„Lífið er fullt af ógeðslega flóknum verkefnum“ Elísabet Hanna skrifar 29. júní 2022 21:00 Einar Bárðarson hefur gert mikið á sinni lífsleið. Vísir/Vilhelm Einar Bárðarson þekkja flestir hvort sem það er úr útvarpinu, sjónvarpinu, tónlistinni eða sem umboðsmann. Hann segist vera duglegur að taka ábyrgð og gangast við því sem miður fer í lífinu og rifjar meðal annars upp Eurovision ævintýrið og það hvernig fólk rís upp eftir að hafa verið slegið niður í lífinu. Í dag starfar Einar sem framkvæmdarstjóri Votlendissjóðs og er mikill umhverfissinni. Mótaði poppmenningu þúsaldarkynslóðarinnar Hann segir það hafa breytt lífi sínu þegar hann samdi lagið Farin sem hljómsveitin Skítamórall gerði frægt. Sjálfur var hann í hljómsveit á sínum yngri árum þar sem hann ólst upp á Selfossi en það var bróðir hans Arngrímur Fannar Haraldsson sem var í Skítamóral og fékk að nýta efnið sem var upphafið af lagasmíðaferli Einars. Ekki leið að löngu þar til hann var orðinn umboðsmaður þúsaldarkynslóðarinnar en eftir skemmtanahald, umboðsmennsku og auglýsingahönnun ákvað hann að leggja aftur land undir fór og fara í nám í markaðsfræði í Arizona, Bandaríkjunum þar sem hann kynntist konunni sinni Áslaugu Thelmu Einarsdóttur. View this post on Instagram A post shared by Einar Bardarson (@einarbardar) Einar var gestur Kristjáns Hafþórssonar í Jákastinu en þáttinn má heyra í heild sinni hér að neðan en þar ræðir hann meðal annars hvernig lífið var með annan fótinn í London, feril Garðars Thórs Corters, Idolið, íslensku tónlistarsenuna, Nylon, lagasmíði og plokkið sem hann stendur fyrir til þess að bæta heiminn: Vill ekki einsleitar skoðanir á samfélagsmiðlum Einar forðast Twitter eins og heitan eldinn og finnst mikilvægt að nota samfélagsmiðla á réttan hátt. „Ég vil ekki festast inn í einhverjum helli [...] Mér finnst voða gott að sjá viðbrögð hægri fólks við þessu og viðbrögð vinstri fólks við hinu“ „Ef maður er með hundrað eða tvö hundruð vini sem allir eru svona nokkurn veginn með sömu lífsskoðanir og þú að þá getur verið að þú misskiljir umheiminn svolítið.“ Sjálfur segist hann stundum setja inn athugasemdir á netið sem séu slitnar úr öllu samhengi og setji allt í uppnám sem hafi upphaflega verið birt sem grín. View this post on Instagram A post shared by Einar Bardarson (@einarbardar) Stofnaði Kanann Einar Stofnaði útvarpsstöðina Kanann árið 2009 sem í dag er þekkt sem K100. Hann seldi SkjáEinum, sem síðar varð Síminn, stöðina sem síðar seldi hana til Árvakurs en hún er enn starfandi í dag. Það síðasta sem hann gerði á stöðinni áður en hann fór var að ráða inn Svala frá FM957 og setti hann saman með Svavari Erni og myndaði það landsfræga dúó. „Við vorum ekki sammála, sá sem var að stýra SkjáEinum á þeim tíma og ég, um basic hluti eins og hvernig á að koma fram við mann þannig að ég þakkaði bara fyrir,“ segir Einar um skil sín við stöðina. Hann segist einnig stoltur af því að hafa ráðið Sigga Gunnars inn á K100 frá Akureyri. View this post on Instagram A post shared by Einar Bardarson (@einarbardar) Kynjahlutföll í útvarpinu Síðar endaði hann á Bylgjunni í morgunþættinum Bakaríinu með Svavari áður en Eva Laufey tók við keflinu sem Einar segist hafa þróast á þann veg eftir að ákvörðun um að jafna kynjahlutfallið innan stöðvarinnar hafi verið tekin. „Ég skyldi alveg þá ákvörðun mjög vel, ég hefði gert hana sjálfur ef ég hefði verið að stýra,“ segir hann. Fyrir rúmlega ári síðan hóf hann aftur störf í morgunútvarpinu en í þetta skiptið var það aftur á K100 og stjórnar hann þættinum Helgarútgáfunni ásamt Önnu Margréti Káradóttur. „Þannig að nú eru tveir morgunþættir með karli og konu en ekki einn morgunþáttur með tveimur körlum. Hérna erum við að taka þátt í því að lagfæra samfélagslegan halla á kynjahlutföllum.“ View this post on Instagram A post shared by Einar Bardarson (@einarbardar) Birta, bíddu eftir mér Árið 2001 samdi Einar lagið Birta sem fór fyrir hönd Íslands í Eurovision. „Þegar lagið var kosið til þess að fara út þá fengum við 51% allra greidda atkvæða,“ segir hann. Sama ár reyndi hann að koma laginu Spenntur í keppnina, sem Á móti sól gerði síðar frægt, en það var ekki tekið inn. „Það eru sárafáir sem hafa farið og spilað á Parken og farið heim með þrjú stig“ segir hann glettinn um það hvernig Eurovision ævintýrið fór. „Auðvitað var það alveg rosalega mikil kennsla í auðmýkt að lenda bara í næstsíðasta sæti í Eurovision.“ „Það þarf lang sterkustu beinin í standa upp aftur eftir svoleiðis, því það er alveg meiriháttar áfall, alveg sama þó að maður hafi ekki verið að væla opinberlega yfir því þá er bara rosalegt að vakna daginn eftir Eurovision þar sem þú lentir bara í næst síðasta sæti.“ <a href="https://www.youtube.com/watch?v=e_gQMnbpXtk">watch on YouTube</a> Mikilvægt að taka ábyrgð „Lagið var bara ekki nógu gott í þessu samhengi öllu saman, í þessari stóru keppni og ég bara ákvað að taka ábyrgð á því,“ segir hann um það sem fylgdi á eftir Eurovision þar sem hann sagði alla í hópnum hafa staðið sig vel og gert nákvæmlega það sem hann bað um í atriðinu. Ég var verkstjóri og ég ber alla ábyrgð á því og geri enn þann dag í dag.“ „Besti eiginleikinn sem ég bý yfir og það sem ég met mest við annað fólk er þegar það stígur upp aftur eftir að hafa verið slegið alveg svakalega á kjaftinn,“ segir Einar og vitnar í Rocky myndirnar þar sem aðalpersónan var að útskýra lífið fyrir syni sínum: „Sá sem stendur upp, alltaf, hann vinnur.“ View this post on Instagram A post shared by Einar Bardarson (@einarbardar) Lífið mun reyna á þig „Lífið mun professionally og personally slá þig í gólfið með jöfnu millibili þannig að þig langar helst bara að liggja þar og grenja,“ segir hann. „Það geta verið áföll í fjölskyldunni, verið áföll fjárhagslega, þú getur gert þig að opinberu fífli hvort sem að það var viljandi eða ekki.“ Hann segir mikilvægt að dusta af sér, standa upp og taka ábyrgð á því sem hægt er að taka ábyrgð á og útskýra fyrir öðrum og halda áfram. „Ég hef þurft að gera þetta nokkrum sinnum og það er svo hollt.“ View this post on Instagram A post shared by Einar Bardarson (@einarbardar) Fylgist með öðrum vinna sig úr aðstæðum „Maður hefur líka fylgst með þessum herramönnum sem hafa orðið uppvísir af hlutum sem eru ekki í takt við samfélagið og hafa verið cancellaðir, svo við notum rétt orð,“ segir Einar. „Þeir eru á erfiðum stað og maður er svona að fylgjast með þeim og sjá hverjum tekst að vinna sig út úr þessu með því að gangast við því sem er hægt að gangast við. Að betra það sem er hægt að betra.“ „Allt eru þetta mjög erfið mál en einhvern veginn þurfum við sem samfélag að vinna út úr því, erum við alveg búin að cancellera þeim?“ segir hann og veltir því fyrir sér hvernig samfélagið greinir á milli hverjir nái að koma til baka. „Ég er ekki að gerast dómari í þessu öllu heldur bara að velta því fyrir mér, hvernig vinna þessir - í flestum tilfellum ungu menn og karlmenn - hvernig vinna þeir úr þessu? Og hvernig er það hægt?“ Samfélagið í dómarasæti „Það er ekkert gaman heldur fyrir samfélagið að lesa um það eftir einhverjar vikur ef að einhver af þessum drengjum bara gekk frá sér af því menn þola ekki álagið. Aftur, ég er ekki að taka neina afstöðu,“ segir Einar. „Umburðarlyndi, fyrirgefning og kærleikur, er rými fyrir það? Og á hvernig stað erum við?“ Veltir hann fyrir sér. View this post on Instagram A post shared by Einar Bardarson (@einarbardar) Að takast á við mótlæti með jákvæðni „Lífið er fullt af ógeðslega flóknum verkefnum og þó að einhver fari í gegnum það skælbrosandi þýðir það ekki að hann sé að glíma við eitthvað minni vandamál en þú. Hann er bara ekki að gera það flóknara með því að gera það að þínu vandamálum líka,“ segir hann um það hvernig sumir fara í gegnum lífið af jákvæðni á meðan aðrir láta sín erfiði bitna á öðrum. Hann segir það þó gott að eiga góða að þegar á því þarf að halda. View this post on Instagram A post shared by Einar Bardarson (@einarbardar) Erfitt að stíga fram „Þær konur eru náttúrulega, með því að stíga fram eru þær að vinna úr sínu trauma en um leið að gera sig ennþá meira vulnerable, ég þekki það sjálfur,“ segir hann um þau mál sem koma upp í samfélaginu. „Þetta eru sannarlega áhugaverðir tímar en alls ekki átakalausir sem við erum að ganga í gegnum.“ „Allar róttækar breytingar á samfélaginu, vonandi, rækta betra samfélag,“ segir hann og horfir bjartsýnn til framtíðarinnar: „Ég trúi því gagnvart börnunum okkar að við séum að búa til betra samfélag. Ég hef þá trú en við erum hins vegar ennþá út í miðri á með þetta allt saman og svona hlutir gerast ekki á einu sumri eða einum vetri heldur er þetta samfélagslegt verkefni að fara í gegnum.“ Tónlist Jákastið Tengdar fréttir Skítamórall gefur út lag: „Alvöru Skímó slagari með öllum stælunum“ Hljómsveitin Skítmórall hefur sent frá sér nýjan sumarsmell. Lagið sem ber heitið Innan í mér, er alvöru „Skímó slagari með öllum stælunum“. 6. júlí 2021 12:49 Einar Bárðarson ráðinn framkvæmdastjóri Votlendissjóðs Eyþór Eðvarsson, stjórnarformaður Votlendissjóðs, segir endurheimt votlendis vera afar mikilvægan þátt í að minnka losun. Hann segist bera miklar væntingar til Einars og hlakkar til samstarfsins. 28. júlí 2019 14:38 Einar Bárðarson krafðist tveggja ára launa vegna brottrekstursins Einar Bárðarson sagður hafa haft í hótunum við stjórnarformann ON. 19. nóvember 2018 16:30 Einars saga Bárðarsonar Nú eru tuttugu ár síðan Einar Bárðarson hóf feril sinn sem lagasmiður, umboðsmaður og fleira sem tengist tónlist. 15. nóvember 2018 10:30 Jóhanna Guðrún syngur lag Einars Bárðarsonar óaðfinnanlega „Alveg geggjuð útgáfa hjá Jóhönnu. Hlustið, njótið og deilið.“ 30. október 2018 12:00 Áslaug Thelma fundar með forstjóra OR í dag Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu, segir tíma til kominn. 27. september 2018 11:52 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Í dag starfar Einar sem framkvæmdarstjóri Votlendissjóðs og er mikill umhverfissinni. Mótaði poppmenningu þúsaldarkynslóðarinnar Hann segir það hafa breytt lífi sínu þegar hann samdi lagið Farin sem hljómsveitin Skítamórall gerði frægt. Sjálfur var hann í hljómsveit á sínum yngri árum þar sem hann ólst upp á Selfossi en það var bróðir hans Arngrímur Fannar Haraldsson sem var í Skítamóral og fékk að nýta efnið sem var upphafið af lagasmíðaferli Einars. Ekki leið að löngu þar til hann var orðinn umboðsmaður þúsaldarkynslóðarinnar en eftir skemmtanahald, umboðsmennsku og auglýsingahönnun ákvað hann að leggja aftur land undir fór og fara í nám í markaðsfræði í Arizona, Bandaríkjunum þar sem hann kynntist konunni sinni Áslaugu Thelmu Einarsdóttur. View this post on Instagram A post shared by Einar Bardarson (@einarbardar) Einar var gestur Kristjáns Hafþórssonar í Jákastinu en þáttinn má heyra í heild sinni hér að neðan en þar ræðir hann meðal annars hvernig lífið var með annan fótinn í London, feril Garðars Thórs Corters, Idolið, íslensku tónlistarsenuna, Nylon, lagasmíði og plokkið sem hann stendur fyrir til þess að bæta heiminn: Vill ekki einsleitar skoðanir á samfélagsmiðlum Einar forðast Twitter eins og heitan eldinn og finnst mikilvægt að nota samfélagsmiðla á réttan hátt. „Ég vil ekki festast inn í einhverjum helli [...] Mér finnst voða gott að sjá viðbrögð hægri fólks við þessu og viðbrögð vinstri fólks við hinu“ „Ef maður er með hundrað eða tvö hundruð vini sem allir eru svona nokkurn veginn með sömu lífsskoðanir og þú að þá getur verið að þú misskiljir umheiminn svolítið.“ Sjálfur segist hann stundum setja inn athugasemdir á netið sem séu slitnar úr öllu samhengi og setji allt í uppnám sem hafi upphaflega verið birt sem grín. View this post on Instagram A post shared by Einar Bardarson (@einarbardar) Stofnaði Kanann Einar Stofnaði útvarpsstöðina Kanann árið 2009 sem í dag er þekkt sem K100. Hann seldi SkjáEinum, sem síðar varð Síminn, stöðina sem síðar seldi hana til Árvakurs en hún er enn starfandi í dag. Það síðasta sem hann gerði á stöðinni áður en hann fór var að ráða inn Svala frá FM957 og setti hann saman með Svavari Erni og myndaði það landsfræga dúó. „Við vorum ekki sammála, sá sem var að stýra SkjáEinum á þeim tíma og ég, um basic hluti eins og hvernig á að koma fram við mann þannig að ég þakkaði bara fyrir,“ segir Einar um skil sín við stöðina. Hann segist einnig stoltur af því að hafa ráðið Sigga Gunnars inn á K100 frá Akureyri. View this post on Instagram A post shared by Einar Bardarson (@einarbardar) Kynjahlutföll í útvarpinu Síðar endaði hann á Bylgjunni í morgunþættinum Bakaríinu með Svavari áður en Eva Laufey tók við keflinu sem Einar segist hafa þróast á þann veg eftir að ákvörðun um að jafna kynjahlutfallið innan stöðvarinnar hafi verið tekin. „Ég skyldi alveg þá ákvörðun mjög vel, ég hefði gert hana sjálfur ef ég hefði verið að stýra,“ segir hann. Fyrir rúmlega ári síðan hóf hann aftur störf í morgunútvarpinu en í þetta skiptið var það aftur á K100 og stjórnar hann þættinum Helgarútgáfunni ásamt Önnu Margréti Káradóttur. „Þannig að nú eru tveir morgunþættir með karli og konu en ekki einn morgunþáttur með tveimur körlum. Hérna erum við að taka þátt í því að lagfæra samfélagslegan halla á kynjahlutföllum.“ View this post on Instagram A post shared by Einar Bardarson (@einarbardar) Birta, bíddu eftir mér Árið 2001 samdi Einar lagið Birta sem fór fyrir hönd Íslands í Eurovision. „Þegar lagið var kosið til þess að fara út þá fengum við 51% allra greidda atkvæða,“ segir hann. Sama ár reyndi hann að koma laginu Spenntur í keppnina, sem Á móti sól gerði síðar frægt, en það var ekki tekið inn. „Það eru sárafáir sem hafa farið og spilað á Parken og farið heim með þrjú stig“ segir hann glettinn um það hvernig Eurovision ævintýrið fór. „Auðvitað var það alveg rosalega mikil kennsla í auðmýkt að lenda bara í næstsíðasta sæti í Eurovision.“ „Það þarf lang sterkustu beinin í standa upp aftur eftir svoleiðis, því það er alveg meiriháttar áfall, alveg sama þó að maður hafi ekki verið að væla opinberlega yfir því þá er bara rosalegt að vakna daginn eftir Eurovision þar sem þú lentir bara í næst síðasta sæti.“ <a href="https://www.youtube.com/watch?v=e_gQMnbpXtk">watch on YouTube</a> Mikilvægt að taka ábyrgð „Lagið var bara ekki nógu gott í þessu samhengi öllu saman, í þessari stóru keppni og ég bara ákvað að taka ábyrgð á því,“ segir hann um það sem fylgdi á eftir Eurovision þar sem hann sagði alla í hópnum hafa staðið sig vel og gert nákvæmlega það sem hann bað um í atriðinu. Ég var verkstjóri og ég ber alla ábyrgð á því og geri enn þann dag í dag.“ „Besti eiginleikinn sem ég bý yfir og það sem ég met mest við annað fólk er þegar það stígur upp aftur eftir að hafa verið slegið alveg svakalega á kjaftinn,“ segir Einar og vitnar í Rocky myndirnar þar sem aðalpersónan var að útskýra lífið fyrir syni sínum: „Sá sem stendur upp, alltaf, hann vinnur.“ View this post on Instagram A post shared by Einar Bardarson (@einarbardar) Lífið mun reyna á þig „Lífið mun professionally og personally slá þig í gólfið með jöfnu millibili þannig að þig langar helst bara að liggja þar og grenja,“ segir hann. „Það geta verið áföll í fjölskyldunni, verið áföll fjárhagslega, þú getur gert þig að opinberu fífli hvort sem að það var viljandi eða ekki.“ Hann segir mikilvægt að dusta af sér, standa upp og taka ábyrgð á því sem hægt er að taka ábyrgð á og útskýra fyrir öðrum og halda áfram. „Ég hef þurft að gera þetta nokkrum sinnum og það er svo hollt.“ View this post on Instagram A post shared by Einar Bardarson (@einarbardar) Fylgist með öðrum vinna sig úr aðstæðum „Maður hefur líka fylgst með þessum herramönnum sem hafa orðið uppvísir af hlutum sem eru ekki í takt við samfélagið og hafa verið cancellaðir, svo við notum rétt orð,“ segir Einar. „Þeir eru á erfiðum stað og maður er svona að fylgjast með þeim og sjá hverjum tekst að vinna sig út úr þessu með því að gangast við því sem er hægt að gangast við. Að betra það sem er hægt að betra.“ „Allt eru þetta mjög erfið mál en einhvern veginn þurfum við sem samfélag að vinna út úr því, erum við alveg búin að cancellera þeim?“ segir hann og veltir því fyrir sér hvernig samfélagið greinir á milli hverjir nái að koma til baka. „Ég er ekki að gerast dómari í þessu öllu heldur bara að velta því fyrir mér, hvernig vinna þessir - í flestum tilfellum ungu menn og karlmenn - hvernig vinna þeir úr þessu? Og hvernig er það hægt?“ Samfélagið í dómarasæti „Það er ekkert gaman heldur fyrir samfélagið að lesa um það eftir einhverjar vikur ef að einhver af þessum drengjum bara gekk frá sér af því menn þola ekki álagið. Aftur, ég er ekki að taka neina afstöðu,“ segir Einar. „Umburðarlyndi, fyrirgefning og kærleikur, er rými fyrir það? Og á hvernig stað erum við?“ Veltir hann fyrir sér. View this post on Instagram A post shared by Einar Bardarson (@einarbardar) Að takast á við mótlæti með jákvæðni „Lífið er fullt af ógeðslega flóknum verkefnum og þó að einhver fari í gegnum það skælbrosandi þýðir það ekki að hann sé að glíma við eitthvað minni vandamál en þú. Hann er bara ekki að gera það flóknara með því að gera það að þínu vandamálum líka,“ segir hann um það hvernig sumir fara í gegnum lífið af jákvæðni á meðan aðrir láta sín erfiði bitna á öðrum. Hann segir það þó gott að eiga góða að þegar á því þarf að halda. View this post on Instagram A post shared by Einar Bardarson (@einarbardar) Erfitt að stíga fram „Þær konur eru náttúrulega, með því að stíga fram eru þær að vinna úr sínu trauma en um leið að gera sig ennþá meira vulnerable, ég þekki það sjálfur,“ segir hann um þau mál sem koma upp í samfélaginu. „Þetta eru sannarlega áhugaverðir tímar en alls ekki átakalausir sem við erum að ganga í gegnum.“ „Allar róttækar breytingar á samfélaginu, vonandi, rækta betra samfélag,“ segir hann og horfir bjartsýnn til framtíðarinnar: „Ég trúi því gagnvart börnunum okkar að við séum að búa til betra samfélag. Ég hef þá trú en við erum hins vegar ennþá út í miðri á með þetta allt saman og svona hlutir gerast ekki á einu sumri eða einum vetri heldur er þetta samfélagslegt verkefni að fara í gegnum.“
Tónlist Jákastið Tengdar fréttir Skítamórall gefur út lag: „Alvöru Skímó slagari með öllum stælunum“ Hljómsveitin Skítmórall hefur sent frá sér nýjan sumarsmell. Lagið sem ber heitið Innan í mér, er alvöru „Skímó slagari með öllum stælunum“. 6. júlí 2021 12:49 Einar Bárðarson ráðinn framkvæmdastjóri Votlendissjóðs Eyþór Eðvarsson, stjórnarformaður Votlendissjóðs, segir endurheimt votlendis vera afar mikilvægan þátt í að minnka losun. Hann segist bera miklar væntingar til Einars og hlakkar til samstarfsins. 28. júlí 2019 14:38 Einar Bárðarson krafðist tveggja ára launa vegna brottrekstursins Einar Bárðarson sagður hafa haft í hótunum við stjórnarformann ON. 19. nóvember 2018 16:30 Einars saga Bárðarsonar Nú eru tuttugu ár síðan Einar Bárðarson hóf feril sinn sem lagasmiður, umboðsmaður og fleira sem tengist tónlist. 15. nóvember 2018 10:30 Jóhanna Guðrún syngur lag Einars Bárðarsonar óaðfinnanlega „Alveg geggjuð útgáfa hjá Jóhönnu. Hlustið, njótið og deilið.“ 30. október 2018 12:00 Áslaug Thelma fundar með forstjóra OR í dag Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu, segir tíma til kominn. 27. september 2018 11:52 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Skítamórall gefur út lag: „Alvöru Skímó slagari með öllum stælunum“ Hljómsveitin Skítmórall hefur sent frá sér nýjan sumarsmell. Lagið sem ber heitið Innan í mér, er alvöru „Skímó slagari með öllum stælunum“. 6. júlí 2021 12:49
Einar Bárðarson ráðinn framkvæmdastjóri Votlendissjóðs Eyþór Eðvarsson, stjórnarformaður Votlendissjóðs, segir endurheimt votlendis vera afar mikilvægan þátt í að minnka losun. Hann segist bera miklar væntingar til Einars og hlakkar til samstarfsins. 28. júlí 2019 14:38
Einar Bárðarson krafðist tveggja ára launa vegna brottrekstursins Einar Bárðarson sagður hafa haft í hótunum við stjórnarformann ON. 19. nóvember 2018 16:30
Einars saga Bárðarsonar Nú eru tuttugu ár síðan Einar Bárðarson hóf feril sinn sem lagasmiður, umboðsmaður og fleira sem tengist tónlist. 15. nóvember 2018 10:30
Jóhanna Guðrún syngur lag Einars Bárðarsonar óaðfinnanlega „Alveg geggjuð útgáfa hjá Jóhönnu. Hlustið, njótið og deilið.“ 30. október 2018 12:00
Áslaug Thelma fundar með forstjóra OR í dag Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu, segir tíma til kominn. 27. september 2018 11:52