Nemendur himinlifandi á fyrstu vorhátíðinni í tvö ár Lillý Valgerður Pétursdóttir og Árni Sæberg skrifa 8. júní 2022 23:50 Friðrik Dór tróð upp á hátíðinni við mikil fagnaðarlæti viðstaddra. Stöð 2 Skólaslit voru víða í grunnskólum í dag og fögnuðu nemendur því margir að geta haldið út í sumarið. Um fjögur hundruð nemendur í Breiðagerðisskóla voru þeirra á meðal. Eftir að skóla var slitið þar í dag var hverfishátíð haldin á lóð skólans þar sem fjöldi fólks kom saman. Nokkur ár eru síðan að svo margir hafa komið saman á skólalóðinni en vegna kórónuveirufaraldursins voru engar vorhátíðir síðustu tvö árin. Skólastjórinn var því að vonum glaður með að geta fyllt lóðina aftur af foreldrum og börnum eftir langt hlé. „Þetta er virkilega ánægjulegt,“ sagði Þorkell Daníel Jónsson skólastjóri í Breiðagerðisskóla þegar rætt var við hann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Foreldrafélagið hefur staðið fyrir svona viðburði ég veit ekki hvað lengi, allavega síðan ég hef verið hér. Ekki síðastliðin tvö ár, en núna. Þannig að þetta er alveg dásamlegt,“ sagði hann. Þorkell segir börnin hafa mjög gaman af hátíðum sem þeirri sem fór fram í dag. Ánægja barnanna er bersýnileg í myndskeiðinu hér að ofan. „Svo vorum við að senda fjögur hundruð börn út í sumarið, einmitt í dag, þannig það er virkilega ánægjulegt að geta lokið deginum síðan með svona gleði,“ segir hann. Á hátíðinni kom fram tónlistarfólk, gefin voru blóm og tré, sett var upp sérstök vatnsrennibraut, matarvagnar voru á staðnum og svo var þar líka að finna bókabílinn. „Við erum alltaf að hvetja krakkana til þess að lesa og viljum að þau lesi í sumar,“ sagði Þorkell sem er þess fullviss að börnin mæti endurnærð aftur í skólann næsta haust. Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Reykjavík Grunnskólar Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Sjá meira
Nokkur ár eru síðan að svo margir hafa komið saman á skólalóðinni en vegna kórónuveirufaraldursins voru engar vorhátíðir síðustu tvö árin. Skólastjórinn var því að vonum glaður með að geta fyllt lóðina aftur af foreldrum og börnum eftir langt hlé. „Þetta er virkilega ánægjulegt,“ sagði Þorkell Daníel Jónsson skólastjóri í Breiðagerðisskóla þegar rætt var við hann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Foreldrafélagið hefur staðið fyrir svona viðburði ég veit ekki hvað lengi, allavega síðan ég hef verið hér. Ekki síðastliðin tvö ár, en núna. Þannig að þetta er alveg dásamlegt,“ sagði hann. Þorkell segir börnin hafa mjög gaman af hátíðum sem þeirri sem fór fram í dag. Ánægja barnanna er bersýnileg í myndskeiðinu hér að ofan. „Svo vorum við að senda fjögur hundruð börn út í sumarið, einmitt í dag, þannig það er virkilega ánægjulegt að geta lokið deginum síðan með svona gleði,“ segir hann. Á hátíðinni kom fram tónlistarfólk, gefin voru blóm og tré, sett var upp sérstök vatnsrennibraut, matarvagnar voru á staðnum og svo var þar líka að finna bókabílinn. „Við erum alltaf að hvetja krakkana til þess að lesa og viljum að þau lesi í sumar,“ sagði Þorkell sem er þess fullviss að börnin mæti endurnærð aftur í skólann næsta haust.
Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Reykjavík Grunnskólar Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Sjá meira