Tíminn er takmörkuð auðlind! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 3. júní 2022 07:00 Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á sjávarútvegsmálum enda kannski ekki skrítið búandi á Vestfjörðum þar sem birtingarmynd af ranglæti kvótakerfisins hefur verið hvað sterkust í gegnum árin og voru þættirnir um Verbúðina að rifja ágætlega upp þá sögu. Stórir samráðshópar Ég fór í mikla þverpólitíska vinnu á síðasta kjörtímabili við að gera breytingar á strandveiðikerfinu ásamt ýmsum ráðstöfunum sem gögnuðust sjávarbygggðunum og minni útgerðum og hefði gjarnan viljað að haldið yrði áfram á þeirri braut. Ég þekki vel til vinnu í stórum samráðshópum um fiskveiðistjórnarkerfið eins og þeirri sem sett var á fót árin 2009 til 2012 þar sem útkoman var fjöldi sérálita og bókana og frumvarp sem endaði í skrúfunni í lok kjörtímabilsins. Hverjir vilja engu breyta Það eru ekki bara stórútgerðirnar sem vilja engar breytingar á fiskveiðistjórnarkerfinu heldur eru það líka fjármálafyrirtækin sem setja stólinn fyrir dyrnar með veðsetningu í auðlindinni þetta vitum við sem höfum setið í slíkum nefndum og glímt við þessi mál á þingi. Ég hefði gjarnan viljað sjá að nýttar væru allar þær skýrslur og upplýsingar sem nú þegar liggja fyrir með aðkoma allra flokka og ótal sérfræðinga og hafist yrði handa við að gera þær breytingar strax sem blasir við að gera þurfi. Hefjast handa á fyrirliggjandi upplýsingum Þar má nefna t.d. að koma útgerðum undir kvótaþakið og nýta og efla félagslega hluta kerfisins markvisst til þeirra sem því var ætlað að nýtast í upphafi ,taka á endurvigtun,brottkasti og kvótabraski/að þeir borgi veiðigjöld sem leigi frá sér kvóta og koma á leigupotti ríkisins fyrir kvótalitlar útgerðir eða kvótalausar og skylda hluta afla á uppboð á fiskmarkaði og að innlendar fiskvinnslu hafi forganga í að bjóða í fisk sem seldur er óunninn úr landi svo tekin séu nokkur brýn dæmi. Því miður er það lenska í íslenskum stjórnmálum að ætla alltaf að finna upp hjólið í stað þess að skipta strax um þá hlekki í keðjunni sem ónýtar eru. Sporin hræða Sporin hræða um útkomu úr stórum nefndum um heildarendurskoðun á fiskveiðistjórnarkerfinu þó markmiðin séu göfug þá eru þau vörðuð ótal pyttum og ekki miklar líkur á að hægt verði að komast að sameiginlegri niðurstöðu um hvað þarf til svo skapa megi meiri sátt um fiskveiðistjórnarkerfið til framtíðar, nema að það yrði þá minnsti samnefnari sem litlu skipti eða eingöngu hækkun veiðigjalda og engin kerfisbreyting. Tíminn til aðgerða er skammur Tíminn er takmörkuð auðlind og brýnt er að nýta hann vel í þágu þeirra sem órétti eru beittir í ranglátu kvótakerfi sem er að festa sig enn betur í sessi eftir því sem árin líða. Tryggja þarf atvinnurétt og atvinnuöryggi íbúa sjávarbyggðanna og koma í veg fyrir enn meiri samþjöppun í greininn og auðsöfnunn fárra. Tryggja þarf sameign þjóðarinnar í stjórnarskrá og að greinin skili þjóðinni sanngjarnri rentu af sameiginlegri auðlind með sjálfbærri nýtingu að leiðarljósi. Varaþingmaður VG NV kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Sjávarútvegur Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á sjávarútvegsmálum enda kannski ekki skrítið búandi á Vestfjörðum þar sem birtingarmynd af ranglæti kvótakerfisins hefur verið hvað sterkust í gegnum árin og voru þættirnir um Verbúðina að rifja ágætlega upp þá sögu. Stórir samráðshópar Ég fór í mikla þverpólitíska vinnu á síðasta kjörtímabili við að gera breytingar á strandveiðikerfinu ásamt ýmsum ráðstöfunum sem gögnuðust sjávarbygggðunum og minni útgerðum og hefði gjarnan viljað að haldið yrði áfram á þeirri braut. Ég þekki vel til vinnu í stórum samráðshópum um fiskveiðistjórnarkerfið eins og þeirri sem sett var á fót árin 2009 til 2012 þar sem útkoman var fjöldi sérálita og bókana og frumvarp sem endaði í skrúfunni í lok kjörtímabilsins. Hverjir vilja engu breyta Það eru ekki bara stórútgerðirnar sem vilja engar breytingar á fiskveiðistjórnarkerfinu heldur eru það líka fjármálafyrirtækin sem setja stólinn fyrir dyrnar með veðsetningu í auðlindinni þetta vitum við sem höfum setið í slíkum nefndum og glímt við þessi mál á þingi. Ég hefði gjarnan viljað sjá að nýttar væru allar þær skýrslur og upplýsingar sem nú þegar liggja fyrir með aðkoma allra flokka og ótal sérfræðinga og hafist yrði handa við að gera þær breytingar strax sem blasir við að gera þurfi. Hefjast handa á fyrirliggjandi upplýsingum Þar má nefna t.d. að koma útgerðum undir kvótaþakið og nýta og efla félagslega hluta kerfisins markvisst til þeirra sem því var ætlað að nýtast í upphafi ,taka á endurvigtun,brottkasti og kvótabraski/að þeir borgi veiðigjöld sem leigi frá sér kvóta og koma á leigupotti ríkisins fyrir kvótalitlar útgerðir eða kvótalausar og skylda hluta afla á uppboð á fiskmarkaði og að innlendar fiskvinnslu hafi forganga í að bjóða í fisk sem seldur er óunninn úr landi svo tekin séu nokkur brýn dæmi. Því miður er það lenska í íslenskum stjórnmálum að ætla alltaf að finna upp hjólið í stað þess að skipta strax um þá hlekki í keðjunni sem ónýtar eru. Sporin hræða Sporin hræða um útkomu úr stórum nefndum um heildarendurskoðun á fiskveiðistjórnarkerfinu þó markmiðin séu göfug þá eru þau vörðuð ótal pyttum og ekki miklar líkur á að hægt verði að komast að sameiginlegri niðurstöðu um hvað þarf til svo skapa megi meiri sátt um fiskveiðistjórnarkerfið til framtíðar, nema að það yrði þá minnsti samnefnari sem litlu skipti eða eingöngu hækkun veiðigjalda og engin kerfisbreyting. Tíminn til aðgerða er skammur Tíminn er takmörkuð auðlind og brýnt er að nýta hann vel í þágu þeirra sem órétti eru beittir í ranglátu kvótakerfi sem er að festa sig enn betur í sessi eftir því sem árin líða. Tryggja þarf atvinnurétt og atvinnuöryggi íbúa sjávarbyggðanna og koma í veg fyrir enn meiri samþjöppun í greininn og auðsöfnunn fárra. Tryggja þarf sameign þjóðarinnar í stjórnarskrá og að greinin skili þjóðinni sanngjarnri rentu af sameiginlegri auðlind með sjálfbærri nýtingu að leiðarljósi. Varaþingmaður VG NV kjördæmi.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun