Nýtt lag frá Baggalút: „Extra sjálfhverfur og sjálfumglaður“ Elísabet Hanna skrifar 28. júní 2022 13:08 Baggalútur fær útrás fyrir áttublæti sínu í nýja laginu. Gamlir hljóðgervlar voru ræstir upp í Hljóðrita og helstu einkennishljóð 9. áratugarins fá að hljóma. Hljómsveitin Baggalútur gefur frá sér glænýjan hásumarsmell sem fær hlustendur til þess að dansa og dilla sér á björtum sumarnóttum. Þeir eru að sjóða saman nýja plötu og eru strax byrjaðir að huga að jólagleðinni. Í texta lagsins lýsir ljóðmælandi hugljúfri og eldheitri ástarsögu og þá sérstaklega upptendraðri upplifun gagnkvæms ástaðila á þeim kynnum. Þeir Bragi Valdimar Skúlason og Guðmundur Pálsson sömdu lagið og textann. Blaðamaður hafði samband við Braga Valdimar Skúlason og fékk að heyra hvaðan innblásturinn að laginu hafi komið: Sjálfhverfur og sjálfumglaður texti „Okkur langaði til að búa til mjög hresst og sumarlegt lag, um leið og við gætum fengið smá útrás fyrir uppsafnað áttublæti okkar, enda er lagið undir umtalsverðum og greinilegum „eighties“ áhrifum. Við ræstum upp alla gömlu hljóðgervlana í Hljóðrita, fundum öll helstu einkennishljóð 9. áratugarins og vöktum meira að segja upp forláta trommuheila sem leiðir okkur staðfastlega gegnum lagið,“ segir hann. „Textinn er í raun frekar einfaldur, ástaróður nema hvað að þarna er ljóðmælandi í raun að lýsa upplifun „ásthafans“ af sambandinu. Í stað þess að segja „Ég man þegar ÉG sá þig fyrst“ segir hann „Ég man þegar ÞÚ sást mig fyrst“. Þetta gefur textanum dálítið skemmtilega vídd og verður í raun alveg extra sjálfhverfur og sjálfumglaður. Sem er stuð.“ View this post on Instagram A post shared by Baggalútur (@baggalutur) Dansa upp á húsgögnum „Við mælum sérstaklega með að hlustað sé á lagið í opnu rými, þannig að auðvelt sé að bresta í dans og jafnvel príla upp á nærliggjandi húsgögn. Eins er gott að hlusta í fjölmenni til að hámarka áhrifin og nýta þessar fáu mínútur sem lagið tekur í spilun sem allra best,“ segir hann. Samkvæmt Braga er ýmislegt framundan hjá Baggalút: „Að njóta sumarsins, sjóða saman nokkur lög á nýja plötu og fara svo fljótlega að huga að næstu jólatörn. Það þarf að fara að finna eitthvað geggjað til að hafa á sviðinu, annað en okkur auðvitað“ segir Bragi. View this post on Instagram A post shared by Baggalútur (@baggalutur) Tónlist Tengdar fréttir „Það er ekki bannað að hafa gaman“ Baggalútur harmar mjög ef að sóttvarnabrot voru framin á tónleikum þeirra í gær eins og lögreglan greindi frá í dag. Hljómsveitin hafi látið almannavarnir taka út fyrirkomulag viðburðarins í síðustu viku til að passa að allt væri í samræmi við gildandi reglur og eina brotið sem meðlimir hljómsveitarinnar hafi tekið eftir í gær hafi verið grímuleysi margra gesta, sem er eflaust vandamál við flesta viðburði í dag. 20. desember 2021 00:00 Baggalútur sendir frá sér nýtt aðventulag Hljómsveitin Baggalútur frumsýnir myndbandið við nýja aðventulagið sitt Afsakið þetta smáræði. 2. desember 2019 11:30 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Í texta lagsins lýsir ljóðmælandi hugljúfri og eldheitri ástarsögu og þá sérstaklega upptendraðri upplifun gagnkvæms ástaðila á þeim kynnum. Þeir Bragi Valdimar Skúlason og Guðmundur Pálsson sömdu lagið og textann. Blaðamaður hafði samband við Braga Valdimar Skúlason og fékk að heyra hvaðan innblásturinn að laginu hafi komið: Sjálfhverfur og sjálfumglaður texti „Okkur langaði til að búa til mjög hresst og sumarlegt lag, um leið og við gætum fengið smá útrás fyrir uppsafnað áttublæti okkar, enda er lagið undir umtalsverðum og greinilegum „eighties“ áhrifum. Við ræstum upp alla gömlu hljóðgervlana í Hljóðrita, fundum öll helstu einkennishljóð 9. áratugarins og vöktum meira að segja upp forláta trommuheila sem leiðir okkur staðfastlega gegnum lagið,“ segir hann. „Textinn er í raun frekar einfaldur, ástaróður nema hvað að þarna er ljóðmælandi í raun að lýsa upplifun „ásthafans“ af sambandinu. Í stað þess að segja „Ég man þegar ÉG sá þig fyrst“ segir hann „Ég man þegar ÞÚ sást mig fyrst“. Þetta gefur textanum dálítið skemmtilega vídd og verður í raun alveg extra sjálfhverfur og sjálfumglaður. Sem er stuð.“ View this post on Instagram A post shared by Baggalútur (@baggalutur) Dansa upp á húsgögnum „Við mælum sérstaklega með að hlustað sé á lagið í opnu rými, þannig að auðvelt sé að bresta í dans og jafnvel príla upp á nærliggjandi húsgögn. Eins er gott að hlusta í fjölmenni til að hámarka áhrifin og nýta þessar fáu mínútur sem lagið tekur í spilun sem allra best,“ segir hann. Samkvæmt Braga er ýmislegt framundan hjá Baggalút: „Að njóta sumarsins, sjóða saman nokkur lög á nýja plötu og fara svo fljótlega að huga að næstu jólatörn. Það þarf að fara að finna eitthvað geggjað til að hafa á sviðinu, annað en okkur auðvitað“ segir Bragi. View this post on Instagram A post shared by Baggalútur (@baggalutur)
Tónlist Tengdar fréttir „Það er ekki bannað að hafa gaman“ Baggalútur harmar mjög ef að sóttvarnabrot voru framin á tónleikum þeirra í gær eins og lögreglan greindi frá í dag. Hljómsveitin hafi látið almannavarnir taka út fyrirkomulag viðburðarins í síðustu viku til að passa að allt væri í samræmi við gildandi reglur og eina brotið sem meðlimir hljómsveitarinnar hafi tekið eftir í gær hafi verið grímuleysi margra gesta, sem er eflaust vandamál við flesta viðburði í dag. 20. desember 2021 00:00 Baggalútur sendir frá sér nýtt aðventulag Hljómsveitin Baggalútur frumsýnir myndbandið við nýja aðventulagið sitt Afsakið þetta smáræði. 2. desember 2019 11:30 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Það er ekki bannað að hafa gaman“ Baggalútur harmar mjög ef að sóttvarnabrot voru framin á tónleikum þeirra í gær eins og lögreglan greindi frá í dag. Hljómsveitin hafi látið almannavarnir taka út fyrirkomulag viðburðarins í síðustu viku til að passa að allt væri í samræmi við gildandi reglur og eina brotið sem meðlimir hljómsveitarinnar hafi tekið eftir í gær hafi verið grímuleysi margra gesta, sem er eflaust vandamál við flesta viðburði í dag. 20. desember 2021 00:00
Baggalútur sendir frá sér nýtt aðventulag Hljómsveitin Baggalútur frumsýnir myndbandið við nýja aðventulagið sitt Afsakið þetta smáræði. 2. desember 2019 11:30