Framleiðendur segja tímasetningu ákæra óheppilega Árni Sæberg skrifar 27. maí 2022 23:26 Þessi mynd var tekin af Spacey í dómsal í Bandaríkjunum þegar hann kom fyrst fyrir dóm vegna meints kynferðisofbeldis. Nicole Harnishfeger-Pool/Getty Images Framleiðendur kvikmyndar sem Kevin Spacey leikur í segja tímasetningu fjögurra ákæra, sem gefnar voru út á hendur leikaranum í gær, vera óheppilega. Framleiðendur kvikmyndarinnar Peter five eight reyna nú að selja dreifingaraðilum sýningarétt að henni á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi. Það væri ekki í frásögur færandi ef aðalleikarinn, Kevin Spacey, hefði ekki verið ákærður fyrir fjögur kynferðisbrot í gær. Leikarinn hefur lítið sem ekkert leikið síðan fjölmargir karlmenn stigu fram og sökuðu hann um kynferðisofbeldi árið 2017 þegar #MeToo byltingin stóð sem hæst. Árið 2018 var hann ákærður fyrir eitt brot í Bandaríkjunum en sú ákæra var látin niður falla. Framleiðendur Peter five eight ákváðu samt sem áður að ráða hann til að leika aðalhlutverk myndarinnar og þeir virðast ekki telja nokkuð athugavert við þá ákvörðun. Fleiri vilji sjá Spacey á skjánum en ekki „Það er óheppilegt að aukin neikvæð umfjöllun verði á sama tíma og Kevin byrjar að vinna á ný, en það mátti svo sem búast við henni. Það er til fólk sem vill ekki að hann leiki en mun fleiri aðdáendur hans um allan heim hafa beðið eftir endurkomu leikara, sem þeir hafa dáð í áratugi, á stóra tjaldið,“ segir í tilkynningu frá framleiðendunum. Peter five eight er ekki eina myndin sem Spacey hefur leikið í undanfarið en á eftir að gefa út. Hann fer einnig með aðalhlutverk í kvikmynd um fyrsta forseta Króatíu og kvikmynd Michaels Hoffmans um Gore Vidal. Þá fer hann með hlutverk lögreglumanns í kvikmynd Francos Nero, The man who drew god, sem fjallar um blindan mann sem er sakaður um kynferðisbrot gegn barni. Bíó og sjónvarp Mál Kevin Spacey Tengdar fréttir Spacey ákærður fyrir kynferðisbrot á ný Saksóknari í Bretlandi hefur gefið út fjórar ákærur á hendur leikaranum Kevin Spacey. Í kjölfar #MeToo byltingarinnar steig mikill fjöldi karlmanna fram og sakaði leikarann um að hafa brotið á sér kynferðislega. 26. maí 2022 15:07 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Sjá meira
Framleiðendur kvikmyndarinnar Peter five eight reyna nú að selja dreifingaraðilum sýningarétt að henni á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi. Það væri ekki í frásögur færandi ef aðalleikarinn, Kevin Spacey, hefði ekki verið ákærður fyrir fjögur kynferðisbrot í gær. Leikarinn hefur lítið sem ekkert leikið síðan fjölmargir karlmenn stigu fram og sökuðu hann um kynferðisofbeldi árið 2017 þegar #MeToo byltingin stóð sem hæst. Árið 2018 var hann ákærður fyrir eitt brot í Bandaríkjunum en sú ákæra var látin niður falla. Framleiðendur Peter five eight ákváðu samt sem áður að ráða hann til að leika aðalhlutverk myndarinnar og þeir virðast ekki telja nokkuð athugavert við þá ákvörðun. Fleiri vilji sjá Spacey á skjánum en ekki „Það er óheppilegt að aukin neikvæð umfjöllun verði á sama tíma og Kevin byrjar að vinna á ný, en það mátti svo sem búast við henni. Það er til fólk sem vill ekki að hann leiki en mun fleiri aðdáendur hans um allan heim hafa beðið eftir endurkomu leikara, sem þeir hafa dáð í áratugi, á stóra tjaldið,“ segir í tilkynningu frá framleiðendunum. Peter five eight er ekki eina myndin sem Spacey hefur leikið í undanfarið en á eftir að gefa út. Hann fer einnig með aðalhlutverk í kvikmynd um fyrsta forseta Króatíu og kvikmynd Michaels Hoffmans um Gore Vidal. Þá fer hann með hlutverk lögreglumanns í kvikmynd Francos Nero, The man who drew god, sem fjallar um blindan mann sem er sakaður um kynferðisbrot gegn barni.
Bíó og sjónvarp Mál Kevin Spacey Tengdar fréttir Spacey ákærður fyrir kynferðisbrot á ný Saksóknari í Bretlandi hefur gefið út fjórar ákærur á hendur leikaranum Kevin Spacey. Í kjölfar #MeToo byltingarinnar steig mikill fjöldi karlmanna fram og sakaði leikarann um að hafa brotið á sér kynferðislega. 26. maí 2022 15:07 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Sjá meira
Spacey ákærður fyrir kynferðisbrot á ný Saksóknari í Bretlandi hefur gefið út fjórar ákærur á hendur leikaranum Kevin Spacey. Í kjölfar #MeToo byltingarinnar steig mikill fjöldi karlmanna fram og sakaði leikarann um að hafa brotið á sér kynferðislega. 26. maí 2022 15:07