Sperrileggir alræðis Hilmar Hlíðberg Gunnarsson skrifar 12. maí 2022 09:46 Elliðaárdalurinn, hin fjölskrúðuga útivistarparadís, með grænum lundum, fossum, flúðum, hólmum og hásætum allt um kring hefur í hundruð ára verið athvarf okkar ungra sem aldna. Unaðsreitur þeirra sem hreyft hafa fót og unna dalnum græna, þar sem hið fjölskrúðuga líf manna og málleysingja hefur þrifist óáreitt sem lengi sem ég man. En nú ber svo við að þessum helga reit hefur verulega verið raskað og það svo að smávinir dalsins eru nánast horfnir á braut. Þarna voru endur í margskonar litbrigðum, gæsir og svanir með danslistir daglangt, hafa nú verið sviptir lifibrauði Árbæjarlónsins sem var hjartað í dalnum. Þar sem foreldrar barna áðu í þúsunda vís í viku hverri og bros barna breiddu ljóma sinn yfir fegurð og lífi sem fyrir bar og alls þess sem dalurinn skrýðir. En svo ber við að Árbæjarlónið er þurrausið í skjóli nætur af herra Alráði hjá Orkuveitunni og það gegn öllum góðum gildum um siðferði og reglur sem eiga auðvitað í hvívetna að vera í hávegum hafðar í svona umdeildu máli. Bjarna bráðráða hefði átt að vera það vel kunnugt áður en hann lét af ósómanum verða, að honum bar skylda til að hlutast til um núverandi deiliskipulag og fá álit Náttúrufræðistofnunar Íslands og Orkustofnunar sem aldrei lagði blessun sína yfir þennan flausturslega gjörning. Það er nú svo með marga menn sem hafa stærilæti og sperrileggstilburði að leiðarljósi, að þeir verða oft fyrir andúð svo lengi sem þeir lifa og geta vart um skallann strokið vegna miskunnarleysis í orði og æði fyrr á æviskeiði. Menn sem að í krafti stöðu sinnar barið hafa sér á brjóst og beit bolabrögðum, verða svo síðar þegar upp um þá kemst hafðir að háði og spotti. Þeir eru blindir menn, meta það aldrei eins og vera ber og unna því lítið, sem fagurt er, orti Jónas okkar allra forðum. Það er kaldur hugur sem býr að baki þess manns, sem stuðlar að útrýmingu smávina vorra, sem glatt hafa hjörtu Reykvíkinga með söng í þúsund ár. Já og okkur sérstaklega sem búum hér í efra holtinu Breiða og Árbæ. Ekki ætla ég nú herra alráði í borgarstjórn að hann hafi einn og sér endanlega lagt blessun sína yfir þennan óskunda, en ef svo er, þá er meðvirkni hans sama og samþykki. Eftir henni verður rækilega munað í næstu borgarstjórnarkosningum. Ég held nú samt að tími sé til kominn að kjöldraga þennan meirihluta allan og alla hans niðurrifs nóta og það tvisvar. Út og suður ákvarðanir sem engu hafa skilað nema neikvæðni og Íslandsmeti leiðindum. Hallarekstur borgarinnar er nú sér kapítuli út af fyrir sig þar sem vondar ákvarðanir hafa verið teknar, sem er ekkert annað en versta tegund kúgunar og ofríkis. En vonandi kemur nýr dagur. Það er sannarlega kominn tími til að borgarar Reykjavíkur rísi upp úr öskustónni og mótmæli, jafnvel með hamri og sigð, eða bara potti og pönnu (pottum eða pönnum). Það er nú samt einlæg von mín að sættir náist og að skynsemin fái að ráða för, að hunangsflugan fái að syngja og dansa við hvurn sinn fót og fingur, að smávinirnir mínir fái aftur glatt okkur með söng og dansi og að bros barna vorra skíni sem skærast langt fram eftir vegi. Höfundur er borgarbúi í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Elliðaárdalurinn, hin fjölskrúðuga útivistarparadís, með grænum lundum, fossum, flúðum, hólmum og hásætum allt um kring hefur í hundruð ára verið athvarf okkar ungra sem aldna. Unaðsreitur þeirra sem hreyft hafa fót og unna dalnum græna, þar sem hið fjölskrúðuga líf manna og málleysingja hefur þrifist óáreitt sem lengi sem ég man. En nú ber svo við að þessum helga reit hefur verulega verið raskað og það svo að smávinir dalsins eru nánast horfnir á braut. Þarna voru endur í margskonar litbrigðum, gæsir og svanir með danslistir daglangt, hafa nú verið sviptir lifibrauði Árbæjarlónsins sem var hjartað í dalnum. Þar sem foreldrar barna áðu í þúsunda vís í viku hverri og bros barna breiddu ljóma sinn yfir fegurð og lífi sem fyrir bar og alls þess sem dalurinn skrýðir. En svo ber við að Árbæjarlónið er þurrausið í skjóli nætur af herra Alráði hjá Orkuveitunni og það gegn öllum góðum gildum um siðferði og reglur sem eiga auðvitað í hvívetna að vera í hávegum hafðar í svona umdeildu máli. Bjarna bráðráða hefði átt að vera það vel kunnugt áður en hann lét af ósómanum verða, að honum bar skylda til að hlutast til um núverandi deiliskipulag og fá álit Náttúrufræðistofnunar Íslands og Orkustofnunar sem aldrei lagði blessun sína yfir þennan flausturslega gjörning. Það er nú svo með marga menn sem hafa stærilæti og sperrileggstilburði að leiðarljósi, að þeir verða oft fyrir andúð svo lengi sem þeir lifa og geta vart um skallann strokið vegna miskunnarleysis í orði og æði fyrr á æviskeiði. Menn sem að í krafti stöðu sinnar barið hafa sér á brjóst og beit bolabrögðum, verða svo síðar þegar upp um þá kemst hafðir að háði og spotti. Þeir eru blindir menn, meta það aldrei eins og vera ber og unna því lítið, sem fagurt er, orti Jónas okkar allra forðum. Það er kaldur hugur sem býr að baki þess manns, sem stuðlar að útrýmingu smávina vorra, sem glatt hafa hjörtu Reykvíkinga með söng í þúsund ár. Já og okkur sérstaklega sem búum hér í efra holtinu Breiða og Árbæ. Ekki ætla ég nú herra alráði í borgarstjórn að hann hafi einn og sér endanlega lagt blessun sína yfir þennan óskunda, en ef svo er, þá er meðvirkni hans sama og samþykki. Eftir henni verður rækilega munað í næstu borgarstjórnarkosningum. Ég held nú samt að tími sé til kominn að kjöldraga þennan meirihluta allan og alla hans niðurrifs nóta og það tvisvar. Út og suður ákvarðanir sem engu hafa skilað nema neikvæðni og Íslandsmeti leiðindum. Hallarekstur borgarinnar er nú sér kapítuli út af fyrir sig þar sem vondar ákvarðanir hafa verið teknar, sem er ekkert annað en versta tegund kúgunar og ofríkis. En vonandi kemur nýr dagur. Það er sannarlega kominn tími til að borgarar Reykjavíkur rísi upp úr öskustónni og mótmæli, jafnvel með hamri og sigð, eða bara potti og pönnu (pottum eða pönnum). Það er nú samt einlæg von mín að sættir náist og að skynsemin fái að ráða för, að hunangsflugan fái að syngja og dansa við hvurn sinn fót og fingur, að smávinirnir mínir fái aftur glatt okkur með söng og dansi og að bros barna vorra skíni sem skærast langt fram eftir vegi. Höfundur er borgarbúi í Reykjavík.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun