Hvunndags hetjan Auður spyr hvað Drottinn sé að drolla Heimir Már Pétursson skrifar 10. júní 2022 20:31 Auður Haralds hafði vart undan að árita nýjust bók sína Hvað er Drottinn að drolla fyrir utan Melabúðina í dag. Stöð 2/Arnar Hvunndags hetjan eftir Auði Haralds setti allt á annan endan í þjóðfélaginu þegar hún kom út fyrir fjörutíu og þremur árum og seldist í bílförmum. Hljótt hefur verið um höfundinn undanfarin fimmtán ár á ritvellinum en nú er Auður óvænt komin með nýja bók sem rauk út við Melabúðina í dag. Þegar Hvunndags hetjan eftir Auði Haralds kom út árið 1979 varð hún metsölubók á augabragði og vakti miklar umræður í þjóðfélaginu. Í dag, rúmlega fjörutíu árum síðar, sat höfundurinn fyrir utan Melabúðina, hverju sætir? „Við fundum svona bók og okkur datt í huga að gefa hana út,“ segir Auður á milli þess sem hún selur og áritar nýju bókina. En þú skrifaðir hana er það ekki? „Jú, en það er ægilega langt síðan. Tuttugu, kannski tuttugu og fimm ár,“ segir Auður. Bókin var birt á sínum tíma sem einhvers konar framhaldssaga á netinu fyrir tilstuðlan Hrafns Jökulssonar en hefur ekki birst á prenti fyrr en nú. Þótt Auður hafi gefið út tólf bækur hefur ekki komið stór skáldsaga frá henni frá því Ung, feig, há og ljóshærð kom út árið 1987. Auður veltir meðal annars fyrir sér í bókinni hvers vegna ekkert gerist þegar fólk liggur á bæn. Það haldi bara áfram að steindrepast.Stöð 2/Arnar Þegar Valdís Óskarsdóttir kvikmyndaklippari vinkona Auðar fór að spyrjast fyrir um söguna sem birtist á netinu varð Auður að viðurkenna að hún vissi ekkert um hvernig mætti nálgast hana. Nú þakkar hún Hrafni fyrir að hafa grafið handritið upp aftur á Netinu. „Og ég las hana og var alveg undrandi. Fannst þetta verulega góð bók. Ég kannaðist hins vegar ekkert við hana. Búin að gleyma öllu sem stóð í henni,“ segir höfundurinn. Og Auður var ekki ein um að finnast bókin góð sem Forlagið hefur nú gefið út undir titlinum "Hvað er Drottinn að drolla." „Hvernig stendur á því að Drottinn kemur ekki og reddar hlutunum þegar fólk er liggjandi á bæn, trúir þessu alveg. Svo gerist bara ekkert. Það heldur bara áfram að steindrepast. Það er það sem við höfum hér,“ segir Auður. Þannig að þetta eru vonbrigðin með að vera ekki bænheyrður? „Bara þessi setning. Nei þetta eru skammir, þetta eru skammir í rauninni,“ segir Auður stríðin en bækur hennar einkennast oft af hárfínni og meinfyndinni hæðni og samfélagsrýni. Undirtitill Hvunndags hetjunnar á sínum tíma var "þrjár öruggar aðferðir til að eignast óskilgetin börn." Bókin var í raun mikil og bráðfyndin ádeila á stöðu kvenna og karlaveldið en langt á undan Me Too byltingunni og kannski einn af undanförum hennar. „Ég veit það ekki, hef ekki pælt í því. Mér finnst bara undarlegt hvað þessi Me Too bylting er seint á ferðinni. Mér finnst að hún hefði átt að koma miklu, miklu, miklu fyrr,“ sagði Auður Haralds fyrir utan Melabúðina í dag þar sem árituð eintök af „Hvað er Drottinn að drolla“ runnu út eins og heitar lummur. Bókmenntir Reykjavík Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira
Þegar Hvunndags hetjan eftir Auði Haralds kom út árið 1979 varð hún metsölubók á augabragði og vakti miklar umræður í þjóðfélaginu. Í dag, rúmlega fjörutíu árum síðar, sat höfundurinn fyrir utan Melabúðina, hverju sætir? „Við fundum svona bók og okkur datt í huga að gefa hana út,“ segir Auður á milli þess sem hún selur og áritar nýju bókina. En þú skrifaðir hana er það ekki? „Jú, en það er ægilega langt síðan. Tuttugu, kannski tuttugu og fimm ár,“ segir Auður. Bókin var birt á sínum tíma sem einhvers konar framhaldssaga á netinu fyrir tilstuðlan Hrafns Jökulssonar en hefur ekki birst á prenti fyrr en nú. Þótt Auður hafi gefið út tólf bækur hefur ekki komið stór skáldsaga frá henni frá því Ung, feig, há og ljóshærð kom út árið 1987. Auður veltir meðal annars fyrir sér í bókinni hvers vegna ekkert gerist þegar fólk liggur á bæn. Það haldi bara áfram að steindrepast.Stöð 2/Arnar Þegar Valdís Óskarsdóttir kvikmyndaklippari vinkona Auðar fór að spyrjast fyrir um söguna sem birtist á netinu varð Auður að viðurkenna að hún vissi ekkert um hvernig mætti nálgast hana. Nú þakkar hún Hrafni fyrir að hafa grafið handritið upp aftur á Netinu. „Og ég las hana og var alveg undrandi. Fannst þetta verulega góð bók. Ég kannaðist hins vegar ekkert við hana. Búin að gleyma öllu sem stóð í henni,“ segir höfundurinn. Og Auður var ekki ein um að finnast bókin góð sem Forlagið hefur nú gefið út undir titlinum "Hvað er Drottinn að drolla." „Hvernig stendur á því að Drottinn kemur ekki og reddar hlutunum þegar fólk er liggjandi á bæn, trúir þessu alveg. Svo gerist bara ekkert. Það heldur bara áfram að steindrepast. Það er það sem við höfum hér,“ segir Auður. Þannig að þetta eru vonbrigðin með að vera ekki bænheyrður? „Bara þessi setning. Nei þetta eru skammir, þetta eru skammir í rauninni,“ segir Auður stríðin en bækur hennar einkennast oft af hárfínni og meinfyndinni hæðni og samfélagsrýni. Undirtitill Hvunndags hetjunnar á sínum tíma var "þrjár öruggar aðferðir til að eignast óskilgetin börn." Bókin var í raun mikil og bráðfyndin ádeila á stöðu kvenna og karlaveldið en langt á undan Me Too byltingunni og kannski einn af undanförum hennar. „Ég veit það ekki, hef ekki pælt í því. Mér finnst bara undarlegt hvað þessi Me Too bylting er seint á ferðinni. Mér finnst að hún hefði átt að koma miklu, miklu, miklu fyrr,“ sagði Auður Haralds fyrir utan Melabúðina í dag þar sem árituð eintök af „Hvað er Drottinn að drolla“ runnu út eins og heitar lummur.
Bókmenntir Reykjavík Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira