Horfist í augu við ótta sinn á kóngulóm með nýju tónlistarverkefni Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 10. júní 2022 14:31 Herdís Stefánsdóttir gengur undir listamannsnafninu Kónguló í nýju tónlistarverkefni. Anna Maggý Tónlistarkonan Herdís Stefánsdóttir var að senda frá sér lagið Be Human undir listamannsnafninu Kónguló. Herdís hefur komið víða að í tónlistarheiminum bæði hérlendis sem og erlendis en þetta er fyrsta útgáfa hennar sem sóló listamaður. Blaðamaður tók púlsinn á Herdísi og fékk að heyra nánar frá þessu nýja tónlistarverkefni. Herdís er einna þekktust fyrir tónsmíðar sínar fyrir kvikmyndir og sjónvarp, auk þess að hafa skipað rafdúettinn East of My Youth. Lagið Be Human er, sem áður segir, hennar fyrsta útgáfa sem sóló listamaður. Í laginu nýtur Herdís aðstoðar Sölku Vals úr Reykjavíkurdætrum sem syngur og rappar í laginu undir nafninu neonme og Baldur Hjörleifsson er co-producer. Herdís lauk nýverið við að semja tónlist fyrir seríuna The Essex Serpent sem sýnd er á streymisveitunni Apple+ og hefur hlotið frábærar viðtökur. Hvaðan fékkstu hugmyndina að listamannsnafninu Kónguló? Ég var rosalega hrædd við kóngulær sem barn, alveg þannig að það jaðraði við fóbíu. Ég er örlítið skárri í dag en samt enn þá alveg hrædd, sérstaklega við stórar kóngulær! Þrátt fyrir þessa hræðslu finnst mér þær ótrúlega heillandi og fallegar verur. Það er líka svo fallegur symbólismi sem fylgir kóngulóm. View this post on Instagram A post shared by Herdi s Stefa nsdo ttir (@herdisstef) Ég er búin að vinna í þessari tónlist mjög lengi og það er á einhvern hátt smá ógnvekjandi fyrir mig að stíga fram sem sóló listamaður eftir mörg ár af því að vera annað hvort í hljómsveit eða að semja fyrir kvikmyndir þar sem ég er hluti af stærri heild. Ég held að það að nefna verkefnið Kónguló hafi að einhverju leyti verið hluti af því að horfast í augu við þennan ótta en líka smá spennandi, svona exposure þerapía að þurfa að hugsa reglulega um kóngulær! Mér fannst svo fyndið þegar ég komst að því að Salka sem syngur og rappar í Be Human hafi átt tarantúlu könguló sem gæludýr, Margréti tarantúlu! Og svo að lokum, þetta er svo sérstakt orð í íslensku, hljómar ekki eins og neitt annað! Hvaðan sækirðu innblástur fyrir þessu tónlistarverkefni? Ég sæki innblástur bara úr lífinu, alls konar tónlist og list, líka bara daglegu lífi og fólkinu í kringum mig. View this post on Instagram A post shared by Herdi s Stefa nsdo ttir (@herdisstef) Hefur þetta lag verið lengi í vinnslu? Grunnurinn að Be Human kom til mín í Berlín fyrir einhverjum árum síðan. Ég samdi hljómaganginn og textann í viðlaginu. Ég samdi lagið um eftirsjá og að gangast við hlutum í sjálfum manni sem maður vissi ekki að væru þarna. Lagið fór svo bara ofan í skúffu og ég vann ekkert í því í svolítinn tíma. Svo þegar ég bjó í LA kom Baldur Hjörleifsson vinur minn og pródúsent í heimsókn og við unnum í laginu í viku, við að skapa því hljóðheim við hæfi. Á þeim tímapunkti var lagið miklu meira instrumental. Aftur fór lagið ofan í skúffu og ég fór að vinna í öðrum verkefnum. Nokkrum mánuðum síðar sá ég hljómsveitina Cyber spila í Reykjavík. Ég þekkti Sölku ekkert þá en ég gjörsamlega féll fyrir henni sem listamanni og fann einhverja sterka samsvörun með henni . Ég ákvað að senda henni lagið og athuga hvort hún myndi vilja syngja á laginu. Ég hafði aldrei gert neitt svona áður, að hafa samband við einhvern sem ég þekki ekki til að vinna saman að tónlist. Salka kom með versið og rappið og algjörlega sína eigin túlkun á laginu og það small allt saman! Salka Vals, neonme, og Herdís Stefáns, Kónguló. Anna Maggý Hafið þið Salka og Baldur sameinað krafta ykkar áður í tónlistinni? Be Human var fyrsta samstarfið okkar en við erum núna með nýtt efni í vinnslu! Hvað er á döfinni? Ég er að vinna í plötunni minni sem ég vonast til að geta gefið út á næsta ári! En svo er ég að byrja að semja tónlist fyrir nýja bandaríska horror/thriller bíómynd, mitt stærsta verkefni til þessa! Tónlist Tengdar fréttir Þessi hlutu Íslensku tónlistarverðlaunin Hljómsveitin FLOTT og Mono Town, rapparinn Birnir og tónlistarkonurnar Bríet og Anna Gréta Sigurðardóttir hlutu öll tvenn verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaunin sem veitt voru við hátíðlega athöfn í Hörpu fyrr í kvöld. 30. mars 2022 22:43 Verkalýðslög og drykkjuvísur helsti innblásturinn Herdís Stefánsdóttir og Kjartan Holm eru höfundar tónlistarinnar í Verbúðinni en þau hafa sannað sig sem ein mest spennandi kvikmyndatónskáld landsins. 11. febrúar 2022 16:00 Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Herdís er einna þekktust fyrir tónsmíðar sínar fyrir kvikmyndir og sjónvarp, auk þess að hafa skipað rafdúettinn East of My Youth. Lagið Be Human er, sem áður segir, hennar fyrsta útgáfa sem sóló listamaður. Í laginu nýtur Herdís aðstoðar Sölku Vals úr Reykjavíkurdætrum sem syngur og rappar í laginu undir nafninu neonme og Baldur Hjörleifsson er co-producer. Herdís lauk nýverið við að semja tónlist fyrir seríuna The Essex Serpent sem sýnd er á streymisveitunni Apple+ og hefur hlotið frábærar viðtökur. Hvaðan fékkstu hugmyndina að listamannsnafninu Kónguló? Ég var rosalega hrædd við kóngulær sem barn, alveg þannig að það jaðraði við fóbíu. Ég er örlítið skárri í dag en samt enn þá alveg hrædd, sérstaklega við stórar kóngulær! Þrátt fyrir þessa hræðslu finnst mér þær ótrúlega heillandi og fallegar verur. Það er líka svo fallegur symbólismi sem fylgir kóngulóm. View this post on Instagram A post shared by Herdi s Stefa nsdo ttir (@herdisstef) Ég er búin að vinna í þessari tónlist mjög lengi og það er á einhvern hátt smá ógnvekjandi fyrir mig að stíga fram sem sóló listamaður eftir mörg ár af því að vera annað hvort í hljómsveit eða að semja fyrir kvikmyndir þar sem ég er hluti af stærri heild. Ég held að það að nefna verkefnið Kónguló hafi að einhverju leyti verið hluti af því að horfast í augu við þennan ótta en líka smá spennandi, svona exposure þerapía að þurfa að hugsa reglulega um kóngulær! Mér fannst svo fyndið þegar ég komst að því að Salka sem syngur og rappar í Be Human hafi átt tarantúlu könguló sem gæludýr, Margréti tarantúlu! Og svo að lokum, þetta er svo sérstakt orð í íslensku, hljómar ekki eins og neitt annað! Hvaðan sækirðu innblástur fyrir þessu tónlistarverkefni? Ég sæki innblástur bara úr lífinu, alls konar tónlist og list, líka bara daglegu lífi og fólkinu í kringum mig. View this post on Instagram A post shared by Herdi s Stefa nsdo ttir (@herdisstef) Hefur þetta lag verið lengi í vinnslu? Grunnurinn að Be Human kom til mín í Berlín fyrir einhverjum árum síðan. Ég samdi hljómaganginn og textann í viðlaginu. Ég samdi lagið um eftirsjá og að gangast við hlutum í sjálfum manni sem maður vissi ekki að væru þarna. Lagið fór svo bara ofan í skúffu og ég vann ekkert í því í svolítinn tíma. Svo þegar ég bjó í LA kom Baldur Hjörleifsson vinur minn og pródúsent í heimsókn og við unnum í laginu í viku, við að skapa því hljóðheim við hæfi. Á þeim tímapunkti var lagið miklu meira instrumental. Aftur fór lagið ofan í skúffu og ég fór að vinna í öðrum verkefnum. Nokkrum mánuðum síðar sá ég hljómsveitina Cyber spila í Reykjavík. Ég þekkti Sölku ekkert þá en ég gjörsamlega féll fyrir henni sem listamanni og fann einhverja sterka samsvörun með henni . Ég ákvað að senda henni lagið og athuga hvort hún myndi vilja syngja á laginu. Ég hafði aldrei gert neitt svona áður, að hafa samband við einhvern sem ég þekki ekki til að vinna saman að tónlist. Salka kom með versið og rappið og algjörlega sína eigin túlkun á laginu og það small allt saman! Salka Vals, neonme, og Herdís Stefáns, Kónguló. Anna Maggý Hafið þið Salka og Baldur sameinað krafta ykkar áður í tónlistinni? Be Human var fyrsta samstarfið okkar en við erum núna með nýtt efni í vinnslu! Hvað er á döfinni? Ég er að vinna í plötunni minni sem ég vonast til að geta gefið út á næsta ári! En svo er ég að byrja að semja tónlist fyrir nýja bandaríska horror/thriller bíómynd, mitt stærsta verkefni til þessa!
Tónlist Tengdar fréttir Þessi hlutu Íslensku tónlistarverðlaunin Hljómsveitin FLOTT og Mono Town, rapparinn Birnir og tónlistarkonurnar Bríet og Anna Gréta Sigurðardóttir hlutu öll tvenn verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaunin sem veitt voru við hátíðlega athöfn í Hörpu fyrr í kvöld. 30. mars 2022 22:43 Verkalýðslög og drykkjuvísur helsti innblásturinn Herdís Stefánsdóttir og Kjartan Holm eru höfundar tónlistarinnar í Verbúðinni en þau hafa sannað sig sem ein mest spennandi kvikmyndatónskáld landsins. 11. febrúar 2022 16:00 Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Þessi hlutu Íslensku tónlistarverðlaunin Hljómsveitin FLOTT og Mono Town, rapparinn Birnir og tónlistarkonurnar Bríet og Anna Gréta Sigurðardóttir hlutu öll tvenn verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaunin sem veitt voru við hátíðlega athöfn í Hörpu fyrr í kvöld. 30. mars 2022 22:43
Verkalýðslög og drykkjuvísur helsti innblásturinn Herdís Stefánsdóttir og Kjartan Holm eru höfundar tónlistarinnar í Verbúðinni en þau hafa sannað sig sem ein mest spennandi kvikmyndatónskáld landsins. 11. febrúar 2022 16:00