra þau orð falla í ræðu við úthlutun Myndlistarsjóðs að stjórnmálamenn ættu að vera hræddir við listamenn en ekki öfugt. Þessi orð vöktu athygli mínu á sínum tíma. Hvers vegna heyrðust þau úr þessari átt? Hvaða jarðvegur varð til þess að maður í embætti ráðherra beinlínis bað listamenn um að hræða sig? Voru þau meint sem öfugmæli, hagið ykkur til að njóta góðs af, eða var þetta einlæg brýning frá ráðherra um að starfsumhverfi listamanna mætti ekki verða samdauna ráðandi öflum? Ég býð mig fram sem formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna (SÍM) með það í huga að styrkja samtökin sem hagsmunasamtök listamanna.Við lifum á tímabili þar sem listheimurinn skilgreinist í vaxandi mæli út frá því sem aktívistinn, listamaðurinn og fræðimaðurinn Gregory Sholette kallar bera list, á ensku bare art, ástand þar sem listrænu starfi er ekki ætlað sjálfræði heldur að ganga í þjónustu annarra hagsmuna. Eitt af einkennum þessa ástands má finna í drögum að opinberri Myndlistarstefnu, þeirri fyrstu sem gerð hefur verið hér á landi. Í þeim drögum er mikil áhersla á markaðsdrifna starfsemi myndlistar eða það er alþjóðlegri markaðsetningu sem dregur erlenda ferðamenn til landsins. Myndlist á Íslandi er þannig skipaður sess sem útflutningsvara innan hins nýstofnaða ráðuneytis menningar viðskipta og ferðamála. Innan slíks umhverfis er hætt við að lítill grundvöllur reynist fyrir þá gagnrýnu nálgun við listsköpun, sem þó er lögð áhersla á í stefnunni sjálfri. Styrkja og launakerfið er ekki nógu burðugt og því hefur líklega hefur ekki farið fram hjá mörgum hversu mikill þorsti er í úrræði til að afla listafólki tekna, eins og má sjá í offramboði af jólamörkuðum á síðustu árum. Hvað varðar ramma og útgangspunkt myndlistarsýninga hefur í nokkrum tilfellum borið á þeirri áherslu að sýna listamenn sem mætti skilgreina sem fulltrúa kynslóða. Sú áhersla birtist mér sem viðbragð til að skerpa á nöfnum sem ættu að standa ofarlega í baráttu við þá smáu úthlutun sem er í boði þegar kemur að listamannalaunum. Annað einkenni ástandsins er vöntun á sjálfstæðum listamannareknum listrýmum. Nýleg viðbót í Marshallhúsið hefur skerpt á þeirri birtingarmynd að utan þeirra veggja er fremur ólífvænlegt að starfrækja listamannarekin rými. Marshallhúsið er orðið að nokkurskonar Kringlu myndlistar innan borgarlandslagsins. Hvað varðar aðgengi að rýmum í borginni orka aðgerðir SÍM tvímælis. Samtök sem eiga að verja hagsmuni listamanna fást við að leigja út vinnustofur með hagnaði. Slíkt fyrirkomulag skapar einfaldlega jarðveg fyrir hagsmunaárekstra. Við erum að ræða um kerfi sem er að mörgu leyti beinlínis óvinveitt hagsmunum listamanna og hefur þróast og mótast í þá átt hægt og mallandi síðustu árin. Slíkar óvinveittar aðstæður gefa um leið fáum færi á að setjast hér að og koma sér fyrir. Þrátt fyrir fjölbreytt myndlistarlíf er listalífið á Íslandi fremur einsleitt hvað varðar uppruna fólks. Það er mikið um -dóttir og -son eftirnöfn innan samsýninga. Það er eitt er ekki mælikvarði en segir margt um aðgengi. Einstaklingur þarf að hafa möguleikan á því að taka lán til að nema við Listaháskólann, leyfi til að dvelja hér eftir námið og koma sér fyrir án þess að eiga von á að vera vísað úr landi, og forsendur fyrir þeirri einföldu aðgerð að skrifa út reikning fyrir sína verktakavinnu. Það að skrifa út reikning er þáttur í allri verktakavinnu en ef aðili kemur utan Evrópsasambandins og Evrópska efnahagsvæðisins þarf að vera til staðar ráðningarsamningur á sínu sérsviði. Hlutastarf, eins og tíðkast innan listaheimsins, er ekki í boði í þessum tilfellum. Hér birtist þá snertiflötur hugtaksins ber list við hitt sem Sholette dregur það af, bert líf, hugtak Giorgios Agamben um tilveru vegabréfa- og þar með réttindalausra hópa. Dæmi eru um listafólk sem útskrifast úr námi hér á landi og er gert að yfirgefa landið beint í kjölfarið. Pappírsleysi birtist einnig í því að hafa ekki aðgengi að vegabréfsáritunum, geta ekki komið til lengri dvalar eða sest hér að. Undanliðið ár hef ég tekið þátt í stofnun hópsins Artists in Iceland Visa Action Group (AIVAG) sem meðal annars er ætlað að berjast fyrir betra aðgengi listafólks að vegabréfsáritunum, auk almennra réttinda fyrir aðflutta listamenn á Íslandi til að starfa innan listasenunnar hér. Við þekkjum öll viðkvæmleika þess að starfa innan þessa geira en það að líta framhjá sameiginlegri ábyrgð okkar á að hlú að aðgengi og fjölbreytileika gæti snúist í andhverfu sína og orðið að baráttu um brauðmola. Slík barátta gerir samfélagt rýrt í stað þess að finna grundvöll samstöðu og vinna út frá því. Starfsemi AIVAG hópsins og áherslur ættu einnig mjög vel við innan ramma SÍM. Sem formaður SÍM myndi ég vilja mynda starfshópa og virkja samfélag listamanna til að kanna þennan málaflokk, meðal annarra. Slíkt er gert með því að efla um leið samræðuvettvang þar sem hægt er að ræða og velta fyrir sér baráttumálum og ágreiningsmálum. Það þarf yfirhalningu á því hvernig SÍM starfar og slíkt er gert með því að virkja og heyra í félagsmönnum. Þau baráttuefni sem ég hef nefnt, aðgengi listamanna að kerfum sem varða berstrípaða hagsmuni, styrkjakerfi og launakerfi, dvalarleyfi og atvinnuleyfi, vinnustofur og sýningarými í borginni eru málefni sem þetta samfélag þarf að ræða. Á myndinni af mér sem ég læt fljóta með í þessari kosningabaráttu má sjá sverar handleggi. Þetta er líkamleg birtingarmynd af vinnu, til dæmis í saltfiski, sem ég vann til að bera kostnað þess að vinna að listaverkefni. Þess konar fyrirkomulag, að laun eða styrkir dugi ekki til lágmarksframfærslu innan þessara hringlandi vinnuhjóla hefur myndað það sem mætti skilgreina sem þrautseigju og útsjónarsemi listamanna. Það er ekki hægt að byggja á slíkri berstrípun líkama til lengdar. Mætum fremur og vöggum bátnum og hræðum stjórnmálamenn með því einu að berjast fyrir réttindum okkar, valdeflandi hagsmunafélagi listamanna. Höfundur býður sig fram í embætti formanns Sambands íslenskra myndlistarmanna, SÍM.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun