Gleðilegt sumar! Drífa Snædal skrifar 24. júní 2022 14:01 Ferðaþyrst fólk flykkist til og frá landinu eftir tveggja ára ferðatakmarkanir. Flugvellir víða um heim standa ekki undir álaginu og aldrei að vita hvar farangur endar eða í versta falli ferðamenn. Mjög víða vantar starfsfólk og álagið á vinnandi fólk er mikið. Ýmsir furða sig á því að þó atvinnuleysi sé víða um heim skorti enn starfsfólk. Það þarf þó engan að undra að flugvellir sem víða eru komnir í eigu alþjóðlegra stórfyrirtækja sem reyna eftir megni að þrýsta launum og öðrum starfsmannakostnaði niður eigi erfitt með að fá til sín fólk. Flugvellirnir eru oft langt frá heimilum, starfsumhverfið ómanneskjulegt og hækkandi samgöngukostnaður, barnagæsla og fleira gerir það að verkum að fólk greiðir nánast með sér til vinnu. Það er hin stóra breyting sem orðið hefur í kófinu: Fyrirtæki sem koma ekki fram við fólk af virðingu í launum og aðbúnaði eiga erfitt með að fá starfsfólk aftur til sín. Þetta er staðreynd úti í heimi og þetta er líka staðreynd hér á Íslandi. Við sjáum ákveðið mynstur og hægt að leiða að því líkum að fyrirtæki sem stóðu ekki með sínu starfsfólki í gegnum kófið eigi erfiðar uppdráttar að fá til sín fólk. Á meðan höfum við sem betur fer góð dæmi um að fyrirtæki sem unnu með sínu fólki þegar í harðbakkann sló njóta þess nú að hafa reynslumikið fólk í vinnu. Við getum líka heimfært þetta á heilu samfélögin, þau sem bjuggu við sterkt opinbert kerfi og beittu almannatryggingum í faraldrinum koma betur út en samfélög þar sem fólk féll niður í örbyrgð og vonleysi án afkomu. Hér á landi vann ýmislegt með okkur og gerir enn. Húshitunarkostnaður hefur margfaldast í hinu græðgisvædda Evrópska orkukerfi en við búum sem betur fer við lágan orkukostnað í lokuðu kerfi í almannaeigu. Þetta eru verðmæti sem hafa aldrei verið jafn áþreifanleg og nú. Um heim allan er verðbólgan farin af stað og staða vinnandi fólks þrengist. Fólk sækir stuðning í stéttarfélög og beitir samtakamætti til að knýja fram betri kjör í óviðunandi ástandi. Þau ríki sem geta beitt skattkerfum til jöfnunar, búa við sterka verkalýðshreyfingu og sterkt opinbert kerfi hafa möguleika til að bæta kjör almennings og styrkja með þeim hætti atvinnulífið. Við erum þar á meðal. Gleðilegt sumar! Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Ferðaþyrst fólk flykkist til og frá landinu eftir tveggja ára ferðatakmarkanir. Flugvellir víða um heim standa ekki undir álaginu og aldrei að vita hvar farangur endar eða í versta falli ferðamenn. Mjög víða vantar starfsfólk og álagið á vinnandi fólk er mikið. Ýmsir furða sig á því að þó atvinnuleysi sé víða um heim skorti enn starfsfólk. Það þarf þó engan að undra að flugvellir sem víða eru komnir í eigu alþjóðlegra stórfyrirtækja sem reyna eftir megni að þrýsta launum og öðrum starfsmannakostnaði niður eigi erfitt með að fá til sín fólk. Flugvellirnir eru oft langt frá heimilum, starfsumhverfið ómanneskjulegt og hækkandi samgöngukostnaður, barnagæsla og fleira gerir það að verkum að fólk greiðir nánast með sér til vinnu. Það er hin stóra breyting sem orðið hefur í kófinu: Fyrirtæki sem koma ekki fram við fólk af virðingu í launum og aðbúnaði eiga erfitt með að fá starfsfólk aftur til sín. Þetta er staðreynd úti í heimi og þetta er líka staðreynd hér á Íslandi. Við sjáum ákveðið mynstur og hægt að leiða að því líkum að fyrirtæki sem stóðu ekki með sínu starfsfólki í gegnum kófið eigi erfiðar uppdráttar að fá til sín fólk. Á meðan höfum við sem betur fer góð dæmi um að fyrirtæki sem unnu með sínu fólki þegar í harðbakkann sló njóta þess nú að hafa reynslumikið fólk í vinnu. Við getum líka heimfært þetta á heilu samfélögin, þau sem bjuggu við sterkt opinbert kerfi og beittu almannatryggingum í faraldrinum koma betur út en samfélög þar sem fólk féll niður í örbyrgð og vonleysi án afkomu. Hér á landi vann ýmislegt með okkur og gerir enn. Húshitunarkostnaður hefur margfaldast í hinu græðgisvædda Evrópska orkukerfi en við búum sem betur fer við lágan orkukostnað í lokuðu kerfi í almannaeigu. Þetta eru verðmæti sem hafa aldrei verið jafn áþreifanleg og nú. Um heim allan er verðbólgan farin af stað og staða vinnandi fólks þrengist. Fólk sækir stuðning í stéttarfélög og beitir samtakamætti til að knýja fram betri kjör í óviðunandi ástandi. Þau ríki sem geta beitt skattkerfum til jöfnunar, búa við sterka verkalýðshreyfingu og sterkt opinbert kerfi hafa möguleika til að bæta kjör almennings og styrkja með þeim hætti atvinnulífið. Við erum þar á meðal. Gleðilegt sumar! Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun