Er flokkunum sem vinna gegn Reykjavík treystandi til að stjórna Reykjavík? Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 11. maí 2022 15:16 Reykjavíkurborg er með lægsta skuldahlutfall sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og stendur betur fjárhagslega heldur en hin stóru sveitarfélögin á Íslandi. Það er nánast sama hvaða mælikvarði er notaður, alltaf kemur Reykjavík best út. Þannig er staðan þrátt fyrir að borgin standi undir miklum meirihluta allrar fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga á Íslandi og Reykvíkingar verji miklu meiri fjármunum til félagsþjónustu almennt en aðrir íbúar höfuðborgarsvæðisins. Reykjavík er líka með lægstu leikskólagjöldin af fimmtán stærstu sveitarfélögum landsins, greiðir einna hæstu fjárhagsaðstoðina til þeirra sem þurfa á henni að halda, ber hitann og þungann af þjónustu við heimilislaust fólk og er í fararbroddi þegar kemur að félagslegri húsnæðisuppbyggingu. Þetta gerist ekki af sjálfu sér. Reykjavíkurborg stendur vel af því að Reykjavíkurborg er vel stjórnað. Þær rekstrarlegu áskoranir sem borgin stendur frammi fyrir stafa að miklu leyti af skakkri tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga og tregðu löggjafans til að leiðrétta hana. Þá líða Reykjavík og fleiri sveitarfélög fyrir óábyrga fjármála- og efnahagsstefnu sem hefur verið rekin í landsmálunum á vakt Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins síðastliðinn áratug. Í henni felst m.a. að skorið er niður bakdyramegin og verkefni á sviði velferðar- og menntamála færð yfir á sveitarstjórnarstigið án þess að fjármagn og tekjustofnar fylgi. Þetta kemur einna harðast niður á stærsta sveitarfélaginu sem er að miklu leyti með félagsþjónustu alls höfuðborgarsvæðisins á herðunum, Reykjavíkurborg. Þegar stjórnmálaflokkarnir sem bera ábyrgð á einmitt þessu tromma fram í borginni með kosningaloforð um að bæði stórbæta þjónustu og lækka skatta strax; þegar flokkar sem standa fyrir niðurskurði í ríkisframlögum til félagslegrar húsnæðisuppbyggingar og grafa undan húsnæðisstuðningi með ójafnaðarstefnu kynna sjálfa sig sem lausn á húsnæðisvanda höfuðborgarsvæðisins; og þegar flokkur sem stendur vörð um fjárhagslega mismunun gagnvart grunnskólabörnum í Reykjavík segist ætla að setja börn í fyrsta sæti við stjórn Reykjavíkurborgar – þá sjá auðvitað kjósendur í gegnum loddaraskapinn. Flokkar sem vinna gegn Reykjavík og hagsmunum Reykvíkinga eiga ekki að koma nálægt stjórn Reykjavíkur. Það er ábyrgð okkar sem er annt um heilbrigða borgarþróun á félagslegum forsendum að fjölmenna á kjörstaði næsta laugardag og tryggja meirihlutanum í Reykjavík undir forystu Dags B. Eggertssonar og Samfylkingarinnar sterkt umboð til að gera góða borg ennþá betri. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun: Kosningar 2022 Samfylkingin Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg er með lægsta skuldahlutfall sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og stendur betur fjárhagslega heldur en hin stóru sveitarfélögin á Íslandi. Það er nánast sama hvaða mælikvarði er notaður, alltaf kemur Reykjavík best út. Þannig er staðan þrátt fyrir að borgin standi undir miklum meirihluta allrar fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga á Íslandi og Reykvíkingar verji miklu meiri fjármunum til félagsþjónustu almennt en aðrir íbúar höfuðborgarsvæðisins. Reykjavík er líka með lægstu leikskólagjöldin af fimmtán stærstu sveitarfélögum landsins, greiðir einna hæstu fjárhagsaðstoðina til þeirra sem þurfa á henni að halda, ber hitann og þungann af þjónustu við heimilislaust fólk og er í fararbroddi þegar kemur að félagslegri húsnæðisuppbyggingu. Þetta gerist ekki af sjálfu sér. Reykjavíkurborg stendur vel af því að Reykjavíkurborg er vel stjórnað. Þær rekstrarlegu áskoranir sem borgin stendur frammi fyrir stafa að miklu leyti af skakkri tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga og tregðu löggjafans til að leiðrétta hana. Þá líða Reykjavík og fleiri sveitarfélög fyrir óábyrga fjármála- og efnahagsstefnu sem hefur verið rekin í landsmálunum á vakt Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins síðastliðinn áratug. Í henni felst m.a. að skorið er niður bakdyramegin og verkefni á sviði velferðar- og menntamála færð yfir á sveitarstjórnarstigið án þess að fjármagn og tekjustofnar fylgi. Þetta kemur einna harðast niður á stærsta sveitarfélaginu sem er að miklu leyti með félagsþjónustu alls höfuðborgarsvæðisins á herðunum, Reykjavíkurborg. Þegar stjórnmálaflokkarnir sem bera ábyrgð á einmitt þessu tromma fram í borginni með kosningaloforð um að bæði stórbæta þjónustu og lækka skatta strax; þegar flokkar sem standa fyrir niðurskurði í ríkisframlögum til félagslegrar húsnæðisuppbyggingar og grafa undan húsnæðisstuðningi með ójafnaðarstefnu kynna sjálfa sig sem lausn á húsnæðisvanda höfuðborgarsvæðisins; og þegar flokkur sem stendur vörð um fjárhagslega mismunun gagnvart grunnskólabörnum í Reykjavík segist ætla að setja börn í fyrsta sæti við stjórn Reykjavíkurborgar – þá sjá auðvitað kjósendur í gegnum loddaraskapinn. Flokkar sem vinna gegn Reykjavík og hagsmunum Reykvíkinga eiga ekki að koma nálægt stjórn Reykjavíkur. Það er ábyrgð okkar sem er annt um heilbrigða borgarþróun á félagslegum forsendum að fjölmenna á kjörstaði næsta laugardag og tryggja meirihlutanum í Reykjavík undir forystu Dags B. Eggertssonar og Samfylkingarinnar sterkt umboð til að gera góða borg ennþá betri. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun