3000 íbúðir á ári Einar Þorsteinsson skrifar 10. maí 2022 19:00 Meirihlutanum í Reykjavíkurborg hefur tekist að ná einstökum árangri. Hann hefur á undanförnum árum margbætt Íslandsmet í fasteignaverðshækkunum, svo eftir er tekið. Þegar ávöxtun á þeim fjárfestingum sem einstaklingar fara í til að eiga þak yfir höfuðið er hærri en gengur og gerist í verðbréfaviðskiptum erlendis er eitthvað orðið að. Einbýlishús finnast vart á markaði undir 100 milljónum, sérbýli er almennt nánast ófáanlegt og litlar íbúðir í fjölbýlishúsum eru farnar að kosta það sama og einbýlishús í grónum hverfum gerðu fyrir 5-10 árum síðan. Eldra fólk er í miklum mæli að styðja uppkomin börn sín í fasteignakaupum enda getur útborgun fyrir íbúð numið á annan tug milljóna. Þannig er gengið á eftirlaunasjóð þeirra sem bundinn er í húsnæði til að kaupa íbúð á uppsprengdu verði. Allir tapa á þessu. Stefna meirihlutans sem leiddur er af Samfylkingunni kemur því verst niður á þeim tekjulægri og yngra fólki en einnig eldra fólki. Flóttinn úr borginni Þetta himinháa húsnæðisverð og skortur á fjölbreyttum eignum inn á markaðinn hefur gert það að verkum að barnafjölskyldur sem þurfa að stækka við sig hafa flúið höfuðborgina. Tölur frá Hagstofunni sýna að fólk færir sig í auknum mæli yfir á svæði þar sem fasteignaverð er lægra og framboð á sérbýli er meira. Reykjanesbær, Akranes, Hveragerði og Árborg taka við þeim sem borgin hefur ekki gert ráð fyrir. Það mun til að mynda fjölga um 1800 íbúa í Árborg á þessu ári. Þetta er vegna þess að Reykjavík hefur ekki rækt skyldur sínar þegar kemur að lóðaframboði og tryggja að fjölbreyttir kostir séu þar í boði. Það þarf að hugsa fram í tímann og hugsa um fleira en þéttingu byggðar. Það sem Framsókn ætlar að gera Það sem við í Framsókn ætlum að gera er að tryggja að hér sé nægilegt framboð af lóðum á hverjum tíma fyrir mismunandi tegundir af húsnæði. Það þarf að tryggja nægilegt magn af fjölbýlishúsalóðum fyrir verktaka, leigufélög og fyrir félagslegt húsnæði. Það þarf að líka að úthluta lóðum fyrir sérbýli, einbýlis-, rað- og parhús. Við viljum skipuleggja lóðir svo hægt sé að byggja allt að 3000 íbúðir. Því fylgja ýmsar skyldur að vera höfuðborg. Reykjavík þarf að axla ábyrgð að vera leiðandi í framboði á lóðum. Það er eðlilegt því hér í borginni er mesta byggingarlandið. Fólk þarf að hafa val um að búa eins og það vill. Þetta ætlum við í Framsókn að tryggja á næsta kjörtímabili fáum við til þess umboð. Höfundur er oddviti Framsóknar í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Þorsteinsson Framsóknarflokkurinn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Húsnæðismál Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Meirihlutanum í Reykjavíkurborg hefur tekist að ná einstökum árangri. Hann hefur á undanförnum árum margbætt Íslandsmet í fasteignaverðshækkunum, svo eftir er tekið. Þegar ávöxtun á þeim fjárfestingum sem einstaklingar fara í til að eiga þak yfir höfuðið er hærri en gengur og gerist í verðbréfaviðskiptum erlendis er eitthvað orðið að. Einbýlishús finnast vart á markaði undir 100 milljónum, sérbýli er almennt nánast ófáanlegt og litlar íbúðir í fjölbýlishúsum eru farnar að kosta það sama og einbýlishús í grónum hverfum gerðu fyrir 5-10 árum síðan. Eldra fólk er í miklum mæli að styðja uppkomin börn sín í fasteignakaupum enda getur útborgun fyrir íbúð numið á annan tug milljóna. Þannig er gengið á eftirlaunasjóð þeirra sem bundinn er í húsnæði til að kaupa íbúð á uppsprengdu verði. Allir tapa á þessu. Stefna meirihlutans sem leiddur er af Samfylkingunni kemur því verst niður á þeim tekjulægri og yngra fólki en einnig eldra fólki. Flóttinn úr borginni Þetta himinháa húsnæðisverð og skortur á fjölbreyttum eignum inn á markaðinn hefur gert það að verkum að barnafjölskyldur sem þurfa að stækka við sig hafa flúið höfuðborgina. Tölur frá Hagstofunni sýna að fólk færir sig í auknum mæli yfir á svæði þar sem fasteignaverð er lægra og framboð á sérbýli er meira. Reykjanesbær, Akranes, Hveragerði og Árborg taka við þeim sem borgin hefur ekki gert ráð fyrir. Það mun til að mynda fjölga um 1800 íbúa í Árborg á þessu ári. Þetta er vegna þess að Reykjavík hefur ekki rækt skyldur sínar þegar kemur að lóðaframboði og tryggja að fjölbreyttir kostir séu þar í boði. Það þarf að hugsa fram í tímann og hugsa um fleira en þéttingu byggðar. Það sem Framsókn ætlar að gera Það sem við í Framsókn ætlum að gera er að tryggja að hér sé nægilegt framboð af lóðum á hverjum tíma fyrir mismunandi tegundir af húsnæði. Það þarf að tryggja nægilegt magn af fjölbýlishúsalóðum fyrir verktaka, leigufélög og fyrir félagslegt húsnæði. Það þarf að líka að úthluta lóðum fyrir sérbýli, einbýlis-, rað- og parhús. Við viljum skipuleggja lóðir svo hægt sé að byggja allt að 3000 íbúðir. Því fylgja ýmsar skyldur að vera höfuðborg. Reykjavík þarf að axla ábyrgð að vera leiðandi í framboði á lóðum. Það er eðlilegt því hér í borginni er mesta byggingarlandið. Fólk þarf að hafa val um að búa eins og það vill. Þetta ætlum við í Framsókn að tryggja á næsta kjörtímabili fáum við til þess umboð. Höfundur er oddviti Framsóknar í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun