KUSK og Óviti gefa út lagið Elsku vinur: „Samið í einu góðu útrásarkasti í stúdíóinu“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 20. maí 2022 11:31 Kolbrún Óskarsdóttir, KUSK, og Hrannar Máni, Óviti, voru að gefa út lagið Elsku vinur. Aðsend Tónlistarfólkið Kolbrún og Hrannar, jafnan þekkt sem KUSK og Óviti, sendu frá sér lagið Elsku vinur í dag. Þetta er í annað sinn sem þau sameina krafta sína en áður hafa þau gefið út lagið Flugvélar. Blaðamaður hafði samband við þau og fékk að forvitnast um nýja lagið. Hvernig varð lagið Elsku vinur til? Lagið var samið í einu góðu útrásarkasti í stúdíóinu. Við sömdum það og tókum allt upp á rúmlega fjórum klukkutímum, sem er persónulegt met. Þetta byrjaði með skemmtilegum gítarhljómum sem þróuðust út í orkumikið popplag. Hrannar pródúseraði allt lagið, samdi undirspilið og tók upp öll hljóðfærin í því, mætti segja að eins manns hljómsveit væri á ferð. Kolbrún hins vegar samdi textana í laginu og laglínu viðlagsins. Þetta er í rauninni mjög hefðbundin uppskrift af því hvernig við vinnum saman. Mætum í stúdíóið án þess að vera með neitt ákveðið heldur byrjum bara á einhverju einu, sem í þessu tilfelli var gítarinn. Svo fór lagið í langt mix og master ferli sem Snorri Beck tók að sér. View this post on Instagram A post shared by ÓVITI (@oviti_) Hvaðan sóttuð þið innblástur fyrir laginu? Það var heillandi að búa til lag sem skemmtilegt væri að spila live með hljómsveit, og sóttu við því mikið í að taka upp live hljóðfæri í stúdíóinu. Við vorum nýbúin að byrja upptökuferli í hljómsveitinni okkar, Keikó, þar sem Hrannar pródúseraði með live hljóðfærum. Hrannar langaði að fara meira í live áttina með tónlistina sína og er því Elsku Vinur eins konar frumburður nýrrar stefnu. Innblástur sóttum við mikið í líðandi stundir. View this post on Instagram A post shared by ÓVITI (@oviti_) Nú vinnið þið vel saman sem tónlistarfólk - stefnið þið á að gefa út breiðskífu saman eða eru fleiri lög á döfinni? Við stefnum klárlega á það að vinna mikið saman á næstunni, og þá mikið í sumar. Við förum meðal annars saman og spilum á tónlistarhátíðinni Westerpop í Delft, Hollandi. Hrannar stefnir á að halda áfram í live geiranum og gefa út Óvita plötu á næstunni. Þetta væri önnur plata Óvita þar sem hann gaf út plötuna Ranka Við síðastliðið haust. Kolbrún og Hrannar vinna vel saman.Aðsend Þar sem við vinnum svo mikið saman stefnum við einnig á það að vera með sameiginlegt stúdíó og erum að sanka að okkur ýmis konar skemmtilegum græjum. Stærsta vandamálið er þó góð aðstaða og erum við því í sífelldri leit að skemmtilegum rýmum. Einnig er það draumur okkar beggja að fara hringferð um landið og spila á mismunandi stöðum, mikið í heimabæjum þar sem við erum bæði ættuð utan af landi. Ef tækifæri gefst munum við reyna að framkvæma tónleikaferð í sumar. Kolbrún, hvernig var tilfinningin að vinna músíktilraunir og hvað er framundan? Þetta er í rauninni búið að vera mjög skrítið ferli, er ekki alveg búin að ná utan um allt sem er búið að gerast seinasta mánuð. Er búin að fá að upplifa hluti sem mig hefði aldrei getað dreymt um og kynnast fullt af ótrúlega hæfileikaríku og frábæru fólki. View this post on Instagram A post shared by Kolbru n - KUSK (@kolbrunoskars) Það er vissulega búið að vera mikið álag en samt skemmtilegt álag og er þakklát fyrir að hafa bara gott fólk í kringum mig sem styður allt sem ég geri. Núna er ég að klára plötu að nafni Skvaldur þar sem hægt verður að finna ýmis lög sem heyrst hafa hér og þar, eins og til dæmis Undan Berum Himni, Snúðu Þér og Lúpínur. Ég stefni svo á það að spila eins mikið af tónlist og ég get í sumar, þar sem það er það skemmtilegasta sem ég geri. Við Hrannar erum líka alltaf eitthvað að bralla og stefnum svo sannarlega á það að gera eitthvað sameiginlegt verkefni á næstunni. Annað sem þið viljið taka fram? Til að fagna útgáfu lagsins þá ætlum við að halda útgáfutónleika á KEX hostel föstudaginn 27. maí næstkomandi. Það verður frítt inn og engin önnur en hljómsveitin Inspector Spacetime spilar með okkur. Hlökkum til að sjá sem flesta og njótið lagsins. Tónlist Tengdar fréttir „Langar að koma lífinu öllu af stað og sjá hvar við endum“ Söngkonan Kolbrún Óskarsdóttir er 18 ára gömul og lýsir sér sem miðbæjarrottu úr Reykjavík. Þessi unga söngkona gengur undir listamannsnafninu KUSK og sendi frá sér sitt fyrsta lag í dag. Lagið heitir Flugvélar og er unnið með dúóinu Óviti, sem Hrannar Máni og Snorri Beck skipa. 4. mars 2022 14:30 Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Hvernig varð lagið Elsku vinur til? Lagið var samið í einu góðu útrásarkasti í stúdíóinu. Við sömdum það og tókum allt upp á rúmlega fjórum klukkutímum, sem er persónulegt met. Þetta byrjaði með skemmtilegum gítarhljómum sem þróuðust út í orkumikið popplag. Hrannar pródúseraði allt lagið, samdi undirspilið og tók upp öll hljóðfærin í því, mætti segja að eins manns hljómsveit væri á ferð. Kolbrún hins vegar samdi textana í laginu og laglínu viðlagsins. Þetta er í rauninni mjög hefðbundin uppskrift af því hvernig við vinnum saman. Mætum í stúdíóið án þess að vera með neitt ákveðið heldur byrjum bara á einhverju einu, sem í þessu tilfelli var gítarinn. Svo fór lagið í langt mix og master ferli sem Snorri Beck tók að sér. View this post on Instagram A post shared by ÓVITI (@oviti_) Hvaðan sóttuð þið innblástur fyrir laginu? Það var heillandi að búa til lag sem skemmtilegt væri að spila live með hljómsveit, og sóttu við því mikið í að taka upp live hljóðfæri í stúdíóinu. Við vorum nýbúin að byrja upptökuferli í hljómsveitinni okkar, Keikó, þar sem Hrannar pródúseraði með live hljóðfærum. Hrannar langaði að fara meira í live áttina með tónlistina sína og er því Elsku Vinur eins konar frumburður nýrrar stefnu. Innblástur sóttum við mikið í líðandi stundir. View this post on Instagram A post shared by ÓVITI (@oviti_) Nú vinnið þið vel saman sem tónlistarfólk - stefnið þið á að gefa út breiðskífu saman eða eru fleiri lög á döfinni? Við stefnum klárlega á það að vinna mikið saman á næstunni, og þá mikið í sumar. Við förum meðal annars saman og spilum á tónlistarhátíðinni Westerpop í Delft, Hollandi. Hrannar stefnir á að halda áfram í live geiranum og gefa út Óvita plötu á næstunni. Þetta væri önnur plata Óvita þar sem hann gaf út plötuna Ranka Við síðastliðið haust. Kolbrún og Hrannar vinna vel saman.Aðsend Þar sem við vinnum svo mikið saman stefnum við einnig á það að vera með sameiginlegt stúdíó og erum að sanka að okkur ýmis konar skemmtilegum græjum. Stærsta vandamálið er þó góð aðstaða og erum við því í sífelldri leit að skemmtilegum rýmum. Einnig er það draumur okkar beggja að fara hringferð um landið og spila á mismunandi stöðum, mikið í heimabæjum þar sem við erum bæði ættuð utan af landi. Ef tækifæri gefst munum við reyna að framkvæma tónleikaferð í sumar. Kolbrún, hvernig var tilfinningin að vinna músíktilraunir og hvað er framundan? Þetta er í rauninni búið að vera mjög skrítið ferli, er ekki alveg búin að ná utan um allt sem er búið að gerast seinasta mánuð. Er búin að fá að upplifa hluti sem mig hefði aldrei getað dreymt um og kynnast fullt af ótrúlega hæfileikaríku og frábæru fólki. View this post on Instagram A post shared by Kolbru n - KUSK (@kolbrunoskars) Það er vissulega búið að vera mikið álag en samt skemmtilegt álag og er þakklát fyrir að hafa bara gott fólk í kringum mig sem styður allt sem ég geri. Núna er ég að klára plötu að nafni Skvaldur þar sem hægt verður að finna ýmis lög sem heyrst hafa hér og þar, eins og til dæmis Undan Berum Himni, Snúðu Þér og Lúpínur. Ég stefni svo á það að spila eins mikið af tónlist og ég get í sumar, þar sem það er það skemmtilegasta sem ég geri. Við Hrannar erum líka alltaf eitthvað að bralla og stefnum svo sannarlega á það að gera eitthvað sameiginlegt verkefni á næstunni. Annað sem þið viljið taka fram? Til að fagna útgáfu lagsins þá ætlum við að halda útgáfutónleika á KEX hostel föstudaginn 27. maí næstkomandi. Það verður frítt inn og engin önnur en hljómsveitin Inspector Spacetime spilar með okkur. Hlökkum til að sjá sem flesta og njótið lagsins.
Tónlist Tengdar fréttir „Langar að koma lífinu öllu af stað og sjá hvar við endum“ Söngkonan Kolbrún Óskarsdóttir er 18 ára gömul og lýsir sér sem miðbæjarrottu úr Reykjavík. Þessi unga söngkona gengur undir listamannsnafninu KUSK og sendi frá sér sitt fyrsta lag í dag. Lagið heitir Flugvélar og er unnið með dúóinu Óviti, sem Hrannar Máni og Snorri Beck skipa. 4. mars 2022 14:30 Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Langar að koma lífinu öllu af stað og sjá hvar við endum“ Söngkonan Kolbrún Óskarsdóttir er 18 ára gömul og lýsir sér sem miðbæjarrottu úr Reykjavík. Þessi unga söngkona gengur undir listamannsnafninu KUSK og sendi frá sér sitt fyrsta lag í dag. Lagið heitir Flugvélar og er unnið með dúóinu Óviti, sem Hrannar Máni og Snorri Beck skipa. 4. mars 2022 14:30