Hvort viltu eignast börn eða vinna? Guðrún Runólfsdóttir og Leifur Gunnarsson skrifa 12. maí 2022 11:00 Þetta eru ekki valkostir sem nokkur manneskja ætti að þurfa að velja á milli. Því miður er samt staðan þannig allt of víða í heiminum. Jafnvel á vesturlöndum svarar það víðast hvar ekki kostnaði fyrir foreldra að vera bæði útivinnandi áður en barnið fer í grunnskóla. Leikskólagjöld eru einfaldlega of há eða þjónustan ekki nóg aðgengileg. Hvað þýðir þetta? Jú, til að stofna fjölskyldu þarf (nánast undantekningalaust) móðirin að hætta á vinnumarkaði og sinna barninu eða börnunum. Móðirin missir af verðmætum tíma á vinnumarkaði sem hefur óumflýjanlega áhrif á launakjör hennar til frambúðar. Enda er þetta meðal þeirra þátta sem viðheldur launamuni kynjanna. En samfélagið missir líka verðmætan starfskraft af vinnumarkaði. Það er nefnilega ekki bara móðirin sem tapar á þessu, samfélagið allt tapar á kynjamisrétti. Fjölskylduvæn samfélög eru góð samfélög Sem betur fer er þetta ekki alveg svona ýkt hér á landi. En með því að gera okkur grein fyrir stöðunni í heiminum sjáum við oft betur hvert við eigum að stefna hér á landi. Því miður er það normið að eftir að fæðingarorlof foreldra er liðið tekur óvissan við. Oft geta ömmur og afar hlaupið undir bagga og ef heppnin er með foreldrunum kemst kannski barnið inni hjá dagforeldri. En ekkert af þessu er gefið. Það er enn þá allt of algengt að annað foreldri detti út af vinnumarkaði til að annast barn áður en það kemst inn á leikskóla. Oftar en ekki fellur það hlutverk mömmunni í skaut. Þessu verðum við að breyta. Við Vinstri græn viljum að gjaldfrjáls leikskóli taki við fæðingarorlofi. Leikskólinn á að vera aðgengilegur öllum börnum óháð stétt eða stöðu foreldra þeirra. Þá eiga foreldrar að geta snúið aftur til starfa að fæðingarorlofi loknu. Það mun vafalaust kosta og sveitarfélög, ríki og aðilar vinnumarkaðarins munu þurfa að vinna saman að þessu markmiði. En þetta mun borga sig margfalt til baka. Við græðum öll á fjölskylduvænna samfélagi. Bæði betra Við Vinstri græn erum með skýra sýn hvernig við viljum sjá samfélagið. Í okkar huga er það risastórt réttlætismál að engin manneskja eigi að þurfa að spyrja sig þeirrar spurningar hvort hún vilji heldur eignast börn eða vinna. Fólk á að njóta þess frelsis að geta gert hvort tveggja. Höfundar skipa 5. og 6. sæti á lista VG í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Skoðun: Kosningar 2022 Árborg Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Þetta eru ekki valkostir sem nokkur manneskja ætti að þurfa að velja á milli. Því miður er samt staðan þannig allt of víða í heiminum. Jafnvel á vesturlöndum svarar það víðast hvar ekki kostnaði fyrir foreldra að vera bæði útivinnandi áður en barnið fer í grunnskóla. Leikskólagjöld eru einfaldlega of há eða þjónustan ekki nóg aðgengileg. Hvað þýðir þetta? Jú, til að stofna fjölskyldu þarf (nánast undantekningalaust) móðirin að hætta á vinnumarkaði og sinna barninu eða börnunum. Móðirin missir af verðmætum tíma á vinnumarkaði sem hefur óumflýjanlega áhrif á launakjör hennar til frambúðar. Enda er þetta meðal þeirra þátta sem viðheldur launamuni kynjanna. En samfélagið missir líka verðmætan starfskraft af vinnumarkaði. Það er nefnilega ekki bara móðirin sem tapar á þessu, samfélagið allt tapar á kynjamisrétti. Fjölskylduvæn samfélög eru góð samfélög Sem betur fer er þetta ekki alveg svona ýkt hér á landi. En með því að gera okkur grein fyrir stöðunni í heiminum sjáum við oft betur hvert við eigum að stefna hér á landi. Því miður er það normið að eftir að fæðingarorlof foreldra er liðið tekur óvissan við. Oft geta ömmur og afar hlaupið undir bagga og ef heppnin er með foreldrunum kemst kannski barnið inni hjá dagforeldri. En ekkert af þessu er gefið. Það er enn þá allt of algengt að annað foreldri detti út af vinnumarkaði til að annast barn áður en það kemst inn á leikskóla. Oftar en ekki fellur það hlutverk mömmunni í skaut. Þessu verðum við að breyta. Við Vinstri græn viljum að gjaldfrjáls leikskóli taki við fæðingarorlofi. Leikskólinn á að vera aðgengilegur öllum börnum óháð stétt eða stöðu foreldra þeirra. Þá eiga foreldrar að geta snúið aftur til starfa að fæðingarorlofi loknu. Það mun vafalaust kosta og sveitarfélög, ríki og aðilar vinnumarkaðarins munu þurfa að vinna saman að þessu markmiði. En þetta mun borga sig margfalt til baka. Við græðum öll á fjölskylduvænna samfélagi. Bæði betra Við Vinstri græn erum með skýra sýn hvernig við viljum sjá samfélagið. Í okkar huga er það risastórt réttlætismál að engin manneskja eigi að þurfa að spyrja sig þeirrar spurningar hvort hún vilji heldur eignast börn eða vinna. Fólk á að njóta þess frelsis að geta gert hvort tveggja. Höfundar skipa 5. og 6. sæti á lista VG í Árborg.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun