Mbappé hélt upp á nýja samninginn með því að skora þrennu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. maí 2022 21:01 Mbappé skoraði þrjú í kvöld. EPA-EFE/Mohammed Badra Kylian Mbappé skoraði þrennu er París Saint-Germain valtaði yfir Metz 5-0 í lokaumferð frönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Fyrr í dag bárust þær fregnir að Mbappé hefði ákveðið að gefa Real Madríd fingurinn og endursemja í París. Talið var öruggt mál að Mbappé myndi semja við Real er samningur hans rynni út í sumar. Til að bæta gráu ofan á svart þá virðist Paul Pogba vera á leiðinni til Juventus og Erling Braut Håland hefur samið við Manchester City. Sem stendur er þýski miðvörðurinn Antonio Rüdiger eini leikmaðurinn á leiðinni til Real í sumar. Mbappé hélt svo upp á nýja samninginn í París – sem hann á þó enn eftir að skrifa undir – með því að skora þrennu í þægilegum 5-0 sigri meistaraliðs PSG á Metz í kvöld. Mbappé hóf veisluna á 25. mínútu og bætti við öðru marki þremur mínútum síðar. Bæði mörkin lögð upp af Argentínumönnum, Angel Di María lagði upp fyrsta markið og Lionel nokkur Messi það síðara. Neymar bætti við þriðja marki PSG aðeins þremur mínútum eftir annað mark Mbappé og staðan 3-0 er liðin gengu til búningsherbergja. Mbappé fullkomnaði þrennu sína snemma í síðari hálfleik og varð útlitið bjartara fyrir Metz þegar Boubacar Traore lét reka sig út af átta mínútum síðar eftir að hafa fengið sitt annað gula spjald í leiknum. Kylian Mbappé s Saturday: Rejects Real Madrid Signs huge new PSG contract Hat trick vs. Metz pic.twitter.com/VOztne4AfN— B/R Football (@brfootball) May 21, 2022 Di María skoraði fimmta mark PSG á 67. mínútu og þó nóg hafi verið eftir af leiknum þá urðu mörkin ekki fleiri, lokatölur 5-0. PSG endar tímabilið með 86 stig, fimmtán stigum meira en Monaco og Marseilla sem enda tímabilið í 2. og 3. sæti. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira
Fyrr í dag bárust þær fregnir að Mbappé hefði ákveðið að gefa Real Madríd fingurinn og endursemja í París. Talið var öruggt mál að Mbappé myndi semja við Real er samningur hans rynni út í sumar. Til að bæta gráu ofan á svart þá virðist Paul Pogba vera á leiðinni til Juventus og Erling Braut Håland hefur samið við Manchester City. Sem stendur er þýski miðvörðurinn Antonio Rüdiger eini leikmaðurinn á leiðinni til Real í sumar. Mbappé hélt svo upp á nýja samninginn í París – sem hann á þó enn eftir að skrifa undir – með því að skora þrennu í þægilegum 5-0 sigri meistaraliðs PSG á Metz í kvöld. Mbappé hóf veisluna á 25. mínútu og bætti við öðru marki þremur mínútum síðar. Bæði mörkin lögð upp af Argentínumönnum, Angel Di María lagði upp fyrsta markið og Lionel nokkur Messi það síðara. Neymar bætti við þriðja marki PSG aðeins þremur mínútum eftir annað mark Mbappé og staðan 3-0 er liðin gengu til búningsherbergja. Mbappé fullkomnaði þrennu sína snemma í síðari hálfleik og varð útlitið bjartara fyrir Metz þegar Boubacar Traore lét reka sig út af átta mínútum síðar eftir að hafa fengið sitt annað gula spjald í leiknum. Kylian Mbappé s Saturday: Rejects Real Madrid Signs huge new PSG contract Hat trick vs. Metz pic.twitter.com/VOztne4AfN— B/R Football (@brfootball) May 21, 2022 Di María skoraði fimmta mark PSG á 67. mínútu og þó nóg hafi verið eftir af leiknum þá urðu mörkin ekki fleiri, lokatölur 5-0. PSG endar tímabilið með 86 stig, fimmtán stigum meira en Monaco og Marseilla sem enda tímabilið í 2. og 3. sæti.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira