Uppeldisleikritið – hver er þinn söguþráður? Hildur Inga Magnadóttir skrifar 23. júní 2022 09:31 Margir hafa eflaust einhvern tímann heyrt: ,,þú ert farin/nn/ð að líkjast foreldrum þínum” eða hafa hugsað: ,,ég ætla aldrei að gera þetta eða hitt í uppeldi barnanna minna; ég ætla ekki að feta í fótspor foreldra minna og ala börnin mín svona upp”. Hefur þú einhvern tímann velt fyrir þér hvernig þú bregst við áreiti í uppeldi barna þinna? Hefur þú staðið þig að því að sýna ósjálfráð viðbrögð sem minna á viðbrögð foreldra þinna í æsku? Þegar við ólumst upp vorum við ítrekað í aðstæðum þar sem við fylgdumst með foreldrum okkar bregðast við áreiti eða aðstæðum. Þetta gat til dæmis verið vegna prakkarastrikanna okkar, misgóðra hugmynda sem við vildum koma í framkvæmd eða vegna þess að við komum ekki heim á réttum tíma. Við fylgdumst með því hvernig foreldrar okkur leystu úr deilum sín á milli. Aðstæðurnar voru ótal margar og af mismunandi toga. Í rauninni var alltaf ,,á upptöku” hjá okkur og við meðtókum mikið magn af upplýsingum um samskipti og hegðun á heimilum okkar. Þessar miklu upplýsingar gerðu okkur svo kleift að spá fyrir um hvernig foreldrar okkur myndu bregðast við í ákveðnum aðstæðum. Til einföldunar þá getum við ímyndað okkur að við séum að leggja leikrit á minnið. Við verjum æskunni í að læra á og kynnast sögupersónunum sem koma þar fram og hlutverkum þeirra. Við fáum langan tíma til þess að læra hlutverkin, atriðin eru síendurtekin sem verður til þess að við verðum þaulæfð. Í rauninni svo vel æfð að við innleiðum sögupersónurnar í líf okkar, við verðum þessar persónur að einhverju leyti. Með hækkandi aldri fækkar aðstæðum á heimilinu sem við verðum vitni að, við flytjum út af heimilum foreldra okkar og verðum sjálfstæðir einstaklingar. Leikritið hefur áfram áhrif á líf okkar en sögupersónurnar geta legið í dvala. Jafnvel árum saman. Svo kemur að því að við eignumst sjálf börn. Óvissa fylgir því að fá barn í hendurnar og til að byrja með vita líklega fæstir hvernig þeir eiga að takast á við þessar nýju og óþekktu aðstæður. Af stað fer nýtt leikrit og við þurfum að finna hlutverk okkar innan þess. Og hvað gerist? Mögulega spólum við til baka í huganum, dustum rykið af sögupersónunum, foreldrum okkar, sem við lærðum svo mikið um á yngri árum. Áður en þú veist af ertu orðin nútímaútgáfa af sögupersónum æskuleikritsins þíns. Ef til vill hefurðu fengið gott uppeldi, leikritið þitt hefur haft jákvæð áhrif á þig sem einstakling og þú vilt halda áfram að skrifa framhald af söguþræðinum þínum. Ef til vill hefði ýmislegt mátt betur fara og þú sem fullorðinn einstaklingur þarft að taka ákvarðanir um hvort að þú viljir halda í gamla söguþráðinn sem þú kannt svo vel eða byrja leikritið aftur frá byrjun. Ef gera á breytingar eða hefja nýtt leikrit þarf foreldrið virkilega að hafa fyrir því að skrifa nýjan söguþráð. Þráð sem fylgir eigin gildum og lífsviðhorfum. Spyrja þarf hvernig foreldri maður vill vera, hvað skal tileinka sér í uppeldi barna sinna og vinna statt og stöðugt í því að uppfæra hlutverkin í uppeldisleikritinu. Ekkert foreldri er fullkomið en flestir eru að reyna sitt besta. Við getum ekki breytt fortíðinni eða uppeldinu sem við fengum en við getum staldrað við og litið inn á við. Við getum velt því fyrir okkur hvernig foreldrar við viljum vera og hvernig við getum verið enn betri útgáfa af okkur í hlutverkinu sem við leikum núna. Það er aldrei of seint að hefja breytingar á söguþræðinum í uppeldisleikritinu sem börnin okkar taka með sér út í lífið. Hvað einkennir sögupersónurnar sem börnin þín eru að leggja á minnið núna? Höfundur er foreldra- og uppeldisráðgjafi hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Inga Magnadóttir Börn og uppeldi Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Margir hafa eflaust einhvern tímann heyrt: ,,þú ert farin/nn/ð að líkjast foreldrum þínum” eða hafa hugsað: ,,ég ætla aldrei að gera þetta eða hitt í uppeldi barnanna minna; ég ætla ekki að feta í fótspor foreldra minna og ala börnin mín svona upp”. Hefur þú einhvern tímann velt fyrir þér hvernig þú bregst við áreiti í uppeldi barna þinna? Hefur þú staðið þig að því að sýna ósjálfráð viðbrögð sem minna á viðbrögð foreldra þinna í æsku? Þegar við ólumst upp vorum við ítrekað í aðstæðum þar sem við fylgdumst með foreldrum okkar bregðast við áreiti eða aðstæðum. Þetta gat til dæmis verið vegna prakkarastrikanna okkar, misgóðra hugmynda sem við vildum koma í framkvæmd eða vegna þess að við komum ekki heim á réttum tíma. Við fylgdumst með því hvernig foreldrar okkur leystu úr deilum sín á milli. Aðstæðurnar voru ótal margar og af mismunandi toga. Í rauninni var alltaf ,,á upptöku” hjá okkur og við meðtókum mikið magn af upplýsingum um samskipti og hegðun á heimilum okkar. Þessar miklu upplýsingar gerðu okkur svo kleift að spá fyrir um hvernig foreldrar okkur myndu bregðast við í ákveðnum aðstæðum. Til einföldunar þá getum við ímyndað okkur að við séum að leggja leikrit á minnið. Við verjum æskunni í að læra á og kynnast sögupersónunum sem koma þar fram og hlutverkum þeirra. Við fáum langan tíma til þess að læra hlutverkin, atriðin eru síendurtekin sem verður til þess að við verðum þaulæfð. Í rauninni svo vel æfð að við innleiðum sögupersónurnar í líf okkar, við verðum þessar persónur að einhverju leyti. Með hækkandi aldri fækkar aðstæðum á heimilinu sem við verðum vitni að, við flytjum út af heimilum foreldra okkar og verðum sjálfstæðir einstaklingar. Leikritið hefur áfram áhrif á líf okkar en sögupersónurnar geta legið í dvala. Jafnvel árum saman. Svo kemur að því að við eignumst sjálf börn. Óvissa fylgir því að fá barn í hendurnar og til að byrja með vita líklega fæstir hvernig þeir eiga að takast á við þessar nýju og óþekktu aðstæður. Af stað fer nýtt leikrit og við þurfum að finna hlutverk okkar innan þess. Og hvað gerist? Mögulega spólum við til baka í huganum, dustum rykið af sögupersónunum, foreldrum okkar, sem við lærðum svo mikið um á yngri árum. Áður en þú veist af ertu orðin nútímaútgáfa af sögupersónum æskuleikritsins þíns. Ef til vill hefurðu fengið gott uppeldi, leikritið þitt hefur haft jákvæð áhrif á þig sem einstakling og þú vilt halda áfram að skrifa framhald af söguþræðinum þínum. Ef til vill hefði ýmislegt mátt betur fara og þú sem fullorðinn einstaklingur þarft að taka ákvarðanir um hvort að þú viljir halda í gamla söguþráðinn sem þú kannt svo vel eða byrja leikritið aftur frá byrjun. Ef gera á breytingar eða hefja nýtt leikrit þarf foreldrið virkilega að hafa fyrir því að skrifa nýjan söguþráð. Þráð sem fylgir eigin gildum og lífsviðhorfum. Spyrja þarf hvernig foreldri maður vill vera, hvað skal tileinka sér í uppeldi barna sinna og vinna statt og stöðugt í því að uppfæra hlutverkin í uppeldisleikritinu. Ekkert foreldri er fullkomið en flestir eru að reyna sitt besta. Við getum ekki breytt fortíðinni eða uppeldinu sem við fengum en við getum staldrað við og litið inn á við. Við getum velt því fyrir okkur hvernig foreldrar við viljum vera og hvernig við getum verið enn betri útgáfa af okkur í hlutverkinu sem við leikum núna. Það er aldrei of seint að hefja breytingar á söguþræðinum í uppeldisleikritinu sem börnin okkar taka með sér út í lífið. Hvað einkennir sögupersónurnar sem börnin þín eru að leggja á minnið núna? Höfundur er foreldra- og uppeldisráðgjafi hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun