Hentifræði eru tímasóun Þórarinn Hjartarson skrifar 6. júní 2022 11:39 Tími og orka stórs hluta ungs fólks í vestrænum samfélögum er eytt í vitleysu innan veggja háskólasamfélaga. Á hverjum degi mæta tugir þúsunda ungmenna til kennslu stýrt af hugmyndafræðing með jesúkomplexa sem telur sig vera andsvar óréttlætis í heiminum og sannfærir nemendur um að allir sem efist um ágæti hugsjóna hans sé ofbeldisfólk. Verðleikar þátttakenda í þeirri kennslustofu eru metnir eftir kyni, kynþætti, kynhneigð, líkamsbyggingu ásamt öðrum þáttum sem veita engar upplýsingar um ágæti hugmynda þeirra. Með vísan til samhengislausra hugleiðinga um söguna og samfélagið er þetta unga fólk sannfært um að það eitt að lifa í sínu samfélagi sé þátttaka í að viðhalda ofríki rasísks heteranormatívs feðraveldis sem helst megi líkja við dystópíska skáldsögu. Allt sem þessu unga fólki mislíkar við eigin tilvist er öðrum að kenna og verður það ástand viðvarandi þangað til aðrir fara að haga sér eftir þeirra formmerkjum. Þetta eru fjarri því að vera einföld fræði. Markmið baráttunnar sveiflast eftir vindum og hentisemi, það sem var rétt í gær er rangt á morgun og allar framfarir eru þversagnakenndar, álitnar merki um að það sé enn meira verk að vinna heldur en þau töldu í fyrstu. Tími fólks er verðmætur. Sérstaklega ungs fólks. Ástandið hérlendis er betra en vestanhafs. Samhliða tímaeyðslu safna ungmenni þar himinháum skuldum sem nær ómögulegt er fyrir þau að endurgreiða vegna lítillar eftirspurnar eftir sérhæfingu þeirra á vinnumarkaði. En það er mikilvægt að læra af mistökum. Blessunarlega er framboð ofangreindra hentifræða minna í íslenskum háskólum, nám er niðurgreitt og nýtist þeim sem greiða það í flestum tilfellum síðar. Þó eru blikur á lofti. Heilbrigðis-, mennta- og leikskólasvið sárvantar sérhæft fólk ásamt því að mikil kreppa hefur skapast á húsnæðismarkaði sem krefst iðnaðarmanna. Því vill undirritaður biðla til ungs fólks um að íhuga val sitt á námi vandlega. Vegurinn að hamingjunni felst ólíklega í atvinnuaktívisma þar sem starfskilyrði krefjast þess helst að móðgast fyrir hönd annarra og að halda samborgurum sínum í siðferðislegri gíslingu. Höfundur er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Ein Pæling. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Hjartarson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Tími og orka stórs hluta ungs fólks í vestrænum samfélögum er eytt í vitleysu innan veggja háskólasamfélaga. Á hverjum degi mæta tugir þúsunda ungmenna til kennslu stýrt af hugmyndafræðing með jesúkomplexa sem telur sig vera andsvar óréttlætis í heiminum og sannfærir nemendur um að allir sem efist um ágæti hugsjóna hans sé ofbeldisfólk. Verðleikar þátttakenda í þeirri kennslustofu eru metnir eftir kyni, kynþætti, kynhneigð, líkamsbyggingu ásamt öðrum þáttum sem veita engar upplýsingar um ágæti hugmynda þeirra. Með vísan til samhengislausra hugleiðinga um söguna og samfélagið er þetta unga fólk sannfært um að það eitt að lifa í sínu samfélagi sé þátttaka í að viðhalda ofríki rasísks heteranormatívs feðraveldis sem helst megi líkja við dystópíska skáldsögu. Allt sem þessu unga fólki mislíkar við eigin tilvist er öðrum að kenna og verður það ástand viðvarandi þangað til aðrir fara að haga sér eftir þeirra formmerkjum. Þetta eru fjarri því að vera einföld fræði. Markmið baráttunnar sveiflast eftir vindum og hentisemi, það sem var rétt í gær er rangt á morgun og allar framfarir eru þversagnakenndar, álitnar merki um að það sé enn meira verk að vinna heldur en þau töldu í fyrstu. Tími fólks er verðmætur. Sérstaklega ungs fólks. Ástandið hérlendis er betra en vestanhafs. Samhliða tímaeyðslu safna ungmenni þar himinháum skuldum sem nær ómögulegt er fyrir þau að endurgreiða vegna lítillar eftirspurnar eftir sérhæfingu þeirra á vinnumarkaði. En það er mikilvægt að læra af mistökum. Blessunarlega er framboð ofangreindra hentifræða minna í íslenskum háskólum, nám er niðurgreitt og nýtist þeim sem greiða það í flestum tilfellum síðar. Þó eru blikur á lofti. Heilbrigðis-, mennta- og leikskólasvið sárvantar sérhæft fólk ásamt því að mikil kreppa hefur skapast á húsnæðismarkaði sem krefst iðnaðarmanna. Því vill undirritaður biðla til ungs fólks um að íhuga val sitt á námi vandlega. Vegurinn að hamingjunni felst ólíklega í atvinnuaktívisma þar sem starfskilyrði krefjast þess helst að móðgast fyrir hönd annarra og að halda samborgurum sínum í siðferðislegri gíslingu. Höfundur er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Ein Pæling.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun