200 ára hlutleysi kastað á glæ Guttormur Þorsteinsson skrifar 18. maí 2022 07:00 Núna hafa ríkisstjórnir Svíþjóðar og Finnlands samþykkt að sækja um aðild að hernaðarbandalaginu Nató og ríkisstjórn Íslands lýst því yfir að hún muni styðja þá umsókn. Þessi umsnúningur í utanríkisstefnu þessara áður hlutlausu landa kemur kannski ekki mjög á óvart. Bæði löndin hafa unnið náið með Nató síðan Kalda stríðinu lauk og í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu hefur orðið umsnúningur í afstöðu almennings til aðildar. Það er skiljanlegt að Svíar og Finnar hugi að öryggi sínu í ljósi þeirra hörmunga sem stríðið hefur kallað yfir Úkraínumenn. Það sem er torskildara er að ríkisstjórnir þessara landa skuli taka svona afdrifaríka ákvörðun án þess að boða þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef ákallið eftir aðild er svona sterkt meðal almennings ætti að vera sjálfsagt að staðfesta það með afgerandi hætti. Það tók marga áratugi fyrir þau sár að gróa sem innganga Íslands í Nató án þjóðaratkvæðagreiðslu opnaði árið 1949. Ísland hafði þó verið hlutlaust í mun skemmri tíma en Svíþjóð og Finnland nú. Það er spurning hvort að stjórnvöld vilji helst afgreiða þetta án of mikillar umræðu ef hún skyldi velta upp rökum sem mæla gegn þessari skyndilegu kúvendingu. Finnar hafa sjálfir fengið að finna fyrir innrás frá Rússlandi en eftir seinni heimsstyrjöld voru landamæri Sovétríkjanna og Finnlands ekki lengur tilefni til átaka. Svíar státa svo af 200 ára sögu hlutleysis sem hefur unnið landinu sess á alþjóðavettvangi. Á tímum Kalda stríðsins gátu sænsk stjórnvöld gagnrýnt framferði beggja risaveldanna og talað fyrir friði og kjarnorkuafvopnun. Eins og við höfum fengið að kynnast er þetta ekki samrýmanlegt Nató aðild. Nató er ekki bara bandalag um sameiginlegar varnir heldur hefur það tekið þátt í stríðsátökum fjarri landamærum sínum í Afganistan og Líbíu. Einstök Nató-ríki hafa svo skilið eftir sig sviðna jörð í Afríku og Mið-Austurlöndum síðustu ár. Pútín hefur enda notað það sem skálkaskjól og fyrirmynd í yfirgangi sínum og hernaði gagnvart nágrannaríkjum. Nató er líka kjarnorkuvopnabandalag sem áskilur sér rétt til þess að beita kjarnavopnum að fyrra bragði og þrýstir á um að aðildarríki þess samþykki ekki Sáttmála Sameinuðu Þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum. Ef óttinn við óútreiknanlegan og drottnunargjarna forseta Rússlands fær þjóðir til þess að leita skjóls í faðmi Nató ættu þær kannski að líta í kringum sig fyrst. Lýðræðið stendur höllum fótum í Bandaríkjunum og þau ráða því sem þau vilja innan Nató. Fátt virðist getað stoppað repúblikana frá því að sölsa undir sig öll völd og það er æ líklegra að Donald Trump setjist aftur í stól forseta, hvort sem hann fær næg atkvæði til þess eða ekki. Tyrkland er svo komið enn lengra á braut einræðis og er nú helsti þröskuldurinn í vegi aðildar Svíþjóðar og Finnlands að Nató. Erdogan forseti mun eflaust gera það að skilyrði að ríkin láti af stuðningi sínum við Kúrda sem eru grimmilega undirokaðir og sviptir grundvallarréttindum í Tyrklandi. Eins hræðilegt og stríðið í Úkraínu er þá hefur það líka sýnt fram á að Rússland er ekki eins öflugt herveldi og af er látið. Það er því sorglegt fyrir friðarsinna að þessar frændþjóðir okkar segi endanlega skilið við hlutleysi sitt og að rödd þeirra í þágu friðar verði kæfð innan bandalags sem ber mikla ábyrgð á mörgum verstu stríðsátökum síðustu áratuga, allt vegna stundarótta við annan fant. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guttormur Þorsteinsson NATO Svíþjóð Finnland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Núna hafa ríkisstjórnir Svíþjóðar og Finnlands samþykkt að sækja um aðild að hernaðarbandalaginu Nató og ríkisstjórn Íslands lýst því yfir að hún muni styðja þá umsókn. Þessi umsnúningur í utanríkisstefnu þessara áður hlutlausu landa kemur kannski ekki mjög á óvart. Bæði löndin hafa unnið náið með Nató síðan Kalda stríðinu lauk og í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu hefur orðið umsnúningur í afstöðu almennings til aðildar. Það er skiljanlegt að Svíar og Finnar hugi að öryggi sínu í ljósi þeirra hörmunga sem stríðið hefur kallað yfir Úkraínumenn. Það sem er torskildara er að ríkisstjórnir þessara landa skuli taka svona afdrifaríka ákvörðun án þess að boða þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef ákallið eftir aðild er svona sterkt meðal almennings ætti að vera sjálfsagt að staðfesta það með afgerandi hætti. Það tók marga áratugi fyrir þau sár að gróa sem innganga Íslands í Nató án þjóðaratkvæðagreiðslu opnaði árið 1949. Ísland hafði þó verið hlutlaust í mun skemmri tíma en Svíþjóð og Finnland nú. Það er spurning hvort að stjórnvöld vilji helst afgreiða þetta án of mikillar umræðu ef hún skyldi velta upp rökum sem mæla gegn þessari skyndilegu kúvendingu. Finnar hafa sjálfir fengið að finna fyrir innrás frá Rússlandi en eftir seinni heimsstyrjöld voru landamæri Sovétríkjanna og Finnlands ekki lengur tilefni til átaka. Svíar státa svo af 200 ára sögu hlutleysis sem hefur unnið landinu sess á alþjóðavettvangi. Á tímum Kalda stríðsins gátu sænsk stjórnvöld gagnrýnt framferði beggja risaveldanna og talað fyrir friði og kjarnorkuafvopnun. Eins og við höfum fengið að kynnast er þetta ekki samrýmanlegt Nató aðild. Nató er ekki bara bandalag um sameiginlegar varnir heldur hefur það tekið þátt í stríðsátökum fjarri landamærum sínum í Afganistan og Líbíu. Einstök Nató-ríki hafa svo skilið eftir sig sviðna jörð í Afríku og Mið-Austurlöndum síðustu ár. Pútín hefur enda notað það sem skálkaskjól og fyrirmynd í yfirgangi sínum og hernaði gagnvart nágrannaríkjum. Nató er líka kjarnorkuvopnabandalag sem áskilur sér rétt til þess að beita kjarnavopnum að fyrra bragði og þrýstir á um að aðildarríki þess samþykki ekki Sáttmála Sameinuðu Þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum. Ef óttinn við óútreiknanlegan og drottnunargjarna forseta Rússlands fær þjóðir til þess að leita skjóls í faðmi Nató ættu þær kannski að líta í kringum sig fyrst. Lýðræðið stendur höllum fótum í Bandaríkjunum og þau ráða því sem þau vilja innan Nató. Fátt virðist getað stoppað repúblikana frá því að sölsa undir sig öll völd og það er æ líklegra að Donald Trump setjist aftur í stól forseta, hvort sem hann fær næg atkvæði til þess eða ekki. Tyrkland er svo komið enn lengra á braut einræðis og er nú helsti þröskuldurinn í vegi aðildar Svíþjóðar og Finnlands að Nató. Erdogan forseti mun eflaust gera það að skilyrði að ríkin láti af stuðningi sínum við Kúrda sem eru grimmilega undirokaðir og sviptir grundvallarréttindum í Tyrklandi. Eins hræðilegt og stríðið í Úkraínu er þá hefur það líka sýnt fram á að Rússland er ekki eins öflugt herveldi og af er látið. Það er því sorglegt fyrir friðarsinna að þessar frændþjóðir okkar segi endanlega skilið við hlutleysi sitt og að rödd þeirra í þágu friðar verði kæfð innan bandalags sem ber mikla ábyrgð á mörgum verstu stríðsátökum síðustu áratuga, allt vegna stundarótta við annan fant. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun