Lífið samstarf

Herra Hnetusmjör, Gústi B, Eva Ruza, Johnny Boy og Kiddi Bigfoot sjá um fjörið í litahlaupinu 4. júní

Litahlaupið
Herra Hnetusmjör mun skemmta gestum í upphituninni fyrir hlaupið með nokkrum vel völdum partýlögum
Herra Hnetusmjör mun skemmta gestum í upphituninni fyrir hlaupið með nokkrum vel völdum partýlögum

Þátttakendur í The Color Run litahlaupinu eiga von á góðri skemmtun á sviðinu fyrir og eftir hlaup í Laugardalnum laugardaginn 4. júní næstkomandi. Herra Hnetusmjör mun skemmta gestum í upphituninni fyrir hlaupið með nokkrum vel völdum partýlögum til að koma öllum í rétta gírinn.

Að auki mun Johnny Boy hita upp fyrir Herra Hnetusmjör með tveimur lögum. Johnny Boy er listamannsnafn Jónasar Víkings, 15 ára nýstyrnis í rappsenunni á Íslandi, sem sigraði Rímnaflæði sem er rappkeppni unga fólksins.

Johnny Boy er listamannsnafn Jónasar Víkings, 15 ára nýstyrnis í rappsenunni á Íslandi

Eva Ruza verður áfram kynnir viðburðarins og fær til liðs við sig Gústa B, samfélagsmiðlastjörnu og útvarpsmann á FM957, og saman munu þau sjá til þess að það verður ekki fjörlaus mínúta fyrir framan sviðið í upphituninni og litabombupartýinu eftir hlaup.

Litahlaupið verður loksins haldið að nýju eftir tveggja ára hlé og lofa aðstandendur mikilli skemmtun í Laugardalnum enda hafa margir beðið lengi eftir að geta tekið þátt að nýju í þessum skemmtilega fjölskylduviðburði með tilheyrandi litadýrð. Allir sem keypt höfðu miða í hlaupin sem áttu að fara fram árin 2020 og 2021 geta notað miða sína í hlaupin í ár.

Eva Ruza verður áfram kynnir viðburðarins og fær til liðs við sig Gústa B, samfélagsmiðlastjörnu og útvarpsmann á FM957

Þetta verður í sjötta sinn sem litahlaupið fer fram í Reykjavík og ávallt verið uppselt á viðburðinn. Litahlaupið er 5km löng skemmtun fyrir alla fjölskylduna þar sem þátttakendur eru litaðir með litapúðri eftir hvern kilómetra og við endamarkið verður síðan mikil fjölskylduskemmtun.

Ólíkt flestum öðrum hlaupum snýst The Color Run ekki um að koma í mark á sem skemmstum tíma heldur að njóta upplifunar litahlaupsins. Þátttakendur byrja hlaupið í hvítum bol en verða í öllum regnbogans litum þegar komið er í endamarkið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.