Andrés missir af hátíðarhöldunum vegna kórónuveirunnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. júní 2022 23:21 Andrés fékk ekki að vera með fjölskyldunni sinni í hátíðarhöldunum í dag. Getty/Chris Jackson Andrés prins mun missa af hátíðarhöldunum í tilefni af sjötíu ára valdaafmæli móður sinnar, Elísabetar Bretlandsdrottningar, þar sem hann hefur greinst með Covid-19. Andrés mun því missa af þakkargjörðarathöfn í dómkirkju St. Paul á morgun. Elísabet verður heldur ekki viðstödd athöfninni en hún er sögð hafa fundið fyrir slappleika við hátíðarhöldin í dag. Andrés er sagður hafa tekið Covid-próf daglega undanfarna daga og ekki hafa greinst smitaður fyrr en í dag. Hann hefur umgengist Elísabetu undanfarna daga en ekki eftir að hann greindist. Elísabet, sem er 96 ára gömul, greindist með kórónuveiruna í febrúar og hefur hún lýst því að veikindin hafi haft langvarandi áhrif á hana og hún hafi fundið fyrir mikilli þreytu eftir þau. Búist var við því að Andrés tæki þátt í hátíðarhöldum næstu daga þó honum hafi ekki verið boðið í skrúðgöngu Elísabetu til heiðurs sem fór fram í dag. Þá var hann ekki viðstaddur þegar konungsfjölskyldan sýndi sig á svölum Buckingham hallar í dag til að fylgjast með flughernum fljúga hjá. Drottningin ákvað fyrir hátíðarhöldin að aðeins starfandi meðlimir konungsfjölskyldunnar fengju að vera á svölunum. Andrés hefur verið sviptur titlinum „Hans hátign“, sviptur konunglegri vernd og leystur frá opinberum störfum. Það var gert eftir að Andrés greiddi hinni bandarísku Virginiu Giuffre tugi milljóna dala í sáttagreiðslur. Giuffre var seld mansali af bandaríska auðkýfingnum Jeffrey Epstein og hún sakaði prinsinn um að hafa brotið á sér kynferðislega þegar hún var sautján ára gömul. Andrés hefur neitað sök. Bretland Kóngafólk Mál Jeffrey Epstein Mál Andrésar prins Elísabet II Bretadrottning Tengdar fréttir Elísabet mætir ekki í valdaafmælismessu á morgun vegna slappleika Elísabet Bretlandsdrottning mun ekki mæta til þakkargjörðarathafnar í dómkirkju St. Paul í Lundúnum á morgun, í tilefni sjötíu ára valdaafmælis hennar, vegna slappleika, sem hún fannn fyrir við hátíðarhöldin í dag. 2. júní 2022 20:26 Tugir þúsunda fögnuðu drottningu allra drottninga Hún á tvo afmælisdaga, fæðingardaginn og opinberan afmælisdag og hefur setið lengur en nokkur annar í hásæti Bretlands. Elísabet II Bretlandsdrottning er elskuð og dáð í heimalandinu og víða um heim og í dag var því fagnað með miklum hátíðarhöldum að sjötíu ár eru liðin frá því hún varð drottning. 2. júní 2022 19:31 Tólf handteknir í Lundúnum fyrir að mótmæla á valdaafmæli Elísabetar Tólf loftslagsaðgerðasinnar voru handteknir í Lundúnum í dag fyrir að hafa valdið truflun á herskrúðgöngu í tilefni valdaafmælis Elísabetar drottningar. Aðgerðasinnarnir hlupu í veg fyrir hermennina í skrúðgöngunni áður en þeir voru handteknir. 2. júní 2022 17:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira
Andrés mun því missa af þakkargjörðarathöfn í dómkirkju St. Paul á morgun. Elísabet verður heldur ekki viðstödd athöfninni en hún er sögð hafa fundið fyrir slappleika við hátíðarhöldin í dag. Andrés er sagður hafa tekið Covid-próf daglega undanfarna daga og ekki hafa greinst smitaður fyrr en í dag. Hann hefur umgengist Elísabetu undanfarna daga en ekki eftir að hann greindist. Elísabet, sem er 96 ára gömul, greindist með kórónuveiruna í febrúar og hefur hún lýst því að veikindin hafi haft langvarandi áhrif á hana og hún hafi fundið fyrir mikilli þreytu eftir þau. Búist var við því að Andrés tæki þátt í hátíðarhöldum næstu daga þó honum hafi ekki verið boðið í skrúðgöngu Elísabetu til heiðurs sem fór fram í dag. Þá var hann ekki viðstaddur þegar konungsfjölskyldan sýndi sig á svölum Buckingham hallar í dag til að fylgjast með flughernum fljúga hjá. Drottningin ákvað fyrir hátíðarhöldin að aðeins starfandi meðlimir konungsfjölskyldunnar fengju að vera á svölunum. Andrés hefur verið sviptur titlinum „Hans hátign“, sviptur konunglegri vernd og leystur frá opinberum störfum. Það var gert eftir að Andrés greiddi hinni bandarísku Virginiu Giuffre tugi milljóna dala í sáttagreiðslur. Giuffre var seld mansali af bandaríska auðkýfingnum Jeffrey Epstein og hún sakaði prinsinn um að hafa brotið á sér kynferðislega þegar hún var sautján ára gömul. Andrés hefur neitað sök.
Bretland Kóngafólk Mál Jeffrey Epstein Mál Andrésar prins Elísabet II Bretadrottning Tengdar fréttir Elísabet mætir ekki í valdaafmælismessu á morgun vegna slappleika Elísabet Bretlandsdrottning mun ekki mæta til þakkargjörðarathafnar í dómkirkju St. Paul í Lundúnum á morgun, í tilefni sjötíu ára valdaafmælis hennar, vegna slappleika, sem hún fannn fyrir við hátíðarhöldin í dag. 2. júní 2022 20:26 Tugir þúsunda fögnuðu drottningu allra drottninga Hún á tvo afmælisdaga, fæðingardaginn og opinberan afmælisdag og hefur setið lengur en nokkur annar í hásæti Bretlands. Elísabet II Bretlandsdrottning er elskuð og dáð í heimalandinu og víða um heim og í dag var því fagnað með miklum hátíðarhöldum að sjötíu ár eru liðin frá því hún varð drottning. 2. júní 2022 19:31 Tólf handteknir í Lundúnum fyrir að mótmæla á valdaafmæli Elísabetar Tólf loftslagsaðgerðasinnar voru handteknir í Lundúnum í dag fyrir að hafa valdið truflun á herskrúðgöngu í tilefni valdaafmælis Elísabetar drottningar. Aðgerðasinnarnir hlupu í veg fyrir hermennina í skrúðgöngunni áður en þeir voru handteknir. 2. júní 2022 17:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira
Elísabet mætir ekki í valdaafmælismessu á morgun vegna slappleika Elísabet Bretlandsdrottning mun ekki mæta til þakkargjörðarathafnar í dómkirkju St. Paul í Lundúnum á morgun, í tilefni sjötíu ára valdaafmælis hennar, vegna slappleika, sem hún fannn fyrir við hátíðarhöldin í dag. 2. júní 2022 20:26
Tugir þúsunda fögnuðu drottningu allra drottninga Hún á tvo afmælisdaga, fæðingardaginn og opinberan afmælisdag og hefur setið lengur en nokkur annar í hásæti Bretlands. Elísabet II Bretlandsdrottning er elskuð og dáð í heimalandinu og víða um heim og í dag var því fagnað með miklum hátíðarhöldum að sjötíu ár eru liðin frá því hún varð drottning. 2. júní 2022 19:31
Tólf handteknir í Lundúnum fyrir að mótmæla á valdaafmæli Elísabetar Tólf loftslagsaðgerðasinnar voru handteknir í Lundúnum í dag fyrir að hafa valdið truflun á herskrúðgöngu í tilefni valdaafmælis Elísabetar drottningar. Aðgerðasinnarnir hlupu í veg fyrir hermennina í skrúðgöngunni áður en þeir voru handteknir. 2. júní 2022 17:30