Gefur út skotleyfi á eigin flokkssystkini í kosningaauglýsingu Kjartan Kjartansson skrifar 20. júní 2022 15:51 Eric Greitens sækist nú eftir að verða öldungadeildarþingmaður Missouri. Hann hætti sem ríkisstjóri í skugga alvarlegra ásakana árið 2018. Vísir/afp Frambjóðandi í forvali Repúblikanaflokksins fyrir kosningar til öldungadeildarþings talar um að gefa út veiðileyfi á flokkssystkini sín í nýrri kosningaauglýsingu. Í henni sést frambjóðandinn vopnaður haglabyssu ráðast inn í hús í fylgd vopnaðra sérsveitarmanna. Auglýsing Erics Greitens, sem skoðanakannanir sýna með forystu fyrir forval Repúblikana í Missouri fyrir kosningar til annars öldungadeildarsætis ríkisins, hefur vakið mikla athygli. Í henni virðist hann hóta ofbeldi gegn öðrum repúblikönum sem eru honum ekki sammála. „Ég er Eric Greitens, sérsveitarmaður sjóhersins, og í dag ætlum við á RINO-veiðar,“ segir Greitens í upphafi myndbandsins. „RINO“ er skammstöfun á ensku sem stendur fyrir „repúblikanar að nafninu einu til“ (e. Republicans in name only). We are sick and tired of the Republicans in Name Only surrendering to Joe Biden & the radical Left.Order your RINO Hunting Permit today! pic.twitter.com/XLMdJnAzSK— Eric Greitens (@EricGreitens) June 20, 2022 Í framhaldinu sést hann sitja um dyr húss ásamt einkennisklæddum mönnum vopnuðum hríðskotarifflum. Greitens, sem sjálfur er vopnaður haglabyssu, lætur þar eins og hann tali inn á náttúrulífsmynd þegar hann segir aðra repúblikana „nærast á spillingu og hafa rendur hugleysis“. Í næstu andrá brjótast Greitens og félagar inn í húsið og virðast sprengja hvellsprengju. Inn í reykfylltu húsinu segir Greitens engin fjöldamörk á veiðileyfinum. Auglýsingin hefur vakið hörð viðbrögð. Sumir benda á að aukaleikarar í henni skarti einkennismerki sérsveitar hersins og setja spurningamerki við hvort að herinn hafi veitt leyfi fyrir því. Aðrir benda einfaldlega á að auglýsingin sé „sturluð“. I mean, yes it's a dumb joke, but if you wanted to lean into that, you'd have them some on some kind of safari, not breaking into a house where they are presumably going to murder someone. Truly grotesque. https://t.co/FPd970QTIF— Chris Hayes (@chrislhayes) June 20, 2022 "if you don't agree that donald trump is god emperor we'll send brownshirts to murder you" https://t.co/mpd75yFxwm— b-boy bouiebaisse (@jbouie) June 20, 2022 Sakaður um ofbeldi og ógnanir Þó að Greitens lýsi sér sem „utangarðsmanni“ í stjórnmálum í auglýsingunni þá er hann fyrrverandi ríkisstjóri Missouri. Hann neyddist til að segja af sér árið 2018 eftir að hann var ákærður fyrir að taka nektarmyndir af hjákonu sinni og hóta henni með því að birta þær. Í kosningabaráttunni nú hefur fyrrverandi eiginkona Greitens sakað hann um að beita sig ofbeldi á meðan á sambandi þeirra stóð. Hún sóttist eftir skilnaði eftir hneykslismálið árið 2018. Í skriflegri yfirlýsingu fyrir dómstól sagði hún jafnframt að reynt hafi verið að takmarka aðgang hans að skotvopnum vegna þess að hann sýndi af sér „óstöðuga og ofbeldisfulla hegðun“. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ríkisstjóri sakaður um að kúga viðhaldið með nektarmyndum Vonarstjarna repúblikana bauð sig fram sem „fjölskyldumaður“ í kosningum til ríkisstjóra fyrir tveimur árum. 11. janúar 2018 11:51 Ríkisstjóri handtekinn, grunaður um hótun með nektarmynd Ákæran varðar glæpsamlegt brot á friðhelgi einkalífsins. Ríkisstjóri Missouri er sakaður um að hafa kúgað hjákonu sína með nektarmynd sem hann tók af henni án vitundar hennar. 22. febrúar 2018 23:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Sjá meira
Auglýsing Erics Greitens, sem skoðanakannanir sýna með forystu fyrir forval Repúblikana í Missouri fyrir kosningar til annars öldungadeildarsætis ríkisins, hefur vakið mikla athygli. Í henni virðist hann hóta ofbeldi gegn öðrum repúblikönum sem eru honum ekki sammála. „Ég er Eric Greitens, sérsveitarmaður sjóhersins, og í dag ætlum við á RINO-veiðar,“ segir Greitens í upphafi myndbandsins. „RINO“ er skammstöfun á ensku sem stendur fyrir „repúblikanar að nafninu einu til“ (e. Republicans in name only). We are sick and tired of the Republicans in Name Only surrendering to Joe Biden & the radical Left.Order your RINO Hunting Permit today! pic.twitter.com/XLMdJnAzSK— Eric Greitens (@EricGreitens) June 20, 2022 Í framhaldinu sést hann sitja um dyr húss ásamt einkennisklæddum mönnum vopnuðum hríðskotarifflum. Greitens, sem sjálfur er vopnaður haglabyssu, lætur þar eins og hann tali inn á náttúrulífsmynd þegar hann segir aðra repúblikana „nærast á spillingu og hafa rendur hugleysis“. Í næstu andrá brjótast Greitens og félagar inn í húsið og virðast sprengja hvellsprengju. Inn í reykfylltu húsinu segir Greitens engin fjöldamörk á veiðileyfinum. Auglýsingin hefur vakið hörð viðbrögð. Sumir benda á að aukaleikarar í henni skarti einkennismerki sérsveitar hersins og setja spurningamerki við hvort að herinn hafi veitt leyfi fyrir því. Aðrir benda einfaldlega á að auglýsingin sé „sturluð“. I mean, yes it's a dumb joke, but if you wanted to lean into that, you'd have them some on some kind of safari, not breaking into a house where they are presumably going to murder someone. Truly grotesque. https://t.co/FPd970QTIF— Chris Hayes (@chrislhayes) June 20, 2022 "if you don't agree that donald trump is god emperor we'll send brownshirts to murder you" https://t.co/mpd75yFxwm— b-boy bouiebaisse (@jbouie) June 20, 2022 Sakaður um ofbeldi og ógnanir Þó að Greitens lýsi sér sem „utangarðsmanni“ í stjórnmálum í auglýsingunni þá er hann fyrrverandi ríkisstjóri Missouri. Hann neyddist til að segja af sér árið 2018 eftir að hann var ákærður fyrir að taka nektarmyndir af hjákonu sinni og hóta henni með því að birta þær. Í kosningabaráttunni nú hefur fyrrverandi eiginkona Greitens sakað hann um að beita sig ofbeldi á meðan á sambandi þeirra stóð. Hún sóttist eftir skilnaði eftir hneykslismálið árið 2018. Í skriflegri yfirlýsingu fyrir dómstól sagði hún jafnframt að reynt hafi verið að takmarka aðgang hans að skotvopnum vegna þess að hann sýndi af sér „óstöðuga og ofbeldisfulla hegðun“.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ríkisstjóri sakaður um að kúga viðhaldið með nektarmyndum Vonarstjarna repúblikana bauð sig fram sem „fjölskyldumaður“ í kosningum til ríkisstjóra fyrir tveimur árum. 11. janúar 2018 11:51 Ríkisstjóri handtekinn, grunaður um hótun með nektarmynd Ákæran varðar glæpsamlegt brot á friðhelgi einkalífsins. Ríkisstjóri Missouri er sakaður um að hafa kúgað hjákonu sína með nektarmynd sem hann tók af henni án vitundar hennar. 22. febrúar 2018 23:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Sjá meira
Ríkisstjóri sakaður um að kúga viðhaldið með nektarmyndum Vonarstjarna repúblikana bauð sig fram sem „fjölskyldumaður“ í kosningum til ríkisstjóra fyrir tveimur árum. 11. janúar 2018 11:51
Ríkisstjóri handtekinn, grunaður um hótun með nektarmynd Ákæran varðar glæpsamlegt brot á friðhelgi einkalífsins. Ríkisstjóri Missouri er sakaður um að hafa kúgað hjákonu sína með nektarmynd sem hann tók af henni án vitundar hennar. 22. febrúar 2018 23:30